mohammad aþena

„Ég er á lífi en ég lifi í raun og veru ekki“

Versti ótti Mohammad Ghanbari, 23 ára Afgana, varð að veruleika í síðustu viku þegar honum var vísað úr landi eftir tæplega tveggja ára dvöl á Íslandi. Mohammad hefur verið á flótta í sex ár og er nú kominn aftur til Grikklands þar sem hann segir aðstæður hafa versnað til muna frá því að hann var þar síðast fyrir um tveimur árum.

Jú, ég er með alþjóð­lega vernd í Grikk­landi en verndin er engin og hér er ekk­ert líf. Ég er á lífi í Grikk­landi en ég lifi í raun og veru ekki.“

Þetta segir Mohammad Ghan­bari, 23 ára Afgani, sem hefur verið á flótta frá því að hann var 16 ára gam­all. Mohammad er í hópi 15 umsækj­enda um alþjóð­lega vernd sem var vísað úr landi í síð­ustu viku.

Mohammad hafði dvalið á Íslandi í tæp tvö ár þegar lög­reglan hand­tók hann mánu­dags­kvöldið 1. nóv­em­ber. Hann, ásamt tveimur öðrum umsækj­endum um alþjóð­lega vernd, var úrskurð­aður í gæslu­varð­hald og var haldið í fang­els­inu á Hólms­heiði.

Magnús Davíð Norð­da­hl, lög­mað­ur, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í síð­ustu viku að það væri algjör­lega óboð­legt að unnið hafi verið að því að koma umbjóð­endum hans úr landi, aðeins nokkrum dögum áður en afstaða stjórn­valda til end­ur­upp­töku­beiðna í vernd­ar­málum þeirra liggi fyr­ir. Mál þeirra allra og tuga til við­­bótar eru að mati Magn­úsar sam­­bæri­­leg máli hæl­­is­­leit­enda sem dómur féll í um miðjan októ­ber. Nið­­ur­­staða hér­­aðs­­dóms var sú að óheim­ilt hefði verið að synja honum um end­­ur­­upp­­­töku máls síns vegna ásak­ana um taf­­ir.

Eftir tvær nætur í fang­els­inu var Mohammad fluttur á Kefla­vík­ur­flug­völl ásamt 14 öðrum umsækj­endum um alþjóða­lega vernd. 41 lög­reglu­maður fylgdu þeim í leiguflug­vél til Grikk­lands, lands sem Mohammad þekkir vel en vekur upp hræði­legar minn­ing­ar.

Afganistan - Tyrk­land - Grikk­land - Ísland - Grikk­land

Mohammad var 17 ára þegar hann lagði á flótta frá Afganist­­an. Fyrst lá leiðin til Tyrk­lands og þaðan áfram til Grikk­lands. Þar dvaldi hann í rúm­­lega fjögur ár þar til hann kom til Íslands í jan­úar 2021. Í við­tali við Kjarn­ann í maí lýsti hann dvöl­inni í Grikk­landi sem ógn­væn­­legri og sagð­ist ekki geta hugsað sér að fara þangað aft­­ur. „Það er ekki örugg­t,“ sagði Mohammad.

Hann var í hópi um 300 manns sem til stóð að vísa úr landi í sum­ar. Hóp­ur­inn var svo fjöl­mennur þar sem ekki var hægt að vísa fólki úr landi á tímum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins en í sumar voru flest lönd búin að afnema sótt­varna­reglur á landa­mær­um. Hér­aðs­dómur komst svo að því í októ­ber að stjórn­völdum var óheim­ilt að synja palest­ínskum hæl­is­leit­anda um end­ur­upp­töku máls á grund­velli þess að hafa sjálfur tafið mál­ið, meðal ann­ars með því að neita að fara í sýna­töku vegna COVID-19. Lög­maður Mohammad lagði í kjöl­farið fram kröfu á end­ur­upp­töku í máli hans, auk tuga ann­arra, sem stjórn­völd hafa enn ekki tekið afstöðu til.

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra sagði í sumar að fólk sem hefur vernd í Grikk­landi búi við sömu skil­yrði og Grikkir og geti farið inn á vinnu­mark­að­inn. Það var ekki raunin fyrir Mohammed. Lífið í Aþenu var honum þung­bært og hann varð fyrir alvar­legri árás af hópi manna skömmu eftir að hann kom til borg­ar­inn­ar, 17 ára gam­all. „Þeir voru fjórir sam­­an. Og þeir réð­ust á mig,“ segir Mohammad. Í árásinni var hann einnig rændur og stóð eftir hjálp­­­ar­­laus, and­­lega og lík­­am­­lega nið­­ur­brot­inn.

Við kom­una til Íslands fékk hann sál­fræði­að­stoð og hóf íslensku­­nám í Dósa­verk­smiðj­unni, tung­u­­mála­­skóla, sem hann hefur sinnt í rúm­lega ár. 6. októ­ber, tæpum mán­uði áður en honum var vísað úr landi, lauk hann stigi tvö í íslensku­námi frá skól­an­um.

„Þegar ég kom til Íslands reyndi ég að byggja upp lífið mitt. Nú mun ég tapa því aft­­ur. Það er mjög erfitt, ég var búinn að setja mér mark­mið og var að reyna að horfa fram á veg­inn. Ég vil ekki missa það þó litla sem ég er búinn að byggja upp á Íslandi. Með brott­vís­un­inni mun ég missa allt. Aft­­ur,“ sagði Mohammad í sam­tali við Kjarn­ann í maí.

Og það er staðan nú. Mohammad er búinn að missa allt. Aft­ur.

Sam­­kvæmt þeim upp­­lýs­ingum sem Mohammad hefur frá grískum yfir­­völdum er hann vissu­­lega enn með alþjóð­­lega vernd þar í landi en dval­­ar­­leyfi hans er útrunn­ið. Hann þarf því að hefja umsókn­­ar­­ferlið að nýju og sækja um stöðu hæl­­is­­leit­anda.

Mann­úð­­ar­­sam­tök, alþjóð­­leg, líkt og Rauði krossinn, sem og inn­­­lend, líkt og Sol­­aris, álykta að aðstæður í Grikk­landi séu flótta­­fólki óboð­­leg­­ar. Rauði kross­inn hefur marg ítrekað skila­boð sín um að brott­flutn­ingur flótta­fólks til Grikk­lands er ófor­svar­an­leg­ur.

„Rauði kross­inn á Íslandi for­­­dæmir brott­vís­­­anir íslenskra stjórn­­­­­valda á umsækj­endum um alþjóð­­­lega vernd sem þegar hafa fengið stöðu sína við­­­ur­­­kennda í Grikk­landi. Félagið hefur ítrekað gagn­rýnt brott­vís­­­anir til Grikk­lands og telur að þær skapi fólki hættu sem íslensk stjórn­­­völd beri ábyrgð á,“ sagði í yfir­­lýs­ingu Rauða kross­ins í síð­ustu viku eftir að hópnum var vísað úr landi.

Í viðtali við Kjarnann í maí lýsti Mohammad Ghanbari dvöl­inni í Grikk­landi sem ógn­væn­legri og sagðist ekki geta hugsað sér að fara þangað aft­ur. „Það er ekki örugg­t.“
Mynd: Bára Huld Beck

Fleira fólk og meiri reiði í Grikk­landi nú síð­ast

Mohammad sótti um alþjóð­­lega vernd við kom­una til Íslands í jan­úar 2021. Umsókn hans var synjað af Útlend­inga­­stofnun í apríl sama ár þar sem hann var skráður í gagna­grunn hjá grískum yfir­­völdum í mars 2018 þar sem hann fékk alþjóð­­lega vernd. Mohammad kærði ákvörðun Útlend­inga­­stofn­unar til kæru­­nefndar útlend­inga­­mála í maí 2021 en nefndin tók undir nið­­ur­­stöðu Útlend­inga­­stofn­unar í ágúst. Mohammad óskaði eftir end­­ur­­upp­­­töku í jan­úar á þessu ári en var aftur synj­að. Eftir að dóm­ur­inn féll í októ­ber var krafa um end­ur­upp­töku máls Mohammad send stjórn­völd­um.

„Ég er á lífi en ég lifi í raun og veru ekki,“ segir Mohammad. Við kom­una til Grikk­lands í síð­ustu viku fór hann beint á göt­una. Lífið í Aþenu hefur breyst mikið á þeim fimm árum sem liðin eru frá því að Mohammad var þar síð­ast. Hann segir mun fleira flótta­fólk á göt­un­um, mörg búa á göt­unni. „Reiðin er miklu meiri,“ segir hann.

Mohammad eyddi fyrstu nótt­unum á garði í almenn­ings­garði í Aþenu en er nú komin með tíma­bundna aðstöðu í her­bergi sem hann fékk í gegnum kunn­ingja. „En það er bara í tíu daga, svo veit ég ekki hvað ger­ist,“ segir hann.

Mót­mæli hafa staðið yfir í Grikk­landi síð­ustu daga þar sem bágri efna­hags­stöðu er mót­mælt. Verð­bólga í Grikk­landi mælist nú 12 pró­sent og hefur ekki verið meiri í tvo ára­tugi. Mót­mæl­endur krefj­ast bættra aðstæðna á atvinnu­mark­aði, launa­hækk­unum og færri upp­sögn­um. Mohammad segir að hæl­is­leit­endur taki þátt í mót­mæl­unum og reyni að vekja á veikri stöðu flótta­fólks í land­inu.

„Grikk­land er ekki öruggur staður fyrir flótta­fólk. Grísk stjórn­völd veita enga aðstoð og flótta­fólk getur engan veg­inn aðlag­ast sam­fé­lag­inu. Það er engin fram­tíð hérna,“ segir Mohammad.

Til­finn­ingin er önnur á Íslandi þar sem hann fékk tæki­færi til að aðlag­ast sam­fé­lag­inu. „Flótta­fólk sem kemur til Íslands frá Grikk­landi er í leit að öryggi, von, mannúð og aðstöðu sem það vill búa í til lengri tíma. Fólk vill vita að fram­tíð þeirra sé örugg.“

Mohammad var and­lega nið­ur­brot­inn þegar hann kom til Íslands en hér á hann góðar minn­ing­ar. „Ís­lend­ingar eru gott fólk og góð­hjart­að­ir. Ég á marga vini á Íslandi og hef átt góð sam­töl um hvernig ég ætl­aði að byggja líf mitt upp þar.“

Fram­tíðin ein­kenn­ist af óvissu en Mohammad þráir að kom­ast aftur til Íslands.

„Þar leið mér vel.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiViðtal