Drápsgasið í Pompei

Árið 79 varð mikið gos í eldfjallinu Vesúvíusi á Ítalíu. Bærinn Pompei grófst undir ösku og tvö þúsund létust úr gaseitrun. Ný rannsókn sýnir að það tók gasið aðeins 17 mínútur að gera út af við íbúana.

Úr íbúðarhúsi í Pompei. Þarna hefur ekki verið skreytt með ódýrum veggspjöldum
Úr íbúðarhúsi í Pompei. Þarna hefur ekki verið skreytt með ódýrum veggspjöldum
Auglýsing

Á síð­ari hluta árs 79, lík­lega í októ­ber, urðu íbúar Pompei varir við að jörðin skalf undir fótum þeirra. Þetta voru litlir skjálftar en margir bæj­ar­búar ótt­uð­ust hið versta. Þeir voru minnugir þess að 17 árum fyrr hafði mjög snarpur jarð­skjálfti lagt stóran hluta bæj­ar­ins í rúst og upp­bygg­ing enn í gangi. Sá skjálfti tengd­ist gosi í Vesúvíusi, um átta kíló­metrum norð­vestan við bæinn.

Árið 79 voru íbúar Pompei um 20 þús­und. Bær­inn var vin­sæll sum­ar­dval­ar­staður efn­aðra Ítala, ekki síst íbúa Róm­ar, og meðal ann­ars hafði Nero keis­ari átt hús í bæn­um. Til marks um öfl­ugt mann­líf í Pompei má nefna að í bænum voru um 600 versl­an­ir, ótal bar­ir, bak­arí og veit­inga­hús auk fjöl­margra gisti­húsa, og húsa þar sem port­konur seldu þjón­ustu sína. Jörðin í nágrenni Pompei var frjósöm, landið undir og í hlíðum Vesúví­usar hent­aði einkar vel til rækt­unar á ólífum og vín­viði.

Aska færði allt í kaf

Eins og áður sagði skutu jarð­skjálft­arn­ir, sem stóðu yfir í fjóra daga haustið 79, íbúum Pompei skelk í bringu. Stærstur hluti íbú­anna, um það bil 18 þús­und, forð­uðu sér úr bæn­um, en um 2 þús­und fóru hvergi.

Auglýsing

Um hádeg­is­bil í októ­ber (dag­setn­ing er ekki vit­uð) hófst gos í Vesúvíusi. Gosið var mjög kraft­mikið og ösk­unni rigndi yfir Pompei. Þá var orðið of seint fyrir íbú­ana að forða sér. Askan sem Vesúvíus sendi frá sér færði allt í kaf, hús­þök gáfu sig undan þung­an­um. Bæj­ar­búar í Pompei leit­uðu skjóls í kjöll­ur­um, til að skýla sér fyrir ösk­unni og líka vegna hit­ans frá henni. Eftir að rann­sóknir á dauða íbú­anna hófust var talið að þetta tvennt, askan og hit­inn, hefðu orsakað dauða íbú­anna. Síð­ari tíma rann­sóknir leiddu í ljós að skýr­ingin um ösk­una og hit­ann væri senni­lega ekki rétt. Þótt askan hafi verið um 115 gráðu heit hafi hún ekki banað fólk­inu. Gos­ið, sem stóð ekki mjög lengi, heim­ildir segja 1 – 7 sól­ar­hringa var mjög kröft­ugt. Þegar því lauk var ösku­lagið yfir Pompei 6-7 metra þykkt.

Þessi hátíðarvagn fannst fyrir skömmu í Pompei.  Hefur verið dreginn af þremur hestum. Mynd: Parco archeologico di Pompei.

Eit­urgasið

Snemma morg­uns á öðrum degi goss­ins barst gas­ský yfir Pompei. Gasið var ban­eitrað og allir sem voru í bæn­um, um 2 þús­und manns, lét­ust. Langt er síðan vís­inda­menn töldu sig vita að það hefði verið gasið sem gerði út af við bæj­ar­búa og fram til þessa hefur verið talið að gasið hafi legið yfir bænum í heilan dag, eða jafn­vel leng­ur.

Nýbirt rann­sókn hefur leitt í ljós að gasið lá yfir bænum í 17 mín­útur en ekki heilan dag eða leng­ur. Gasið var hins vegar svo eitrað að fólk sem and­aði því að sér lifði í mesta lagi í 5 mín­út­ur. Í heimi vís­ind­anna þykir þessi kenn­ing vís­inda­mann­anna, sem byggir á flóknum útreikn­ing­um, sem lesa má um á síð­unni nat­ure.com, mjög merki­leg.

Herkúla­neum

Bær­inn Herkúla­neum stóð mun nær Vesúvíusi en Pompei, nán­ast í norð­vest­ur­hlíðum eld­fjalls­ins. Árið 79 bjuggu þar um 5 þús­und manns. Íbúar Herkúla­neum voru efn­aðri en þeir sem bjuggu í Pompei og bygg­ingar íburð­ar­meiri. Talið er að þegar askan lagð­ist yfir bæinn hafi hún verið meira en 500 gráðu heit, sumir vís­inda­menn telja hana jafn­vel hafa verið 850 gráðu heita. Ösku­lagið yfir Herkúla­neum var mun þykk­ara en það sem huldi Pompei, allt að 20 metra þykkt.

Gleymt og grafið

Þótt okkur sem nú lifum þyki það und­ar­legt voru bæði Pompei og Herkúla­neum nán­ast gleymd öldum sam­an. Vitað var að þessi bæir hefðu graf­ist í ösku en þar við sat. Það var ekki fyrr en um miðja 18. öld að forn­leifa­fræð­ingar fóru að sýna Pompei og Herkúla­neum áhuga. Það var forn­leifa­fræð­ing­ur­inn Giuseppe Fior­elli sem hóf skipu­legan upp­gröft í Pompei. Rann­sóknir hans sýndu að föt og hlutir höfðu ekki brunnið og það þótti sanna að gasið, en ekki hit­inn, hefði gert út af við fólk­ið.

Í Herkúla­neum var hins vegar allt brunnið sem brunnið gat. Þar var það hit­inn sem varð fólki að bana.

Hér sést hluti innréttinga á skyndibitastað í Pompei. Mikið lagt í skreytingarnar. Mynd: Parco archeologico di Pompei.

Sífellt fleira kemur í ljós

Þótt nú séu 1942 ár síðan Pompei og Herkúla­neum gróf­ust í ösku er stöðugt unnið að rann­sóknum og upp­grefti. Einkum í Pompei enda bær­inn stærri og eyði­legg­ingin minni, eins og áður var sagt. Og sífellt kemur fleira í ljós. Seint í des­em­ber á síð­asta ári greindu fjöl­miðlar frá því að vís­inda­menn hefðu grafið upp mat­sölu­stað í borg­inni, nánar til­tekið það sem við í dag köllum skyndi­bita­stað. Þar fund­ust leifar af svín­um, anda- og geita­bein, sniglar og fleira. Ótrú­lega heil­legar veggskreyt­ingar og eld­stæði bera vott um að ekk­ert hafi verið til spar­að. Fyrir mán­uði, í lok febr­úar birt­ust fréttir af hest­vagni, sem fund­ist hafði í næsta nágrenni Pompei. Sér­fræð­ingar sögðu vagn­inn, sem væri ótrú­lega heil­leg­ur, greini­lega hátíð­ar­vagn sem not­aður hefði verið í skrúð­göngum og við sér­stök tæki­færi.

Sér­fræð­ingar segja að þótt margt for­vitni­legt hafi komið upp í Pompei megi full­yrða að enn leyn­ist margt í ösk­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiErlent