Jafet Hjartarson

Saga hússins á horninu: Frá himnaríki til heljar

„Bræðró“ var „himnaríki á jörðu“. Þannig lýsti fóstursonur hjóna sem lengi bjuggu að Bræðraborgarstíg 1, heimilinu. Í húsinu voru mörg hundruð brauð bökuð daglega og Vesturbæingar flykktust að, kynslóð fram af kynslóð, til að versla við þá bræður Svein og Hjört Hjartarsyni.

Á önd­verðri tutt­ug­ustu öld­inni voru timb­ur- og stein­hús tekin að rísa í stað torf­bæja á þeim slóðum sem í dag kall­ast Gamli Vest­ur­bær­inn. Eitt þeirra byggði Otti Guð­munds­son. Húsið átti síðar eftir að hýsa bak­arí og verslun sem urðu mið­stöð hverf­is­ins í ára­tugi. En þetta var líka fjöl­skyldu­hús þar sem atorku­mikið og hjálp­samt fólk bjó, elskaði, missti og sakn­aði. Horn­húsið hans Otta á Bræðra­borg­ar­stíg og Vest­ur­götu stóð í heila öld og fjórtán ár til, eða þar til það stóð í ljósum logum á júnídegi í sum­ar. 

Nýtt!

Bæj­ar­ins fín­asta og bezta bak­arí!

Hátt­virtum bæj­ar­búum leyfi ég mér að til­kynna að laug­ar­dag­inn 22. þ.m. byrjar brauð­sala úr bak­aríi mínu á Vest­ur­götu 47 (hið nýja hús Otta skipa­smiðs Guð­munds­son­ar).

Á þessum orðum hófst aug­lýs­ing Árna Jóns­sonar bak­ara í Dag­blað­inu í des­em­ber árið 1906.

Auglýsing

„Þess er og vert að geta, að brauð­sölu­búð mín er ein af allra fín­ustu búðum bæj­ar­ins,“ heldur Árni áfram og endar aug­lýs­ing­una á þessum orð­um: „Reyn­ið! Þér munuð sann­fær­ast.“ Otti, skipa­smiður úr Eng­ey, sem lært hafði hið þekkta Eng­eyj­ar­lag á áttær­ingum af föður sínum og föð­ur­bróð­ur, bjó að Vest­ur­götu 47 um alda­mótin 1900 í húsi sem var byggt árið 1876.

En 1906, hið sama ár og fína bak­aríið hans Árna var opn­að, hafði Otti byggt „af miklum stór­hug“ tví­lyft timb­ur­hús með risi á horn­inu við húsið að Vest­ur­götu og fékk það heim­il­is­fangið Bræðra­borg­ar­stígur 1.

Þetta ár bjuggu innan við 10 þús­und manns í Reykja­vík sem loks hafði tekið við titl­inum höf­uð­staður Íslands af Kaup­manna­höfn tveimur árum áður. Íbú­unum hafði fjölgað hratt árin á undan og átti eftir að fjölga enn hraðar er leið á öld­ina. Fólk úr sveitum lands­ins streymdi í þétt­býlið í leit að betra lífi fyrir sig og sína. Reykja­vík tók hröðum breyt­ingum en hús­næð­is­skortur varð við­var­andi vanda­mál.

Fyrsta eig­in­lega skipu­lagið

Upp­bygg­ingin var í fyrstu nokkuð til­vilj­ana­kennd, að minnsta kosti á okkar tíma mæli­kvarða, en þegar fram liðu stundir var reynt að koma skikki á hana og ætla má að fyrsta eig­in­lega skipu­lags­svæðið hafi verið afmarkað á fundi bygg­ing­ar­nefndar Reykja­víkur árið 1866. Þetta voru áætl­anir um byggð í landi bæj­ar­ins Hlíð­ar­húsa og ákvörðun var tekin um legu götu sem í fyrstu kall­að­ist Hlíð­ar­húsa­stíg­ur, eða Stíg­ur­inn, svo Lækn­is­gata en fékk að lokum nafnið Vest­ur­gata. Á þessum fundi voru einnig „mark­aðar niður og fast­sett­ar“ þver­götur sem síðar komu til sög­unn­ar.

Ein þeirra fékk síðar nafnið Bræðra­borg­ar­stíg­ur. Nafn­giftin var ekki lang­sótt. Hún var til­komin vegna bræðr­anna Sig­urðar og Bjarna Sig­urðs­sona sem fluttu frá bænum Gelti í Gríms­nesi og „á möl­ina“ og byggðu sér árið 1880 stein­hús sem þeir köll­uðu Bræðra­borg. Það hús stendur enn og er við Bræðra­borg­ar­stíg 14.

Auglýsing Árna Jónssonar bakara í Dagblaðinu í desember árið 1906.
Skjáskot

Fyrir og um síð­ustu alda­mót var svæðið enn ber­ang­urs­legt holt með „fá­tæk­legum torf­bæjum á stangli og litlum tún­bleðlum í kring,“ skrif­aði Guð­jón Frið­riks­son sagn­fræð­ingur í Les­bók Morg­un­blaðs­ins árið 1991. Þar bjó fátækt tómt­hús­fólk sem lifði að mestu leyti af sjón­um. „Þegar illa áraði og lítið fiskað­ist var hungur í þessum lágreistu torf­bæj­u­m.“

Byggðin var eins og lítið fiski­manna­þorp. Meðan karl­arnir voru til sjós „sýsl­uðu kon­urnar við að taka blautan fisk heima, vaska hann í kar­inu og þurrka með aðstoð barna sinna á fisk­reitnum við bæinn,“ skrifar Guð­jón.

Göt­urnar við sjó­inn

Með breyttum atvinnu­háttum vænk­að­ist hagur margra kot­ung­anna og þeir byggðu stein- og timb­ur­hús í stað mold­ar­kof­anna. Sjó­menn, skip­stjórar og skipa­smiðir voru meðal þeirra sem þarna reistu sín hús, við götur sem margar hverjar eru kenndar við haf­ið: Bárugata, Ægis­gata, Öldu­gata og Rán­ar­gata.

Þetta var á þessum tíma byggð í útjaðri Reykja­víkur og á dimmum haust­kvöldum „gnauð­aði vind­ur­inn um lága bæi og lítil timb­ur­hús og þung úthafs­aldan féll upp á strönd­ina og þeytti sjáv­ar­löðr­inu yfir byggð­ina,“ segir í æviminn­ingum Magn­úsar Run­ólfs­sonar skip­stjóra sem var alinn upp í Mið­húsum við Bræðra­borg­ar­stíg 21B.

Ungu hjónin flytja inn

Bræðra­borg­ar­stígs er fyrst getið í mann­tali árið 1885 og þegar á fyrstu árum tutt­ug­ustu aldar fékk hann á sig þá mynd sem hann hefur enn í dag. Otti byggði sitt hús á horn­inu, Árni opn­aði þar bak­arí sem þó varð ekki lang­líft og nokkrum árum síð­ar, árið 1910, keyptu ung hjón hús­ið, þau Sveinn Hjart­ar­son og Stein­unn Sig­urð­ar­dótt­ir. Sveinn hafði alist upp í stein­bænum Reyni­mel sem stendur ofar í göt­unni. Hann hafði, líkt og fleiri hús á þessum tíma, verið byggður úr grjóti sem varð afgangs þegar smíði Alþing­is­húss­ins við Aust­ur­völl var lok­ið.

Auglýsing

Þau hjónin ráku vin­sælt bak­arí um ára­tuga skeið á jarð­hæð­inni að Bræðra­borg­ar­stíg 1 og var brekkan sem markar upp­haf göt­unnar oft­ast kölluð Sveins­brekka. Fleiri hund­ruð brauð og kökur voru þar bökuð á hverjum ein­asta degi og fyrir utan íbú­ana í Vest­ur­bænum voru skip og sjúkra­stofn­anir meðal helstu við­skipta­vina. Auk rekst­urs bak­arís­ins stund­uðu þau hjón búskap að Lauga­landi og Breiða­bóli og seldu mjólk frá búun­um, segir í ítar­legri lýs­ingu á heim­il­inu og rekstr­inum í stór­virki Þor­steins Jóns­son­ar, Reyk­vík­ing­ar.

Himna­ríki á jörðu

Fjöl­skyld­an, sem átti eftir að stækka næstu árin, bjó á efri hæð­un­um. Um tíma bjuggu þar margar kyn­slóðir saman undir einu þaki. Stein­unn og Sveinn voru þekkt fólk í Reykja­vík og lögðu sín lóð á vog­ar­skál­arnar í fram­þróun höf­uð­stað­ar­ins. Sveinn var einn stofn­enda Rúg­brauðs­gerð­ar­innar og tók þátt í tog­ara­út­gerð, svo dæmi séu tek­ið, og Stein­unn, sem fædd var í Hlíð­ar­hús­um, bænum sem stóð á þeim slóðum sem fyrsta skipu­lag borg­ar­innar náði til, sá um rekst­ur­inn. Hún var frum­kvöð­ull á marga vísu; er talin fyrst kvenna á Íslandi til að læra á bíl sem og meðal þeirra fyrstu til að stunda lax­veiði, „og var mjög feng­sæl í þeirri tóm­stunda­iðju sinn­i,“ skrif­aði mágur hennar í minn­ing­ar­grein um hús­freyj­una á Bræðra­borg­ar­stíg.

Stein­unn missti tvær systur sínar úr spönsku veik­inni og tóku hún og Sveinn fjögur af börnum þeirra í fóstur og önnur börn systr­anna áttu ætíð athvarf hjá þeim. Áður höfðu þau ætt­leitt eina stúlku og auk þess átti Sveinn son frá fyrra sam­bandi. Einn fóst­ur­son­ur­inn sagði síðar að hann hefði upp­lifað heim­ilið að „Bræðró“ – eins og hann kall­aði það – sem „himna­ríki á jörð­u“.

Bróðir Sveins tók mynd af Bræðraborgarstíg 1 árið 1920.
Jafet Hjartarson

Af hjarta­gæsku þeirra gagn­vart ókunn­ugum fara einnig sög­ur. Har­aldur Jóns­son prent­ari lýsti því í end­ur­minn­ingum sínum í Þjóð­vilj­anum árið 1965 er hann flutti ásamt fjöl­skyldu sinni frá Eyr­ar­bakka til Reykja­víkur vorið 1918. Fyrst fluttu þau inn í litla kjall­ara­í­búð en þar var ólíft vegna óþefs. Har­aldur reif upp gólfið og blasti þá við brotin skólp­leiðsla. „Gólfið var því gegn­sósa af þvagi og saur,“ skrifar hann. „Kjall­ara­hola þessi var þó leigð – án þess að nokkuð væri við hana gert.“

Eig­in­kona og börn fengu þá inni hjá ætt­ingjum en sjálfur var Har­ald­ur, sem hafði flutt frá Eyr­ar­bakka til að vinna í prent­smiðju í bæn­um, nán­ast á ver­gangi. „Ég var alveg eign­ar­laus mað­ur. Hús­næði var ekki hlaupið að því að fá.“ Hann taldi væn­leg­ast að reyna að fá land hjá bænum og byggja torf­bæ. Landið fékk hann og bæinn reisti hann en dag­inn eftir að hann flutti inn veikt­ist hann af spönsku veik­inni. Hann náði sér en komst fljótt að því að torf­bær­inn hans var vart manna­bú­stað­ur. En hvað var til ráða? „Kona, þrjú börn – fjórir tví­eyr­ingar í budd­unn­i!“

Hjónin sem leystu hnúta

Hann reyndi að fá timbur að láni, út á fyrsta veð­rétt í land­inu og bænum sem hann hugð­ist betrumbæta, en allt kom fyrir ekki. En loks voru það eig­endur versl­un­ar­innar Völ­und­ar, sem þá var og hét, sem voru til­búnir að ganga að þessum samn­ingi. Þannig reis bær­inn hans Har­aldar prent­ara, Lang­holt, í Þvotta­mýr­inni. Har­aldur skuld­aði enn Völ­undi fyrir timbrið en til að fá banka­lán þurfti hann góðan ábyrgð­ar­mann. Vinur hans benti honum á Svein nokkurn Hjart­ar­son, bak­ara á Bræðra­borg­ar­stíg 1, sem hafði hjálpað öðrum í sömu kring­um­stæð­um. Har­aldur þekkti hvorki Svein né Stein­unni en heim til þeirra fór hann og greindi þeim frá stöðu sinni. „Og þeim hjónum kom þá strax saman um að hjálpa mér. [...] Með þeirra hjálp var hnút­ur­inn leystur og lánið fengið í Lands­bank­an­um.“

Har­aldur varð svo oft og mörgum sinnum aðnjót­andi hjálpar hjón­anna á Bræðra­borg­ar­stígnum „í fátækt sinni og heilsu­leysi“ og var hún „alltaf veitt sem sjálf­sagður hlutur og með fyllstu ánægju“.

Athygli veg­far­enda fönguð

Einn af yngri bræðrum Sveins, Hjört­ur, opn­aði nýlendu­vöru­verslun í pakk­hús­inu við hús hans á Bræðra­borg­ar­stígnum árið 1926 og rak hana allt til árs­ins 1982, í yfir hálfa öld.

Gjörið svo vel og lítið í glugg­ana í dag!

Árið er 1928 og það eru að koma jól. Hjörtur eins og aðrir versl­un­ar­eig­endur í Reykja­vík aug­lýsir vörur sínar í dag­blöð­un­um. Góðir versl­un­ar­gluggar voru lyk­il­at­riði í þá tíð til að fanga athygli veg­far­enda og lokka þá inn. Oft voru versl­anir á götu­hornum í nýbyggðum hverf­unum og skáru sig jafnan úr vegna stórra glugg­anna.

Um 1945-1955, karlmaður með ungt barn á öxlinni. Í baksýn er Bræðraborgarstígur 1, verslun Hjartar Hjartarsonar. Mynd: Kristinn Guðmundsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur



Hjörtur var iðinn, rögg­samur og nákvæmur kaup­mað­ur. Sama fólkið kom í búð­ina til hans ár eftir ár og þegar börnin í hverf­inu urðu full­orðin versl­uðu þau einnig við Hjört. Nýjar kyn­slóðir við­skipta­vina tóku við hver af annarri.

Margt ung­mennið steig sín fyrstu skref á vinnu­mark­aði undir leið­sögn Hjart­ar. Send­ast þurfti með vörur um allan bæ og þessir „sendi­herr­ar“ hans, eins og þeir köll­uðu sig, minnt­ust hans með hlýju að honum látn­um. „Maður hækk­aði í stöðu og byrj­aði að afgreiða,“ skrif­aði einn „sendi­herrann“ er hann rifj­aði upp störf sín í búð­inni löngu síð­ar. „Það var stór stund í lífi mínu þegar ég stimpl­aði fyrstu upp­hæð við­skipta­vinar inn í kass­ann og Hjörtur fylgd­ist með og brost­i.“

Fjöl­skrúðug flóra versl­ana

Á öld­inni sem leið voru ýmsar versl­anir til húsa að Bræðra­borg­ar­stíg 1. Hver tók við af annarri. Verslun Hjartar var ekki fyrsta nýlendu­vöru­versl­unin sem þar var rekin og þegar árið 1907, um ári eftir að tví­lyfta timb­ur­húsið er byggt, aug­lýsir „nýja verzl­unin að Bræðra­borg­ar­stíg 1“ ýmsar nauð­synja­vör­ur.

Árið 1921 aug­lýsir verslun Guð­jóns Jóns­sonar „stein­bítsrikling­inn þjóð­fræga“ úr Súg­anda­firði til sölu og sama ár segir í aug­lýs­ingu: „Það bezta er stundum ódýr­ast. Kaffi­bætir okkar er sá ódýr­asti og bezti í öllu land­inu – við­ur­kenndur af fjölda hús­mæðra hér í bæn­um.“

Tómas Ó. Jóhanns­son rak þar einnig búð og árin 1924 og 25 aug­lýsir hann marg­vís­legan varn­ing og slag­orð versl­un­ar­innar er: „Veit sá bezt sem reyn­ir!“ Löngu síðar var þar rekin raf­tækja­verslun þar sem fram­sýnin réði ríkj­um. „Kæri Póst­ur!“ skrifar les­andi í Æsk­una árið 1969. „Nú eigum við Seyð­firð­ingar að fá sjón­varpið í nóv­em­ber og þá vaknar spurn­ing um hvaða teg­und af sjón­varps­tæki maður ætti að fá sér. Til dæmis TAND­BERG,“ heldur les­and­inn áfram og spyr: „Viltu góð­fús­lega veita mér upp­lýs­ingar um hvernig þau hafa reynzt hér á land­i?“

Sá sem er til svara í Æsk­unni bendir á umboðs­að­ila TAND­BERG-tækj­anna sem er Frið­rik A. Jóns­son á Bræðra­borg­ar­stíg 1. „Þau munu hafa reynzt nokkuð vel.“

Auglýsing

Íbúar húss­ins voru svo ýmis­legt að brasa. Ein­hver þeirra prjón­aði og seldi ull­ar­nær­föt árið 1913. „Sníð barna­kjóla og tek Zig-Zag saum,“ aug­lýsir Stein­unn Sveins­dóttir í Morg­un­blað­inu árið 1942. Tveimur árum síðar lést faðir henn­ar, Sveinn bak­ari, „merkur og vin­sæll borg­ari þessa bæj­ar“, í kjöl­far skyndi­legra veik­inda, langt fyrir aldur fram.

„Blóma­kveðjur hylja þegar kistu hans,“ skrifar Stein­unn ekkja hans í útfar­ar­til­kynn­ingu í Morg­un­blað­inu. „Því vildi jeg mæl­ast til, að þið vin­ir, sem mynduð hafa sent honum blóm, ljetuð and­virðið heldur renna til barna­spít­ala­sjóðs Hrings­ins.“ Dauða bæði Otta og Stein­unnar bar einnig að með svip­legum hætti. Í apr­íl­mán­uði árið 1920 féll Otti, sem þá var fluttur að Stýri­manna­stíg, niður af smíða­palli í báta­smíða­stöð sinni og beið bana af. Hann var sex­tug­ur. Stein­unn lést í bílslysi í Kaup­manna­höfn árið 1961, þá 74 ára að aldri.

Trú­lof­anir og gift­ingar

En ástin knúði einnig dyra að Bræðra­borg­ar­stíg 1 á síð­ustu öld. Íbúar húss­ins trú­lof­uðu sig og gengu í hjóna­band. „Í gær voru gefin saman í hjóna­band af séra Emil Björns­syni ung­frú Stein­gerður Þór­is­dótt­ir, Bræðra­borg­ar­stíg 1, og Jón Þ. Hall­gríms­son, stud. Med., Vest­ur­valla­götu 6 B. – Heim­ili ungu hjón­anna verður að Bræðra­borg­ar­stíg 1,“ stóð í Tím­anum árið 1952. Á árunum á undan höfðu til­kynn­ingar um trú­lof­anir fólks úr hús­inu einnig prýtt síður blað­anna líkt og þá tíðk­að­ist. Bak­arí og verslun bræðr­anna Sveins og Hjartar voru mið­stöð hverf­is­ins í ára­tugi. En með til­komu stór­mark­aða fækk­aði „kaup­mönn­unum á horn­inu“ og versl­un­ar­hús­næðin með stóru glugg­unum voru aðlöguð að öðrum not­um.

Pakk­hús­ið, þar sem verslun Hjartar var að finna, var rifið fyrir mörgum árum. Ilm af nýbök­uðu hætti að leggja frá bak­aríi Sveins og Stein­unnar fyrir margt löngu. Fjöl­skyldu­húsið á horni Bræðra­borg­ar­stígs og Vest­ur­götu skipti um eig­endur og í fleiri ár var það í útleigu.

Bræðraborgarstígur 1 árið 2013 þegar Leikskólinn 101 var þar til húsa. Mynd: GVA



Þó að þeir sem bjuggu í hús­inu síð­ustu árin hafi flestir fyrst og fremst litið á lítil leigu­her­bergi sín sem athvarf á milli vinnutarna var það vissu­lega þeirra heim­ili. Leigj­endur komu og fóru – en stundum tengd­ust þeir sterkum bönd­um, varð vel til vina. Ástin átti svo líka áfram heima á „Bræðró“. Þar tóku pör her­bergi á leigu. Þetta unga fólk var hingað komið lengra að en sveita­fólkið sem flutti „á möl­ina“ við upp­haf síð­ustu ald­ar. En til­gang­ur­inn var þó sá sami: Að reisa stoðir undir líf sitt og sinna til fram­tíð­ar.

Eldur í bak­arí­inu 

Árið 1909 var Otti skipa­smiður enn skráður til heim­ilis að Bræðra­borg­ar­stíg 1 sam­kvæmt Bæj­ar­skrá Reykja­víkur sem þá var gefin út á nokk­urra ára fresti. Í mann­tal­inu árið 1910 eru bæði Sveinn og Stein­unn skráð þar til heim­ilis sem og í bæj­ar­skránni árið 1915 auk fimm ann­arra. Nokkrum árum síðar eru íbú­arnir orðnir fjórt­án, fjöl­skyldan hefur stækk­að, og árið 1929 eru þeir sagðir tólf.

„Eldur varð laus í morgun í bök­un­ar­kjall­ara Sveins Hjart­ar­sonar á Bræðra­borg­ar­stíg 1,“ sagði frétt Alþýðu­blaðs­ins í nóv­em­ber árið 1926. „Log­aði í kassa­dóti og lausu timbri milli bök­un­arofns­ins og útveggjar, og var eld­ur­inn að kom­ast að veggn­um. Þarna voru geymd skot­færi frá Jóhanni Ólafs­syni & Co. til þurk­unar og sprungu sum þeirra. Er mjög vara­samt að geyma þess konar vöru á slíkum stað. Slökkvi­liðið slökkti fljót­lega eld­inn. Orsök hans er enn ókunn.“

Engum varð meint af í þessum elds­voða á Bræðra­borg­ar­stíg fyrir 94 árum þó að íbúum hafi eflaust verið brugð­ið.

Bruninn á Bræðraborgarstíg 1 þann 25. júní 2020.
Aðsend mynd

Í lok árs 2018 voru 68 með lög­heim­ili í horn­hús­inu sem Otti byggði. 25. júní á þessu ári voru 69 þar með lög­heim­ili. „Eldur logar nú í íbúð­ar­húsi á horni Vest­ur­götu og Bræðra­borg­ar­stígs,“ sagði í fyrstu frétt Vísis af brun­an­um, um tíu mín­útum eftir að útkall barst slökkvi­lið­inu. „Eins og þið sjáið bak við mig þá er húsið eig­in­lega far­ið,“ sagði Jón Viðar Matth­í­as­son slökkvi­liðs­stjóri við Vísi um tveimur tímum síð­ar.

„Þrír eru látnir og tveir eru á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans eftir að eldur kom upp í fjöl­býl­is­húsi á horni Bræðra­borg­ar­stígs og Vest­ur­götu í Reykja­vík í gær,“ sagði í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins morg­un­inn eftir brun­ann.

61 með lög­heim­ili í bruna­rústum

Þó að húsið hafi verið nokkuð stórt að flat­ar­máli, ríf­lega 500 fer­metr­ar, bjuggu þar ekki um sjö­tíu manns eins og lög­heim­il­is­skrán­ing sagði til um. Lík­lega voru íbú­arnir í kringum tutt­ugu. Fjórtán voru heima er eld­ur­inn kom upp. Einn þeirra hefur verið ákærður fyrir íkveikju.

Um miðjan októ­ber var enn 61 skráður til heim­ilis að Bræðra­borg­ar­stíg 1. Í húsi sem hafði fjórum mán­uðum áður orðið eldi að bráð, eldi sem kost­aði þrjú manns­líf.

Allir sem lét­ust bjuggu á ris­hæð­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar