Ásmundur Friðriksson: „Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna?“

Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir flóttamenn sem hafi komið til landsins nýverið muni „þyngja yfirlestað heilbrigðiskerfi“. Hann segir að fiskisagan um að á Íslandi fái fólk hæli hafi fengið byr undir báða vængi. Engar tölur styðja afstöðu þingmannsins.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Auglýsing

„Í Flug­stöð­inni bíða nú 17 hæl­is­leit­endur sem voru að koma til lands­ins í dag eftir flutn­ingi til Reykja­vík­ur. Fiski­sagan um að á Íslandi sé fólki veitt hæli fær byr undir báða væng­i.  Allt þetta fólk þarf að kom­ast í ein­angrun til Reykja­vík­ur. Það þarf að gera í mörgum ferðum á bílum því fólkið má ekki vera saman nema hjón eða fjöl­skyld­ur. Þá taka 17 manns í ein­angrun eða sótt­hví tölu­vert hús­rými og þyngja yfir­lestað heil­brigð­is­kerfi. Eigum við ekki nóg með okkur sjálf nún­a.“ 

Þetta skrifar Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, á Face­book í gær­kvöld­i. 

Í Flug­stöð­inni bíða nú 17 hæl­is­leit­endur sem voru að koma til lands­ins í dag eftir flutn­ingi til Reykja­vík­ur­....

Posted by Ásmundur Frið­riks­son on Fri­day, Sept­em­ber 25, 2020

Ásmundur útskýrir ekki í stöðu­upp­færsl­unni hvað hann sé að vísa í þegar hann segir að fiski­sagan um að á Íslandi fái fólk hæli hafi fengið byr undir báða vængi en und­an­farið hefur mál hinnar egyp­sku Khedr-­­fjöl­­skyldu verið í brennid­epli. Hún fékk dval­­ar­­leyfi á grund­velli mann­úð­­ar­­sjón­­ar­miða í fyrra­dag, eftir að hafa farið í felur þegar vísa átti henni úr landi átta dögum áður. Það gerð­ist í kjöl­far þess að kæru­­nefnd útlend­inga­­mála féllst á sjón­­­ar­mið fjöl­­skyld­unnar um end­­ur­­upp­­­töku.

Þá til­kynnti rík­is­stjórn Íslands, sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er aðili að, í gær um að hún hafi sam­þykkt að Ísland taki á móti flótta­fólki frá Les­bos á Grikk­landi, með áherslu á sýr­lenskar fjöl­skyldur í við­kvæmri stöð­u. 

Auglýsing
Fjölskyldurnar bjuggu áður í flótta­manna­búð­unum Moria sem eyðilögð­ust í elds­voða fyrr í mán­uð­in­um. Um er að ræða allt að 15 manns, sem munu bæt­ast í hóp þeirra 85 kvótaflótta­manna sem Ísland tekur á móti í ár. Því verða kvótaflótta­menn allt að 100 tals­ins í ár, sem er mesti fjöldi sem Ísland hefur nokkru sinni tekið á mót­i frá því að íslensk stjórn­­völd hófu að taka á móti flótta­­fólki í sam­­starfi við Flótta­­manna­­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna. 

Um síð­ustu ára­mót höfðu íslensk ­stjórn­­völd ­tekið á móti 695 kvótaflótta­­mönnum á 62 árum. 

Dóms­mála­ráð­herra sagði „átak­an­legt“ að vera í sama flokki og Ásmundur

Ásmundur Frið­riks­son hefur áður vakið athygli fyrir ummæli sín um útlend­inga og flótta­fólk.

Snemma árs 2015, í kjöl­far árása á skrif­­­stofu Charlie Hebdo í Frakk­landi, birti hann stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann velti því fyrir sér hvort bak­grunnur þeirra 1.500 múslima sem bjuggu á Íslandi hefði verið kann­að­ur. Það hefði átt að gera með það að leið­­­­ar­­­­ljósi að kom­­­­ast að því hvort þeir hefðu „farið í þjálf­un­­­­ar­­­­búðir hryðju­verka­­­­manna eða barist í Afganistan, Sýr­land eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima.“ Ásmundur við­­­­ur­­­­kenndi síðar að hann þekkt­i ­sam­­­­fé­lag múslima „nán­­­­ast ekki neitt“.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, núverandi dómsmálaráðherra, gagnrýndi Ásmund Friðriksson harðlega árið 2015 og sagði „átakanlegt“ að vera í sama flokki og hann. MYND: Bára Huld Beck

Öll þáver­andi for­ysta Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins gagn­rýndi Ásmund harð­­lega fyrir ummæli hans. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, núver­andi dóms­mála­ráð­herra og sem fer með mál­efni flótta­manna í rík­is­stjórn, sagði meðal ann­­ars að það væri „væg­­ast sagt átak­an­­legt að vera í sama flokki og Ásmundur Frið­­riks­­son. For­­­dómar og fáfræði ein­­­kenna ummæli hans og passa engan veg­inn við þær frelsis og frjáls­­­lynd­is­hug­­­myndir sem ég trúi að meiri­hluti Sjálf­­­stæð­is­­­manna standa fyr­­­ir. Velti fyrir mér hvort hann eigi ekki betur heima í öðrum flokki sem hefur gælt við þessar skoð­­­anir áður með mjög ósmekk­­­legum hætt­i."

Vildi skoða að snúa flótta­mönnum við í Kefla­vík

Í mars 2016 sagði hann í umræðum á Alþingi: „Það er mik­il­vægt að við skoðum það hvort það sé nauð­­syn­­legt á þess­­ari stundu að flótta­­mönn­um, eða hæl­­is­­leit­end­um, sé snú­ið við í Kefla­vík og þeir sendir aftur til síns heima.“

Um mán­uði fyrir þing­kosn­ingar 2016 gagn­rýndi Ásmund­ur, úr pontu Alþing­is, að fjár­­fram­lög til Útlend­inga­­stofn­unar hefðu auk­ist vegna fjölg­unar hæl­­is­­leit­enda hér á landi og fjölgun hæl­­is­­leit­enda. Hann sagði að fyrir sömu fjár­­hæðir og fara í að standa straum af kostn­aði við hæl­­is­­leit­endur væri hægt að halda úti skurð­­stofu á sjúkra­hús­inu í Vest­­manna­eyj­u­m. „Hæl­­is­­leit­end­ur er annar flokkur flótta­­manna sem stöðugt sækir til lands­ins og er að mestu sam­an­­settur af ungum karl­­mönnum sem koma hing­að ­vega­bréfa­laus­ir. Í nýsam­­þykktum lögum um útlend­inga eru skila­­boð Alþingis skýr til þessa hóps og eru að skila sér­.“ 

Sagði að kostn­aður gæti orðið 220 millj­arðar á ári

Tveimur vikum fyrir síð­­­ustu alþing­is­kosn­­ing­ar, haustið 2017, birti Ásmundur aðsenda grein í Morg­un­­blað­inu þar sem hann hélt ýmsu fram um flótta­fólk. Þar sagði meðal ann­ars að flótta­fólk sem óskaði eftir vernd á Íslandi, sem hann kall­aði hæl­­is­­leit­end­ur, gætu orðið allt að tvö þús­und á Íslandi á árinu 2017.

Sú fjölgun myndi koma „í kjöl­far ákvörð­unar Alþingis um að taka hags­muni ein­stak­l­inga fram yfir hags­muni heild­­ar­inn­­ar.“ 

Ásmundur skrif­aði síðan að fram hefðu verið settar sviðs­­myndir sem sýndu að hæl­­is­­leit­endur hér­­­lendis gætu orðið tug þús­undir á næstu árum og að kostn­að­­ur­inn á hverju ári gæti orðið 220 millj­­arðar króna. Hann sagði að kostn­aður við mót­­töku hæl­­is­­leit­enda stefndi í sex millj­­arða króna. „Þreng­ingar eru á hús­næð­is­­mark­aði. Heima­­fólk er sett á göt­una á meðan margar íbúð­ir, gist­i­heim­ili og gamlir skólar eru setin hæl­­is­­leit­end­­um. Nábýlið við suma þeirra er svo eld­fimt að það dugar ekki minna en sér­­­sveit lög­­regl­unnar ef stilla þarf til frið­­­ar.“

Ásmundur spurði svo hvort sann­gjarnt væri: 

„Að hæl­­is­­leit­endur fái í mörgu betri fram­­færslu en eldri borg­­arar og öryrkjar?

Að hæl­­is­­leit­endur fá frítt hús­næði þegar eldri borg­­urum og fötl­uðum stendur það ekki til boða.

Að heima­­menn búi á sama tíma í tjöldum vegna hús­næðiseklu?

Auglýsing
Að hæl­­is­­leit­endur fái ókeypis sál­fræð­i-, lækn­is- og tann­lækna­­þjón­­ustu þegar eldri borg­­urum og fötl­uðum stendur það ekki til boða?

Er rétt­látt að verja sex þús­und millj­­ónum til mót­­töku hæl­­is­­leit­enda þegar við neitum Heil­brigð­is­­stofnun Suð­­ur­­nesja, Heil­brigð­is­­stofnun Suð­­ur­lands á Sel­­fossi og í Vest­­manna­eyjum og Ísa­­firði um örugg­­ari fæð­ing­­ar­­þjón­­ustu í heima­­byggð sem sam­tals kostar um einn millj­­arð á ári?“

Í and­stöðu við tölur

Efn­is­lega var allt sem Ásmundur hélt fram hrakið opin­ber­lega af fólki sem starfar við mót­t­töku flótta­fólks eða með raun­tölum um fjölda flótta­manna sem sækj­ast eftir vernd hér­lend­is, og kostn­aði við mót­töku þeirra, sem er fjarri því sem Ásmundur hélt fram að hann gæti orð­ið. Umsóknir um alþjóð­­lega vernd voru 867 á síð­­asta ári, sam­­kvæmt Útlend­inga­­stofn­un, og fjölg­aði um 67 milli ára en flestir umsækj­endur komu frá Venes­ú­ela og Írak. Í heild fengu 531 ein­stak­l­ingur alþjóð­­lega vernd, við­­bót­­ar­vernd eða dval­­ar­­leyfi af mann­úð­­ar­á­­stæðum hér á landi árið 2019.

Um miðjan sept­em­ber­mánuð höfðu borist 433 umsóknir um vernd hér­lendis það sem af er ári. Alls höfðu 368 manns fengið alþjóð­lega vernd. við­bót­ar­vernd eða dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­á­stæð­um. Þar af voru 125 frá Venes­ú­ela og 32 frá Írak, en Ísland er skuld­bundið til að veita öllum vernd sem koma frá þeim löndum ef Ísland er stað­ur­inn sem þeir sækj­ast eftir slíku í Evr­ópu. 

Kostn­aður við rekstur þess mála­flokks sem kall­ast útlend­inga­mál var 4,2 millj­arðar króna í fyrra. Árið áður, 2018, var hann 4,1 millj­arður króna. Þetta má lesa úr árs­skýrslu dóms­mála­ráð­herra fyrir sitt hvort árið.

Þá liggja fyrir tölur frá Hag­stofu Íslands um að inn­flytj­end­ur, sem er mengi sem nær yfir þá erlendu rík­is­borg­ara sem flytja hingað til að starfa, þá sem sækja um alþjóð­lega vernd og þá sem koma hingað til lands sem kvótaflótta­menn, um að hóp­ur­inn þiggi mun minna af félags­legri fram­færslu en inn­lend­ir. Sam­hliða mik­illi fjölgun inn­flytj­enda á síð­ustu árum hafa með­al­tals­greiðslur til þeirra dreg­ist sam­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar