Mynd: EPA

Hvað gerði Manchester City eiginlega?

Eitt ríkasta knattspyrnufélag Evrópu, Manchester City, er í vandræðum. Evrópska knattspyrnusambandið hefur dæmt það í bann frá þátttöku í Meistaradeild Evrópu í tvö ár fyrir blekkingar í framsettum fjármálum félagsins. Afleiðingar þessa gætu verið margvíslegar og jafnvel leitt til þess að eitt metnaðarfyllsta knattspyrnuverkefni sögunnar liðist í sundur.

Það eru komin nær tólf ár frá því að Sheikh Manso­ur, sem er hluti af kon­ungs­fjöl­skyld­unni sem stýrir Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­unum (for­seti þeirra er bróðir hans), keypti hið sögu­fræða enska knatt­spyrnu­lið Manchester City á 210 millj­ónir punda. 

Í kjöl­farið hófst ein­hver eft­ir­tekt­ar­verð­asta til­raun fót­bolta­heims­ins, þar sem ótrú­legu magni af pen­ingum var dælt inn í félag sem sem hafði ekki unnið efstu deild í Englandi frá árinu 1968. Þeim fjár­munum var eytt í að kaupa elít­u-­leik­menn, gera alla umgjörð í kringum félagið á heims­mæli­kvarða og ráða fær­ustu þjálf­ara sem hægt er að fá til starfa hjá öllum ald­urs­flokk­um.

Sum­arið eftir yfir­tök­una eyddi City tæp­lega 150 millj­ónum evra og fékk meðal Car­los Tevez frá erki­fj­end­unum í Manchester United. 

Skiltið sem Manchester City lét setja upp til að bjóða Carlos Tevez, sem hafði þó spilað í sömu borg um skeið hjá erkifjendunum í United, skrifaði undir hjá félaginu. Það var broddur í yfirlýsingunni sem í skiltinu fólst.
Mynd: Skjáskot

2010 eyddi félagið um 140 millj­ónum punda í leik­menn á borð við David Silva og Yaya Toure, sem voru áður óheyrðar upp­hæðir á þeim tíma. Ári síðar komu Sergio Agüero, Samir Nasri og Gaël Clichy. Það ár kom fyrsti deild­ar­tit­ill nýju eig­end­anna í hús, eftir dramat­ískt mark Agüero í upp­bóta­tíma í leik gegn QPR, stýrt af fyrr­ver­andi knatt­spyrnu­stjóra City, Mark Hug­hes, og með hinn óstyrláta Joey Barton í sínu skammar­leg­asta formi. 

City sýndi það svart á hvítu að það var víst hægt að kaupa titla. Eða rétt­ara sagt, það var hægt að kaupa fok­dýra leik­menn, þjálf­ara og nýja umgjörð og ná þeim árangri að vinna titla. Og það var hægt að gera það á skömmum tíma. 

Ekki allt gekk upp

City hélt áfram að kaupa marga af eft­ir­sótt­ustu leik­mönnum í heimi næstu árin fyrir háar fjár­hæð­ir. Sum kaupin heppn­uð­ust stór­vel, önnur síð­ur. Þar standa upp úr nöfn eins og Jack Rod­well, Stevan Jovetic og Álvaro Negredo, Matilja Nastasic og auð­vitað þá dýr­asti varn­ar­maður í heimi: Eli­aqim Mangala. 

Titl­arnir héldu þó áfram að koma. City yrðu bik­ar­meist­arar 2013 og unn bæði deild og deild­ar­bik­ar­keppn­ina ári síð­ar, undir stjórn Manuel Pellegrini sem varð þar með fyrsti knatt­spyrnu­stjór­inn sem er frá landi utan Evr­ópu til að kló­festa fyrr­vefnda tit­il­inn (Pellegrini er frá Síle). 

Verr gekk árið eftir og sum­arið 2015 eyddi City feiki­legu fjár­magni í nokkur risa­stór nöfn. Dýrastur var Kevin De Brunye en skammt á hæla hans kom Raheem Sterl­ing og hinn mis­jafni Nicólas Ota­m­endi kost­aði líka skild­ing­inn. Allt kom fyrir ekki og City mistók­st, annað árið í röð, að vinna deild­ina. 

Við það var ekki unað og eft­ir­sótt­asti knatt­spyrnu­stjóri í heimi, hinn þrá­hyggju­kenndi og yfir­þyrm­andi snill­ingur Pep Guardi­ola var feng­inn til að rétta af kúr­s­inn. Til þess fékk hann, líkt og fyr­ir­renn­arar sín­ir, ógrynni fjár­muna. 

Fyrsta sum­arið bætt­ust John Sto­nes, Leroy Sané, Gabriel Jesus og Ilkay Gündogan meðal ann­ars í hóp­inn og þegar það dugði ekki til tit­ils var en eitt eyðslu­metið sett sum­arið 2017, þegar félagið eyddi um 318 millj­ónum evra í leik­menn á borð við Aymeric Lapor­te, Benja­min Mendy, Kyle Wal­ker, Bern­andro Sil­va, Eder­son og Danilo. í þeim glugga ein­vörð­ungu keypti City bak­verði fyrir meiri pen­ing en mörg lið í ensku úrvals­deild­inni ná að eyða á mörgum árum. 

Miklar vangaveltur eru uppi um hvort að Pep Guardiola muni halda áfram að starfa fyrir City ef bannið heldur.
Mynd: EPA

Áformin skot­gengu eft­ir. nýju leik­menn­irnir reynd­ust frá­bærir og City liðið rúll­aði yfir deild­ina. Það varð fyrsta lið í sögu ensku úrvals­deild­ar­innar til að 100 stig­um. Þrátt fyrir þessa yfir­burði þótti til­hlýði­legt að bæta Riyad Mahrez í sarp­inn sum­arið 2018 fyrir hátt í 70 millj­ónir evra. Og aftur vannst tit­ill­inn.

„Fjár­mála­leg lyfja­neysla“

Í ár er nokkuð ljóst að City mun ekki vinna ensku úrvals­deild­ina þriðja árið í röð, þrátt fyrir að Rodri og Joao Cancelo hafi verið bætt í hóp­inn í fyrra­sumar fyrir sví­virði­legar upp­hæð­ir. Liver­pool er þegar búið að vinna þá keppni að öllu leyti nema að form­inu til. Síð­ustu vikur hefur því verið aug­ljóst að mark­mið City hefur verið að ná því sem félagið hefur aldrei náð frá því að Sheikh Monsour keypti félag­ið: að vinna Meist­ara­deild Evr­ópu.

En spólum aðeins til baka. Síð­ast­liðið rúma árið hefur nefni­lega hangið skuggi yfir City sem var þess eðlis að hann gæti spillt veisl­unni sem þar hefur verið við lýði frá 2008, jafn­vel var­an­lega. Sá skuggi á rætur sínar að rekja til þess að í byrjun knatt­spyrnu­ver­tíð­ar­innar 2011 tók gildi svo­kall­aðar Finacial Fair Play reglur UEFA, eða FFP. Þeim var að uppi­stöðu ætlað að gera tvennt: að koma í veg fyrir að lið eyddu um efni fram og fórn­uðu þannig lang­tíma­hags­muni sínum í skamm­tíma­á­hættu­hegðun til að reyna að ná árangri, og að koma í veg fyrir að hægt yrði að kaupa sér árangur án þess að sú upp­bygg­ing byggði á sjálf­bærum við­skipta­legum for­send­um. Michel Plat­ini, þáver­andi for­maður UEFA, kall­aði á þessum tíma fjár­austur inn í félög til að reyna að ná árangri „fjár­mála­lega lyfja­neyslu“, með vísun í að frammi­stöðu­bæt­andi lyf hafa tryggt mörgum íþrótta­mann­inum for­skot á heið­ar­lega samkeppn­is­að­ila. 

Í ein­földu máli snýst FFP um það að félög þurfa að afla sér tekna sem standa undir því sem þau eyða. Það er gert með því að festa tölu um hversu mikið þau mega tapa á ákveðnu tíma­bili til að halda sig innan regln­anna. Brjóti félög þessar reglur þá geta þau fengið sekt eða þeim getur verið meinað að taka þá í öllum keppnum á vegnum UEFA, þar á meðal Meist­ara­deild Evr­ópu. 

Tölvu­póstar leka

Í nóv­em­ber 2018 birti hið þýska Der Spi­egel umfjöllun sem byggði á miklu magni gagna sem lekið hafði verið til blaðs­ins. Í þeim gögn­um, sem inni­héldu meðal ann­ars tölvu­pósta, kom fram að Manchester City hefði ítrekað blekkt UEFA með því að gefa ekki upp að stór hluti af styrkt­ar­samn­ingum sem félagið afl­aði sér, meðal ann­ars með því að selja aug­lýs­inga framan á bún­ing­inn sinn eða nafna­rétt­inn að aka­demíu og velli liðs­ins, kom í raun frá Sheikh Monso­ur. Samn­ing­arnir voru auk þess „blásnir upp“, þ.e. umfang þeirra fjár­muna sem greiddir voru til City voru var miklu meira en við­skipta­legar for­sendur voru fyrir að greiða. 

Til að gæta full­komnar nákvæmni þá sner­ist málið um að Abu Dhabi United Group, eign­ar­halds­fé­lagið sem á City, borg­aði 59,5 millj­ónir punda árið 2015 af árlegum 67,5 milljón punda styrkt­ar­samn­ingi sem félagið átti að hafa gert við flug­fé­lagið Eti­had Ariways vegna ofan­greinds. Flug­fé­lagið sjálft, sem er í eigu stjórn­valda í Abu Dhabi (höf­uð­borgar Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæmanna), borg­aði ein­ungis átta millj­ónir punda af greiðsl­unni sem fór til City. Þetta kom bein­línis fram í tölvu­póstum sem birtir voru í Der Spi­egel.

City neit­aði að tjá sig um málið þegar það kom upp en ljóst var strax, sér­stak­lega vegna eðlis tölvu­póst­anna sem fóru á milli ráða­manna innan félags­ins, að það gæti haft alvar­legar afleið­ing­ar. Í mars 2019, fyrir tæpu ári síðan hóf UEFA form­lega rann­sókn. 

Í maí sama ár greindi New York Times frá því að sá armur UEFA sem hefur eft­ir­lit með fylgni fjár­mála­reglna, CFBC, myndi fara fram á að City yrði sett í bann frá þátt­töku í Meist­ara­deild Evr­ópu í að minnsta kosti eitt tíma­bil. City reyndi á þessum tíma að vísa til­urð rann­sókn­ar­innar til Alþjóð­lega íþrótta­dóm­stóls­ins (CAS). Sú veg­ferð fékk enda­lok í nóv­em­ber í fyrra. 

Þann 12. febr­úar síð­ast­lið­inn greindi áfrýj­un­ar­dóm­stóll­inn frá því að City hefði reynt að sækja miska­bætur til UEFA vegna þess sem félagið kall­aði „ólög­lega“ leka til fjöl­miðla vegna rann­sóknar á meintum brotum City á fjár­mála­reglum sam­bands­ins. 

Tveimur dögum síð­ar, 14. febr­úar 2020, greindi UEFA frá því að City hefði verið dæmt í bann frá þátt­töku í Meist­ara­deild­inni í tvö ár fyrir „al­var­leg brot“ á fjár­mála­reglum á árun­unum 2012 til 2016. City var auk þess sektað um 30 millj­ónir evra. Um er að ræða þyngstu refs­ingu sem lið hefur hlot­ið. Ástæðan fyrir því að refs­ingin var jafn þung og raun ber vitni er sú að City er talið hafa reynt að blekkja UEFA við skoðun sam­bands­ins á fjár­málum félags­ins, en tölvu­póst­arnir sem Der Spi­egel birti sýndu svart á hvítu hvað hefði átt sér stað við gerð styrkt­ar­samn­inga við Eti­had Airwa­ys. 

Aug­ljóst var á við­brögðum City, sem voru birt 20 mín­útum eftir að UEFA greindi frá nið­ur­stöðu sinni, að félagið hafði búist við henni. Við­brögðin voru á þann veg að gagn­rýna að UEFA hafi verið kvart­andi, ákær­andi og dóm­ari í mál­inu og að sam­bandið hafi verið búið að gefa sér sekt félags­ins fyr­ir­fram. Mál­inu var sam­stundis áfrýjað til Alþjóð­lega ­í­þrótta­dóm­stóls­ins þar sem ugg­laust verður tek­ist hart á um mál­ið. 

Mun Gerr­ard vinna titil eftir allt sam­an?

Það er enda mikið und­ir. Tekjur af því að vera í Meist­ara­deild­inni eru um og yfir 100 millj­ónir evra á hverju ári fyrir lið eins og City. Það verður því enn erf­ið­ara en áður fyrir félagið að sýn­ast vera rekstr­ar­lega sjálf­bært ef bann­ið, sem er það þyngsta sem UEFA hefur nokkru sinni sett á félag frá því að FFP regl­urnar voru teknar upp, verður stað­fest.

Vert er að taka fram að bannið hefur engin áhrif á þátt­töku City í keppn­inni í ár. Þar mætir liðið Real Madrid síðar í þessum mán­uði, en City hefur aldrei unnið Meist­ara­deild­ina. Því gæti sú staða komið upp að City vinni keppn­ina en fái ekki að verja tit­il­inn á næsta ári vegna banns­ins.

Bannið mun líka hafa áhrif á getu City til að fá til sín bestu leik­menn heims, en þeir vilja eðli­lega flestir spila í Meist­ara­deild­inni á hverju ári. Þá gæti staðan líka haft þau áhrif að lyk­il­menn hjá félag­inu í dag myndu vilja fara og ein­hverjir lög­menn vilja meina að þeir gætu gert það án greiðslu, þar sem að í bann­inu felist for­sendu­brestur á þeim samn­ingum sem þeir gerðu við City. 

Þá er ótalið að enska úrvals­deildin hefur líka tekið málið til skoð­un­ar. Vanga­veltur eru um að sú skoðun gæti, fari hún á versta veg fyrir City, meðal ann­ars ógilt sigur félags­ins í deild­inni árið 2014. Þá vann City hana með tveimur stigum en eng­inn sem á horfði var í vafa að tit­il­bar­áttan réðst um miðjan apríl það ár þegar Steven Gerr­ard, lif­andi goð­sögn hjá Liver­pool og fyr­ir­liði liðs­ins, rann klaufa­lega í leik gegn Chel­sea sem varð til þess að Demba Ba skor­aði og kom liði sínu yfir í leikn­um. City vann á end­anum tit­il­inn með tveimur stig­um. Gerr­ard, sem lagði knatt­spyrnu­skóna á hill­una fyrir nokkrum árum, náði aldrei að vinna deild­ina. Það gæti breyst nún­a. 

Og staðan gæti orðið enn svart­ari. Sam­kvæmt umfjöllun Í The Independent þá gæti City einnig misst stig í deild­inni, og heim­ild er til staðar að dæma félagið niður í neðstu deild ensku deild­ar­keppn­innar (League Two), þótt sú nið­ur­staða þyki ólík­leg. Enska úrvals­deildin er, sam­kvæmt umfjöll­un­inni, þegar farin að ræða um eigin við­brögð við mál­inu, enda er keppn­is­leyfi í henni bundið því að upp­lýs­ingum um til dæmis fjár­mál séu sannar og rétt­ar. 

Við blasir að City mun ráða dýr­ustu og grimm­ustu lög­menn sem pen­ingar fá keypt til að reyna að fá mál­inu snúið við áfrýj­un. En eins og staðan er í dag þá er nið­ur­staðan sú að eitt besta knatt­spyrnu­lið Evr­ópu, og þar með heims, mun ekki fá að keppa í eft­ir­sótt­ustu keppni álf­unnar næstu tvö árin. 

Ekki gráta það þó all­ir. Haldi nið­ur­staða UEFA mun það þýða að liðið sem lendir í fimmta sæti í ensku úrvalds­deild­inni ætti að kom­ast í Meist­ara­deild­ina á næsta tíma­bili. Það hefur fært liðum á borð við spútnik­inu Sheffi­eld United eða von­brigð­ar­liðum tíma­bils­ins: Totten­ham, Manchester United, Everton eða Arsenal, tæki­færi til þess að kom­ast inn í heldri liða keppn­ina bak­dyra­meg­in.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar