Bára Huld Beck Listval
Bára Huld Beck

„Þetta getur verið góð fjárfesting, sérstaklega ef þú kaupir réttu verkin“

Elísabet Alma Svendsen og Helga Björg Kjerúlf þurftu að hafa hraðar hendur við uppsetningu jólasýningar Listsvals eftir að þær fengu nýjan sýningarstað í Hörpu. „Þetta er eitthvað sem hreinlega átti að gerast hjá okkur,“ segir Helga en upphaflega stóð til að gera eitthvað annað en að halda jólabasar á aðventunni. „Ég sagði á einhverjum tímapunkti: „Mig langar alls ekki að gera eitthvað eins og allir hinir.“ Svo höfum við hlegið aðeins að þessu því maður er svolítið að gera það,“ segir Elísabet.

Þetta er eitt­hvað sem hrein­lega átti að ger­ast hjá okk­ur. Við vorum svo mikið að hugsa hvað við ættum að gera um jól­in, hvort við ættum að leigja eitt­hvað rými eða hvort við ættum að fara eitt­hvað niður í bæ, því við erum líka með aðsetur á Hólma­slóð. Svo bara kom þetta upp,“ segir Helga Björg Kjer­úlf og á þá við um sýn­ing­ar­rýmið sem þær Elísa­bet Alma Svend­sen fengu í Hörpu fyrir starf­semi List­vals sem þær reka sam­an.

„Þá bara settum við í fimmta gír eða sjötta,“ segir Elísa­bet en þær þurftu að hafa hraðar hendur til þess að koma jóla­sýn­ing­unni upp sem opn­aði þann 4. des­em­ber. „Það er allt hægt ef maður bara kýlir á það,“ bætir Helga við. Sam­kvæmt Elísa­betu og Helgu eiga um 85 lista­menn verk á mark­aðnum og flestir þeirra á bil­inu þrjú til fimm. Sam­tals séu verkin því um 250 tals­ins.

Líkt og á öðrum mörk­uðum er nokkur róter­ing á verkum enda taka flestir kaup­endur keypt verk með sér heim beint af sýn­ing­ar­staðn­um. Spurðar að því hvort mikið hafi selst segir Elísa­bet: „Já, það hefur slatti sel­st, þetta er greini­lega jóla­gjöfin í ár.“

Smá að gera „eins og allir hin­ir“

Hvernig er áhugi Íslend­inga á mynd­list í dag og hefur hann auk­ist á nýliðnum árum?

Helga: „Já, ekki spurn­ing. Ég held að það sé líka ákveðin vit­und­ar­vakn­ing meðal almenn­ings um gildi mynd­list­ar. Bæði út frá menn­ing­ar­legum sjón­ar­miðum en líka bara sem fjár­fest­ing.“

Elísa­bet: „Þetta getur verið góð fjár­fest­ing, sér­stak­lega ef þú kaupir réttu verk­in. Við erum nátt­úr­lega með ráð­gjöf líka þannig að við getum aðstoðað fólk ef það er í þeim hug­leið­ing­um. En fyrst og fremst á þetta að vera eitt­hvað sem maður heill­ast að og snertir þig á ein­hvern hátt. Það er það fyrsta sem maður á að horfa til.“

Hvers vegna ákváðuð þið að taka þátt í þessu jóla­basara­flóði?

Elísa­bet: „Það var nátt­úr­lega alls ekki planið fyrst, áður en við fengum þetta rými. Þá ætl­uðum við mögu­lega að gera eitt­hvað allt ann­að. Ég man að ég sagði á ein­hverjum tíma­punkti: „Mig langar alls ekki að gera eitt­hvað eins og allir hin­ir.“ Svo höfum við hlegið aðeins að þessu því maður er svo­lítið að gera það.“

Helga: „List­val opn­aði sýn­ing­ar­rými í júní úti á Granda og það er svipuð pæl­ing í gangi þar. Kannski ekki eins mikið af verkum en það er samt sama konsept. Þú getur komið inn, labbað um og tekið verkið með þér heim. Hérna er þetta svipað nema við erum með fleiri verk og minna bil á milli, þennan salon stíl.“

Þorri þeirra verka sem sýnd eru á jólasýningu Listvals í Hörpu hanga á þessum langa, hvíta vegg sem gengur inn eftir sýningarrýminu. Í forgrunni eru skúlptúrar, kertastjakar og ljós Hönnu Dísar Whitehead.
Bára Huld Beck

Hægt að kaupa mynd­list allan árs­ins hring

Mynduð þið segja að jóla­basarar séu orðnir mjög mik­il­vægir fyrir starf­andi lista­menn?

Elísa­bet: „Ég held það. Þetta er ákveð­inn vett­vangur og það selst alveg frekar vel á flestum þessum sýn­ingum og klár­lega er það bara frá­bært fyrir lista­menn­ina. Það eru ekk­ert endi­lega hvaða verk sem er sem fara inn á þessa mark­aði. Alla­vega þeir lista­menn sem við höfum talað við eru allir mjög til í þetta.“

Helga. „Ég held líka að það séu ekki allir sem átta sig á því að allan árs­ins hring er hægt að kaupa mynd­list inni í gall­er­í­unum og á sýn­ing­um, en það er bara ekki borið þannig fram. Hérna er það mjög aðgengi­legt. Þetta er bara eins og að fara út í búð.“

Elísa­bet. „Við höfum verið að gera það á Hólma­slóð frá því við opn­uðum í júní. Fólk kemur með mömmu sína og ömmu sína og velur verk. Ég held alveg að List­val hafi kannski smá opnað þetta rými sem er eins og er fyrir aftan gall­er­í­in. Þar er svona: “Heyrðu komdu hérna, þú getur séð fleiri verk hérna fyrir aft­an,” við erum smá að opna það. Fólk elskar það að það sé boðið vel­kom­ið.“

Helga. „Það er líka eitt sem við leggjum út af, að það sé gott and­rúms­loft og fólk vel­komið að staldra við og setj­ast nið­ur.“

Stór ákvörðun að kaupa mynd­list „en alltaf góð“

Upp­haf­lega var List­val ein­ungis til á net­inu. Elísa­bet stofn­aði fyr­ir­tækið árið 2019 og hún segir að þá hafi hún verið búin að ganga með þessa hug­mynd í mag­anum í ein­hvern tíma. Hún hafði starfað í virtu gall­eríi um tíma og þá fundið að þörf hafi verið fyrir ráð­gjöf við val á mynd­list líkt og þeirri sem List­val býður upp á.

Í fyrra hófst sýn­ing­ar­hald af hálfu List­vals í NORR11 við Hverf­is­götu sem var tölu­vert stökk frá því að vera ein­ungis af vefnum að sögn Elísa­bet­ar. „Síðan í kjöl­farið þá kemur Helga inn snemma á þessu ári og þá fórum við að kasta bolt­anum svo­lítið á milli okk­ar,“ bætir hún við.

Helga: „Að sýna mynd­list­ar­sýn­ingu innan um hönnun – þá ertu í öðru umhverfi en á safni. Auð­vitað hefur það alveg verið gert áður en þetta hífir hvort annað upp. Því auð­vitað þarftu mynd­list á vegg­ina en auð­vitað þarftu líka hús­bún­að.“

Elísa­bet: „Og við vorum alltaf með einka­sýn­ingar þar. Við erum búnar að vera með níu sýn­ingar þar.“

Helga: „Það er líka oft sem maður horfir í gall­eríi á mynd­list­ar­verk á hvítum veggj­um, það er eitt, svo þegar maður fer að hugsa hvort maður vilji fá það heim til sín, þá er svo erfitt að hugsa um hvernig það muni líta út heima hjá mér. Með NORR11 náðum við að skapa ákveðna hug­mynd. Við erum dálítið að taka þetta inn í ráð­gjöf­ina. Á heima­síð­unni getur fólk séð öll verk­in, bæði „uploa­d­að“ mynd af þínu heim­ili eða þinni stofu og sett verkið þar inn eða bara á mynd sem við erum með nú þeg­ar. Svo erum við líka að bjóða fólki upp á ráð­gjöf. Að koma heim til fólks, að finna heim­ilið og smekk og svona og svo sendum við þér til­lögu þar sem við „photos­hopp­um“ verkin inn á. Og þetta skiptir allt máli því það er auð­vitað stórt skref að kaupa sér mynd­list, þetta kostar pen­inga og er líka stór ákvörð­un. En alltaf góð ákvörð­un.“

Frá­bært að vera í Hörpu sem er „lista­verk út af fyrir sig“

Líkt og segir á heima­síðu Hörpu þá er húsið eitt helsta kenni­leiti Reykja­víkur og „mið­stöð menn­ingar og mann­lífs í hjarta mið­borg­ar­inn­ar“. Húsið er sann­kallað heim­ili tón­list­ar­innar á Íslandi, enda hefur Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands þar aðsetur og tón­leika­hald alls kyns tón­list­ar­fólks er ein­kenn­andi fyrir starf­sem­ina í hús­inu. Það mætti því segja að rekstur mynd­list­ar­gall­erís í hús­inu fari vel saman við aðra starf­semi sem þar þrífst.

Hvernig er það að hafa fengið aðstöðu hérna í Hörpu?

Elísa­bet: Það er bara æðis­legt. Húsið er nátt­úr­lega lista­verk út af fyrir sig. Að vera í and­dyri Hörpu er bara geggj­að. Rýmið blasir líka svo mikið við frá göt­unni, þessi hvíti vegg­ur. Þannig að við erum alveg í skýj­unum með það hvernig þetta kom út. Því maður vissi ekki alveg hvernig þetta myndi verða þegar við ákváðum að keyra á þetta. Það er mikil orka hérna og margt fólk. Það er alltaf upp­lifun að koma hingað inn.

Helga: Mér líður alltaf eins og það sé sunnu­dagur þegar maður kemur hingað inn, það er eitt­hvað hátíð­legt við það. Allir hérna inni í Hörpu eru frá­bærir og það var tekið vel á móti okk­ur.

Sum þeirra 250 listaverka sem sýnd eru á jólasýningu Listvals komast hreinlega ekki fyrir á hvítum vegg gallerísins í Hörpu.
Bára Huld Beck

En hvernig er með fram­hald­ið, eftir að þess­ari sýn­ingu lýk­ur?

Elísa­bet: Við gerðum sex mán­aða samn­ing, maður veit nátt­úr­lega ekki hvernig far­ald­ur­inn þróast, en von­andi getum við verið hérna leng­ur. Við þurfum líka bara að meta það.

Með mörg járn í eld­inum

Þið eruð komnar hing­að, þið eruð með aðstöðu á Hólma­slóð og hafið verið með sýn­ingar í NORR11, munið þið halda áfram að halda sýn­ingar þar?

Elísa­bet: Já, Gjörn­inga­klúbb­ur­inn verður þar í jan­úar og svo verður Rúrí hérna í jan­ú­ar. Þannig að það er brjálað að gera.

Helga: Við byrjum á þess­ari jóla­sýn­ingu og svo ætlum við bara að leyfa rým­inu og tím­anum að leiða í ljós hvernig útfærslan verður hér. Rúrí verður hér með sýn­ingu í jan­ú­ar, sem verður eig­in­lega „mini“ yfir­lits­sýn­ing. En við fáum kannski aðeins að dreifa okkur hérna inni í Hörpu. Það er líka svo mikið af ferða­mönnum hérna og frá­bært að leyfa þeim aðeins að fá að kynn­ast henni. Við ætlum líka að gera lít­inn örþátt um hana, þar sem hún segir frá sér. Svo er þetta líka gluggagall­erí.

Elísa­bet: við ætlum að reyna að nýta það svo­lít­ið, að vera með skjá og fólk getur þá horft inn að utan og upp­lifað þetta líka þannig. Þetta er nátt­úru­lega bara helm­ingur gluggar og við viljum nýta það.

Maður sér það mjög vel úr fjar­lægð, þetta lit­ríka horn, þegar maður nálg­ast bygg­ing­una.

Helga: Maður vill nátt­úr­lega ekki taka of mikla athygli af hús­inu. Neieni, það er bara góð athygli.

Fjöll og Tindar Brynhildar Þorgeirsdóttur.
Bára Huld Beck

Er hægt að taka of mikla athygli af hús­inu?

Elísa­bet: Ég held að flestir séu sam­mála því að þetta sé gott fyrir hús­ið. Þetta bara passar vel hérna inn, þessi menn­ing­ar­tengda starf­semi.

Helga: Við fengum styrk frá Reykja­vík­ur­borg til að aðstoða okkur við kostn­að­inn af sýn­ingum hérna þannig að það verða kannski árs­fjórð­ungs­lega sem við setjum upp nýja sýn­ingu. Það er að vísu erfitt að tala um sýn­ingu þegar þetta eru bara nokkrir veggir, en lista­mað­ur­inn tekur í það minnsta yfir hluta af rým­inu.

„For­rétt­indi að vinna við eitt­hvað sem maður elskar“

Þær Elísa­bet og Helga hafa báðar fjöl­breyttan bak­grunn. Þær eiga það þó sam­eig­in­legt að hafa starfað þvert á svið mynd­listar og hönn­unar við fjöl­breytt verk­efni auk þess sem þær þekkja vel til innan mynd­lists­ar­sen­unn­ar.

Elísa­bet: „Það styrkir okkur í ráð­gjöf­inni. Þú lærðir arki­tektúr og ég fata­hönnun áður, fyrir löngu og er síðan búin að vera í leik­mynda­hönnun og alls­konar tengdu hönn­un.“

Helga: „Ég kem úr arki­tektúr en svo hef ég starfað við graf­íska hönnun og í alls­konar verk­efnum tengdum mynd­list. Ég stofn­aði Neptún mag­azine sem var mynd­list­ar­tíma­rit. Þar kvikn­aði þessi „on­line“ þrá­hyggja, það er að segja að miðla mynd­list þannig. Svo lærði ég vef­hönnun sem hjálpar okkur líka og er svo að klára masters­nám í mark­aðs­fræði og nýsköp­un­ar- og frum­kvöðla­fræð­i.“

Elísa­bet: „Það sem ein­kennir List­val er miðl­unin sem við höfum báðar lagt mikla áherslu á. Ég var í hag­nýtri menn­ing­ar­miðlun líka, maður brennur svo­lítið fyrir því að kynna mynd­list. Það er grunn­ur­inn að List­val.“

Helga: „Það eru ákveðin for­rétt­indi að vinna við eitt­hvað sem maður elsk­ar. En það getur verið erfitt stundum því við erum báðar með haus­inn svo fullan af hug­mynd­um. Þá þarf maður aðeins að stoppa og klára það sem maður er að vinna að fyrst.“

Hug­mynd­irnar eru ekki af skornum skammti hjá þeim stöllum í Listsval. Þær langar til að mynda til þess að geta boðið upp á sýnd­ar­heim­sóknir í þrí­vídd. „Þá getur fólk sem býr út á landi eða ekki á Íslandi labbað inn í rým­ið. Tæknin er orðin svo rosa­leg og stundum eru mögu­leik­arnir yfir­þyrm­and­i,“ segir Helga og bætir við. „það er mjög gaman að skoða þró­un­ina í þessum heimi, það er svo margt að ger­ast. Það verður gaman að sjá hvernig staðan verður eftir fimm ár.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnGrétar Þór Sigurðsson
Meira úr sama flokkiViðtal