Mynd: Bára Huld Beck

Pólitískur ómöguleiki að Sigríður hefði getað setið áfram

Það var bæði pólitískt og praktískt ómögulegt að Sigríður Á. Andersen sæti áfram sem dómsmálaráðherra. Vinstri græn hefðu ekki getað sætt sig við það pólitískt og ómögulegt hefði verið fyrir Sigríði að leiða flókna vinnu dómsmálaráðuneytisins vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í ljósi þess að sá dómur er áfelli yfir henni.

Ég mun ekki gera það. Ég hef ekki ástæðu til þess.“ Þetta sagði Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra í hádeg­is­fréttum RÚV á þriðju­dag þegar hún var spurð hvort hún myndi segja af sér vegna dóms Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í Lands­rétt­ar­mál­inu.

Rúmum sól­ar­hring síð­ar, klukkan 13:49 síð­degis á mið­viku­dag, var boðað til blaða­manna­fundar í dóms­mála­ráðu­neyti sem skyldi hefj­ast 41 mín­útu síð­ar. Á þeim fundi lýsti Sig­ríður afstöðu sinni til Lands­rétt­ar­máls­ins í löngu máli, sagði að nið­ur­staðan hefði komið henni „veru­lega á óvart“ og að hún ætl­aði að stíga til hliðar sem ráð­herra á meðan að verið væri að fjalla meira um Lands­rétt­ar­málið og vinna úr þeirri stöðu sem upp var kom­in. Hún hefði skynjað að hennar per­sóna kynni að hafa trufl­andi áhrif á frek­ari með­ferð máls­ins.

Það er hins vegar ekki hægt að stíga til hliðar tíma­bundið sem ráð­herra. Stjórn­skipun lands­ins gerir ein­fald­lega ekki ráð fyrir því. Sig­ríður var að segja af sér emb­ætti og nýr ráð­herra myndi taka við dóms­mála­ráðu­neyt­inu á rík­is­ráðs­fundi sem boð­aður var á Bessa­stöðum klukkan 16 á fimmtu­dag.

Við­vör­un­ar­bjöllur hringdu hátt og skýrt

Dómur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Lands­rétt­ar­mál­inu kom flestum við­mæl­endum Kjarn­ans úr íslenskum stjórn­málum á óvart. Ekki endi­lega hver nið­ur­staðan var heldur hversu harð­orður hann var í garð íslenskrar stjórn­sýslu. Bæði Sig­ríður og Alþingi fengu á sig áfell­is­dóm fyrir það hvernig haldið var á skipan 15 dóm­ara við Lands­rétt í byrjun júní 2017. Sig­ríður fyrir að hafa brotið stjórn­sýslu­lög með því að breyta list­anum um til­nefnda dóm­ara frá þeim lista sem hæf­is­nefnd hafði skilað af sér, og fært fjóra dóm­ara af þeim lista en sett aðra fjóra inn á hann án þess að rann­saka og rök­styðja þá ákvörðun með nægj­an­legum hætti. Alþingi fyrir að hafa kosið um skipan dóm­ar­anna allra í einu, í stað þess að kjósa um hvern fyrir sig.

Nið­ur­staðan var skýr. Í dómnum var fall­ist á það dóm­­ar­­arnir fjórir sem bætt var á list­ann væru ólög­­lega skip­aðir og gætu þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, þar sem ólög­­lega skip­aðir dóm­­arar gætu ekki tryggt rétt­láta máls­­með­­­ferð. Ferlið sem beitt var við skipun dóm­­ar­anna við Lands­rétt hafi orðið „til þess að valda skaða á því trausti sem dóm­­stóll í lýð­ræð­is­­legu sam­­fé­lagi þarf að vekja hjá almenn­ingi og braut í bága við það grund­vall­­ar­at­riði að dóm­­stóll sé lög­­­leg­­ur, eina af meg­in­­reglum rétt­­ar­­rík­­is­ins.“

Við­vör­un­ar­bjöll­urnar höfðu reyndar ómað hátt áður en kosn­ingin var fram­kvæmd. Í umsögn sem hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur­inn Jóhannes Karl Sveins­­son sendi inn til stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefndar 30. maí 2017 sagð­ist hann hafa verið í áfalli þegar hann las rök­­­stuðn­­­ing dóms­­­mála­ráð­herra. Þar var­aði hann við því að til­laga dóms­mála­ráð­herra yrði dýr fyrir ríkið vegna mögu­legs bóta­réttar nokk­urra umsækj­enda en „ennþá fremur vegna þess að í upp­sigl­ingu er hneyksli sem á eftir að valda langvar­andi vanda­málum í rétt­ar­kerf­inu sjálfu“.

Alþingi væri skylt að taka málið til gaum­­­gæfi­­­legrar skoð­unar og mætti „ekki taka að sér hlut­verk stimp­ilpúða fyrir fram­­­kvæmda­­­valdið í þetta sinn. Það er allt of mikið í húfi!“

Að Alþingi eigi ekki að stjórnar af afls­munum

En málið var samt sem áður lagt fram. Þáver­andi minni­hluti stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar lagði til að mál­inu yrði vísað frá. Þeirri til­lögu var hafnað með 31 atkvæði gegn 30. Tveir þing­menn kusu ekki vegna tengsla við umsækj­endur um dóm­ara­emb­ætti við Lands­rétt.

Í kjöl­farið var kosið um til­lögu Sig­ríðar um hverja ætti að skipa sem dóm­ara. Þegar for­svars­maður minni­hluta stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar gerði grein fyrir atkvæði sínu sagði hún: „Minni hlut­inn á Alþingi lagði fram mál­efna­leg rök fyrir því að mála­til­bún­aður hefði þurft að vera vand­aðri og máls­með­ferð þings­ins hefði þurft lengri tíma. Þessi rök voru studd af þeim sér­fræð­ingum sem stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd kall­aði sér til aðstoðar til að meta þennan mála­til­bún­að. En á rök minni hlut­ans og sér­fræð­ing­anna kaus meiri hlut­inn að hlusta ekki. Ég tel, frú for­seti, að Alþingi eigi að stjórn­ast af vits­munum en ekki afls­mun­um. Það er ekki mín til­finn­ing að Alþingi hafi stjórn­ast af vits­munum hér í dag. Þess vegna segi ég nei við þess­ari til­lög­u.“

En til­lagan var samt sem áður sam­þykkt með greiddum atkvæðum þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar, sem þá mynd­uðu rík­is­stjórn. Rök þing­manna Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar fyrir því að sam­þykkja skip­an­ina voru marg­hátt­uð. Björt Ólafs­dótt­ir, þáver­andi umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, sagði: „Gamla Ísland og nýja Ísland. Fag­legt mat hæfn­is­nefndar um tíu karla og fimm kon­ur. Sann­ar­lega í takt við gamla Ísland. Dóms­mála­ráð­herra leggur til sjö kon­ur, átta karla og ég fagna því og ég furða mig á því að aðrir geri það ekki hér, stjórn­ar­and­staðan gerir það ekki hér. Rétt kynja­hlut­föll í Lands­rétti kostar okkur ekki traust. Það ávinnur okkur traust.“ Ótt­arr Proppé, þáver­andi for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, sagð­ist ánægður með rök­stuðn­ing Sig­ríð­ar.

Pawel Bar­toszek, þá þing­maður Við­reisn­ar, sagði að hann teldi að „þetta vald og þessi ábyrgð liggi hjá ráð­herra og sé eðli­legt að henni sé komið fyrir þar. Ég tel ekki eðli­legt að þingið eigi að hafa afskipti af þess­ari ákvörðun ráð­herra. Ég mun því greiða atkvæði í sam­ræmi við það.“ Þor­steinn Víglunds­son, sam­flokks­maður hans og þá félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, tók undir með Pawel og sagði: „Ég vona að þetta verði í síð­asta skiptið sem þingið hlut­ast til um það með þessum hætti. Ég tel dóms­mála­ráð­herra bera hina end­an­legu ábyrgð í mál­inu og tel að sú til­laga sem liggur fyrir þing­inu sé vel ígrunduð og rök­studd.“ Jóna Sól­veig Elín­ar­dótt­ir, þáver­andi vara­for­maður Við­reisn­ar, sagði að breyt­ing­arnar sem Sig­ríður hafði gert á list­anum hafi orðið „til þess að list­inn mætir hvoru tveggja, skil­yrðum um jafn­ræði kynj­anna og sjón­ar­miðum um dóm­ara­reynslu auk þess sem allir dóm­ar­arnir hafa verið metnir hæf­ir. Þetta eru góð vinnu­brögð. Sá rök­stuðn­ingur sem hæst­virtur ráð­herra hefur lagt fram er góður og ég fellst á hann. Sam­kvæmt minni bestu sann­fær­ingu og sam­visku.“

Sam­þykktu að verja Sig­ríði gegn van­trausti

Þegar ný rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur tók við völdum í lok nóv­em­ber 2017, með Sig­ríði Á. And­er­sen áfram í stól dóms­mála­ráð­herra,  var lá fyrir nið­ur­staða hér­aðs­dóms um að Sig­ríður hefði brotið lög með skipan dóm­ara og nið­ur­staða Hæsta­réttar í mál­inu var vænt­an­leg. Sú staða var rædd sér­stak­lega við stjórn­ar­mynd­un­ina. Ljóst var að það yrði erf­ið­ast fyrir Vinstri græn að verja veru Sig­ríðar í rík­is­stjórn, sér­stak­lega vegna þess að for­sæt­is­ráð­herr­ann Katrín og Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, einn áhrifa­mesti þing­maður flokks­ins og nýr heil­brigð­is­ráð­herra, höfðu skrifað grein nokkrum dögum eftir að skipun dóm­ara í Lands­rétt var sam­þykkt á Alþingi þar sem þær gagn­rýndu máls­með­ferð­ina harð­lega. Í grein­inni sagði: „Upp­­­­­­­­­nám milli­­­­­­­­­dóm­­­­­stigs­ins er nú algjört, á ábyrgð dóms­­­­­mála­ráð­herr­ans og rík­­­­­is­­­­­stjórn­­­­­­­­­ar­innar all­r­­­­­ar. Enn er ekki séð fyrir end­ann á mála­­­­­lyktum þessa og gæti svo farið að Lands­­­­­réttur yrði að glíma við van­­­­­traust og skort á trú­verð­ug­­­­­leika um ára­bil.“

Þegar Hæsti­réttur birti sína nið­ur­stöðu í Lands­rétt­ar­mál­inu, þann 19. des­em­ber 2017, um að Sig­ríður hefði brotið gegn ákvæði stjórn­sýslu­laga með ákvörðun sinni þá varði Katrín setu hennar í rík­is­stjórn.

Katrín Jakobsdóttir fundaði með formönnum hinna stjórnarflokkanna skömmu eftir að hún lenti á Íslandi í gærmorgun.
Mynd: Bára Huld Beck

Þegar stjórn­ar­and­staðan setti fram van­traust­til­lög­u á Sig­ríði í mars 2018 þá kusu allir þing­menn Vinstri grænna utan tveggja, Rósu Bjarkar Brynj­ólfs­dóttur og Andr­ésar Inga Jóns­son­ar, á móti henni og vörðu þar með dóms­mála­ráð­herra gegn van­trausti. Kol­beinn Ótt­­ar­s­­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna, sagði til að mynda í ræðu sinni að hann hafi verið mót­­fall­inn þeim ákvörð­unum og emb­ætt­is­verkum Sig­ríðar sem van­­traust­s­til­lagan sner­ist um, en að hann styddi rík­­is­­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­­ur. Þess vegna segði hann nei.

Lilja Raf­­­ney Magn­ús­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, sagði í ræðu sinni að van­­traust­s­til­lagan sner­ist ekki um dóms­­mála­ráð­herra heldur rík­­is­­stjórn­­ina í heild. „Það er alveg ljóst að skað­inn er skeð­­ur. Þegar er búið að vinna þau emb­ætt­is­verk sem eru ástæða þess­­arar umræðu. Það var gert í síð­­­ustu rík­­is­­stjórn lands­ins, fyrir síð­­­ustu kosn­­ing­­ar. Ef van­­traust­s­til­lagan verður sam­­þykkt getur tvennt ger­st; ann­að­hvort að ráð­herr­ann fari og nýr dóms­­mála­ráð­herra taki við[...]Hitt sem gæti gerst væri að Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn yfir­­­gæfi rík­­is­­stjórn­­ina og þar með væri hún úr sög­unni. Vil ég aðra rík­­is­­stjórn án Alþing­is­­kosn­­inga, aðra en rík­­is­­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­­ur? Mitt svar er nei.“

Mörg erfið mál á skömmum tíma

Fátt hefur gengið jafn mikið á póli­tíska inn­eign Katrínar Jak­obs­dóttur og Vinstri grænna hjá þeirra eigin stuðn­ings­mönnum og sú ákvörðun að verja Sig­ríði fyrir van­trausti. En flokk­ur­inn vissi að hann þyrfti að gera það til að halda rík­is­stjórn­inni saman og lét sig því hafa það.

Síð­ustu vikur hefur svo reynt umtals­vert á styrk saumanna í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Harðar kjara­deilur eru að reyn­ast stjórn­inni erf­ið­ar, sér­stak­lega vegna þess að gagn­rýni verka­lýðs­hreyf­ing­anna á þær til­lögur sem rík­is­stjórnin hefur komið með að borð­inu í þeim deilum hefur verið hörð. Ákvörðun Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is­ráð­herra um að stuðn­ing Íslands við leið­­­toga stjórn­­­­­ar­and­­­stöð­unnar í Venes­ú­ela fóru illa í ýmsa innan Vinstri grænna og ákvörðun Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, að heim­ila áfram­hald­andi hval­veiðar ekki síð­ur. Þá hefur ríkt óop­in­bert stríð um sam­göngu­mál, og sér­stak­lega veggjöld, innan rík­is­stjórn­ar­innar frá því í des­em­ber þar sem takast á Sig­urður Ingi Jóhanns­son, ráð­herra mála­flokks­ins, og Jón Gunn­ars­son, for­maður umhverf­is- og sam­göngu­nefndar sem oft er kall­aður skugga­sam­göngu­ráð­herra í tali milli þing­manna.

Ofan á allt er efna­hags­kerfið að kólna, enn ríkir tölu­verð óvissa um fram­tíð flug­fé­laga lands­ins og engin loðna verður veidd á þessu fisk­veiði­ári, vegna þess að hún finnst ekki í íslenskri lög­sögu. Og traust á stjórn­mál hríð­féll á milli ára. Það hefur stuðn­ingur almenn­ings við rík­is­stjórn­ina líka gert frá því að hún tók við.

Rík­is­stjórnin mátti illa við því að fá nýja sprengju í fangið síð­ast­lið­inn þriðju­dag. En hún fékk slíka frá Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu.

Póli­tískur ómögu­leiki

Þótt Sig­ríður Á. And­er­sen hefði verið boru­brött í við­tali við fjöl­miðla á þriðju­dag og sagt að hún væri ekki að víkja var ljóst að innan raða Vinstri grænna væri sú skoðun ráð­andi að áfram­hald­andi seta hennar væri ekki póli­tískt ger­leg. Stjórn­ar­and­staðan var þegar búin að boða aðra van­traust­s­til­lögu og Vinstri græn gætu ekki varið Sig­ríði aftur gegn slíkri.

Katrín Jak­obs­dóttir ræddi stöð­una við Sig­ríði á þriðju­dag, en for­sæt­is­ráð­herr­ann var þá stödd í New York. Katrín lenti svo á Kefla­vík­ur­flug­velli í gær­morgun og fór á fund með for­mönnum hinna stjórn­ar­flokk­anna, Bjarna Bene­dikts­syni og Sig­urði Inga Jóhanns­syni, klukkan hálf níu þar sem staðan var rædd. Þar kom Katrín sjón­ar­miðum sínum um að dóms­mála­ráð­herra yrði að axla ábyrgð á stöð­unni á fram­færi við hina for­menn­ina.

Við­mæl­endum Kjarn­ans innan Vinstri grænna ber ekki að öllu leyti saman um hversu tæpt rík­is­stjórn­ar­sam­starfið hafi staðið og hvort því hefði verið slitið ef Sig­ríður hefði ekki sagt af sér. En ljóst er að það er upp­lifun sumra lyk­il­manna innan þeirra raða að ef Sig­ríður hefði ekki sagt af sér þá hefði sam­starf­inu verið slit­ið.

Þegar þing­flokks­fundur Vinstri grænna hófst klukkan um klukkan eitt síð­degis í gær þá lá ekki enn fyrir hvað Sig­ríður myndi gera, né hvað for­sæt­is­ráð­herra myndi segja við fjöl­miðla þegar hún myndi tjá sig efn­is­lega um málið í fyrsta sinn þegar fund­inum lyki.

Ríkisstjórnin hefur glímt við mörg erfið viðfangsefni undanfarið.
Mynd: Bára Huld Beck

Áður en fund­inum lauk barst hins vegar til­kynn­ing um blaða­manna­fund dóms­mála­ráð­herra til fjöl­miðla og öllum varð ljóst hvað væri í upp­sigl­ingu. Katrín gat því farið út af þing­flokks­fund­inum í gær og sagt við fjöl­miðla að hún styddi ein­fald­lega ákvörðun Sig­ríðar um að stíga til hlið­ar.

Gat ekki leitt við­gerð á eigin mis­tökum

Praktískt séð var einnig ómögu­legt fyrir Sig­ríði að sitja áfram. Nið­ur­staða Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins leiddi af sér að  starf­semi Lands­réttar er í full­komnu upp­námi. Nær sam­stundis var öllum málum sem dóm­ar­arnir fjórir sem voru skip­aðir með ólög­mætum hætti; Arn­­­­­­fríður Ein­­­­­­ar­s­dótt­ir, Ragn­heiður Braga­dótt­ir, Ásmundur Helga­­­­­­son og Jón Finn­­­­­­björns­­­­­­son, áttu að koma að í þess­ari viku frestað og síðar sama dag var til­kynnt að Lands­réttur myndi ekki fella neina dóma út vik­una.

Algjör óvissa er uppi í íslensku rétt­ar­kerfi og lög­menn sem Kjarn­inn hefur rætt við segja borð­leggj­andi að mögu­legt sé að taka upp öll mál sem dóm­ar­arnir fjórir hafa komið að. Þá sé einnig vand­séð, og í raun ómögu­legt, að þeir geti setið áfram í rétt­in­um. Það þurfi að skipa nýja dóm­ara í þeirra stað.

Ferlið allt mun að öllum lík­indum einnig verða íslenska rík­inu dýrt í pen­ingum talið. Þeir fjórir sem teknir voru af list­anum hafa fengið eða munu fá miska- og/eða skaða­bæt­ur, dóm­ar­arnir fjórir sem skip­aðir voru án þess að hafa verið taldir á meðal 15 hæf­ustu eiga lík­ast til háa skaða­bóta­kröfu á ríkið verði þeir að víkja og kostn­aður  við end­ur­upp­töku mála sem þeir hafa komið að mun verða umtals­verð­ur.

Flókið verk­efni er framundan fyrir dóms­mála­ráðu­neytið við að finna út úr þeirri réttaró­vissu sem er til staðar og við blasti að Sig­ríður gat ekki leitt þá vinnu í ljósi þess að það voru hennar ákvarð­anir sem skópu ástand­ið. Á þessu virð­ist hún hafa áttað sig sjálf. Í yfir­lýs­ingu hennar í gær sagði Sig­ríður að hún hefði skynjað það að hennar per­­sóna kynni að hafa trufl­­andi áhrif á frek­­ari með­­­ferð máls­ins.

En hvar stendur málið nú? Stjórn­völd virð­ast ekki hafa verið með neina við­brags­á­ætlun til að bregð­ast við þeirri stöðu sem nú er uppi vegna dóms Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. For­sæt­is­ráð­herra sagði við fjöl­miðla í gær að stærsta for­gangs­mál stjórn­valda nú væri að tryggja réttar­ör­yggi. Til þess hefur hún kallað til sér­fræð­inga til að rýna í dóm­inn og nú bíður stjórn­valda það verk­efni að skýra stöðu Lands­rétt­ar.

Það verður hlut­verk for­sæt­is­ráð­herra, verk­stjór­ans í rík­is­stjórn­inni, og nýs ráð­herra dóms­mála, sem skip­aður var tíma­bundið á fimmtu­dag, að leiða það verk­efni.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar