Pexels

Breytt áform á Mýrdalssandi og skömmum hreytt í umsagnaraðila

Viðhorf Umhverfisstofnunar er „sjálfhverft“ og afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar „ósanngjörn“. Tékkneska stórfyrirtækið EP Power Minerals lætur stofnanir og aðra umsagnaraðila fá það óvegið í svörum við gagnrýni á áformað vikurnám á Mýrdalssandi. Vinnslan sé ekki líkleg til að skaða ímynd svæðisins heldur miklu frekar auka hróður þess.

Í byrjun ágúst vildi tékk­neska fyr­ir­tækið EP Power Miner­als (EPPM) vinna milljón tonn af vikri á ári úr áform­aðri námu á Mýr­dals­sandi. Hund­rað dögum síðar höfðu áætl­an­irnar breyst og aðeins talið raun­hæft að flytja 500 þús­und tonn af efn­inu milli námunnar við Haf­ursey og Þor­láks­hafn­ar. „Fyrir utan afköst vega­kerf­is­ins er það einkum afkasta­geta hafn­ar­innar í Þor­láks­höfn og hleðslu­hraði í skip sem að tak­markar hve mikið efni er hægt að flytja út.“

Þetta kemur fram í minn­is­blaði frá verk­fræði­stof­unni Eflu til Skipu­lags­stofn­unar þar sem ábend­ingum og athuga­semdum sem bár­ust við umhverf­is­mats­skýrslu EPPM er svarað af starfs­manni Eflu sem og tveimur full­trúum tékk­neska fyr­ir­tæk­is­ins. Og það með nokkru þjósti. Umhverf­is­stofnun er sökuð um „sjálf­hverft“, „und­ar­legt“ og „skamm­sýnt“ við­horf og ætti að „fara var­lega“ í kröfum sín­um.

Afstaða og fram­setn­ing Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar er sögð „ósann­gjörn“, „órök­rétt“ og „vill­andi“ og þau sökuð um „gróft ofmat“ á sýni­leika námunn­ar. „Ein sand­náma sem varla sést er ekki að fara að koll­varpa aðdrátt­ar­afli Suð­ur­strand­ar­inn­ar,“ segja for­svars­menn verk­efn­is­ins. Enda sé „varla nokkur sála á ferli í margra kíló­metra rad­íus“ frá hinu áform­aða fram­kvæmda­svæði.

Umsagn­ar­að­ilar þykja að mati fyr­ir­tæk­is­ins draga upp „alltof dökka mynd“ af áhrifum á ferða­þjón­ustu og fleiri þætti. Þeir séu svart­sýnir þegar þeir ættu í raun að vera þakk­lát­ir. „Lofts­lag jarð­ar­inn­ar, og þar með lofts­lagið á Íslandi, mun líta betur út.“

Og blásið er ítrekað á gagn­rýni á hina miklu þunga­flutn­inga milli námunnar og Þor­láks­hafn­ar, sem færu fram allan sól­ar­hring­inn, flesta daga árs­ins. „Að bæta við rúm­lega 100 vöru­bíla­ferðum á veg þar sem árdags­um­ferð er nú þegar þús­undir öku­tækja, eru ekki ham­far­ir,“ segir í svörum fyr­ir­tæk­is­ins sem bendir svo á að miðað við breytt áform megi veg­far­endur um þjóð­veg 1 búast við að mæta full­hlöðnum vöru­bíl frá Mýr­dals­sandi að með­al­tali á 30 mín­útna fresti í stað 15 mín­útna. „Ferða­menn á Suð­ur­lands­vegi mæta öðrum öku­tækjum á hverri ein­ustu mín­útu og stundum oft á mín­útu. Að mati fram­kvæmd­ar­að­ila þá eru hefð­bundnir vöru­bílar á hálf­tíma fresti ekki að fara að breyta upp­lifun ferða­manna mik­ið.“

EP Power Minerals vill vinna vikur við Hafursey á Mýrdalssandi. Vikurinn myndaðist í Kötlugosum.
south.is

Og áfram heldur fyr­ir­tækið að skjóta á umsagn­ar­að­ila og segir þá reyna að draga upp mynd af þétt­býlum á flutn­ings­leið­inni „sem litlum frið­sælum þorp­um“ en haldi því á sama tíma fram að umferðin sé nú þegar mjög þung og þjóð­veg­ur­inn kom­inn yfir þol­mörk. „Að ætla að skella allri skuld nei­kvæðra áhrifa umferð­ar­innar á einn not­anda, sem hefur ekki einni sinni hafið starf­semi [...], er ekki sann­gjarnt og órök­rétt.“

EP Power Miner­als, hyggur á efn­is­töku á vikri á Mýr­dals­sandi austan og suð­austan við Haf­ursey, svo­kall­aðri Háöldu. Vik­ur­inn yrði fluttur út til Evr­ópu, og mögu­lega Norð­ur­-Am­er­íku, þar sem hann yrði not­aður sem íblönd­un­ar­efni í fram­leiðslu á sem­enti. Honum er ætlað að koma í stað kola­ösku úr kola­orku­verum sem notuð hefur verið um árarað­ir. Þar sem áformað sé að loka slíkum verum í Evr­ópu á næstu árum og ára­tugum þurfi að finna stað­gengil fyrir flug­ösk­una. Og vik­ur­inn, sem mynd­ast hefur við gos í Kötlu, er sagður henta sem slík­ur. Sem fyrr segir var gert ráð fyrir milljón tonna vinnslu árlega í umhverf­is­mats­skýrslu EP Power Miner­als sem birt var í ágúst. En frá því hefur nú verið horf­ið.

„Bú­ast má við að efn­istaka hefj­ist eftir u.þ.b. 5 ár og verði þá um 150.000 tonn á ári,“ segir í minn­is­blaði Eflu til Skipu­lags­stofn­unar sem Kjarn­inn fékk afhent. „Á þrem til fjórum árum verður hún aukin upp í 500.000 tonn. Við þetta fækkar öku­ferðum [flutn­inga­bíla] um helm­ing (niður í 54 ferðir á sól­ar­hring).“

Er þarna átt við að áform­uðum öku­ferðum fækki um helm­ing, því þær eru vissu­lega ekki farnar enn­þá.

Vinnslan og flutn­ing­arnir miklu

Skipta má helstu athuga­semdum umsagn­ar­að­ila í tvennt. Ann­ars vegar lúta þær að námunni sjálfri og hins vegar að flutn­ing­un­um, líkt og Kjarn­inn hefur fjallað um í mörgum fréttum síð­ustu vik­ur.

„Sú ályktun að starf­semin hafi óveru­leg áhrif á úti­vist og ferða­mennsku eins og hún er skipu­lögð er röng,“ sagði t.d. í umsögn Mýr­dals­hrepps en náman yrði innan sveit­ar­fé­lags­ins. Er það mat sveit­ar­stjórnar að áhrif á umferð „séu veru­lega nei­kvæð og að þær álykt­anir sem dregnar séu í skýrsl­unni lýsi miklu skiln­ings­leysi á aðstæðum á þjóð­veg­inum á Suð­ur­land­i“.

Ósann­gjarnt og órök­rétt

For­svars­menn EP Power Miner­als svara því til að það sé ósann­gjarnt og órök­rétt að ætla „að skella allri skuld nei­kvæðra áhrifa umferð­ar­inn­ar“ á fyr­ir­tæk­ið. „Það er nú þegar mjög þung umferð á Suð­ur­landi og því er það mat fram­kvæmd­ar­að­ila að við­bótin og breyt­ingin verði ekki veru­leg.“

Allir jafnir fyrir lög­unum

Í umsögn Rangár­þings eystra, eins þeirra sveit­ar­fé­laga sem áformuð flutn­ings­leið liggur í gegn­um, segir að með svo mik­illi aukn­ingu á umferð þungra öku­tækja muni álag og slit á veg­inum aukast mik­ið.

„Nú­ver­andi not­endur þjóð­veg­ar­ins slíta veg­inum mis­mikið og borga við­hald hans í gegnum skatta og gjöld á elds­neyti og öku­tæki, hvort sem það eru flutn­inga­fyr­ir­tæki, verk­takar, rútu­fyr­ir­tæki, bíla­leigur eða aðrir aðil­ar, þá eru allir jafnir fyrir lög­unum og hafa sama rétt til að nota inn­við­i,“ svarar EPPM. „Að ætla að setja auka­lega kröfur á einn not­enda, sem hefur ekki einni sinni hafið starf­semi og verður lítið hlut­fall af heild­ar­um­ferð og er sam­bæri­legt efn­is­flutn­ingum úr öðrum stórum námum, er ekki sann­gjarnt og órök­rétt.“

Mun ekki hafa telj­andi áhrif á lífs­gæði

Sveit­ar­fé­lagið Ölfus setti í sinni umsögn spurn­ing­ar­merki við áhrif verk­efn­is­ins á lífs­gæði íbúa Þor­láks­hafnar og þá fyrst og fremst hvað varðar sjón­ræn áhrif mann­virkja og umferð­ar­þunga tengdan starf­sem­inni.

„Mann­virki í Þor­láks­höfn verða eins og hvert annað atvinnu­hús­næði og mun ekki hafa nein telj­andi áhrif,“ segir m.a. í svari EPPM.

Mörk framkvæmdasvæðisins við Hafursey eru merkt með gulri línu.
Úr umhverfismatsskýrslu

Lítið ryk

Umhverf­is­stofnun bendir m.a. á að stórir bílar séu mun mik­il­virk­ari í að þyrla upp vegryki en litlir bíl­ar. „Þessir miklu efn­is­flutn­ingar fara í gegnum nokkra þétt­býl­is­staði og því við­búið að loft­mengun á þeim stöðum muni aukast.“

EPPM svarar því til að umferð í gegnum þétt­býli sé almennt frekar hæg og lítið ryk þyrlist upp við þær aðstæð­ur. „Nú þegar er mikil umferð stórra bíla, bæði flutn­inga­bíla, vöru­bíla og rúta og á fram­kvæmd­ar­að­ili ekki von á því að aukn­ing í loft­mengun af hans völdum verði tals­verð.“

Umhverf­is­stofnun benti einnig á að ekki lægi fyrir sam­komu­lag við við­kom­andi ríki um aukin nei­kvæð umhverf­is­á­hrif á Íslandi fyrir hugs­an­legan sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda erlend­is.

Fram­kvæmda­að­il­inn segir í svari sínu að „efn­istakan í Litla-Sand­felli“ sé lít­ill hluti fram­leiðslu­ferlis sem­ents, og í raun umhverf­is­væn­asti hluti ferl­is­ins.

Þarna hefur eitt­hvað slegið saman hjá verk­fræði­stof­unni Eflu. Litla-Sand­fell er í Þrengslum og því víðs fjarri Mýr­dals­sandi. Hins vegar vinnur Efla nú einnig að gerð umhverf­is­mats fyrir Eden Mining, fyr­ir­tækis sem hyggur á útflutn­ing á móbergi úr Litla-Sand­felli til sem­ents­fram­leiðslu, líkt og Kjarn­inn hefur ítar­lega rak­ið.

Aðrar þjóðir taka á sig mest­alla losun Íslend­inga

EP Power Miner­als er ekki alls kostar sam­mála mati Umhverf­is­stofn­unar á lofts­lags­þætti vik­ur­námunnar og segir í svörum sínum að Ísland sé að spara mikla losun í sínu bók­haldi með því að láta aðrar þjóðir fram­leiða sem­ent fyrir sig. „Ef Ísland fer í samn­inga við aðrar þjóðir þá mun Ísland koma mjög illa út úr því þar sem að aðrar þjóðir fram­leiða og taka á sig mest­alla losun sem að neysla Íslend­inga veld­ur.“

Vísað er til greinar í Kjarn­anum þar sem haft er eftir pró­fessor í umhverf­is- og bygg­inga­verk­fræði við Háskóla Íslands að mæld losun inn­an­lands gefi bjag­aða mynd af raun­veru­legri losun þegar fram­leiðsla og flutn­ingur ger­ist að lang­mestu erlend­is. „Um­hverf­is­stofnun ætti því að fara var­lega í að krefj­ast milli­ríkja­samn­inga sem fela í sér að taka ábyrgð á eigin neyslu.“

Umhverf­is­stofnun gerir enn­fremur athuga­semd við að fyr­ir­tækið meti í skýrslu sinni aðeins áhrif vinnsl­unnar á losun á heims­vísu en ekki sér­stak­lega hér á landi.

„Áhrif á lofts­lag eru veru­lega jákvæð,“ svarar fram­kvæmda­að­il­inn. „Lofts­lag og umhverf­is­á­hrif vita ekki hvað landa­mæri eru.“

Hvað námuna varði yrði losun frá 5 hjóla­skófl­um, 5 vöru­bílum og raf­knúnum færi­böndum hverf­andi í los­un­ar­bók­haldi Íslands. „Að ætl­ast til að þetta fá tæki séu sér­stak­lega talin fram í los­un­ar­bók­haldi Íslands er ekki nauð­syn­leg­t.“

Ekk­ert til að fjalla um

Þá gagn­rýnir Umhverf­is­stofnun rýra umfjöllun í skýrsl­unni um svo­kall­aðan núll­kost en lögum sam­kvæmt á fram­kvæmda­að­ili að gera grein fyrir slíkum kosti og meta lík­lega þróun umhverf­is­ins án fram­kvæmd­ar. „Um­hverf­is­stofnun bendir á að engin önnur umhverf­is­á­hrif eru rædd undir þessum lið í skýrsl­unni en lofts­lags­mál. Umræðan er því öll á for­sendum sem­ents­fram­leiðslu.“

Svar: „Það er af því að sem­ents­fram­leiðsla er for­senda og til­gangur þessa verks. Í núll­kosti verður engin breyt­ing á Íslandi og ekk­ert til að fjalla um, en í sem­ents­fram­leiðslu þarf að nota annað efn­i.“

Mögulegar akstursleiðir með vikurinn að Þorlákshöfn voru dregnar upp á korti í matsskýrslu EP Power Minerals.
Úr matsskýrslu

Umhverf­is­mat – ekki bók­halds­mat

Að end­ingu seg­ist Umhverf­is­stofnun telja að lofts­lags­á­vinn­ingur sem sé ætlað að koma fram í öðru landi geti ekki talist sem rök­stuðn­ingur fyrir umtals­verðum umhverf­is­á­hrifum á Íslandi. „Þetta er umhverf­is­mat, ekki bók­halds­mat,“ segir í svari EP Power Miner­als. Lofts­lag virði engin landa­mæri og losun í einu ríki hafi áhrif á öll önn­ur. Íslend­ingar hafi hingað til látið aðrar þjóðir „taka skell­inn á sig“.

Svo seg­ir: „Þetta við­horf Umhverf­is­stofn­unar um að vera á móti fram­þróun og verk­efnum sem minnka kolefn­islosun nema sparn­að­ur­inn komi sér­stak­lega fram í sínu eigin bók­haldi er mjög sjálf­hverft og skamm­sýnt. Ef allar þjóðir væru með þetta við­horf myndi eng­inn árangur nást.“

Það geti ekki verið ásætt­an­legt að Íslend­ingar ætlist til að aðrar þjóðir „taki á sig meng­un“ og losun í sínu bók­haldi, en neiti svo „að svara í sömu mynt“.

Það er sand­auðn og verður sand­auðn

Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands (NÍ) sagð­ist í sinni umsögn telja að áhrif námu­vinnsl­unnar á jarð­minjar á Mýr­dals­sandi yrðu tals­vert nei­kvæð fremur en óveru­lega nei­kvæð líkt og fram­kvæmda­að­ili segi í umhverf­is­mats­skýrslu sinni.

„Það sem NÍ finnst vera merki­legt við jarð­mynd­un­ina er ekki vik­ur­inn sjálf­ur, efna­sam­setn­ing hans eða hvernig hann mynd­að­ist, heldur sú stað­reynd að þarna er stór svört sand­auðn,“ svarar EP Power Miner­als. „Að efn­is­töku lok­inni verður áfram stór svört sand­auðn á sama svæði og áhrifin því óveru­leg.“

Ferða­menn­irnir stór orsaka­valdur

Í umsögn Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar (SAF) er dregin upp „dökk mynd“ af ástandi þjóð­veg­ar­ins sem flutn­ing­arnir færu um, segir fyr­ir­tæk­ið. Í henni komi fram að þörf sé á taf­ar­lausu við­haldi og veg­irnir anni varla þeirri umferð sem um hann fari í dag.

„Þessi staða á þjóð­veg­inum er án nokk­urrar aðkomu EPP­M,“ segir í svörum við umsögn­inni. „Ferða­menn­irnir sjálfir eru stór orsaka­valdur í þessum aukna umferð­ar­þunga síð­ustu ár. Rúm­lega 50 öku­tækja­ferðir fram og til baka á vegi þar sem árdags­um­ferð telur þús­undir öku­tækja mun ekki breyta miklu um umferð­ar­þunga þjóð­veg­ar­ins eða upp­lifun veg­far­enda.“

SAF segja að námu­svæðið myndi sjást vel frá þjóð­vegi 1, frá ánni Skálm, ofan af Höfða­brekku­heiðum á leið inn í Þak­gil, og ofan af Hjör­leifs­höfða. Þessu hafnar fram­kvæmda­að­ili í svörum sín­um. „Að halda því fram að efn­is­töku­svæðið sjá­ist vel frá þessum stöðum er gróft ofmat og vill­and­i.“

Þá segir í svör­unum að sam­tökin hafi haft uppi stór orð í umsögn sinni um stað­ar­þekk­ingu fram­kvæmd­ar­að­ila „en virð­ast sjálf alls ekki gera sér grein fyrir fjar­lægðum og sjón­ar­hornum á svæð­in­u“.

Ferðamenn við íshella í Kötlujökli.

Ráð­gátan

EPPM segir það svo „ráð­gátu“ á hverju Land­vernd byggi þá full­yrð­ingu að kolaaska verði á mark­aðnum í miklu magni næstu ára­tugi. Nokkur Evr­ópu­lönd hafi t.d. ekki tekið ákvarð­anir um lokun kola­orku­vera og það sama megi segja um lönd víðar um heim.

„Ef Land­vernd getur fundið 20 ára birgðir af ónot­aðri sem­ents­hæfri flug­ösku á meg­in­landi Evr­ópu stutt frá við­skipta­vin­in­um, þá er mik­ill auður fólg­inn í þeim fund­i,“ segir EPPM í svörum sín­um. Þar er líka gert lítið úr áhyggjum Land­verndar af því að úti­vist­ar­mögu­leikar myndu skerð­ast vegna námu­vinnsl­unn­ar.

Svar: „Úti­vist­ar­mögu­leikar skerð­ast ekk­ert, ef eitt­hvað er batna þeir.“

Fyr­ir­tækið ber ekki ábyrgð á ástandi þjóð­vega

Í umsögn Vega­gerð­ar­innar er bent á þá stað­reynd að aukn­ing á þunga­um­ferð vegna vik­ur­flutn­ing­anna hefði umtals­verð áhrif á nið­ur­brot vega og flýta þyrfti bæði við­halds­að­gerð­um, end­ur­bygg­ingu vega og fram­kvæmdum sem nú þegar eru á áætl­un.

„Fram­kvæmd­ar­að­ili ber ekki ábyrgð á ástandi þjóð­vega á Íslandi, ekki frekar en aðrir not­end­ur,“ svarar EPPM. Í umsögnum ann­arra sé keppst við að draga upp dökka mynd af umferð­ar­þunga á Suð­ur­lands­vegi og sagt að veg­ur­inn anni ekki umferð nú þegar og að aðgerða sé þörf. „Ef að þessi fram­kvæmd verður til þess að flýta fyrir því að íbúar Suð­ur­lands fái lang­þráðan end­ur­bættan þjóð­veg þá gætu það talist jákvæð sam­fé­lags­leg áhrif.“

Ferða­þjón­ustan mengar mest

For­svars­menn ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­is­ins Arctic Adventures minna í sinni umsögn á að ferða­menn komi til Ísland til að sjá ósnorta nátt­úru og að meng­andi iðn­aður hafi nei­kvæð áhrif á hana.

„Fram­kvæmd­ar­að­ili er ekki sam­mála því að þessi fram­kvæmd hafi meng­andi áhrif á land­ið. Eina meng­unin er losun frá öku­tækjum sem er nákvæm­lega sama mengun og ferða­menn­irnir sem ferð­ast um landið skilja eftir sig.“ EPPM segir enn­fremur í svari sínu að ferða­þjón­ustan sé mest meng­andi atvinnu­grein þjóð­ar­innar og það sé því „öf­ug­snúið að ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki ásaki aðra um að kolefn­islosun þeirra hafi meng­andi og nei­kvæð áhrif“.

Í svör­unum seg­ist EPPM ekki geta tekið undir „þetta svart­sýna við­horf“ og seg­ist hafa trú á því að íslensk ferða­þjón­usta sé það sterk „að hún þoli að vöru­bíll keyri um Suð­ur­lands­veg á korters­frest­i“.

Hafursey á Mýrdalssandi.

Fram­kvæmdin yrði „veru­lega jákvæð“ fyrir lofts­lagið „og mun hafa mjög jákvæð áhrif á orð­spor Íslands sem þátt­tak­anda í bar­átt­unni gegn kolefn­islosun á heims­vísu. Erlendir ferða­menn gera sér grein fyrir því að lofts­lag virðir engin landa­mæri og verða lík­lega sér­stak­lega ánægðir ef sam­drátt­ur­inn kemur fram í þeirra lönd­um“.

Vik­ur­náman sé ekki lík­leg til að skaða ímynd svæð­is­ins, líkt og sumir umsagn­ar­að­ila hafi áhyggjur af. „Það að Íslend­ingar séu að leggja til efni í umhverf­is­vænt sem­ent sem mun koma í veg fyrir mikla kolefn­islosun í heim­inum er lík­legt til að auka hróður og ímynd svæð­is­ins.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent