Flokkur fólksins sækir fylgið til ómenntaðra og tekjulágra á Suðurlandi og Suðurnesjum

Fylgi Flokks fólksins hefur ekki mælst mikið síðastliðið ár. Í nóvember er meðaltalsfylgið 3,9 prósent sem myndi líkast til ekki duga flokknum til að fá þingmann. Áferð kjósenda Flokks fólksins er þó enn svipuð því sem hún var fyrir rúmum þremur árum.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Auglýsing

Flokkur fólks­ins var að mörgu leyti einn helsti sig­ur­veg­ari síð­ustu þing­kosn­inga. Flokk­ur­inn hafði boðið fram í fyrsta sinn í kosn­ing­unum 2016 og fengið 6.707 atkvæði, eða 3,5 pró­sent allra greiddra atkvæða. Það dugði ekki til að ná inn manni á þing. 

Flokkur Ingu Sæland tók því nýjum kosn­ingum ári síðar fagn­andi. Þegar talið var upp úr kjör­köss­unum þá reynd­ust atkvæðin vera 13.502, eða rúm­lega tvö­falt fleiri en í októ­ber 2016. Hlut­fallið var 6,9 pró­sent og þing­menn­irnir fjór­ir.

Þar skipti ekki síst máli frammi­staða for­manns­ins í síð­ustu leið­togaum­ræðum sem fram fóru í sjón­varps­sal RÚV, kvöldið áður en lands­menn gengu að kjör­klef­un­um. 

Þar varð Inga klökk þegar hún flutti tölu um fram­tíð­ar­sýn sína, sem var að allir ættu að geta gengið um fal­lega landið okk­ar, borið höf­uðið hátt og verið stolt að því að vera Íslend­ing­ar. „Mín fram­tíð­ar­sýn er sú að öryrkjum líði ekki eins og ann­ars flokks þjóð­fé­lags­þegnum í þjóð­fé­lag­inu okk­ar. Að gamla fólkið okkar geti lifað hér með reisn og eigi áhyggju­laust ævi­kvöld. Að 9,1 pró­sent barn­anna okkar líði ekki hér mis­mik­inn skort, að 25 pró­sent barn­anna okkar búi ekki við óvið­un­andi hús­næð­is­kost.“

Síðar sagði hún að eng­inn Íslend­ingur „ætti að þurfa að búa í tjaldi eða í hjól­hýsi niðri í Laug­ar­dal eða nokk­urs staðar ann­ars stað­ar. Það er á morgun sem að þessi rödd er til­búin að tala okkar máli, þetta er tæki­færið sem við höfum til þess að fá upp­reisn í þessu sam­fé­lag­i.“

Þing­flokk­ur­inn helm­ing­að­ist vegna Klaust­ur­máls­ins

Rúmu ári síðar var allt í upp­námi í flokkn­um. Tveir þing­menn hans, Karl Gauti Hjalta­son og Ólafur Ísleifs­son, höfðu farið á Klaust­ur­bar og setið þar með drukknum þing­mönnum Mið­flokks­ins að ræða ýmis­legt, meðal ann­ars stjórn­mál, á óvið­ur­kvæmi­legan hátt. Sam­töl þeirra voru tekin upp og þeim upp­tökum komið til fjöl­miðla. 

Á fund­inum var talað með niðr­andi hætti um konur sér­­­­stak­­­­lega, og lét Karl Gauti hafa eftir sér að Inga Sæland gæti ekki stjórnað Flokki fólks­ins. Þá var umtals­vert rætt um það á fund­inum að þeir tveir myndu ganga til liðs við Mið­­flokk­inn.

Karl Gauti og Ólafur voru reknir úr Flokki fólks­ins í lok nóv­­em­ber 2018. Ástæðan var alvar­­legur trún­­að­­ar­brest­ur. Inga Sæland skrif­aði svo harð­orða grein í Morg­un­­blaðið um þessa tvo fyrr­ver­andi félaga sína í jan­ú­ar 2019. 

Þar sagði hún að fund­­­ur­inn á Klaust­­­ur­bar hafi haft skýrt mark­mið: að fá Ólaf og Karl Gauta til að ganga til liðs við Mið­­­flokk­inn. „Þess vegna sat gervöll stjórn Mið­­­flokks­ins á barnum Klaustri með þeim. Til­­­efni fund­­­ar­ins aug­­­ljóst, þessi „hætt­u­­­legi“ flokkur fátæka fólks­ins sem auð­­­mað­­­ur­inn Sig­­­mundur Davíð [Gunn­laugs­­­son] og félagar hans vildu fyrir hvern mun koma fyrir katt­­­ar­­­nef.“

Auglýsing
Þar sagði hún Karl Gauta og Ólaf hafa mæta­vel vitað hvað til stóð. „Þeir voru að svíkja flokk­inn sem kom þeim á þing. Er upp­­­víst varð hvað þarna hafði farið fram átti stjórn Flokks fólks­ins engan annan kost en að fara fram á afsögn þess­­­ara tveggja þing­­­manna.“

22. febr­úar 2019 gengu Karl Gauti og Ólafur í Mið­flokk­inn eftir að hafa starfað sem óháðir þing­menn um skeið.

Minna fylgi en sömu breytur ráð­andi

Fylgi Flokks fólks­ins hefur sveifl­ast nokkuð á kjör­tíma­bil­inu í könn­unum MMR. Minnst mæld­ist það 3,6 pró­sent en mest átta pró­sent fyrir um ári síð­an. 

Frá því í des­em­ber í fyrra hefur það hins vegar ein­ungis einu sinni mælst rétt yfir fimm pró­sent og í síð­ustu tveimur könn­unum MMR mæld­ist með­al­tals­fylgið 3,9 pró­sent, sem myndi lík­ast til ekki duga til að ná manni inn á þing.

Fylgi flokks­ins kemur aðal­lega frá lág­launa­fólki og þeim sem hafa lokið skyldu­námi sem æðstu mennt­un. Hjá kjós­endum með undir 400 þús­und krónur í heim­il­is­tekjur á mán­uði mælist stuðn­ingur við Flokk fólks­ins 9,8 pró­sent á meðan að hann er 1,2 pró­sent hjá þeim sem eru með meira en 1,2 millj­ónir króna á mán­uði. Á meðal þeirra sem eru með grunn­skóla­menntun sem æðstu menntun mælist stuðn­ingur við Flokk fólks­ins 6,4 pró­sent en á meðal þeirra sem eru með háskóla­próf mælist hann 1,1 pró­sent. 

Stuðn­ing­ur­inn er lang­mestur á Suð­ur­landi og á Suð­ur­nesjum, en á því land­svæði sögð­ust 10,4 pró­sent aðspurðra í síð­ustu tveimur könn­unum MMR styðja Flokk fólks­ins. Stuðn­ing­ur­inn er lít­ill í öllum öðrum lands­hlut­um.

Þetta er mjög svipuð staða og var í kringum síð­ustu kosn­ingar þegar kann­anir MMR bentu til þess að mestur stuðn­ingur við flokk­inn væri hjá grunn­skóla­mennt­uð­um, tekju­lágum og á Suð­ur­land­inu. Mun­ur­inn þá og nú er sá að fleiri studdu flokk­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Norð­ur­landi haustið 2017 en í nóv­em­ber 2020.

Úttekt á bakgrunni stuðningsmanna flokka

Kjarn­inn hefur fengið aðgang að gögnum um bak­grunns­breytur þeirra sem svarað hafa könn­unum MMR um fylgi stjórn­mála­flokka. Þær breytur sem um ræðir eru kyn, ald­ur, búseta, menntun og heim­il­is­tekj­ur. Gögnin eru ann­ars vegar úr síð­ustu tveimur könn­unum MMR, sem gerðar voru 23-28. októ­ber og 6-11. nóv­em­ber 2020 (sam­tals 1.858 svar­end­ur), og hins vegar úr tveimur könn­unum sem gerðar voru öðru hvoru megin við síð­ustu þing­kosn­ingar árið 2017. Með því að skoða þær kann­an­ir, sem fram­kvæmdar voru 26-27. októ­ber og 14.-17. nóv­em­ber 2017 (sam­tals 1.924 svar­end­ur), er hægt að sjá þær breyt­ingar sem orðið hafa á bak­grunns­breytum stuðn­ings­manna flokk­anna frá þeim tíma. Næstu daga mun Kjarn­inn birta umfjöllun um alla þá átta flokka sem mældir eru í könn­unum MMR og í kjöl­farið ýmis konar aðra umfjöllun byggða þeim upp­lýs­ingum sem gagna­safnið geym­ir. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar