Mynd: Pexels

Forstjórarnir með 5,6 milljónir á mánuði að meðaltali í fyrra – Sextánföld lágmarkslaun

Forstjórar skráðra félaga á Íslandi héldu áfram að hækka í launum í fyrra, nú um að minnsta kosti 8,5 prósent að meðaltali. Hækkun á milli ára er vel umfram ein lágmarkslaun. Þá á eftir að taka tillit til kaupauka og kauprétta á hlutabréfum, sem hækka heildargreiðslur til sumra forstjóra umtalsvert.

Með­al­laun for­stjóra þeirra 20 félaga sem skráð eru á aðal­markað Kaup­hallar Íslands á síð­asta ári voru rúm­lega 5,6 millj­ónir króna. Það er um 8,5 pró­sent hærri laun en þeir voru með að með­al­tali árið 2020, þegar þau voru tæp­lega 5,2 millj­ónir króna. Alls hækk­uðu laun þeirra að með­al­tali um 444 þús­und krón­ur.

Þetta má lesa úr árs­reikn­ingum skráðra félaga sem hafa birst hver af öðrum und­an­far­ið. Sú breyt­ing er gerð á sam­an­tekt Kjarn­ans nú frá fyrri árum að í öllum til­fellum er mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóði nú talið með auk hlunn­inda og launa, enda til­tekið með skýrum hætti í öllum árs­reikn­ingum fyrir síð­asta ár. Vert er að taka fram að tvö skráð félög hafa ekki birt árs­upp­gjör sín. Síld­ar­vinnslan birti ekki fyrr en í næstu viku og því miða laun for­stjóra hennar í þess­ari sam­an­tekt við þau laun sem hann hafði á árinu 2020 og Hagar hafa öðru­vísi upp­gjörsár en önnur skráð félög, sem hefst 1. mars. Því miða laun Haga við upp­gjörsárið 2020/2021. 

Sam­kvæmt sam­an­tekt Kjarn­ans hækk­uðu 15 for­stjórar í launum á síð­asta ári, fjórir lækk­uðu og, líkt og áður sagði, þá hefur eitt félag ekki skilað árs­upp­gjöri með upp­lýs­ingum um kjör for­stjóra. 

Til sam­an­­burðar má nefna að reglu­leg laun launa­fólks í fullu starfi voru að með­al­tali 670 þús­und krónur á mán­uði árið 2020 og um helm­ingur launa­fólks var með laun á bil­inu 480 til 749 þús­und krónur á mán­uði, sam­kvæmt sam­an­tekt Hag­stofu Íslands. Tíundi hver launa­maður var með reglu­leg laun undir 400 þús­und krónur á mán­uði, en lág­marks­laun á Íslandi í fyrra voru 351 þús­und krón­ur. Laun for­stjóra skráðra félaga hækk­uðu því um ein lág­marks­laun og 93 þús­und krónum betur á síð­asta ári að með­al­tali og voru næstum sext­án­föld lág­marks­laun. Þá á eftir að taka til­lit til kaupauka­greiðslna og áunn­inna kaup­rétta. 

Mik­ill gangur á mark­aði vegna aðgerða yfir­valda

Síð­asta ár var sér­stakt að mörgu leyti. Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn geis­aði með til­heyr­andi áhrifum og aðgerðir Seðla­banka og stjórn­valda til að draga úr nei­kvæðum efna­hags­legum afleið­ingum hans voru enn í fullri virkni. Í þeim fólst meðal ann­ars að stýri­vextir voru lækk­aðir mikið og sveiflu­jöfn­un­ar­auki var afnum­inn um tíma til að auka fram­boð af ódýru láns­fé. 

Fyrir vikið hefur eigna­verð rokið upp, þar á meðal virði hluta­bréfa. 

Þannig hækk­­uðu bréf í öllum félögum sem skráð eru á aðal­­­markað á árinu 2021. Úrvals­­vísi­tala Kaup­hall­­ar­innar hækk­­aði um þriðj­ung á síð­­asta ári, sam­an­­borið við 20,5 pró­­sent á árinu 2020.

Mest hækk­­uðu þau hjá Arion banka á síð­asta ári, alls um 100,5 pró­­sent, en minnst hjá Mar­el, stærsta skráða félagi lands­ins og því eina sem er í umfangs­­miklum alþjóð­­legum vaxtafasa, en bréf þess hækk­­uðu um 10,9 pró­­sent. Bréf Marel eru líka skráð á mark­aði í Holland­i. 

Tvö félög voru skráð á aðal­markað í fyrra, Íslands­banki og Síld­ar­vinnsl­an.  Mark­aðsvirði skráðra hluta­bréfa var í árs­lok 2.556 millj­arð­ar  króna sam­an­borið við 1.563 millj­arða króna í lok árs 2020, sem er um 64 pró­sent hækkun milli ára.

For­stjóri stærsta félags­ins með hæstu launin

Nokkur félög í íslensku kaup­höll­inni gera upp í öðrum myntum en íslenskri krónu. Til að gæta sam­ræmis þá eru öll laun for­stjóra reiknuð á árs­loka­gengi þess gjald­mið­ils sem við­kom­andi félög gera upp í. Inni í launum eru laun, hlunn­indi og mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóði en fyrir utan þær greiðslur eru sumir for­stjórar með kaup­rétti af hluta­bréfum sem geta í sumum til­fellum verið mun meira virði en þær pen­inga­greiðslur sem þeir fá. 

Sá for­stjóri sem var með hæstu launin var, líkt og und­an­farin ár, Árni Oddur Þórð­ar­son, for­stjóri Mar­el. Laun hans voru um 13 millj­ónir króna á mán­uði í fyrra að með­al­tali og lækk­uðu um tíu pró­sent milli ára. Til við­­bótar við þessi laun þá vann Árni Oddur sér inn umtals­verða kaup­rétti sem metnir voru á 363 þús­und evr­­­ur, um 53,6 millj­­ónir króna, á síð­­asta ári.

Hækk­uðu um helm­ing í launum

Nokkrir for­stjórar hækk­uðu dug­lega í launum á síð­asta ári. Hlut­falls­lega hækk­uðu laun Heið­ars Guð­jóns­son­ar, for­stjóra Sýn­ar, mest eða um 51,4 pró­sent. Heiðar var með 5,3 millj­ónir króna að með­al­tali á mán­uði í laun en Sýn skil­aði hagn­aði í fyrra, eftir að hafa skilað tapi árin 2019 og 2020. Hagn­að­ur­inn var þó að öllu leyti til­kom­inn vegna eigna­sölu. Án hennar hefði verið tap á rekstri Sýnar á árinu 2021.

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair Group, hækk­aði um næstum 48 pró­sent í launum og var með 6,9 millj­ónir króna að með­al­tali á mán­uði í laun, hlunn­indi og mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð. 

Icelandair Group hefur gefið það út að launa­hækkun Boga Nils megi meðal ann­ars rekja til þess að launa­lækkun sem hann tók á sig í kjöl­far þess að kór­ónu­veiru­kreppan skall á. Icelandair Group hefur tapað næstum 80 millj­örðum króna á fjórum árum, farið í tvær hluta­fjár­aukn­ingar sem hafa þynnt út fyrri hlut­hafa um meira en 80 pró­sent á skömmum tíma, fengið meira fjár­magn úr rík­is­sjóði en nokkuð annað fyr­ir­tæki til að takast á við kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og átt í fyr­ir­ferða­miklum vinnu­mark­aðserjum við lyk­il­stéttir til að lækka laun þeirra og auka vinnu­fram­lag. Í dag fer fram aðal­fundur Icelandair Group þar sem tekin verður fyrir til­laga stjórnar félags­ins um að setja á fót hvata­­­kerfi fyrir fram­­­kvæmda­­­stjórn félags­­­ins og valda lyk­il­­­starfs­­­menn. Sam­­­kvæmt til­­­lögu stjórn­­­ar­innar snýst kerfið um að hóp­­­ur­inn muni geta fengið allt af 25 pró­­­sent af árs­­­launum sínum í bónus í formi kaup­réttar á hlutum í Icelandair Group. Fyr­ir­hugað er að gefa út 250 milljón hluti í ár vegna kerf­is­ins og alls 900 milljón hluti á þriggja ára tíma­bili. Miðað við mark­aðsvirði Icelandair Group í dag er virði þeirra hluta sem greiða á út sem kaupauka um tveir millj­­­arðar króna. Hægt verður að inn­­­­­leysa umrædda kaup­rétti að þremur árum liðn­­­­­um.

Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi, einn stærsti hlut­hafi Icelandair Group, hefur þegar gefið það út að hann muni greiða atkvæði gegn til­lög­unn­i. 

Banka­stjórar vel haldnir

Bónus­kerfin eru þó komin í gagnið víða í íslensku atvinnu­lífi, til dæmis hjá Arion banka. Þar hafa verið inn­leidd bæði kaupauka- og kaup­rétt­ar­kerfi fyrir alla fast­ráðna starfs­menn. Lyk­il­stjórn­endur fá svo hærri kaupauka en aðr­ir. 

Á meðal þeirra er Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka. Hann var með rúm­lega 5,8 millj­ónir króna á mán­uði að með­al­tali í laun, hlunn­indi og mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð í fyrra sem var 6,6 pró­sent meira en hann fékk árið 2020. Hann fékk auk þess kaupauka upp á 17,5 millj­ónir króna í formi hluta­bréfa auk þess sem hann getur keypt hluta­bréf í bank­anum fyrir 1,5 millj­ónir króna á ári á gengi sem er um helm­ingur mark­aðs­gengi bank­ans sam­kvæmt kaup­rétt­ar­á­ætlun Arion banka. 

Íslandsbanki var skráður á markað í fyrra. Samhliða varð Birna Einarsdóttir fyrsta konan til að stýra skráðu félagi á Íslandi frá sumrinu 2016.
Mynd: Nasdaq Iceland

Hinir banka­stjór­arnir í Kaup­höll­inni eru heldur ekki á flæðiskeri stadd­ir. Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka og eina konan sem stýrir skráðu félagi á Íslandi, var með 5,7 millj­ónir króna á mán­uði að með­al­tali, meðal ann­ars vegna þess að hún fékk sér­staka álags­greiðslu í tengslum við skrán­ingu bank­ans á mark­að. Mar­inó Örn Tryggva­son, for­stjóri Kviku, hækk­aði um 23,3 pró­sent í launum milli ára og var með 5,3 millj­ónir króna í laun, hlunn­indi og mót­fram­lag að með­al­tali á mán­uði.

Allir nema einn með yfir fjórar millj­ónir á mán­uði

Ein­ungis einn for­stjóri var með laun undir fjórum millj­ónum krónum á mán­uði að með­al­tali, Garðar Hannes Frið­jóns­son, for­stjóri fast­eigna­fé­lags­ins Ein­ar. Það mun­aði þó ekki miklu þar sem með­al­tals­laun hans á síð­asta ári voru 3,95 millj­ónir króna á mán­uð­i. 

Alls ell­efu for­stjórar voru með yfir fimm millj­ónir króna á mán­uði í laun, hlunn­indi og mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóði. Næstur á eftir Árna Oddi kom Árni Pétur Jóns­son, sem stýrði Skelj­ungi í fyrra, með sjö millj­ónir króna á mán­uði. Laun, hlunn­indi og mót­fram­lag hækk­uðu um meira en þriðj­ung á árinu 2021.  Árni Pétur sagði starfi sínu lausu fyrr á þessu ári og eftir að honum barst tölvu­póstur frá yrrum sam­­­starfs­­­konu hans í öðru fyr­ir­tæki, þar sem hann var yfir­­­­­maður hennar fyrir um 17 árum síð­­­­­an. Í til­kynn­ingu sem Árni Pétur sendi frá sér vegna þessa sagði: „Þar greinir hún frá því að í dag upp­­­lifi hún sam­­­skipti okkar á þessum tíma með þeim hætti að ég hafi gengið yfir ákveðin mörk.“ 

Skelj­ungur hagn­að­ist um 6,9 millj­arða króna í fyrra en nær allur sá hagn­aður var vegna eigna­sölu. Til stendur að breyta nafni félags­ins í Skel fjár­fest­inga­fé­lag á kom­andi aðal­fund­i. 

Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans, hækk­aði líka dug­lega í launum og var með tæp­lega 6,4 millj­ónir króna á mán­uði að með­al­tali í fyrra, að teknu til­liti til líf­eyr­is­greiðslna. Það er 16,5 pró­sent meira en árið áður. Sím­inn hagn­að­ist um 5,2 millj­arða króna á árinu 2021, sem var umtals­vert meira en árið áður.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar