Mynd. Bára Huld Beck

Vill láta fjalla um „önnur rannsóknarúrræði“ en rannsóknarnefnd

Forseti Alþingis vill að kannað sé hvort að „önnur rannsóknarúrræði“ en rannsóknarnefnd Alþingis dugi ekki til að rannsaka fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Ekki sé útilokað að óska megi eftir mati ríkisendurskoðunar á henni. Ríkisendurskoðun segist ekki sjá að lagaskilyrði séu til þess að embættið geti komið í stað rannsóknarnefndar í málinu.

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, gerir marg­hátt­aðar athuga­semdir við þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um rann­sókn á fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka íslands sem allir þing­menn Pírata, Sam­fylk­ingar og Við­reisnar lögðu fram í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um, og er til með­ferðar hjá stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd. 

Í nið­ur­stöðukafla umsagnar Stein­gríms, sem er alls 18 blað­síðna löng, er tekið sér­stak­lega fram að árétta verði að það sé Alþingi sjálft sem ákveði hvort skipuð verður rann­sókn­ar­nefnd. Til­gangur umsagnar for­seta Alþingis sé að draga saman upp­lýs­ingar og sjón­ar­mið sem stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd geti litið til við und­ir­bún­ing álits um til­lögu til þings­á­lykt­unar um skipun rann­sókn­ar­nefndar um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands. 

Í til­lög­unni, sem var fyrst kynnt í nóv­em­ber 2019, er farið fram á að þriggja manna rann­sókn­ar­nefnd verði skipuð og að hún geri grein fyrir því hvaðan fjár­magnið sem flutt var til lands­ins með fjár­fest­ing­ar­leið­inni kom, hvaða ein­stak­lingar eða félög voru skráð fyrir fjár­magn­inu sem flutt var til lands­ins, hvernig fénu sem flutt var inn til lands­ins var varið og hver áhrif þess voru á íslenskt efna­hags­líf. 

Þar er einnig kallað eftir að upp­lýs­ingar verði dregnar fram um hvort rík­is­sjóður hafi orðið af skatt­tekjum vegna leið­ar­innar og þá hversu mikið það tap var, hvort að sam­þykkt til­boð í útboðum fjár­fest­ing­ar­leið­ar­innar kunni í ein­hverjum til­vikum að hafa brotið gegn skil­málum hennar og hvort fjár­fest­ing­ar­leiðin kunni að hafa verið notuð til að koma óskráðum og óskatt­lögðum eignum Íslend­inga á aflands­svæðum aftur til lands­ins, til að stunda pen­inga­þvætti eða mis­notuð með öðrum hætt­i. 

Auglýsing

Upp­haf­lega var lagt til að rann­sókn­ar­nefndin myndi ljúka störfum í októ­ber 2020 en ljóst er að það mark­mið næst ekki, verði nefndin yfir­höfuð skip­uð. 

Athuga­semdir í tíu punktum

For­seti Alþingis setur fram athuga­semdir sínar við málið fram í tíu punktum í umsögn­inni. Hann segir meðal ann­ars að huga þurfi nánar að mark­miðum rann­sókn­ar­innar og hvernig svör við álita­efnum þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar tengj­ast eft­ir­lits­hlut­verki Alþingis með fram­kvæmda­vald­inu, að gæta þurfi að því að greina getur þurft á milli mál­efna ein­stak­linga og máls­með­ferðar stjórn­valda og að huga þurfi sér­stak­lega að því hvort lög um rann­sókn­ar­nefndir séu til þess fallin að svara þeim spurn­ingum sem snú­ist um meint lög­brot. 

Stein­grímur segir enn­fremur að með hlið­sjón af fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ing­um, grein­ar­gerðum og skýrslum um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands, væri rétt að greina hverju sé ólokið við rann­sókn á mál­efn­inu og hvaða spurn­ingum sé ósvarað áður en að ráð­ist sé í að skipa rann­sókn­ar­nefnd Alþingis um mál­ið. 

Í til­lög­unni væri rétt að taka fram hvort rann­sókn­ar­nefnd um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands sé ætlað að fjallað um lög­fræði­leg atriði sem varpað geta ljósi á hvort til­efni sé til þess að þar til bær stjórn­völd kanni grund­völl ábyrgðar ein­stak­linga eða lög­að­ila. „Við afmörkun til­lög­unnar verður að hafa í huga að skatt­rann­sókn­ar­stjóri ann­ast skatt­rann­sóknir og öðrum stjórn­völd­um, þ.m.t. rík­is­skatt­stjóra og fjár­mála­eft­ir­liti, er falið eft­ir­lit með fram­kvæmd laga um pen­inga­þvætt­i.“

Seðla­bank­inn þegar búinn að taka út eigin verk

Seðla­bank­inn, sem stóð að fjár­fest­ing­ar­leið­inni og fram­kvæmdi hana, hefur sjálfur gert skýrslu um leið­ina sem birt var í ágúst í fyrra. Þar kom meðal ann­ars fram að aflands­­fé­lög frá lág­skatta­­svæðum hefðu flutt inn 2,4 pró­­sent af heild­­ar­fjár­­­fest­ingu í gegnum leið­ina. Eðli­­legt væri,  í ljósi sög­unn­­ar, að gagn­rýna að það hefði verið ger­­legt að ferja fjár­­muni frá slíkum svæðum í gegnum hana.  

Seðlabankinn leggst ekki gegn því að skipuð verði rannsóknarnefnd um fjárfestingarleiðina. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Mynd: Bára Huld Beck

Í skýrsl­unni sagði einnig að það væri ekki hlut­verk Seðla­banka Íslands að útdeilda rétt­læti í sam­fé­lag­inu „með því að greina á milli æski­legra og óæski­legra fjár­festa, verð­ugra og óverð­ugra.“ Það sé ekki úrlausn­ar­efni hans. „Önnur stjórn­völd og stofn­anir hafa hlut­verki að gegna við að fram­fylgja lögum lands­ins, m.a. Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið, Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, rík­is­skatt­stjóri, skatt­rann­sókn­ar­stjóri, lög­regla, sak­sókn­arar og svo dóm­stólar sem end­an­lega kveða á um sekt manna og rétt­ar­stöðu þeirra gagn­vart lögum og stjórn­völd­um. Seðla­bank­anum er ekki heim­ilt að fara inn á vald­svið þeirra þvert á öll sjón­ar­mið um lög­bundna stjórn­sýslu og vald­mörk stjórn­valda. Þá hefði Seðla­bank­inn ekki heldur getað aflað upp­lýs­inga um fjár­festa frá lög­reglu eða sak­sókn­ara, og á grund­velli þess úti­lokað fjár­festa sem kynnu að hafa verið til rann­sóknar hjá öðrum stjórn­völd­um, og tekið þannig afstöðu til sektar eða sýknu. Fyrir því skorti laga­grund­völl.“

Fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands

Fjár­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­leið Seðla­­­­­­banka Íslands, sem einnig var nefnd 50/50 leið­in, var gríð­­­­­­ar­­­­­­lega umdeild aðferð sem Seðla­­­­­­bank­inn beitti til minnka hina svoköll­uðu snjó­­­­­­hengju, krón­u­­­­­­eignir erlendra aðila sem fastar voru innan fjár­­­­­­­­­­­magns­hafta og gerðu stjórn­­­­­­völdum erfitt fyrir að vinna að frek­­­­­­ari losun þeirra hafta. Sam­­­­­­kvæmt henni gátu þeir sem sam­­­­­­þykktu að koma með gjald­eyri til Íslands skipt þeim í íslenskar krónur á hag­­­­­­stæð­­­­­­ara gengi en ef þeir myndu gera það í næsta banka.

Þeir sem tóku á sig „tap­ið“ í þessum við­­­­­­skiptum voru aðilar sem áttu krónur fastar innan hafta en vildu kom­­­­­­ast út úr íslenska hag­­­­­­kerf­inu með þær. Þeir sem „græddu“ voru aðilar sem áttu erlendan gjald­eyri en voru til­­­­­­­­­­­búnir að koma til Íslands og fjár­­­­­­­­­­­festa fyrir hann. Seðla­­­­­­bank­inn var síðan í hlut­verki milli­­­­­­­­­­­göng­u­að­ila sem gerði við­­­­­­skiptin mög­u­­­­­­leg. Líkt og verslun sem leiddi heild­­­­­­sala og neyt­endur sam­­­­­­an.

Alls fóru fram 21 útboð eftir fjár­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­leið­inni frá því í febr­­­­­­úar 2012 til febr­­­­­­úar 2015, þegar síð­­­­­­asta útboðið fór fram. Alls komu um 1.100 millj­­­­­­ónir evra til lands­ins á grund­velli útboða fjár­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­ar­­­­­­leið­­­­­­ar­inn­­­­­­ar, sem sam­svarar um 206 millj­­­­­­örðum króna.

Ef þeir sem komu með þennan gjald­eyri til Íslands hefðu skipt þeim á opin­beru gengi Seðla­­­­­­bank­ans, líkt og venju­­­­­­legt fólk þarf að gera, hefðu þeir fengið um 157 millj­­­­­­arða króna fyrir hann. Virð­is­aukn­ingin sem fjár­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­leiðin færði eig­endur gjald­eyr­is­ins í íslenskum krónum var því 48,7 millj­­­­­­arðar króna. Skil­yrt var að binda þyrfti féð sem fært var inn í landið með þessu hætti í fast­­­­­­eign­um, verð­bréf­um, fyr­ir­tækjum eða öðrum fjár­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­kost­­­­­­um. Því má segja að þeir sem hafi nýtt sér fjár­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­ar­­­­­­leið­ina hafi fengið um 20 pró­­­­­­sent afslátt af þeim eignum sem þeir keyptu.

794 inn­­­­­­­­­­­lendir aðilar komu með pen­inga inn í íslenskt hag­­­­­­kerfi í gegnum útboð fjár­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­ar­­­­­­leiðar Seðla­­­­­­banka Íslands. Pen­ingar þeirra námu 35 pró­­­­­­sent þeirrar fjár­­­­­­hæðar sem alls komu inn í landið með þess­­­­­­ari leið, en hún tryggði um 20 pró­­­­­­sent afslátt á eignum sem keyptar voru fyrir pen­ing­anna á Íslandi. Alls fengu þessir aðilar 72 millj­­­­­­arða króna fyrir þann gjald­eyri sem þeir skiptu í íslenskar krónur sam­­­­­­kvæmt skil­­­­­­málum útboða fjár­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­ar­­­­­­leið­­­­­­ar­inn­­­­­­ar. Afslátt­­­­­­ur­inn, eða virð­is­aukn­ing­in, sem þeir fengu með þessu umfram það ef þeir hefðu skipt gjald­eyr­inum á skráðu gengi Seðla­­­­­­bank­ans er um 17 millj­­­­­­arðar króna.

Þegar Seðla­banki Íslands skil­aði umsögn um skipun rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar segir að bank­inn legg­ist ekki sér­stak­lega gegn því að fram fari rann­sókn á flutn­ingi fjár til lands­ins á grund­velli fjár­­­fest­ing­­ar­­leiðar Seðla­­bank­ans telji Alþingi lík­­­legt að slík rann­­sókn bæti ein­hverju við þá rann­­sókn sem þegar hefur farið fram á vegum rík­­is­skatt­­stjóra og skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra á leið­inni.

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri hvorki með mann­skap né tíma til að rann­saka

Ekk­ert þeirra emb­ætta sem Seðla­bank­inn taldi upp í skýrslu sinni, og sagði að hefðu það hlut­verk að útdeilda rétt­læti, hafa rann­sakað fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­bank­ans af ein­hverri alvöru. Það hefur Kjarn­inn fengið ítrekað stað­fest í sam­tölum við fólk sem starfar hjá þeim emb­ætt­um. Fyrir liggur til að mynda að á þeim tíma þegar leiðin var opin, á árunum 2011 til 2015, voru pen­inga­þvætt­is­varnir þeirra sem áttu að kanna færslur á fé í gegnum leið­ina, íslensku bank­anna, í lama­sessi og Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, sem átti að hafa eft­ir­lit með vörnum bank­anna, brást með engu við á þeim tíma. 

Auglýsing

Þá hafa skatta­yf­ir­völd hafa ekki fram­kvæmt neina tæm­andi rann­sókn á því hvort skatta­snið­ganga hafi átt sér stað. Bryn­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri sagði í umsögn sinni um mál­ið, sem skilað var til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar fyrr á þessu ári, að emb­ætti hennar hafi ekki haft tök á því að rann­saka að fullu þau gögn sem það hefur fengið afhent um þá aðila sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands vegna mann­eklu og „ann­arra aðkallandi verk­efna“.

Emb­ættið hefur ein­ungis fram­kvæmt úrtakskönnun sem náði til ell­efu ein­stak­linga sem búsettir voru hér­lendis og úr þeirri könnun tekið eitt mál til frek­ari rann­sókn­ar, þar sem grunur var um und­an­skot á fjár­magnstekjum er nemur á þriðja hund­rað millj­óna króna. Því máli var vísað til hér­aðs­sak­sókn­ara í maí 2020 vegna þess að skatt­rann­sókn­ar­stjóri taldi að þar hefði átt sér stað refsi­verð hátt­semi. Sú nið­ur­staða hefur þó ekki leitt af sér frek­ari rann­sóknir á öðrum sem nýttu fjár­fest­ing­ar­leið­ina. 

Vill að þau skýri betur orða­lag

Sam­kvæmt lögum um rann­sókn­ar­nefndir verður rann­sókn­ar­nefnd ekki jafn­framt falin rann­sókn slíkra mála eða dóms­vald. Hlut­verk rann­sókn­ar­nefndar er fyrst og fremst að afla upp­lýs­inga um máls­at­vik í mik­il­vægu máli sem varði þýð­ingu fyrir eft­ir­lits­hlut­verk Alþing­is. 

Í umsögn Stein­gríms segir að sum atriði til­lögu stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna „mætti skýra betur þar sem orða­lag getur valdið vafa við fram­kvæmd rann­sókn­ar“. 

Þá sé umfang rann­sókn­ar­innar all­nokkuð og helst valdi vafa að rann­sókn­ar­nefndin eigi að leggja mat á „m.a." fram­kvæmd fjár­fest­ing­ar­leið­ar­innar og efna­hags­leg áhrif en þessi fram­setn­ing geti valdið vafa um afmörkun rann­sóknar og orðið til þess að hún drag­ist úr hófi. For­seti Alþingis leggur líka til að frekara mat verði lagt á nauð­syn­legan fjölda nefnd­ar­manna í rann­sókn­ar­nefnd um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka íslands, fjölda starfs­manna nefnd­ar­innar og hvaða hæfn­is­kröfur gera eigi til þeirra. „Loks er lagt til að fram fari eins grein­ar­gott mat á kostn­aði við þá rann­sókn, sem lagt er upp með í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni, og kostur er og með hlið­sjón af end­ur­mati á starfs­tíma rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar, svo Alþingi geti tekið afstöðu til máls­ins í heild sinn­i.“

Rík­is­end­ur­skoðun seg­ist ekki geta komið í stað rann­sókn­ar­nefndar

Stein­grímur telur að fjalla þurfi nánar um ástæður þess að grípa skuli til þess sér­úr­ræðis sem skipun rann­sókn­ar­nefndar sé „og af hverju önnur rann­sóknar­úr­ræði duga ekki.“ Ekki sé til að mynda úti­lokað að óska „megi eftir mati rík­is­end­ur­skoð­anda á frammi­stöðu Seðla­banka Íslands við fram­kvæmd fjár­fest­ing­ar­leið­ar­inn­ar.“

Skúli Eggert Þórðason ríkisendurskoðandi.
Mynd: Skjáskot

Stein­grímur sendi bréf til Rík­is­end­ur­skoð­unar 27. maí síð­ast­lið­inn þar sem óskaði eftir umsögn um „hvort það mál sem þings­á­lykt­un­ar­til­lagan lýtur að falli undir starfs­svið rík­is­end­ur­skoð­anda“. 

Í umsögn sem Rík­is­end­ur­skoðun sendi til baka 3. júní, og Skúli Egg­ert Þórð­ar­son rík­is­end­ur­skoð­andi skrifar und­ir, segir að emb­ættið telji starfs­svið sitt ekki ná til þeirrar rann­sóknar sem lagt er til að fari fram. Það verði ekki séð að laga­skil­yrði séu til þess að emb­ættið geti komið í stað rann­sókn­ar­nefndar í þessu til­felli.

Í umsögn Rík­is­end­ur­skoð­unar segir að reynslan hafi sýnt að þegar Alþingi hafi skipað rann­sókn­ar­nefnd hafi verið óum­deilt að nauð­syn­legt hafi verið að grípa til slíks úrræð­is. „Með öðrum orðum þá hefur rann­sókn­ar­nefnd sem falið er að gera ítar­lega athugun á til­teknu máli, mikið og alvar­legt yfir­bragð. Fáar rann­sókn­ar­nefndir hafa verið skip­aðar og flestar þeirra eiga það sam­eig­in­legt að hafa verið falið að rann­saka ákveðna þætti í falli íslensku bank­anna haustið 2008 og þá sam­fé­lags­legu og efna­hags­legu koll­steypu sem varð á íslensku þjóð­lífi vegna þess. Þegar rann­sókn­ar­nefnd hefur lokið störfum hefur kynn­ing á nið­ur­stöðum vakið athygli og skapað umræður í sam­fé­lag­inu. Af þessu má því ráða að til­laga um skipan rann­sókn­ar­nefndar hefur mikla þýð­ingu póli­tískt séð, er þýð­ing­ar­mikil í fréttum og hver svo sem nið­ur­staða rann­sókn­ar­innar verður mun hún vekja umræður og jafn­vel nýjar spurn­ing­ar.“

Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun telur að skýrslu­beiðni til sín hafi allt annað yfir­bragð og aðra póli­tíska þýð­ingu heldur skipan rann­sókn­ar­nefnd­ar. „Þannig vekur til­lagan um rann­sókn­ar­nefnd mun meiri athygli heldur en að Rík­is­end­ur­skoðun fram­kvæmi afmark­aða úttekt hvort heldur það væri stjórn­sýslu­út­tekt eða úttekt á fjár­hags­stöðu til­tek­innar stofn­un­ar. Þegar af þeim ástæðum sem fyrr er lýst má vera ljóst að flutn­ings­menn að 39. þing­máli munu tæp­lega sætta sig við að mál­inu verði breytt í svo miklum grund­vall­ar­at­riðum að í stað rann­sókn­ar­nefndar komi eft­ir­lits­stofnun að mál­inu þar sem téð mál verði eitt af mörgum sem slík stofnun afgreið­ir.“

Í umsögn Stein­gríms segir að af skoðun rík­is­end­ur­skoð­and­anda leiði að honum verði „al­mennt ekki falin rann­sókn á þeim atriðum sem þings­á­lykt­un­ar­til­lagan tekur til. Þó er ekki úti­lokað að óska megi eftir mati rík­is­end­ur­skoð­anda á frammi­stöðu Seðla­banka Íslands við fram­kvæmd fjár­fest­ing­ar­leið­ar­inn­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar