Flokkur fólksins sækir fylgið til ómenntaðra og tekjulágra á Suðurlandi og Suðurnesjum

Fylgi Flokks fólksins hefur ekki mælst mikið síðastliðið ár. Í nóvember er meðaltalsfylgið 3,9 prósent sem myndi líkast til ekki duga flokknum til að fá þingmann. Áferð kjósenda Flokks fólksins er þó enn svipuð því sem hún var fyrir rúmum þremur árum.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Auglýsing

Flokkur fólks­ins var að mörgu leyti einn helsti sig­ur­veg­ari síð­ustu þing­kosn­inga. Flokk­ur­inn hafði boðið fram í fyrsta sinn í kosn­ing­unum 2016 og fengið 6.707 atkvæði, eða 3,5 pró­sent allra greiddra atkvæða. Það dugði ekki til að ná inn manni á þing. 

Flokkur Ingu Sæland tók því nýjum kosn­ingum ári síðar fagn­andi. Þegar talið var upp úr kjör­köss­unum þá reynd­ust atkvæðin vera 13.502, eða rúm­lega tvö­falt fleiri en í októ­ber 2016. Hlut­fallið var 6,9 pró­sent og þing­menn­irnir fjór­ir.

Þar skipti ekki síst máli frammi­staða for­manns­ins í síð­ustu leið­togaum­ræðum sem fram fóru í sjón­varps­sal RÚV, kvöldið áður en lands­menn gengu að kjör­klef­un­um. 

Þar varð Inga klökk þegar hún flutti tölu um fram­tíð­ar­sýn sína, sem var að allir ættu að geta gengið um fal­lega landið okk­ar, borið höf­uðið hátt og verið stolt að því að vera Íslend­ing­ar. „Mín fram­tíð­ar­sýn er sú að öryrkjum líði ekki eins og ann­ars flokks þjóð­fé­lags­þegnum í þjóð­fé­lag­inu okk­ar. Að gamla fólkið okkar geti lifað hér með reisn og eigi áhyggju­laust ævi­kvöld. Að 9,1 pró­sent barn­anna okkar líði ekki hér mis­mik­inn skort, að 25 pró­sent barn­anna okkar búi ekki við óvið­un­andi hús­næð­is­kost.“

Síðar sagði hún að eng­inn Íslend­ingur „ætti að þurfa að búa í tjaldi eða í hjól­hýsi niðri í Laug­ar­dal eða nokk­urs staðar ann­ars stað­ar. Það er á morgun sem að þessi rödd er til­búin að tala okkar máli, þetta er tæki­færið sem við höfum til þess að fá upp­reisn í þessu sam­fé­lag­i.“

Þing­flokk­ur­inn helm­ing­að­ist vegna Klaust­ur­máls­ins

Rúmu ári síðar var allt í upp­námi í flokkn­um. Tveir þing­menn hans, Karl Gauti Hjalta­son og Ólafur Ísleifs­son, höfðu farið á Klaust­ur­bar og setið þar með drukknum þing­mönnum Mið­flokks­ins að ræða ýmis­legt, meðal ann­ars stjórn­mál, á óvið­ur­kvæmi­legan hátt. Sam­töl þeirra voru tekin upp og þeim upp­tökum komið til fjöl­miðla. 

Á fund­inum var talað með niðr­andi hætti um konur sér­­­­stak­­­­lega, og lét Karl Gauti hafa eftir sér að Inga Sæland gæti ekki stjórnað Flokki fólks­ins. Þá var umtals­vert rætt um það á fund­inum að þeir tveir myndu ganga til liðs við Mið­­flokk­inn.

Karl Gauti og Ólafur voru reknir úr Flokki fólks­ins í lok nóv­­em­ber 2018. Ástæðan var alvar­­legur trún­­að­­ar­brest­ur. Inga Sæland skrif­aði svo harð­orða grein í Morg­un­­blaðið um þessa tvo fyrr­ver­andi félaga sína í jan­ú­ar 2019. 

Þar sagði hún að fund­­­ur­inn á Klaust­­­ur­bar hafi haft skýrt mark­mið: að fá Ólaf og Karl Gauta til að ganga til liðs við Mið­­­flokk­inn. „Þess vegna sat gervöll stjórn Mið­­­flokks­ins á barnum Klaustri með þeim. Til­­­efni fund­­­ar­ins aug­­­ljóst, þessi „hætt­u­­­legi“ flokkur fátæka fólks­ins sem auð­­­mað­­­ur­inn Sig­­­mundur Davíð [Gunn­laugs­­­son] og félagar hans vildu fyrir hvern mun koma fyrir katt­­­ar­­­nef.“

Auglýsing
Þar sagði hún Karl Gauta og Ólaf hafa mæta­vel vitað hvað til stóð. „Þeir voru að svíkja flokk­inn sem kom þeim á þing. Er upp­­­víst varð hvað þarna hafði farið fram átti stjórn Flokks fólks­ins engan annan kost en að fara fram á afsögn þess­­­ara tveggja þing­­­manna.“

22. febr­úar 2019 gengu Karl Gauti og Ólafur í Mið­flokk­inn eftir að hafa starfað sem óháðir þing­menn um skeið.

Minna fylgi en sömu breytur ráð­andi

Fylgi Flokks fólks­ins hefur sveifl­ast nokkuð á kjör­tíma­bil­inu í könn­unum MMR. Minnst mæld­ist það 3,6 pró­sent en mest átta pró­sent fyrir um ári síð­an. 

Frá því í des­em­ber í fyrra hefur það hins vegar ein­ungis einu sinni mælst rétt yfir fimm pró­sent og í síð­ustu tveimur könn­unum MMR mæld­ist með­al­tals­fylgið 3,9 pró­sent, sem myndi lík­ast til ekki duga til að ná manni inn á þing.

Fylgi flokks­ins kemur aðal­lega frá lág­launa­fólki og þeim sem hafa lokið skyldu­námi sem æðstu mennt­un. Hjá kjós­endum með undir 400 þús­und krónur í heim­il­is­tekjur á mán­uði mælist stuðn­ingur við Flokk fólks­ins 9,8 pró­sent á meðan að hann er 1,2 pró­sent hjá þeim sem eru með meira en 1,2 millj­ónir króna á mán­uði. Á meðal þeirra sem eru með grunn­skóla­menntun sem æðstu menntun mælist stuðn­ingur við Flokk fólks­ins 6,4 pró­sent en á meðal þeirra sem eru með háskóla­próf mælist hann 1,1 pró­sent. 

Stuðn­ing­ur­inn er lang­mestur á Suð­ur­landi og á Suð­ur­nesjum, en á því land­svæði sögð­ust 10,4 pró­sent aðspurðra í síð­ustu tveimur könn­unum MMR styðja Flokk fólks­ins. Stuðn­ing­ur­inn er lít­ill í öllum öðrum lands­hlut­um.

Þetta er mjög svipuð staða og var í kringum síð­ustu kosn­ingar þegar kann­anir MMR bentu til þess að mestur stuðn­ingur við flokk­inn væri hjá grunn­skóla­mennt­uð­um, tekju­lágum og á Suð­ur­land­inu. Mun­ur­inn þá og nú er sá að fleiri studdu flokk­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Norð­ur­landi haustið 2017 en í nóv­em­ber 2020.

Úttekt á bakgrunni stuðningsmanna flokka

Kjarn­inn hefur fengið aðgang að gögnum um bak­grunns­breytur þeirra sem svarað hafa könn­unum MMR um fylgi stjórn­mála­flokka. Þær breytur sem um ræðir eru kyn, ald­ur, búseta, menntun og heim­il­is­tekj­ur. Gögnin eru ann­ars vegar úr síð­ustu tveimur könn­unum MMR, sem gerðar voru 23-28. októ­ber og 6-11. nóv­em­ber 2020 (sam­tals 1.858 svar­end­ur), og hins vegar úr tveimur könn­unum sem gerðar voru öðru hvoru megin við síð­ustu þing­kosn­ingar árið 2017. Með því að skoða þær kann­an­ir, sem fram­kvæmdar voru 26-27. októ­ber og 14.-17. nóv­em­ber 2017 (sam­tals 1.924 svar­end­ur), er hægt að sjá þær breyt­ingar sem orðið hafa á bak­grunns­breytum stuðn­ings­manna flokk­anna frá þeim tíma. Næstu daga mun Kjarn­inn birta umfjöllun um alla þá átta flokka sem mældir eru í könn­unum MMR og í kjöl­farið ýmis konar aðra umfjöllun byggða þeim upp­lýs­ingum sem gagna­safnið geym­ir. Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar