Samsett mynd Stjórnarandstaðan 2020
Samsett mynd

Mammon alltaf nálægur, harkaleg umræða í pólitík – og sama hjakkið

Árið 2020 verður lengi í minnum haft sem fordæmalaust. Þess var vænst að mörg hundruð milljarða króna tap yrði á rekstri ríkissjóðs þetta árið, tugir þúsunda sáu fram á að verða án atvinnu og gríðar mörg fyrirtæki stóðu frammi fyrir algjörri óvissu um hvort þau kæmu til með að lifa eða deyja. Kjarninn hitti á vormánuðum og í byrjun sumars fimm fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna og fékk sýn þeirra á stöðu mála á þessu einkennilega ári, sem og framtíðarsýn þeirra fyrir Ísland.

Íslenska ríkið er búið setja gríð­ar­lega fjár­muni í að takast á við þá stöðu sem nú er uppi í sam­fé­lag­inu vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs. Deilt er um hvort nógu mik­ið, eða jafn­vel of mik­ið, sé að gert til að mæta stöðu íbúa og fyr­ir­tækja. Á meðan halda reikn­ing­arnir sem ber­ast rík­is­sjóði áfram að hrann­ast upp.

Kjarn­inn hitti tals­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna fimm sem sitja á Alþingi og ræddi við þá um stöð­una og hver fram­tíð­ar­sýn þeirra væri varð­andi íslenskt sam­fé­lag.

Sjáv­ar­út­vegs­málin eitt af stóru kosn­inga­mál­unum

Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, sagði í sam­tali við Kjarn­ann þegar hún var spurð út í póli­tískar áherslur næsta árs að hún teldi að sjáv­ar­út­vegs­málin yrðu eitt af stóru kosn­inga­mál­unum á næsta ári „og þessi spill­ing og það sem við þurfum að horfa upp á dag­inn út og inn, þessi lít­ils­virð­ing við borg­ar­ana og þessi sjálf­taka elít­unn­ar. Við erum búin að fá nóg af þessu og ég trúi því að við eigum eftir að láta í okkur heyra.“

Þannig hefði svo­kallað Sam­herj­a­mál og „síð­asta sum­ar­gjöf­in“ – en þar vís­aði Inga í yfir­færslu eign­ar­halds á Sam­herja hf. eig­enda til barna sinna – ekki verið að gera sig og taldi hún að Íslend­ingar myndu í fram­hald­inu taka á sínum mál­um. Næsta kosn­inga­bar­átta myndi í raun­inni draga þessi atriði fram. „Ég vona að hún dragi sjálftöku­væð­ing­una bein­ustu leið fram í dags­ljósið,“ sagði hún.

Auglýsing

Mis­jafnar skoð­anir voru á aðgerðum rík­is­stjórn­ar­innar í COVID-19 far­aldri eins og gengur og sagði Inga það vera lág­marks­kröfu að stjórn­völd tækju utan um fjöl­skyld­urnar og fátækt fólk í land­inu á tímum sem þessum – á sama hátt og þau björg­uðu fyr­ir­tækj­un­um. 



„Að ætla að halda því fram að fyr­ir­tæki sem hafa verið að greiða sér millj­arða í arð hafi þurft á því að halda að stinga föt­unni strax undir rík­is­kran­ann og eiga ekki krónu í eigið fé til þess að takast á við hol­skefl­una og þessa brekku. Auð­vitað hefðu þau átt að klifra sína brekku og nota sitt eigið fé og sýna að minnsta kosti smá reisn og virð­ingu við þjóð­ina sína. Við erum að henda björg­un­ar­hringum og við von­uð­umst til fyr­ir­tæki tækju við þeim sem þyrftu á að halda. En að hinir færu ekki að mis­nota þessa björg­un.“



Ingu fannst aðrar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar þó algjör­lega lífs­nauð­syn­legar fyrir sam­fé­lag­ið, fyr­ir­tækin og vinn­andi fólk í land­inu. „Það kom þó að því að sem mér fannst aðgerð­irnar gjör­sam­lega hafa misst mark en það var þegar rík­is­stjórnin ákvað að greiða fyr­ir­tækjum fyrir að segja upp starfs­mönnum sín­um.“

Inga Sæland
Bára Huld Beck

Mammon er alltaf nálægur

Inga sagði að hún hefði viljað sjá gripið til aðgerða aðeins fyrr í sam­bandi við að hamla komu ferða­manna til lands­ins. „Ég vil meina að þá hefðum við sparað okkur marga tugi millj­arða vegna þess að það botn­fraus í ferða­þjón­ust­unni – og það hefði alltaf ger­st, sem og í afleiddum störf­um. En við hefðum getað losnað við lok­un­ar­styrki og ýmis­legt ann­að. Við hefðum losnað við það að banna heim­sóknir til ömmu og afa á hjúkr­un­ar­heim­ili og að mega ekki fara í rækt­ina og sund og verið í alls konar nálg­un­ar­tak­mörk­unum og í sam­komu­banni ef við hefðum við­ur­kennt ástandið aðeins fyrr.“

Inga sagði að mammon væri alltaf nálægur og að sumir forð­uð­ust að við­ur­kenna vand­ann sem þjóðir heims­ins þyrftu að takast á við. Íslend­ingar hefðu átt að taka mark á þessum vanda fyrr.

Hún sagði aftur á móti að eftir að Íslend­ingar hefðu farið að taka til hend­inni og vinna í þessum þáttum þá hefði þeim tek­ist dásam­lega vel til. „Það er alveg æðis­legt hvað þjóðin okkar er sam­stíga og hvað við gerðum þetta öll sam­an. Hvað allir hlýddu Víði vel, hvernig við til­báðum þrí­eykið og við gerðum allt sem þau sögðu okkur að gera. Það er þess vegna sem við náum þessum frá­bæra árangri.“

Ekki hægt að una við fátækt

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að hann teldi að á Íslandi væri ein­fald­lega of lítið sam­fé­lag til þess að hægt væri að una við fátækt í sama mæli og kannski stór­þjóðir gætu þar sem hægt væri að loka aug­unum fyrir svo­leið­is. „Við þekkjum öll fólk sem er í vanda – þetta er svo nálægt okkur og ég held að við séum það ríkt land, bæði af mannauði en líka af nátt­úru­auð­lind­um, að ef við skiptum þessu á milli okkar þá gætum við hrein­lega verið fyrsta landið til þess að útrýma því sem að heitir fátækt á Ísland­i.“

Hann benti á að 8.000 börn byggju við fátækt á Íslandi og að það snerti alla – því allir þekktu fjöl­skyldur sem glímdi við þessar aðstæð­ur. Það væri hins vegar algjör óþarfi, að hans mati.

Auglýsing

Þegar Logi var spurður út í það hvers vegna þverpóli­tískt sam­starf væri mik­il­vægt sagði hann að Íslend­ingar sigldu nú ekki inn í kreppu sem ætti sér stað vegna þess að rík­is­stjórnin hefði gert mis­tök í sjálfu sér. „Auð­vitað var efna­hags­lífið farið að kólna og það var margt sem þessi rík­is­stjórn, og ekki síst þessar síðustu, gerðu rangt í aðdrag­anda – því það lá fyrir að það myndi halla undan fæti. En þau sann­ar­lega bera ekki ábyrgð á kór­ónu­veirunni.

Í því ljósi þegar verið er að aftengja alla venju­lega hag­stjórn – þegar hag­fræð­ingar hafa engin svör hvað ger­ist þegar fram­boð og eft­ir­spurn fellur á sama tíma – þá þarf frum­legar og djarfar lausnir og það þarf ekki síst sam­stöðu hjá þjóð­inni um þær aðgerðir – eins og til dæmis var um aðgerðir heil­brigðisteym­is­ins. Og þess vegna held ég að það hefði verið heppi­legra fyrir þjóð­arsál­ina og fyrir rík­is­stjórn­ina líka, því við munum líka eðli­lega, ef við erum ekki höfð með í ráðum, benda á þau mis­tök sem þau gera á leið­inn­i.“

Póli­tísk umræða gæti orðið býsna harka­leg

Logi gerði ráð fyrir því þegar líða færi á haustið að við mörgum blasti harður vet­ur. Þegar atvinnu­leysi og ójöfn­uður hefði aukist, þá gæti póli­tísk umræða orðið býsna harka­leg. „Og ég held að hún verði að vera það. Þrátt fyrir allt þá er þetta réttur tími til að ræða grund­vall­ar­gildi og spyrja: Hvers konar sam­fé­lag viljum við hafa?

Ég held að við getum verið sam­mála um það allir þing­menn að við erum ekki að reka sjoppu, við erum að reka sam­fé­lag þar sem leik­regl­urnar verða að vera skýrar – eðli­lega. Og gagn­sæjar og lýð­ræð­is­leg­ar. Og í raun þarf fram­tíð­ar­sýnin að miða að því að við skilum næstu kyn­slóð meiri gæðum heldur en við bjuggum við – eða að minnsta kosti ekki verri.“

Logi Einarsson
Bára Huld Beck

Um þær leiðir er síður en svo sátt á milli stjórn­mála­flokk­anna, að sögn Loga. Það er það sem gerði núver­andi stjórn­ar­sam­starf áhuga­vert. „Af því að um leið og við þurfum að takast á við þessar grund­vall­ar­spurn­ingar og að við vitum að við erum á kross­göt­um, þá er ekki gott að hafa rík­is­stjórn sem deilir ekki sýn á fram­tíð­ina. Sem deilir ekki einu sinni sýn á grund­vall­ar­hluti eins og til­gang og eðli skatt­kerf­is­ins. Þau virð­ast hafa getað sam­ein­ast um að við­halda ein­hverjum mein­göll­uðum kerfum í sjáv­ar­út­vegi til dæm­is. En annað ekki,“ sagði hann.

Vill sjá meiri skyn­semi ríkj­andi hér á landi

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, sagði að hann myndi vilja sjá meiri skyn­semi ríkj­andi hér á Íslandi – en þar væri lyk­il­at­riðið að meira lýð­ræði yrði ríkj­andi. „Það sem ég á við með því er að ég hef lengi haft áhyggjur af því og oft talað um að það sem ég kalla kerf­is­ræði sé alltaf að aukast.“

Hann sagði að ákveðin tæki­færi lægju í stórum krísum á borð við þá sem heim­ur­inn gengur nú í gegnum og að hann hefði viljað að Íslend­ingar myndu end­ur­meta hlut­ina – og von­andi nýta þessi stóru tæki­færi til þess að gera ákveðnar breyt­ing­ar.

„En í ljósi reynsl­unnar þá held ég að hlut­irnir breyt­ist ekki eins mikið og eins hratt og við myndum vilja. Því að mann­fólk er vanaf­ast í eðli sínu og á það til að fara til­tölu­lega fljótt aftur í sama far­ið,“ sagði hann.

Í sam­bandi við lýð­ræðispæl­ingar Sig­mundar Dav­íðs sagði hann að stjórn­mála­menn væru sífellt að gefa frá sér vald til ókjör­inna full­trúa sem ættu það ekki til að byrja með.

„Stjórn­mála­menn fá að fara með valdið fyrir almenn­ing og kjós­endur og hafa til þess fjögur ár áður en þeir eru dæmdir aftur af kjós­end­um. Þannig að þegar stjórn­mála­menn færa ákvörð­un­ar­valdið hvernig sam­fé­lagið er rekið eitt­hvert ann­að, hvort sem það sé til emb­ætt­is­manna, sér­fræð­inga, nefnda eða stofn­ana – eða hvaða nöfnum sem það nefnd­ist – þá eru þeir að mínu mati að veikja lýð­ræð­ið.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Bára Huld Beck

Stjórn­mála­menn­irnir þurfa að taka aftur til sín valdið

Sig­mundur Davíð sagði að það væri sama hvað fólk kýs – alltaf kæmi út sama nið­ur­stað­an. Alltaf skipti minna og minna máli hver þessi nið­ur­staða yrði því að kerfið stjórn­aði áfram og stjórn­mála­menn­irnir væru á meðan upp­teknir við per­sónu­legar leiðir til þess að vinna að sínum mál­um.

„Ég er samt í smá bjart­sýniskasti í öllum þessum hremm­ingum núna og er að von­ast til að þetta gæti orðið punktur til þess að breyta þessu og við færum aftur að trúa á lýð­ræðið að því marki að almenn­ingur fengi meira að segja um gang mála.“

Það þyrfti að ger­ast með ýmsum hætti. „Það þarf að ger­ast með því að stjórn­mála­menn­irnir taki sér aftur vald – og auð­vitað hljómar þetta illa – en það þarf að gera þetta að póli­tísku valdi. Póli­tískt vald hljómar illa en fag­legar ákvarð­anir hljóma vel. En póli­tískar ákvarð­anir eru engu að síður lýð­ræð­is­legar ákvarð­an­ir, þannig að ég hefði viljað sjá stjórn­mála­menn­ina vera frakk­ari í því að taka ákvarð­anir og bera ábyrgð á þeim.

Svo þurfum við líka að sjá beinni aðkomu fólks að gangi máli en það er eitt af því sem hefur verið rætt í sam­bandi við stjórn­ar­skrár­vinn­una.“

Auglýsing

Stjórn­völd „skila bara auðu“

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, sagði að Íslend­ingar væru að fara ofan í ákveðna holu; það er að segja að efna­hags­erf­ið­leik­arnir væru núna. Vonin væri nátt­úru­lega að þeim lyki þegar höml­unum verður aflétt og allt fer í gang aft­ur. „Við sjáum það þó flest og gerum okkur grein fyrir því að það verður ekki þannig.“

Hann sagði að vonin til að byrja með þegar far­ald­ur­inn var á byrj­un­ar­stigi hefði verið sú að þessir erf­ið­leikar væru „stutt pása“ og svo tæki allt við sér að nýju. „En á þeim tíma þegar fyrstu aðgerð­irnar voru boð­aðar hjá stjórn­völdum þá voru mun fleiri og þær raddir urðu hávær­ari að erf­ið­leik­arnir myndu standa lengur yfir en í tvo mán­uð­i.“

Hann benti á að stjórn­völd hefðu verið sama sinnis; að for­svars­menn hennar væru búnir að greina frá því að ástandið á næst­unni yrði ekki aftur eins og á síð­asta ári. „En á sama tíma hafa aðgerðir stjórn­valda nokkurn veg­inn ein­ungis verið til þess að moka ofan í þessa holu sem við erum í nún­a.“ Þá vís­aði Björn Leví í neyð­ar­að­gerðir stjórn­valda til þess að reyna að kom­ast yfir þau aug­ljósu vanda­mál sem íslenskt efna­hags­líf stendur frammi fyrir núna vegna COVID-19 far­ald­urs­ins – en þó án nokk­urrar áætl­unar hvað tæki við eftir hann.

„Það er það sem við höfum verið að kalla eft­ir; hver er áætl­unin í kjöl­farið en svarið er ein­fald­lega ekki neitt. Stjórn­völd skila bara auðu þar. Þau vísa jú eitt­hvað í nýsköpun – það má gefa þeim hrós fyrir það – en að mínu mati fer það rétt upp í það nýsköp­un­ar­stig sem ætti að vera alla­jafn­a.“

Björn Leví Gunnarsson
Bára Huld Beck

Höfum hjakkað í sama far­inu

Varð­andi nýsköp­un­ar­að­gerðir stjórn­valda þá sagði Björn Leví að þær næðu ekki yfir þann gríð­ar­lega fjölda fólks sem hefur orðið atvinnu­laust og leitar nú að vinnu. „Þess vegna þarf nú enn aukið átak í nýsköp­un, til þess að nýta tæki­færið sem þetta svig­rúm gef­ur. Á und­an­förnum árum höfum við verið að hjakka í sama far­inu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hval­reka sem ferða­þjón­ustan hefur verið – eins og til að mynda síldar­æv­in­týrið, álið og .com-­bólan var fyrir okk­ur. Alltaf grípum við þessi tæki­færi sem gefast, við rennum út þá öldu ein­hvern veg­inn en spyrjum ekki hvað ger­ist þegar sú alda klár­ast. Við lendum alltaf í dýfu eftir það, í stað­inn fyrir að aldan fjari út á föstu landi þar sem við getum gengið án þess að falla í öldu­dal­inn.“

Björn Leví sagði að vissu­lega væru óhefð­bundnar ástæður fyrir því að ástandið væri erfitt núna en hann taldi að það hefði þó þrátt fyrir það verið fyr­ir­sjá­an­legt. „Það var í fyrra end­ur­skoðuð fjár­mála­stefna og allir umsagn­ar­að­ilar sögðu: Það er að koma dýfa. Þá var alltaf sagt að við værum að fara í mjúka lend­ingu en það var ekk­ert sem sýndi fram á það. Það var ein­ungis ágisk­un.“

Hann sagði þess vegna að ástandið væri erfitt efna­hags­lega á Íslandi núna hvort sem COVID-19 sjúk­dóm­ur­inn hefði riðið yfir heim­inn eður ei. „En að sjálf­sögðu ekki af sömu stærð­argráðu – alls ekki – en skort­ur­inn á fram­tíð­ar­sýn stjórn­valda er algjör­lega sá sami. Það hefði komið lægð, eins og allir voru að benda á og búist var við og fjár­mála­stefnan end­ur­spegl­aði þá lægð, en það var eng­inn sýn um það hvernig við ætl­uðum annað hvort að koma í veg fyrir lægð­ina eða hvernig við ætl­uðum að stíga upp úr henni. Öll spá­módel gerðu ráð fyrir því að við yrðum komin í eðli­legan hag­vöxt eftir tvö ár. En það segja öll spá­módel alltaf og þá erum við bara að von­ast til þess að allt ger­ist sjálf­krafa.“

Þannig bygg­ust stjórn­völd við því að lægðin klárist eftir eitt til tvö ár. Hann sagði þó að þetta væri rétt ályktun að vissu leyti vegna þess að Ísland væri ríkt land – og taldi hann að í raun væri ein­kenni­legt að allir Íslend­ingar væru ekki ríkir vegna þessa ríki­dæm­is. „Við erum nú að taka lán frá fram­tíð­ar­kyn­slóðum og við munum hafa efni á því láni. Það er eng­inn efi um það en þegar við tökum lán frá fram­tíð­inni þá eigum við að nota það til þess að byggja upp arð­semi til að greiða það lán til baka þannig að næstu kyn­slóðir þurfi ekki að greiða okkar skuld­ir. Við þurfum að gefa þeim tæki­færi til þess að fá arð af þeirri fjár­fest­ingu sem við fengum að láni frá þeim til þess að end­ur­greiða lán­ið. Þannig er hægt að halda sömu rétt­indum og þjón­ustu þrátt fyrir að borga lánið sem við þurftum að nota til þess að brúa þetta bil.“

Það sem vant­aði í aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar, að mati Björns Leví, er þessi arð­sem­is­fjár­fest­ing.

Auglýsing

Þarf meira rétt­læti inn í kerfin okkar

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, sagði að kallið frá sam­fé­lag­inu fælist í því að breyta raun­veru­lega vinnu­brögð­unum sem við­höfð eru á Alþingi. „Það er sama hvaðan gott kem­ur. Ég bind vonir við einmitt þetta; að við skor­umst ekki lengur undan því að fylgja því sem þarf að breyta inni á þingi og í þessum stóru mik­il­vægu kerfum okkur sem hafa áhrif á þjóð­arsál­ina. Því fólkið hefur skoðun á því að það þurfi meira rétt­læti, sann­girni og gagn­sæi í öll þessi kerfi okk­ar; land­bún­að­inn, sjáv­ar­út­veg­inn og mennta­kerf­ið.“

Hún sagð­ist skynja þetta ákall frá sam­fé­lag­inu – sem væri hvatn­ing fyrir fólk í stjórn­málum að sýna meira hug­rekki gagn­vart sér­hags­munum og fleira – að það yrði eitt­hvað til þess að breyt­ast og að það yrði breyt­ing á næst­unni.

Þor­gerður Katrín sagði að meg­in­þungi næsta kjör­tíma­bils yrði að takast á við efna­hags­mál­in, sam­hliða þeim verk­efnum sem fylgja COVID-19. Hún sagði að margt þyrfti að laga þegar þessu kór­ónu­veiru­tíma­bili verður lok­ið. „Við megum ekki skor­ast undan stórum áskor­un­um,“ segir hún og benti á að núna væri meg­in­verk­efnið að kom­ast í gegnum veiruna en eftir það yrði hægt að ræða almenna hug­mynda­fræði um upp­bygg­ingu efna­hags­kerf­is­ins.

Spenn­andi að vera í póli­tík núna

Þor­gerður Katrín sagði þetta jafn­framt vera ótrú­lega áhuga­verða tíma sem við lifum nú. „Það er spenn­andi að vera í póli­tík núna – og ég spái því ekki síst í haust að þá muni hug­mynda­fræði­legar póli­tískar línur skerp­ast.

Ég held að þegar fram líður á árið þá munum við sem elskum stjórn­mál og höfum áhuga á þeim sjá hversu áhuga­verðir tímar séu framund­an. Og það er mjög stutt í ákveðna kontrasta í sam­fé­lag­inu sem við megum ekki hunsa eða líta fram hjá. Því þeir munu líka vera veg­vísar inn í fram­tíð­ina – það er hvernig fram­tíð við ætlum að skapa og móta eftir veiruna.“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Bára Huld Beck

Þessa kontrasta mátti meðal ann­ars sjá í sjáv­ar­út­vegs­mál­um, að sögn Þor­gerðar Katrín­ar. Hún benti á að ekki fyrir svo mörgum árum hefðu lang­flestir verið sam­mála um svo­kall­aða samn­ings­leið en hún bygg­ir á því að ríkið geri samn­inga við nú­ver­andi hand­hafa fisk­veiði­heim­ilda um veiði­heim­ild­ir gegn gjaldi.



„Samn­ings­leiðin er lyk­il­at­riði til þess að rétta af þetta órétt­læti sem við höfum nú – það er að við gerum tíma­bundna samn­inga.“ Þor­gerður Katrín telur að auð­linda­at­kvæðið sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra ætlar að setja í stjórn­ar­skrá sé hand­ó­nýtt vegna þess að rík­is­stjórnin sé tvisvar búin að fella á þessu kjör­tíma­bili tilllögur um tíma­bundna samn­inga. 

„Þar er eng­inn vilji fyrir tíma­bundna samn­inga og þess vegna þarf að skrifa þetta beint inn í stjórn­ar­skrána. Sáttin sem for­sæt­is­ráð­herra vill ná um þetta auð­linda­á­kvæði er sátt við Sjálf­stæð­is­flokk­inn, er sátt við Fram­sókn­ar­flokk­inn og er sátt við Mið­flokk­inn – en það er ekki sátt við þjóð­ina eða þing­ið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar