Mynd: Pexelbay.

Birta niðurstöðu athugana á peningaþvættisvörnum ríkisbanka fyrir jól

Fjármálaeftirlitið mun birta niðurstöðu athugana á peningaþvættisvörnum Landsbankans og Íslandsbanka, sem báðir eru í ríkiseigu, og Kviku banka, sem er einkabanki, á næstu tveimur vikum. Áður hefur eftirlitið birt niðurstöðu Arion banka. Í þeirri athugun opinberuðust fjölmargar brotalamir.

Nið­ur­stöður á athugun á aðgerðum Lands­bank­ans, Íslands­banka og Kviku banka gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka, sem Fjár­mála­eft­ir­litið hefur þegar fram­kvæmd, verður birtar fyrir jól, eða á næstu tveimur vik­um. Þá verður nið­ur­staða á athugun á einu eft­ir­lits­skyldu fyr­ir­tæki til við­bótar einnig birt í nán­ustu fram­tíð.

Þetta kemur fram í svari eft­ir­lits­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið. 

Athug­anir á bönk­unum þremur hófust á mis­mun­andi tíma fyrr á þessu ári. Áður hafði Fjár­mála­eft­ir­litið fram­kvæmt athugun á Arion banka, en hún hófst í októ­ber 2018. 

Þann 29. maí síð­ast­lið­inn birti Fjár­mála­eft­ir­litið nið­ur­stöðu athug­unar á aðgerðum Arion banka gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Þar kom meðal ann­ars fram að bank­inn hefði sent eft­ir­lit­inu áætlun um ýmis konar úrbætur og að þeim yrði fylgt eft­ir. 

Fjár­mála­eft­ir­litið seg­ist ekki geta veitt upp­lýs­ingar um hvaða úrbætur það væru né í hverju eft­ir­fylgnin væri fólg­in.

Í svari eft­ir­lits­ins sagði enn frem­ur: „Auk fram­an­greindra athug­ana standa nú yfir tvær vett­vangs­at­hug­anir til við­bót­ar. Jafn­framt hefur Fjár­mála­eft­ir­litið fram­kvæmt þema­at­hugun hjá 38 eft­ir­lits­skyldum aðilum varð­andi afmark­aðan þátt í tengslum við aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka og eru þær athug­anir á loka­metr­un­um.“

Ísland á gráum lista

Alþjóð­legur vinnu­hópur um um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka, Fin­ancial Act­ion Task Force (FAT­F), skil­aði kol­svartri úttekt á frammi­stöðu Íslands í mála­flokknum í apríl í fyrra. Í kjöl­farið var gripið til mik­ils átaks sem í fólst að upp­færa lög, reglu­verk og fram­fylgni eft­ir­lits með pen­inga­þvættis hér­lend­is.

Allt kom fyrir ekki og á end­anum reynd­ust aðgerð­irnar ekki nægj­an­leg­ar. Ísland var sett á gráan lista fyrir að bregð­ast ekki nægi­lega vel við fjöl­mörgum athuga­semdum sam­tak­anna um brotala­mir í vörnum gegn pen­inga­þvætti á Íslandi í októ­ber síð­ast­liðn­um. Auk Íslands bætt­ust Mongólía og Simbabve á list­ann. Á meðal ann­­arra ríkja sem þar er að finna, og talin eru að séu með alvar­­lega ann­­marka á sviði varna gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka, eru Kam­­bó­día, Jem­en, Sýr­land og Panama. 

Ein af athuga­semd­unum sem FATF gerði sneri að því að ekki þurfti að greina frá raun­veru­legum eig­endum félaga á Íslandi. Enda felst í því að þekkja ekki við­skipta­vin­inn, að þekkja ekki hvaðan pen­ing­arnir hans kom­a. 

Fjöl­margar athuga­semdir við stöð­una hjá Arion banka

Hér á landi hefur eft­ir­lit með slíku aðal­lega verið á hendi banka. Í kjöl­far þess að FATF gerði úttekt á Íslandi þá hóf Fjár­mála­eft­ir­litið að gera nýjar athug­anir á íslenskum fjár­mála­fyr­ir­tækjum og getu þeirra til að verj­ast pen­inga­þvætt­i. 

Enn sem komið er hefur Fjár­mála­eft­ir­litið ein­ungis birt nið­ur­stöðu athug­unar sinnar á einum banka, Arion banka. Fyrir liggur að það var fyrsta athug­unin sem eft­ir­litið réðst í eftir að FATF hafði gefið Íslandi fall­ein­kunn í apríl 2018. Nið­ur­staðan var, líkt og áður sagði, birt 29. maí síð­ast­lið­inn, rúmum fjórum mán­uðum eftir að nið­ur­staða athug­un­ar­innar lá fyr­ir. Það var gert að beiðni Arion banka sem vildi fá að bregð­ast við úrbóta­kröfum áður en nið­ur­staðan yrði gerð opin­ber. Bank­inn seg­ist hafa brugð­ist við öllum úrbóta­kröf­um. 

Í athugun Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á Arion banka kom meðal ann­ars fram að bank­inn hefði hefði ekki metið með sjálf­­stæðum hætti hvort upp­­lýs­ingar um raun­veru­­lega eig­endur við­­skipta­vina væru réttar og full­nægj­andi og að þær upp­­lýs­ingar hafi ekki verið upp­­­færðar með reglu­­legum hætti, líkt og lög um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka gerðu ráð fyr­­ir. Eft­ir­litið gerði einnig athuga­­semd um að Arion banki hefði ekki sinnt rann­­sókn­­ar­­skyldu sinni í til­­viki erlends við­­skipta­vin­­ar, það taldi að reglu­bundið eft­ir­lit bank­ans með við­­skipta­vinum hafi ekki full­nægt kröfum laga um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka né að verk­lag í tengslum við upp­­­færslu á upp­­lýs­ingum um við­­skipta­vini hafi ekki verið full­nægt. Þá taldi Fjár­mála­eft­ir­litið að skýrslur Arion banka um grun­­sam­­legar og óvenju­­legar færslur hefðu ekki verið full­nægj­andi.

Gáfu Kviku góða ein­kunn 2017

Á árinu 2017, áður en að áfell­is­dómur FATF lá fyr­ir, fram­kvæmdi Fjár­mála­eft­ir­litið athug­anir á pen­inga­þvætt­is­vörnum ýmissa eft­ir­lits­skylda aðila. Á meðal þeirra voru fjár­mála­stofn­an­ir. 

Þannig lauk eft­ir­litið athugun á Kviku banka í febr­úar 2017. Í nið­ur­stöðu þeirrar athug­un­ar, sem er dag­sett 14. mars 2017 og er ekki hálf blað­síða að lengd, segir að í athug­un­inni hafi verið lögð sér­stök áhersla á könnun Kviku á „áreið­an­leika upp­lýs­inga um við­skipta­menn sína, reglu­bundið eft­ir­lit með samn­ings­sam­band­inu við við­skipta­menn, til­kynn­ing­ar­skyldu og þjálfun starfs­fólks.“ 

Nið­ur­stöður athug­un­ar­innar hafi verið byggðar á upp­lýs­ingum og gögnum sem aflað var við athug­un­ina og stöð­unni eins og hún var á þeim tíma sem athug­unin fór fram. Í nið­ur­stöð­unni segir að það hafi verið mat Fjár­mála­eft­ir­lits­ins að fram­kvæmd Kviku við könnun á áreið­an­leika upp­lýs­inga um við­skipta­menn sína, reglu­bundið eft­ir­lit með þeim, til­kynn­ing­ar­skyldu og þjálfun starfs­fólks væri almennt við­un­andi. Nokkrar ábend­ingar hafi verið settar fram um atriði sem betur mætti fara. En heilt yfir stóðst Kvika banki próf­ið. Rúmum tveimur árum, og einni fall­ein­kunn frá FATF, síðar sá Fjár­mála­eft­ir­litið til­efni til að taka Kviku banka, og alla hina bank­anna, til nýrrar athug­un­ar. 

Spari­sjóð­irnir fengu athuga­semdir

Í októ­ber 2017 hóf Fjár­mála­eft­ir­litið á stöðu pen­inga­þvætt­is­varna hjá öllum starf­andi spari­sjóðum­lands­ins, þ.e. Spari­sjóði Aust­ur­lands hf., Spari­sjóði Höfð­hverf­inga ses., Spari­sjóði Stranda­manna ses. og Spari­sjóði Suð­ur­-­Þing­ey­inga ses. Sömu þættir voru skoð­aðir og hjá Kviku banka. 

Nið­ur­stöður athug­un­ar­innar lágu fyrir í maí 2018. Þær voru á þá leið að til­efni þótti til að gera ýmsar athuga­semd­ir, m.a. við reglu­bundið eft­ir­lit með samn­ings­sam­bandi við við­skipta­menn.

Í nið­ur­stöð­unni sagði einnig: „Fjár­hæð­ar­mörk við­skipta sem tölvu­kerfi spari­sjóð­anna flagg­aði voru að mati Fjár­mála­eft­ir­lits­ins of há og still­ing­ar­mögu­leikar kerf­is­ins ekki nýttir til fulls. Til þess að koma auga á við­skipti sem grunur leikur á að megi rekja til pen­inga­þvættis eða fjár­mögnun hryðju­verka þarf að stilla virkni tölvu­kerfa á þann hátt að mörgum minni færslum hjá sama við­skipta­manni sé flaggað þegar ákveðnum fjár­hæð­ar­mörkum er náð og varpað sé ljósi á óeðli­legt við­skipta­mynstur miðað við upp­gefnar upp­lýs­ingar um til­gang og eðli við­skipta. Þar fyrir utan var það mat Fjár­mála­eft­ir­lits­ins að spari­sjóð­irnir stæðu ekki nægi­lega vel að því að upp­færa með reglu­legum hætti upp­lýs­ingar um við­skipta­menn sína. Fjár­mála­eft­ir­litið fór fram á að við­eig­andi úrbætur yrðu gerð­ar.“

Í lok nóv­em­ber síð­ast­lið­ins var greint frá því að spari­­­sjóð­ir lands­ins muni ekki lengur geta þjón­u­stað við­­skipta­vini sína með erlendar milli­­­færslur vegna þess að sam­­starfs­að­ili spari­­­sjóð­anna, Kvika banki, getur ekki lengur veitt þessa þjón­­ustu vegna krafna frá erlendum sam­­starfs­að­ila hans.  Ástæðan fyrir þessu eru auknar kröfur erlendra fyr­ir­tækja, í tengslum við varnir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar