Mynd: Skjáskot/RÚV

Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti

Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða sem eiga meirihlutann í félaginu. Nýlegt mál, sem snýst um meint brot Eimskips lögum um með­höndlun úrgangs sem ríma ekki vel við áherslur lífeyrissjóða um sam­fé­lags­lega ábyrgð í fjár­fest­ing­um, er sem olía á eld.

Það hefur verið þung staða í hlut­hafa­hópi Eim­skips lengi. Hvert málið hefur komið upp á fætur öðru þar sem óánægju hefur gætt meðal hluta stærstu líf­eyr­is­sjóða lands­ins með fram­vindu mála. Í ofaná­lag hefur rekstur Eim­skips ekki gengið sem skyldi og félagið rekið með umtals­verðu tapi á fyrri helm­ingi yfir­stand­andi árs.

Það er í þessu ljósi sem skoða verður þá stöðu sem teikn­að­ist upp eftir að Kveikur greindi frá því að tvö skipa Eim­skips, Lax­foss og Goða­foss, hefðu verið seld í des­em­ber í fyrra til fyr­ir­tækis sem heitir GMS, og sér­­­­hæfir sig í að vera milli­­­­liður sem kaupir skip til að setja þau í nið­­­­ur­rif í Asíu þar sem kröfur um aðbúnað starfs­­­­manna og umhverf­is­á­hrif nið­­­­ur­rifs­ins eru mun lak­­­­ari en í Evr­­­­ópu. 

Þar eru skip oft rifin í flæð­­­­ar­­­­mál­inu og ýmis spilli­efni látin flæða út í umhverf­ið. Þá vinna starfs­­­­menn þar við svo erf­iðar aðstæður að þær hafa verið kall­aðar mann­rétt­inda­brot.

Ein helsta ástæðan fyrir því að skip eru flutt á þessar slóð­ir, í umræddu til­viki í skipa­kirkju­garð í Alang á Ind­landi, er ekk­ert flók­in, það er greitt fjórum sinnum meira fyrir skip á leið í nið­ur­rif þar en í Evr­ópu. Það útskýrist af því að í Evr­ópu þarf að greiða laun sam­kvæmt kjara­samn­ing­um, við­halda öryggi starfs­manna á vinnu­stöðum og mæta lög­gjöf frá árinu 2018 sem leggur bann við því að skip yfir 500 brúttó­­tonnum séu rifin ann­­ars staðar en í vott­uðum end­­ur­vinnslu­­stöðv­­­um. 

Umhverf­is­stofnun hefur kært meint brot Eim­skips á lögum um með­­höndlun úrgangs til hér­að­sak­sókn­ara og málið rímar ekki við þær áherslur um sam­fé­lags­lega ábyrgð í fjár­fest­ingum sem stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa und­ir­geng­ist. 

Auglýsing

Þeir hafa allir kallað eftir skýr­ingum frá stjórn Eim­skips og á grund­velli þeirra munu sjóð­irnir taka ákvörð­un. 

Við­mæl­endur Kjarn­ans segja tvo kosti blasa við ef stjórn Eim­skips tekst ekki að sann­færa líf­eyr­is­sjóð­ina um að mála­til­bún­aður á hendur félag­inu byggi á sandi. Ann­ars vegar geti líf­eyr­is­sjóð­ir, sem eiga yfir helm­ing hluta­bréfa í Eim­skip, selt þau eða þeir geta beitt sér í gegnum eign­ar­hluta sinn í stjórn félags­ins, og kraf­ist þess að núver­andi stjórn­endur og stjórn­ar­menn axli ábyrgð á stöð­unni sem sé uppi.

Framundan er því, að óbreyttu, upp­gjör innan Eim­skips. 

Stærsti eig­and­inn með tögl og hagldir

Það hefur verið kergja innan hlut­hafa­hóps Eim­skips allt frá því að Sam­herji Hold­ing, annar helm­ingur Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, keypti  um fjórð­ungs­hlut í Eim­­­skip sum­arið 2018.

Í sept­em­ber sama ár var hald­inn hald­inn hlut­hafa­fundur til að kjósa nýja stjórn. Á þeim fundi tók Bald­vin Þor­­­steins­­­son, fram­­­kvæmda­­­stjóri við­­­skipta­­­þró­unar hjá Sam­herja og sonur Þor­­­steins Más Bald­vins­­­son­­­ar, ann­ars for­­­stjóra og eins helsta eig­anda Sam­herja, við sem stjórn­ar­for­maður og Guð­rún Blön­dal var kjörin ný í stjórn. Þótt Guð­rún byði sig fram sem óháður stjórn­­­­­ar­­­maður þá naut hún stuðn­­­ings Sam­herja í starf­ið. Við­mæl­endur Kjarn­ans úr hlut­hafa­hópi Eim­skips litu á þau bæði sem full­trúa Sam­herja í fimm manna stjórn félags­ins.

Í jan­úar 2019 var svo ráð­inn nýr for­stjóri Eim­skips, Vil­helm Már Þor­­­­steins­­­­son. Hann er frændi stjórn­­­­­­­ar­­­­for­­­­manns­ins og tveggja helstu eig­enda Sam­herja. Hluti líf­eyr­is­sjóð­anna í hlut­hafa­hópi Eim­skips litu svo á að með þeirri ráðn­ingu væri Sam­herji að herða tök sín á félag­in­u. 

Baldvin Þorsteinsson er stjórnarformaður Eimskips en faðir hans, Þorsteinn Már Baldvinsson, hefur stýrt Samherja í áratugi.
Mynd: Skjáskot

Í lok mars 2019 fór fram aðal­fundur Eim­skips. Þar tókst ekki að kjósa lög­mæta stjórn þar sem að sex stjórn­ar­menn höfðu sóst eftir fimm stjórn­ar­sæt­um. Sá sem bætt­ist nýr við var Óskar Magn­ús­son, sem gegnt hefur marg­s­­­konar trún­­­að­­­ar­­­störfum fyrir eig­endur Sam­herja í gegnum tíð­ina og situr í stjórn fjöl­marga félaga sem tengj­­­ast sam­­­stæð­unni.

Mán­uði síðar náð­ist nið­ur­staða í það þrá­tefli þegar Vil­hjálmur Vil­hjálms­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri HB Granda, dró fram­boð sitt í stjórn­inni til baka og eft­ir­lét Ósk­ari sæt­ið. Þá var Sam­herji, með sinn 27,1 pró­sent eign­ar­hlut, kom­inn form­lega með tvö af fimm stjórn­ar­sætum og einn stjórn­ar­maður til við­bótar sem naut óskor­aðs stuðn­ings sam­stæð­unnar til setu sem óháð sat þar líka.

Þessi atburða­rás lagð­ist ekki vel í marga aðra hlut­hafa.

Yfir­töku­skyldan sem Sam­herji slapp við

Þriðju­dag­inn 10. mars síð­ast­lið­inn bætti Sam­herji Hold­ing 3,05 pró­sent hlut við fyrri eign­ar­hlut sinn í Eim­skip. Við kaupin fór heild­ar­eign Sam­herja yfir 30 pró­sent og yfir­töku­skylda mynd­að­ist sam­kvæmt lög­um. 

Ástæða þess er sú að þegar einn fjár­festir er far­inn að ráða yfir meira en 30 pró­sent í félagi þá eru tök hans á því orðin svo mikil að þær aðstæður geta skap­ast að hann geti tekið ákvarð­an­ir, og hrint þeim í fram­kvæmd, sem þjóna hags­munum fjár­fest­is­ins, ekki félags­ins eða ann­arra hlut­hafa. Því er um lyk­il­skil­yrði í lög­unum sem ætlað er að vernda minni hlut­hafa fyrir því að stórir fjár­festar geti valdið þeim skaða. 

Tíu dögum síð­ar, 20. mars, hafði staðan í heim­inum breyst hratt. Hluta­bréfa­mark­aðir voru í frjálsu falli og hvert ríkið á fætur öðru var að loka landa­mærum sínum og hrinda í fram­kvæmd stór­felldum skerð­ingum á ferða­frelsi íbúa sinna, jafnt innan landamæra sem utan. Afleið­ingin var hrun í eft­ir­spurn eftir flest öllum vörum og þjón­ust­u­m. 

Auglýsing

Þann dag sendi Sam­herji Hold­ing Fjár­mála­eft­ir­liti Seðla­banka Íslands erindi þar sem félagið óskaði eftir að fá und­an­þágu frá yfir­töku­skyld­unni sem hafði mynd­ast. Sú und­an­þágu­beiðni var rök­studd vegna þeirra „sér­­­stöku aðstæðna sem hefðu skap­­ast á fjár­­­mála­­mark­aði vegna útbreiðslu Covid-19. Í lögum um verð­bréfa­við­­skipti er fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu veitt heim­ild til að veita slíka und­an­þágu ef sér­­stakar ástæður mæla með því.“

Þremur dögum síðar seldi Sam­herji 2,93 pró­sent hlut í Eim­skip. Sú sala gerði það að verkum að atkvæða­vægi Sam­herja í Eim­skip fór niður í 29,99 pró­sent, eða í hæsta mögu­lega fjölda atkvæða sem halda má á án þess að mynda yfir­töku­skyldu.

Dag­inn eftir að Sam­herji seldi sig undir við­mið­un­ar­mörk ákvað Eim­skip að fella afkomu­spá sína fyrir árið 2020 úr gildi vegna óvissunnar sem væri uppi vegna COVID-19. 

Fjár­mála­eft­ir­litið sam­þykkti beiðni Sam­herja um að sleppa við yfir­töku­skyld­u. 

Við­mæl­endur Kjarn­ans á fjár­mála­mark­aði og innan líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins sögðu að mörgum fjár­festum þætti ákvörð­unin ótrú­leg. Svo virt­ist vera sem að hags­munir einnar fyr­ir­ferða­mik­illar sam­stæðu væru teknir fram fyrir hags­muni ann­arra hlut­hafa með því að „sleppa þeim af öngl­in­um“ eins og einn við­mæl­andi orð­aði það. Hlut­hafar hafi verið full­færir til að taka þessa ákvörðun sjálfir og ákveða hvort að aðstæður köll­uðu eftir því að taka yfir­tökutil­boð­inu og hætta afskiptum að félag­inu, eða hafna því og halda áfram að vera í hlut­hafa­hópi þess á þeim krefj­andi tímum sem framundan eru. 

Tap­rekstur

Í lok síð­asta mán­aðar birti Eim­skip hálfs­árs­upp­gjör sitt. Þar kom fram að tekjur höfðu lækkað á milli ára þegar tíma­bilið var borið saman við fyrstu sex mán­uði árs­ins 2019. Alls nam tapið á tíma­bil­inu 2,5 millj­ónum evra, rúm­lega 400 millj­ónir króna. Á sama tíma í fyrra var Eim­skip rekið í 300 þús­und evru hagn­aði. EBIT­DA-hagn­að­ur, sem er hagn­aður fyrir afskrift­ir, fjár­magns­gjöld og skatta, dróst saman um 12,8 pró­sent. Vert er þó að taka fram að fjár­fest­ingar voru 4,4 millj­ónum evra meiri nú en á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2019 og tek­ist hefur að lækka launa­kostnað félags­ins um 10,5 pró­sent milli ára. Í upp­gjöri ann­ars árs­fjórð­ungs kom fram að nei­kvæðra áhrifa af COVID-19 gætti einna helst í ferða­þjón­ustu­tengdu dótt­ur­fé­lög­unum Sæferðum og Gáru. Þ.e. ekki í kjarna­starf­semi Eim­skips.

Tap var á rekstri Eimskips á fyrri helmingi ársins 2020.
Mynd: Skjáskot/RÚV

Þessi staða hefur leitt til þess að hluta­bréf í Eim­skip hafa hrunið í verði. Á árinu 2020 hafa þau lækkað um 30,7 pró­sent. Mark­aðsvirði félags­ins nú er 24,7 millj­arðar króna. Í byrjun jan­úar náði það að vera 36 millj­arðar króna. Því hefur virði Eim­skips lækkað um 11,3 millj­arða króna innan yfir­stand­andi árs. 

Virði Eim­skips reis hæst í lok nóv­em­ber 2016. Þá var mark­aðsvirðið 63,3 millj­arðar króna. Frá þeim tíma hefur mark­aðsvirðið hrunið um 38,6 millj­arða króna.

Þessi staða hefur valdið auk­inni kergju á meðal líf­eyr­is­sjóð­anna í eig­enda­hópn­um. Þeir hafa það hlut­verk sam­kvæmt lögum að ávaxta fé sjóðs­fé­laga. Og fjár­fest­ing þeirra í Eim­skip, félagi sem er að uppi­stöðu stýrt af stærsta eig­and­anum Sam­herja, er ekki að gera það.

Einu félögin sem skráð eru í Kaup­höll sem hafa lækkað meira en Eim­skip það sem af er ári eru þau sem hafa orðið harð­ast úti allra skráðra félaga vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Þar er ann­ars vegar um að ræða Icelanda­ir, sem hefur lækkað um 85,3 pró­sent, og fast­eigna­fé­lagið Reiti, sem hefur lækkað um 36,8 pró­sent. Icelandair hefur þegar farið í gegnum hluta­fjár­út­boð til að takast á við yfir­stand­andi stöðu, þar sem sóttir voru 23 millj­arðar króna, og Reitir greindu frá því í byrjun viku að hluta­fjár­út­boð þess, þar sem til stendur að sækja 5,1 millj­arð króna, fari fram 20. til 21. októ­ber.

Kæra til hér­aðs­sak­sókn­ara

Staðan innan hlut­hafa­hóps Eim­skips batn­aði ekki þegar Kveikur sýndi afrakstur margra mán­aða rann­sókn­ar­vinnu síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, í þætti sem fjall­aði um hvernig Eim­skip hafði selt tvö skip til fyr­ir­tæk­is­ins GMS, og sér­­hæfir sig í að vera milli­­liður sem kaupir skip til að setja þau í nið­­ur­rif í Asíu þar sem skip eru oft rifin í flæð­­ar­­mál­inu og ýmis spilli­efni látin flæða út í umhverf­ið, laun starfs­manna eru langt undir kjara­samn­ingum í Evr­ópu og vinnu­að­stæður svo erf­iðar að þær eru sagðar vera mann­rétt­inda­brot.  

Auglýsing

Fram­­ferði Eim­­skip hefur þegar verið kært til emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara af Umhverf­is­­stofn­un. Eim­­skip sendi frá sér til­­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands á föst­u­dag þar sem félagið hafn­aði því að hafa brotið lög. 

Íslenskir líf­eyr­is­­sjóðir eiga meira en helm­ing í Eim­­skip. Stærstu sjóðir lands­ins: Líf­eyr­is­­sjóður starfs­­manna rík­­is­ins (LS­R), Gildi, Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna og Birta eiga sam­tals 43,2 pró­­sent í skipa­­fé­lag­in­u. 

Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna er næst stærsti eig­andi Eim­skips og á alls 14,7 pró­sent hlut í Eim­skip. Sjóð­ur­inn hefur und­an­farin ár lagt aukna áherslu á sam­fé­lags­lega ábyrgð við fjár­fest­ing­ar. Er sjóð­ur­inn t.d. aðili að UN-PRI, sam­tökum á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna, sem og FEST­U-­Sam­fé­lags­á­byrgð fyr­ir­tækja. Þar er málið til skoð­un­ar. 

Gildi líf­eyr­is­sjóður er þriðji stærsti eig­andi Eim­skips með 13,43 pró­sent eign­ar­hlut. Hann hefur und­an­farin ár lagt aukna áherslu á sam­fé­lags­lega ábyrgð við fjár­fest­ing­ar. Í hlut­hafa­stefnu sjóðs­ins segir m.a.: „Gild­i-líf­eyr­is­sjóður leggur áherslu á að þau félög sem hann fjár­festir í fylgi lög­boðnum og góðum stjórn­ar­háttum og gefi út full­nægj­andi stjórn­ar­hátta­yf­ir­lýs­ing­ar, standi vörð um rétt­indi hlut­hafa, fylgi lögum og reglum og gæti að sam­fé­lags­legri ábyrgð, umhverf­is­málum og við­skiptasið­ferð­i.“ Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans sagði sjóð­ur­inn að „vinnu­brögðin sem lýst var í þætt­inum ríma illa við stefnu sjóðs­ins um ábyrgar fjár­fest­ing­ar.“ Málið yrði tekið til skoð­unar innan Gildis og sjóð­ur­inn biði eftir við­brögðum Eim­skips.

LSR er fjórði stærsti eig­andi Eim­skips. Sam­an­lagt eiga A og B-deildir sjóðs­ins 8,97 pró­sent í félag­inu. LSR hefur und­an­farin ár lagt aukna áherslu á sam­fé­lags­lega ábyrgð við fjár­fest­ing­ar. Í áherslum hans, sem birtar eru á heima­síðu sjóðs­ins, segir m.a. að „mik­il­vægi sam­fé­lags­legs hlut­verks líf­eyr­is­sjóð­anna verði haft að leið­ar­ljósi í allri starf­semi þeirra.“

Sjóð­ur­inn hefur sagt að í kjöl­far umfjöll­unar Kveiks muni hann óska eftir skýr­ingum frá Eim­skip vegna þess sem þar kom fram.

Rímar ekki við áherslum um sam­fé­lags­lega ábyrgð

Birta líf­eyr­is­sjóður er á fimmti stærsti eig­andi Eim­­skips með 6,1 pró­­sent eign­­ar­hlut í félag­inu. Sjóð­­ur­inn er meðal ann­­ars aðili að reglum Sam­ein­uðu þjóð­anna um ábyrgar fjár­­­fest­ingar (Princip­les for Responsi­ble Invest­ment). Þær eiga að vera leið­bein­andi fyrir stofn­ana­fjár­­­festa um allan heim og fela í sér að þátt­tak­endur skuld­binda sig til að taka til­­lit til umhverf­is­­legra og félags­­­legra þátta við fjár­­­fest­ingar sín­­ar, auk þess sem lögð er áhersla á góða stjórn­­­ar­hætti fyr­ir­tækja sem fjár­­­fest er í. Sam­­kvæmt því sem fram kemur á heima­­síðu Birtu þykja regl­­urnar því falla „al­­mennt vel að hlut­verki og eðli líf­eyr­is­­sjóða enda hafa þeir þýð­ing­­ar­­miklu sam­­fé­lags­­legu hlut­verki að gegna og almenn­ingur gerir kröfu um að þeir axli sam­­fé­lags­­lega ábyrgð.“

Fjallað um sið­ferði, mannréttindi, spill­ingu og mútur

Í síðustu birtu árs­reikn­ingnum þeirra tveggja félaga sem mynda Sam­herj­a­sam­stæð­una á Íslandi, Sam­herja hf. og Sam­herja Holding ehf., sem eru fyrir árið 2018, er fjallað um það sem er kallað „ófjár­hags­leg upp­lýs­inga­gjöf“.

Þar sagði meðal ann­ars að Sam­herj­­a­­sam­­stæðan virði „al­­menn mann­rétt­indi, rétt allra til félaga­frelsis og kjara­­samn­inga. Áhersla er lögð á að verk­takar og und­ir­verk­takar fari eftir gild­andi lögum er varðar alla sína starfs­­menn, hvort sem það eru þeirra laun­þegar eða eigin und­ir­verk­tak­­ar.“ Sam­­stæðan hafi þó ekki sett sér skrif­­leg við­mið um sið­­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi eða mútur en að vinna við það hafi verið í gangi og átti að ljúka á árinu 2019. Samherji hefur ekkert birt opinberlega um niðurstöðu þeirrar vinnu en samstæðan, og lykilstarfsmenn innan hennar, eru sem stendur til rannsóknar vegna meintra mútugreiðslna, peningaþvættis og skattsniðgöngu í tengslum við starfsemi hennar í Namibíu.

Í árs­reikn­ing­unum var auk þess fjallað um að félög innan sam­­stæð­unnar hafi und­an­farið unnið að marg­vís­­legum stefnum og áætl­­unum sem eigi það sam­­merkt að styðja beint eða óbeint hver við aðra. „Má þar nefna inn­­­leið­ingu á við­bragðs­á­ætlun gegn ein­elti, kyn­­ferð­is­­legu og kyn­bundnu áreiti og ofbeldi, mann­rétt­inda­­stefnu, stefnu í vinn­u­vernd­­ar- og örygg­is­­mál­um, jafn­­rétt­is­á­ætl­­un, per­­són­u­vernd­­ar­­stefnu og fleira. Vinna við fram­an­­greindar stefnur og áætl­­­anir er vel á veg komin og er stefnt að því að þær verði inn­­­leiddar á árinu 2019.“

Þar kom einnig fram að vinna stæði yfir við gerð mann­rétt­inda­­stefnu Sam­herja og Sam­herja Holding sem miði að því að tryggja að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóti mann­rétt­inda án til­­lits til kyn­­ferð­is, kyn­hneigð­­ar, trú­­ar­bragða, skoð­ana, þjóð­ern­is­­upp­­runa, kyn­þátt­­ar, lit­­ar­hátt­­ar, efna­hags, ætt­­ernis og stöðu að öðru leyti. „Engum skal haldið í nauð­ung­­ar­vinnu eða barna­­þrælkun og hafnar Sam­herji hvers kyns þræl­­dómi, nauð­ung­­ar­vinnu og man­­sali.“

Sam­herj­­a­­sam­­stæðan sagðist telja að sam­­fé­lags­­leg ábyrgð væri ekki ein­ungis ábyrgð heldur að í henni fælist einnig tæki­­færi til að bæta vel­­ferð nær­­sam­­fé­lags­ins. „Sam­­stæðan leggur sitt af mörkum til að efla kom­andi kyn­­slóðir og stuðla að fram­­förum í sam­­fé­lag­inu og hefur Sam­herji veitt styrki til ýmissa sam­­fé­lags­verk­efna.“

Ólafur Sig­­urðs­­son, fram­­kvæmda­­stjóri Birtu, var bein­skeyttur í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um það hvernig ætlað athæfi Eim­skips pass­aði við skuld­bind­ingar Birtu um sam­fé­lags­lega ábyrgð við fjár­fest­ing­ar. „Sú kæra sem borist hefur frá Umhverf­is­­stofnun til emb­ættis hér­­aðs­sak­­sókn­­ara vegna meintra brota Eim­­skips á lögum um með­­höndlun úrgangs rímar aug­­ljós­­lega ekki vel við áherslur okkar um sam­­fé­lags­­lega ábyrgð í fjár­­­fest­ing­­um. Við lítum það mál að sjálf­­sögðu mjög alvar­­legum aug­­um. Í okkar huga snýst málið ekki ein­­göngu um sið­­ferð­is­­leg sjón­­­ar­mið í alþjóð­­legum við­­skiptum heldur hlít­ingu við lög og reglur sem er algjört grund­vall­­ar­at­riði við mat á stjórn­­­ar­hátt­u­m.“

Hann sagði einnig að það væri hlut­verk stjórnar Eim­­skips að upp­­lýsa um mál­ið. Ef ekki yrði orðið við því þyrfti „aug­­ljós­­lega að grípa til harð­­ari aðgerða sem við höfum á þessu stigi ekki lagt mat á. Það mat mun byggja á fram­vindu máls­ins á næstu dögum og vik­­um.“

Á borði eða bara í orði?

Málið er það fyrsta sem reynir virki­lega á að líf­eyr­is­sjóðir sem hafa skuld­bundið sig til að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð í fjár­fest­ingum geri það á borði, ekki bara í orði. Það er hins vegar vanda­samt verk fyrir sjóð­ina að grípa til aðgerða, telji þeir þörf á því. 

Ef þeir myndu selja eign­ar­hlut sinn nú væru þeir að leysa hann út í tapi þar sem virði Eim­skips und­an­farin miss­eri er það lægsta sem verið hefur frá því að félagið var skráð aftur á hluta­bréfa­markað eftir end­ur­skipu­lagn­ingu í jan­úar 2012. Virði bréfa nú er tæp­lega 60 pró­sent af skrán­ing­ar­gengi bréfa í félag­in­u. 

Hin leiðin sem hægt yrði að fara er sú að beita sér fyrir breyt­ingum á stjórn og stjórn­enda­teymi Eim­skips. 

Það myndi þýða beinni afskipti af stjórn skráðs félags en líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa viljað fram­kvæma á und­an­förnum árum, en þeir eru í dag, beint og óbeint, saman eig­endur að um helm­ingi allra skráðra hluta­bréfa í Kaup­höll Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar