svnbrimklukka.jpg

Virði útgerða sem skráðar eru á markað hefur aukist um 142 milljarða á tíu mánuðum

Eignarhlutur þeirra fámennu hópa sem eiga um eða yfir helmingshlut í Síldarvinnslunni og Brim hefur samanlagt hækkað um næstum 80 milljarða króna í virði frá því í maí í fyrra. Stærstu hluti þeirra verðmæta hefur runnið til Samherja og Guðmundur Kristjánssonar. Virði bréfa í þessum tveimur af stærstu útgerðarfélögum landsins, þeim einu sem skráð eru á markað, tóku kipp eftir að stærsta loðnukvóta í næstum tvo áratugi var úthlutað skömmu eftir kosningar í haust.

Fyrir rúmum tíu mán­uðum lauk hluta­fjár­út­boði Síld­ar­vinnsl­unnar og í lok maí 2021 voru við­skipti með bréf félags­ins, sem er eitt stærsta útgerð­ar­fyr­ir­tæki lands­ins, tekin til við­skipta í Kaup­höll. Við það voru tvö útgerð­ar­fyr­ir­tæki skráð á markað hér­lend­is, en fyrir var Brim sem hefur verið á mark­aði frá 2014.

Fyrir vikið geta almenn­ingur og fag­fjár­festar keypt hluti í þessum útgerðum sem stendur ekki til boða í öðrum fyr­ir­ferða­miklum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum hér­lend­is. 

Í dag eiga líf­eyr­is­sjóðir lands­ins sam­an­lagt að minnsta kosti tæp­lega 19 pró­sent beinan hlut í Síld­ar­vinnsl­unni sem met­inn er á tæp­lega 32 millj­arða króna. Líf­eyr­is­sjóð­irnir eiga sömu­leiðis að minnsta kosti sam­an­lagðan 33,4 pró­sent hlut í Brimi sem er met­inn á 59 millj­arða króna. Þarna er um að ræða eign almenn­ings í gegnum líf­eyr­is­sjóða­kerf­ið. En mest eiga hópar tengdra útgerð­ar­manna, sem halda á um eða yfir helm­ings hluta­fjár í félög­unum tveim­ur.

Eign­ar­hlutir í þessum einu tveimur útgerð­ar­fyr­ir­tækjum lands­ins sem skráð eru á markað hafa hækkað gríð­ar­lega í verði á síð­ustu tíu mán­uð­um. Mark­aðsvirði Síld­ar­vinnsl­unnar hefur auk­ist um 67 pró­sent, eða 67,7 millj­arða króna, og var i lok dags á þriðju­dag 169 millj­arðar króna. Mark­aðsvirði Brims hefur á sama tíma­bili auk­ist um 75 pró­sent, eða 74 millj­arða króna, og var í lok dags á þriðju­dag 176,7 millj­arðar króna. 

Sam­an­lagt mark­aðsvirði þess­ara tveggja útgerð­ar­fyr­ir­tækja var því 345,7 millj­arðar króna. 

Loðnu­kvóti lyk­il­at­riði

Brim er það íslenska útgerð­ar­fyr­ir­tæki sem heldur á mestum kvóta. Í síð­ustu sam­an­tekt Fiski­stofu fór Brim yfir tólf pró­sent lög­bundið hámark og þurfti að selja frá sér afla­heim­ildir í kjöl­far­ið. Þær voru seldar til stærsta eig­anda Brims, Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, og Brim heldur nú á rétt undir tólf pró­sent af úthlut­uðum kvóta. Síld­ar­vinnslan er í þriðja sæti yfir það útgerð­ar­fyr­ir­tæki sem heldur á hæstri hlut­deild af kvóta, eða 9,41 pró­sent hans. Sam­an­lagt halda þessi tvö skráðu fyr­ir­tæki sam­tals á um 21,4 pró­sent af öllum afla­heim­ildum lands­ins. Að­ilar þeim tengdir halda svo á tölu­verðum hluta til við­bótar líkt og lesa má um hér að neð­an.

Stóra ástæðan fyrir því að mark­aðsvirði Síld­ar­vinnsl­unnar og Brims hafa hækkað jafn mikið og raun ber vitni er úthlutun á loðnu­kvóta í fyrra­haust. Engum slíkum kvóta hafði verið úthlutað í tvö ár en Krist­ján Þór Júl­í­us­son, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra sem var hættur á þingi en beið myndun nýrrar rík­is­stjórnar á ráð­herra­stóli, ákvað að úthluta stærsta kvóta sem úthlutað hafði verið í tæpa tvo ára­tugi, rúm­lega 900 þús­und tonn. Kvót­inn var síðan skertur um 34.600 tonn í febr­úar síð­ast­liðnum eftir mæl­ingar á stofn­in­um. Vænt­ingar eru til þess að loðnu­ver­tíðin muni skila útgerðum lands­ins sem stunda slíkar upp­sjáv­ar­veiðar yfir 50 millj­örðum króna í nýjar tekj­ur. 

Eitt af síðustu stóru verkum Kristjáns Þórs Júlíussonar í sjávarútvegsráðuneytinu var að undirrita reglugerð um úthlutun á stærsta lóðnukvóta sem úthlutað hefur verið í næstum 20 ár. Það gerði hann 13. október í fyrra.
Mynd: Stjórnarráðið

Þrjú fyr­ir­tækið fengu 56,5 pró­sent af þeim loðnu­kvóta sem var úthlut­að. Ísfé­lag Vest­manna­eyja, einka­fyr­ir­tæki að mestu í eigu Guð­bjargar Matth­í­as­dóttur og barna henn­ar, fékk mest, 19,99 pró­sent. Síld­ar­vinnslan og tengd félög komu þar á eftir með 18,5 pró­sent og Brim var í þriðja sæti með um 18 pró­sent. Eftir að þetta var til­kynnt rauk mark­aðsvirði skráðu félag­anna tveggja upp.

Seldu fyrir tugi millj­arða en virðið hefur hækkað um enn hærri tölu

Hluta­fjár­­út­­­boði Síld­­ar­vinnsl­unn­ar lauk 12. maí í fyrra. Alls voru til sölu 498,6 millj­­ónir hluta, alls 29,3 pró­­sent í félag­inu, en rúm­­lega tvö­­­föld eft­ir­­spurn varð eftir hlut­­um. Þeir nálægt 6.500 aðilar sem skráðu sig fyrir hlut sótt­­ust eftir að kaupa fyrir um 60 millj­­arða króna en selt var fyrir 29,7 millj­­arða króna. Útboðs­­gengi í til­­­boðs­­bók A var 58 krónur á hlut en 60 krónur á hlut í til­­­boðs­­bók B. Miðað við þetta verð er heild­­ar­virði Síld­­ar­vinnsl­unnar 101,3 millj­­arðar króna. 

Við lok dags á þriðju­dag var mark­aðsvirði félags­ins, líkt og áður sagði, 169 millj­arða króna og hafði því hækkað um 67,7 millj­arða króna á tíu mán­uð­u­m. 

Langstærstu eig­endur Síld­ar­vinnsl­unnar eru Sam­herji hf. (32,64 pró­­­sent) og Kjálka­­­nes ehf. (17,44 pró­­­sent), ­fé­lags í eigu Björg­­­­ólfs Jóhanns­­­­son­­­­ar, fyrr­ver­andi for­­­­stjóra Sam­herja, og fólks sem teng­ist honum fjöl­­­­skyld­u­­­­bönd­­­­um. Stærstu hlut­hafar eign­ar­halds­fé­lags­ins með 45 pró­senta hlut eru systk­inin Anna og Ingi Jóhann Guð­munds­börn.

Björgólfur Jóhannsson, sem var um tíma forstjóri Samherja og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem er forstjóri Samherja, eru báðir á meðal stærstu eigenda Síldarvinnslunnar.
Mynd: Samherji

Auk þess á Eign­­­ar­halds­­­­­fé­lagið Snæfugl, sem er meðal ann­­­ars í eigu Sam­herja og Björg­­­ólfs, fjögur pró­­­sent hlut. Sam­an­lagt halda því þessir þrír aðilar á um 54,1 pró­­­sent hlut í Síld­­­ar­vinnsl­unni og skipa þrjá af fimm stjórn­­­­­ar­­­mönnum þess. Hlutur þess­ara þriggja aðila hefur því hækkað um 36,6 millj­arða króna frá því að útboðið fór fram. Beinn hlutur Sam­herja hefur hækkað um 22,1 millj­arð króna.

Þeir sem seldu eign­ar­hluti í útboð­inu í maí í fyrra voru ofan­greindir stærstu eig­endur Síld­­ar­vinnsl­unnar og helstu stjórn­­endur henn­­ar. Sam­herji fékk um 12,2 millj­­arða króna af þeirri upp­­hæð sem selt var fyrir í sinn hlut og Kjálka­­nes seldi fyrir 15,3 millj­arða króna. Eign­­ar­halds­­­fé­lagið Snæ­fugl seldi hluti fyrir einn millj­­arð króna og Síld­­ar­vinnslan fékk um 738 millj­­ónir króna fyrir þá eigin hluti hennar sem hún seldi.

Kjálka­nes seldi svo við­bót­ar­hlut í júní í fyrra fyrir alls um tvo millj­arða króna. Félagið hefur því þegar selt hluti fyrir meira en 17 millj­arða króna á síð­ustu mán­uð­um.

Brim líka rokið upp

Sama dag og hluta­fjár­út­boði í Síld­ar­vinnsl­unni lauk var mark­aðsvirði Brim, ann­ars útgerð­ar­fé­lags sem er skráð á mark­að, 102,7 millj­arðar króna. Líkt og rakið var hér að ofan hefur það síðan hækkað um 75 pró­sent og var í lok dags á þriðju­dag 176,7 millj­arðar króna. Mark­aðsvirðið hefur því auk­ist um 74 millj­arða króna. 

Langstærsti eig­andi Brim er Útgerð­­­­­­ar­­­­­­fé­lag Reykja­vík­­­­­­­­­­­ur, sem á 43,97 pró­­­­­­sent hlut í Brim beint og í gegnum dótt­­­­­­ur­­­­­­fé­lag sitt RE-13 ehf. Það félag er að upp­­i­­­­stöðu í eigu Guð­­­mundar Krist­jáns­­­son­­­ar. Hlutur Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur í Brim hefur því hækkað um 32,5 millj­arða króna á tíu mán­uð­um.

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur keypti fyrst hluti í Brimi árið 2018 þegar það keypti um 34,1 pró­sent hlut Krist­jáns Lofts­­son­ar og Hall­­dórs Teits­­son­ar á 21,7 millj­arða króna. Sá hlutur hefur hækkað um 38,6 millj­arða króna í virði síðan þá, eða um 177 pró­sent.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Mynd: RÚV/Skjáskot

Næsta árið hélt félagið eða tengdir aðilar áfram að stækka í Brimi, ýmist með kaupum á bréfum eða í gegnum hluta­fjár­aukn­ingar vegna kaupa Brims á eignum Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur. Hjálmar átti á þeim tíma í Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur og um tíma voru félög bræðr­anna með meiri­hluta í Brimi. Þeir fram­kvæmdu hins vegar fjár­hags­legan aðskilnað á eign­ar­hlut sínum í Brimi í lok árs 2019 sem gerði það að verkum að Hjálmar fór út úr Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur en eign­að­ist KG Fisk­verkun að fullu. 

Auk þess eiga félögin KG Fisk­verkun og Stekkja­sal­ir, í eigu Hjálm­ars Krist­jáns­sonar bróður Guð­mundar og sona hans, 5,89 pró­sent hlut í Brimi og félagið á 1,79 pró­sent hlut í sjálfu sér. Bræð­urnir halda því á 49,86 pró­sent hlut í útgerð­ar­ris­anum og geta saman myndað meiri­hluta í honum ef atkvæða­vægi eigin hlutar Brims er dregið frá. Hlutur félaga Hjálm­ars í Brim er met­inn á 10,4 millj­arða króna og hefur hækkað um 4,4 millj­arða króna á tíu mán­uð­um.

Sam­an­lagt hefur hlutur bræðr­anna og sona Hjálm­ars því hækkað um næstum 43 millj­arða króna frá því í maí í fyrra. 

Stefnir í metár

Síð­asta ár, 2021, var besta ár íslenskra útgerða frá upp­hafi ef miðað er við heild­ar­afla­verð­mæti. Sam­kvæmt tölum sem Hag­stofa Íslands birti í byrjun mars var heild­ar­afla­verð­mæti íslenskra útgerða 162 millj­arðar króna miðað við fyrstu sölu og jókst um níu pró­sent milli ára. Í ljósi þess að ein­ungis var búið að veiða, landa og selja loðnu fyrir um fimmt­ung af því sem vænst er að fáist fyrir úthlut­aðan kvóta vegna yfir­stand­andi fisk­veiði­árs um síð­ustu ára­mót má vænta þess að árið 2022 verði enn betra ár fyrir útgerðir lands­ins. Veik­ing krón­unnar mun auk þess ýkja rekstr­ar­nið­ur­stöð­una en hækk­andi olíu­verð auka kostnað á mót­i. 

Þess var því beðið með nokk­urri eft­ir­vænt­ingu að skráðu útgerð­ar­fé­lögin myndu birta árs­upp­gjör sín, fyrstu birtu upp­gjör útgerða vegna árs­ins 2021. Það gerð­ist í lok febr­úar og byrjun mar­s. 

Bæði félög­in, Síld­ar­vinnslan og Brim, högn­uð­ust um rúma ell­efu millj­arða króna í fyrra. Á grund­velli þessa árang­­urs ætlar Brim að greiða hlut­höfum sínum rúm­­lega fjóra millj­­arða króna í arð vegna frammi­­stöðu síð­­asta árs og Síld­ar­vinnslan ætlar að greiða sínum 3,4 millj­arða króna. Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur og félög Hjálm­ars Krist­jáns­sonar fá um tvo millj­arða króna af arð­greiðslu Brims í sinn hlut og Sam­herji, Kjálka­nes og Snæ­fugl rúm­­lega 1,8 millj­­arða króna af arð­greiðslur Síld­ar­vinnsl­unn­ar. 

Greiða meira í arð en í opin­ber gjöld

Síld­ar­vinnslan greiddi 531 millj­­ónir króna í veið­i­­­gjöld í fyrra og tæp­­lega 2,1 millj­­arð króna í tekju­skatt. Því námu sam­an­lagðar greiðslur vegna veið­i­­gjalds og tekju­skatts í rík­­is­­sjóð um 2,6 millj­­örðum króna, eða 76 pró­­sent af þeirri upp­­hæð sem til stendur að greiða hlut­höfum í arð og 23 pró­­sent af hagn­aði Síld­­ar­vinnsl­unnar vegna síð­­asta árs. 

Brim greiddi alls um 907 millj­­ónir króna í veið­i­­­gjald á árinu 2021 og tæpa þrjá millj­arða króna í tekju­skatt. Sam­tals greiddi Brim því rúm­lega 3,8 millj­arða króna í tekju­skatt og veiði­gjöld til rík­is­sjóðs, sem er lægri upp­hæð en til stendur að greiða hlut­höfum í arð og um þriðj­ungur af hagn­aði félags­ins.

Þetta er við­snún­ingur sem fyrst varð vart á árinu 2020. Þá greiddu öll sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins í fyrsta sinn eig­endum sínum meira í arð en þau greiddu sam­tals í tekju­skatt, trygg­inga­gjald og veiði­gjald. Arð­greiðsl­urnar 2020 voru 21,5 millj­arðar króna en opin­beru gjöldin 17,4 pró­sent. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar