Ekki enn farið að sjást til lands í sáttaviðræðum

Á síðustu dögum hefur verið kallað eftir því að stjórnvöld sýni ábyrgð í sáttaviðræðum við fyrrum sakborninga og aðstandendur þeirra í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, sérstaklega þegar kemur að fjárhæð skaða- og miskabóta.

Sakborningarnir fimm sem sýknaðir voru af öllum ákærum af Hæstarétti í september á síðasta ári, ásamt Erlu Bolladóttur.
Sakborningarnir fimm sem sýknaðir voru af öllum ákærum af Hæstarétti í september á síðasta ári, ásamt Erlu Bolladóttur.
Auglýsing

Í sept­em­ber árið 2018 sýkn­aði Hæsti­réttur fimm sak­born­inga af öllum ákæru­liðum í end­ur­upp­töku á einu umdeildasta saka­máli 20. ald­ar­inn­ar, Guð­mund­ar- og Geir­finns­máls­inu, nærri því 40 árum eftir að dóm­ur­inn féll í Hæsta­rétti árið 1980. ­For­sæt­is­ráð­herra ­skip­aði í kjöl­farið sátta­nefnd sem leiða átti sátta­um­leitun við aðila máls og aðstand­endur þeirra.

Rúmum sjö mán­uðum síð­ar­ hefur hins vegar ekki enn náðst sátt í mál­inu og sú fjár­hæð sem nefndin hefur á milli­ hand­anna til greiðslu skaða- og miska­bóta verið sögð alltof lág. Fram­ganga stjórn­valda hefur verið gagn­rýnd úr ýmsum áttum og kallað hefur verið eftir því að stjórn­völd sýni ábyrgð þegar kemur að upp­hæð miska- og skaða­bóta fyrir þá sem ríkið sviptir frelsi og rétt­ind­um. 

Sátta­nefnd verið að störfum frá því í októ­ber

End­ur­upp­töku­nefnd ­féllst í febr­úar árið 2017 að dómur Hæsta­réttar frá árinu 1980 skyldi tekin upp er varð­aði fimm sak­born­inga af sex. Rúmu ári síðar komst Hæsti­réttur að þeirri ­nið­ur­stöð­u að sýkna skyldi sak­born­ing­ana fimm af öllum ákæru­lið­um. Í kjöl­farið bað Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­­sæt­is­ráð­herra, fyr­ir hönd rík­­is­­stjórn­­ar Íslands fyrr­ver­andi sak­­born­inga, aðstand­end­ur þeirra og aðra sem hafa átt um sárt að binda vegna máls­ins, af­­sök­un­ar á því rang­­læti sem þeir hafa mátt þola.

Auglýsing

For­­sæt­is­ráð­herra skip­aði í kjöl­farið sátta­nefnd í októ­ber í fyrra sem koma átti fram fyrir hönd stjórn­valda í við­ræðum og sátta­um­leit­unum við aðila máls­ins og aðstand­endur þeirra. Nefndin átti jafn­framt að gera til­lögur um hugs­an­lega greiðslu miska- og skaða­bóta eða eftir atvikum svo­nefndra sann­girn­is­bóta til aðila máls­ins og aðstand­enda þeirra. Í íslenskum lögum eru ekki önnur úrræði fyrir þá sem ríkið sviptir frelsi og rétt­indum en að krefja ríkið um skaða­bætur fyrir fjár­­hags­­legt og ófjár­­hags­­legt tjón. Jafn­framt er ekki að finna í lögum leið­bein­ingar um hvernig ákvarða eigi bæt­urn­ar.

Krefst millj­arðs fyrir sinn skjól­stæð­ing

Frétta­blaðið greindi frá því í lok apríl að upp­­haf­­lega hefðu stjórn­­völd hyggst verja til sátt­anna í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­inu 400 millj­­ónum en nú hefði sú upp­­hæð verið hækkuð í 600 millj­­ónir til að liðka fyrir við­ræð­un­um. Þeirri upp­hæð yrði síðan deilt á milli hinna sýkn­uðu meðal ann­­ars eftir lengd frels­is­­svipt­ing­­ar.  

Ragnar Aðal­steins­son, lög­maður Guð­jóns Skarp­héð­ins­son­ar, sem var einn þeirra sem sýkn­aður var í Hæsta­rétti í sept­em­ber síð­ast­liðn­um, sagði í við­tali í Silfr­inu síð­asta sunnu­dag að það hljóti að hafa orðið ein­hver mis­tök hjá stjórn­völdum þegar upp­hæð miska­bóta í mál­inu var ákveð­in. 

Í við­tal­inu greinir Ragnar frá því að hann hafi krafið ríkið um miska­bætur upp á rúman millj­arð fyrir hönd skjól­stæð­ings síns. Hann seg­ist hafa mið­aði upp­hæð bót­anna við það form­dæmi sem hann einna helst hafi en það er dómur Hæsta­réttar frá 1983. Í þeim dómi dæmdi Hæsti­réttur fjórum mönnum bætur sem­höfðu setið í gæslu­varð­haldi, en þrír þeirra höfðu sætt 105 daga gæslu­varð­haldi og einn 90 daga að ósekju árið 1976. Þeir höfð­uðu bóta­­mál á hendur rík­­inu, sem lauk með dómum Hæsta­rétt­ar. Ragnar segir að í mál­inu hafi ekki legið fyrir gögn um áhrif gæslu­varð­halds­­ins á and­­lega og lík­­am­­lega heilsu fang­anna, en Hæst­i­­réttur mat áhrifin sjálfur með þeim orð­um, að vist­unin hafi reynst föng­unum fáheyrð and­­leg og lík­­am­­leg raun. 

Létt­bært að finna rök fyrir enn hærri bótum

Ragnar fjallar jafn­framt um málið í aðsendri grein á Kjarn­anum í síð­ustu viku. Þar kemur fram að þessir dómar Hæsta­réttar frá 1983 kom­ist næst því að hafa beint for­dæm­is­gildi enda fjalli þeir um sama sak­ar­efni, sama tíma­bil og sama fang­elsi. „Mun­­ur­inn er helst sá, að gæslu­varð­halds­­­tím­inn var marg­falt styttri í þeim dómum og ekki var rang­­lega felld sök á þá sem í hlut áttu, þannig að þeir þurftu ekki að bera sekt á öxlum sínum um ára­tuga skeið. Þeir voru lausir allra mála varð­andi sekt er þeim var sleppt úr gæslu,“ segir í grein­inni.

Bæt­­urnar sem Hæst­i­­réttur ákvað þeim sem sátu í 105 daga í gæslu nema að núvirði, sam­kvæmt reikn­ingum Ragn­ars, um það bil 56 millj­ónum króna miðað við breyt­ingar á vísi­­tölu, eða um það bil  535.000 krónum á dag. Ragnar not­aði því þessar tölur og komst að þeirri nið­ur­stöðu, miðað við daga­fjölda síns skjól­stæð­ings í gæslu­varð­haldi, að leggja fram kröfur um miska­bætur nálægt millj­arði og atvinnu­tjón nálægt 120 milj­ónum fyrir hönd síns skjöl­stæð­ings.

Ragnar Aðalsteinsson Mynd: RÚVRagnar bendir jafn­framt á í grein sinni að það myndi reyn­­ast rík­­inu létt­­bært að finna rök fyrir hærri bótum en í dómi Hæsta­réttar 1983. Hann segir að engin vafi ­leiki á því að þetta sé alvar­­leg­asta dóms­morð síð­ustu ára­tuga hér á landi. „Fyrir slíkt athæfi rík­­is­ins verður ekki bætt. Rétt­­ar­­kerf­ið skað­­ast og trúin á rétt­láta máls­­með­­­ferð og dóma verður fyrir áfalli auk tjóns hinna sak­­lausu af með­­­ferð­inni. Stjórn­­völd verða að leit­­ast við að bæta skað­ann og lögin bjóða ekki ­­upp á önnur úrræði gagn­vart brota­þol­unum en skaða­bæt­­ur. Vilji stjórn­­­valda til að bæta úr hinum stór­­felldu mis­­­tökum birt­ist því í því eina úrræði sem nefnt hefur ver­ið. Því hærri bætur því meiri varn­að­­ar­á­hrif munu þær hafa á lög­­­reglu og dóm­stóla,“ segir Ragnar í grein sinn­i. 

Í við­tal­inu í Silfr­inu segir Ragnar enn fremur að hann hafi boðað sínar bót­ar­kröfur í októ­ber og síðan lagt fram kröf­urnar í des­em­ber en að engin við­brögð hafi komið við hans kröf­um. Hann ­segir jafn­framt að eng­inn vilji sjá þessi mál fara fyrir dóm­stóla því það gæti tekið sinn tíma og mögu­lega endað fyrir Hæsta­rétti. Hann seg­ist aðspurður eiga von á því nú væru stjórn­völd nú að hus­ga s­inn gang. „Ég held að rík­is­valdið muni end­ur­skoða grunn­inn og átta sig á því að þessi upp­haf­lega upp­hæð var ekki rétt þannig að nú hefj­ist rétt og nýtt upp­haf,“ segir Ragnar að lok­um. 

Segir aðferð og nálgun siða­nefndar svíða mest

Tryggvi Rúnar Brynjars­son, barna­barn Tryggva Rún­ars Leifs­sonar eins hinna sýkn­uðu sak­born­inga í mál­inu, hefur einnig gagn­rýnt fram­göngu sátta­nefnd­ar­inn­ar. Í grein hans á vef Vísis sem birt var í síð­ustu viku greinir Tryggvi frá því hvernig fjöl­skylda hins sýkn­aða hafi aflað gagna til að leggja fram við mat nefnd­ar­innar á orsökum og afleið­ingum rang­látra fang­elsa og rangra dóma á ein­stak­linga. Hann segir hins vegar að nefndin hafi hundsað hverja ein­ustu til­lögu sem kom úr þeirra horni.

Tryggvi Rúnar Brynjarsson. Mynd: RÚV/skjáskotÞeg­ar ­nefnd­in ­síðan lagði undir lög­mann þeirra til­lögu að bótum seg­ir ­Tryggvi að fjöl­skyldan hafi trúað því að sú til­laga myndi end­ur­spegla þá vinnu sem hlyti að hafa átt sér stað allan þennan tíma. Þess í stað hafi ­full­trúar stjórn­valda aðeins tekið fyrir daga­fjöld­ann sem hver maður var sviptur frels­inu. Jafn­framt hafi útreikn­ingar nefnd­ar­innar byggt á Vega­smál­inu svo­kall­aða sem hann segir að svipi ekki hið minnsta til þess máls sem hér um ræð­ir.

Tryggvi segir í sam­tali við Kjarn­ann að hann ásamt fjöl­skyldu sinni hafi vænt þess að þegar sátta­nefndin var skipuð að nú færi þessu hræði­lega máli senn að ljúka. Hann segir aðstand­endur afa síns hafa búist við því nefndin myndi að minnsta kosti reyna að gera heild­stætt mat á orsökum og afleið­ing­um ­máls­ins á ein­stak­linga en ekki aðeins telja dag­ana sem hann var frels­is­svipt­ur. Hann segir að í raun sé það mun frekar aðferð og nálgun siða­nefndar sem svíður mest en ekki upp­hæð­in. Sú stað­reynd að nefndin hafi eytt sex mán­uðum í ekki neitt.

Fremur í „bis­ness“ en að ræða neina raun­ver­lega sátt

Í nýlegu við­tali við Mann­líf gagn­rýnir Erla Bolla­dóttir einnig fram­komu sátta­nefndar á síð­ustu mán­uð­um. Þegar end­ur­upp­töku­nefnd féllst á að ­dómur Hæsta­réttar frá árinu 1980 skyldi tekin upp var end­ur­upp­töku­beiðni Erlu Bolla­dóttur hins vegar hafn­að. Erla var dæmd fyrir mein­særi í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­inu en ekki morð eins og hin­ir. Í við­tal­inu seg­ist Erla vera sár út í Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra, en Erla hefur beðið þess lengi að fá svör frá henni um stöðu síns máls. Einnig gagn­rýnir Erla fram­göngu for­manns sátta­nefndar í við­ræð­unum við aðila máls­ins. 

„Hér höfum við bara full­trúa for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins og þá einkum Kristrúnu Heim­is­dóttur [sem var for­maður sátta­nefnd­ar, innsk. skota­blaða­manns] með rík­is­lög­mann í bak­grunni að fara fyrir því að ræða við sak­born­inga um hvernig ríkið geti sloppið sem best frá þessu. Hún er fremur í biss­ness en að ræða neina raun­veru­lega sátt. Á átt­unda mán­uði frá því að „nefnd­in“ tók til starfa kemur svo ein­hliða ákvörðun for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins um upp­hæð skaða­bóta sem er lítið meira en 10% af þeim skaða­bótum sem sak­lausum fjór­menn­ingum í mál­inu voru greiddar á sínum tíma. Auk þess hefur komið í ljós að umrædd „sátta­nefnd“ er ekki lengur starf­andi. Þetta virð­ist allt komið í ein­hverja alls­herjar vit­leysu,“ segir Erla í við­tal­inu.

Vakti athygli á því ekk­ert hafi spurst til sátta­nefnd­ar­innar

Þann 13. maí síð­ast­lið­inn spurði Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, for­sæt­is­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum hvernig rík­is­stjórnin ætl­aði sér að ljúka hinu löngu tíma­bæra verk­efni, Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­inu. Helga Vala vakti athygli á því að ekk­ert hefði spurst til sátta­nefnd­ar­innar um nokkuð skeið. 

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar.„Hún virð­ist bara vera gufuð upp án þess að ný hafi verið skip­uð. Nú er lög­mað­ur­inn Andri Árna­son mættur sem málsvari for­sæt­is­ráð­herra í mál­inu. Sjö mán­uðir eru liðn­ir, erindum dóm­felldu og aðstand­enda þeirra er ekki svarað og hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra lætur ekki ná í sig vegna þessa máls,“ sagði Helga Vala. 

For­sæt­is­ráð­herra sagði að sú hug­mynda­fræði sem lagt var upp með í störfum sátta­nefndar væri að kanna hvort mögu­leiki væri að ná sátt við alla þessa aðila í ljósi þess að ólíkt lagaum­hverfi gildir hvað varðar miska­bætur ann­ars vegar um þá sem enn lifa og hins vegar um afkom­end­ur. Mark­miðið væri að reyna að ná heild­ar­sam­komu­lagi þó ljóst væri að um mjög ólíka hópa er að ræða. 

Katrín stað­festi jafn­framt að nefndin væri enn að störfum sem og settur rík­is­lög­maður en nefndin hefur unnið með Andra Árna­syni, settum rík­is­lög­manni í mál­inu, og verið sátta­nefnd­inni til ráð­gjaf­ar. „Þannig að ég bind að sjálf­sögðu vonir við að slíkt sam­komu­lag megi nást,“ sagði Katrín.

Getur ekki tjáð sig um fjár­hæð miska­bóta

Dag­inn eft­ir, þann 15. maí, voru störf sátta­nefnd­ar­innar á dag­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Í sam­tali við Kjarn­ann segir Katrín að hún hafi greint rík­is­stjórn­inni frá stöðu mála þar sem fyr­ir­spurn um málið hafi komið fram á Alþingi. Hún segir að málið hafi tekið sinn tíma enda gríð­ar­lega flókið og við­kvæmt og hún hafi fyrst og fremst verið að gera rík­is­stjórn­inni grein fyrir því að nefndin væri enn að störfum með það að mark­miði að reyna að ná sam­komu­lagi við þessa aðila.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld BeckKatrín segir jafn­framt hún hefði sjálf kosið að vinna nefnd­ar­innar hefði gengið hraðar en vegna þess að þetta sé flókið verk­efni og málið í raun ein­stakt í rétt­ar­sög­unni þá hafi þetta tekið sinn tíma. Hún segir að nefndin sé enn að störfum og hafi fundað 20 sinnum síðan í októ­ber. 

Enn er ekki far­ið að sjá til lands í mál­inu en hún­ ­seg­ist ekki geta tjáð sig um þær upp­hæðir sem séu til skipt­anna fyrir þá sem eiga hlut að máli.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar