Flokkur fólksins sækir fylgið til ómenntaðra og tekjulágra á Suðurlandi og Suðurnesjum

Fylgi Flokks fólksins hefur ekki mælst mikið síðastliðið ár. Í nóvember er meðaltalsfylgið 3,9 prósent sem myndi líkast til ekki duga flokknum til að fá þingmann. Áferð kjósenda Flokks fólksins er þó enn svipuð því sem hún var fyrir rúmum þremur árum.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Auglýsing

Flokkur fólksins var að mörgu leyti einn helsti sigurvegari síðustu þingkosninga. Flokkurinn hafði boðið fram í fyrsta sinn í kosningunum 2016 og fengið 6.707 atkvæði, eða 3,5 prósent allra greiddra atkvæða. Það dugði ekki til að ná inn manni á þing. 

Flokkur Ingu Sæland tók því nýjum kosningum ári síðar fagnandi. Þegar talið var upp úr kjörkössunum þá reyndust atkvæðin vera 13.502, eða rúmlega tvöfalt fleiri en í október 2016. Hlutfallið var 6,9 prósent og þingmennirnir fjórir.

Þar skipti ekki síst máli frammistaða formannsins í síðustu leiðtogaumræðum sem fram fóru í sjónvarpssal RÚV, kvöldið áður en landsmenn gengu að kjörklefunum. 

Þar varð Inga klökk þegar hún flutti tölu um framtíðarsýn sína, sem var að allir ættu að geta gengið um fallega landið okkar, borið höfuðið hátt og verið stolt að því að vera Íslendingar. „Mín framtíðarsýn er sú að öryrkjum líði ekki eins og annars flokks þjóðfélagsþegnum í þjóðfélaginu okkar. Að gamla fólkið okkar geti lifað hér með reisn og eigi áhyggjulaust ævikvöld. Að 9,1 prósent barnanna okkar líði ekki hér mismikinn skort, að 25 prósent barnanna okkar búi ekki við óviðunandi húsnæðiskost.“

Síðar sagði hún að enginn Íslendingur „ætti að þurfa að búa í tjaldi eða í hjólhýsi niðri í Laugardal eða nokkurs staðar annars staðar. Það er á morgun sem að þessi rödd er tilbúin að tala okkar máli, þetta er tækifærið sem við höfum til þess að fá uppreisn í þessu samfélagi.“

Þingflokkurinn helmingaðist vegna Klausturmálsins

Rúmu ári síðar var allt í uppnámi í flokknum. Tveir þingmenn hans, Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, höfðu farið á Klausturbar og setið þar með drukknum þingmönnum Miðflokksins að ræða ýmislegt, meðal annars stjórnmál, á óviðurkvæmilegan hátt. Samtöl þeirra voru tekin upp og þeim upptökum komið til fjölmiðla. 

Á fund­inum var talað með niðr­andi hætti um konur sér­­­stak­­­lega, og lét Karl Gauti hafa eftir sér að Inga Sæland gæti ekki stjórnað Flokki fólks­ins. Þá var umtals­vert rætt um það á fund­inum að þeir tveir myndu ganga til liðs við Mið­flokk­inn.

Karl Gauti og Ólafur voru reknir úr Flokki fólks­ins í lok nóv­em­ber 2018. Ástæðan var alvar­legur trún­að­ar­brestur. Inga Sæland skrif­aði svo harð­orða grein í Morg­un­blaðið um þessa tvo fyrr­ver­andi félaga sína í jan­ú­ar 2019. 

Þar sagði hún að fund­­ur­inn á Klaust­­ur­bar hafi haft skýrt mark­mið: að fá Ólaf og Karl Gauta til að ganga til liðs við Mið­­flokk­inn. „Þess vegna sat gervöll stjórn Mið­­flokks­ins á barnum Klaustri með þeim. Til­­efni fund­­ar­ins aug­­ljóst, þessi „hætt­u­­legi“ flokkur fátæka fólks­ins sem auð­­mað­­ur­inn Sig­­mundur Davíð [Gunn­laugs­­son] og félagar hans vildu fyrir hvern mun koma fyrir katt­­ar­­nef.“

Auglýsing
Þar sagði hún Karl Gauta og Ólaf hafa mæta­vel vitað hvað til stóð. „Þeir voru að svíkja flokk­inn sem kom þeim á þing. Er upp­­víst varð hvað þarna hafði farið fram átti stjórn Flokks fólks­ins engan annan kost en að fara fram á afsögn þess­­ara tveggja þing­­manna.“

22. febrúar 2019 gengu Karl Gauti og Ólafur í Miðflokkinn eftir að hafa starfað sem óháðir þingmenn um skeið.

Minna fylgi en sömu breytur ráðandi

Fylgi Flokks fólksins hefur sveiflast nokkuð á kjörtímabilinu í könnunum MMR. Minnst mældist það 3,6 prósent en mest átta prósent fyrir um ári síðan. 

Frá því í desember í fyrra hefur það hins vegar einungis einu sinni mælst rétt yfir fimm prósent og í síðustu tveimur könnunum MMR mældist meðaltalsfylgið 3,9 prósent, sem myndi líkast til ekki duga til að ná manni inn á þing.

Fylgi flokksins kemur aðallega frá láglaunafólki og þeim sem hafa lokið skyldunámi sem æðstu menntun. Hjá kjósendum með undir 400 þúsund krónur í heimilistekjur á mánuði mælist stuðningur við Flokk fólksins 9,8 prósent á meðan að hann er 1,2 prósent hjá þeim sem eru með meira en 1,2 milljónir króna á mánuði. Á meðal þeirra sem eru með grunnskólamenntun sem æðstu menntun mælist stuðningur við Flokk fólksins 6,4 prósent en á meðal þeirra sem eru með háskólapróf mælist hann 1,1 prósent. 

Stuðningurinn er langmestur á Suðurlandi og á Suðurnesjum, en á því landsvæði sögðust 10,4 prósent aðspurðra í síðustu tveimur könnunum MMR styðja Flokk fólksins. Stuðningurinn er lítill í öllum öðrum landshlutum.

Þetta er mjög svipuð staða og var í kringum síðustu kosningar þegar kannanir MMR bentu til þess að mestur stuðningur við flokkinn væri hjá grunnskólamenntuðum, tekjulágum og á Suðurlandinu. Munurinn þá og nú er sá að fleiri studdu flokkinn á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi haustið 2017 en í nóvember 2020.

Úttekt á bakgrunni stuðningsmanna flokka

Kjarn­inn hefur fengið aðgang að gögnum um bak­grunns­breytur þeirra sem svarað hafa könn­unum MMR um fylgi stjórn­mála­flokka. Þær breytur sem um ræðir eru kyn, ald­ur, búseta, menntun og heim­il­is­tekj­ur. Gögnin eru ann­ars vegar úr síð­ustu tveimur könn­unum MMR, sem gerðar voru 23-28. októ­ber og 6-11. nóv­em­ber 2020 (sam­tals 1.858 svar­end­ur), og hins vegar úr tveimur könn­unum sem gerðar voru öðru hvoru megin við síð­ustu þing­kosn­ingar árið 2017. Með því að skoða þær kann­an­ir, sem fram­kvæmdar voru 26-27. októ­ber og 14.-17. nóv­em­ber 2017 (sam­tals 1.924 svar­end­ur), er hægt að sjá þær breyt­ingar sem orðið hafa á bak­grunns­breytum stuðn­ings­manna flokk­anna frá þeim tíma. Næstu daga mun Kjarn­inn birta umfjöllun um alla þá átta flokka sem mældir eru í könn­unum MMR og í kjöl­farið ýmis konar aðra umfjöllun byggða þeim upp­lýs­ingum sem gagna­safnið geym­ir. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar