Í þá tíð… Berfætti hlaupagikkurinn

Eþíópíumaðurinn Abebe Bikila hljóp skólaus inn í sviðsljósið með sigri á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960 en skildi eftir sig varanleg spor í íþróttaheiminum.

Bikila
Auglýsing

Nú er rúm vika liðin frá því að Reykja­vík­ur­mara­þonið var hald­ið. Þar reyndu sig margir, bæði til gam­ans og til keppnis (þetta brýtur örugg­lega í bága við mál­fræði­regl­ur). Sig­ur­veg­arar dags­ins voru að sjálf­sögðu þau góðu mál­efni sem nutu góðs af. Einnig mætti segja að allir þátt­tak­endur hefðu verið sig­ur­veg­arar í sjálfu sér… en það væri strangt til tekið rangt. Sig­ur­veg­arar voru þau Natasha Yaremczuk í kvenna­flokki og Arnar Pét­urs­son í karla­flokki, en Arnar kom í mark á tím­anum 2:28:17.

Mara­þon­hlaup eru hins vegar íþrótt með ævafornar ræt­ur. Sagna­rit­ar­ar, sem Vís­inda­vef­ur­inn vísar til, hafa boðið uppá ýmsar útgáfur af „fyrsta mara­þon­hlaup­inu“ og er þar annað hvort talað um sendi­boð­ann Fil­ippídes, sem átti að hafa hlaupið 240 kíló­metra leið frá Aþenu til Spörtu til að óska eftir lið­sinni í orr­ustu gegn Persum, eða sendi­boða sem hét annað hvort  Þersippos eða Evkles, og hljóp frá Mara­þon í Grikk­landi til Aþenu (um 42 km) til að til­kynna um sigur Aþen­inga í téðri orr­ustu.

Bikila var farinn að keppa í skóm þegar hann varði titil sinn á ÓL í Tókýó árið 1964.

Auglýsing

Hver sem sann­leik­ur­inn er í þessu, var mara­þon­hlaup gert að keppn­is­grein á fyrstu nútíma­ólymp­íu­leik­unum árið 1896. Lengd hlaupanna var fyrst um sinn ekki full­kom­lega stöðl­uð. Miðað var við að hlaupin væru um 40km, þar sem aðstæður á hverjum keppn­is­stað réðu lengd­inni. Árið 1921 var svo ákveðið að öll mara­þon­hlaup skyldu vera 42,195km og nú til dags eru hlaupin um 800 mara­þon­hlaup árlega um heim all­an.

Sveita­strákur slær í gegn

Hinn 7. ágúst 1932 fædd­ist drengur í litlu þorpi Shewa-hér­aði í Eþíóp­íu, einmitt sama dag og keppni í mara­þon­hlaupi fór fram á Ólymp­íu­leik­unum í Los Ang­el­es. Piltur þessi hlaut nafnið Abebe BIk­ila og átti sann­ar­lega eftir að skapa sér nafn í íþrótta­heim­in­um.

Bik­ila gekk í her­inn þegar hann var tví­tug­ur. Þar var hann „upp­götv­að­ur“, ef svo má segja, af sænskum þjálf­ara, sem hafði horft upp á hann hlaupa 20km á hverjum degi. Við tóku mark­vissar æfingar til að koma honum í fremstu röð og hann hljóp sitt fyrsta mara­þon­hlaup í keppni meðal her­manna árið 1956, 24 ára að aldri, og lenti í öðru sæti.

Þegar fór að líða að Ólymp­íu­leik­unum árið 1960 var Bik­ila í hörku­formi. Hann tók þátt í sínu fyrsta alvöru mara­þon­hlaupi í júlí og sigr­aði, og bætti öðru gulli  við í ágúst. Bæði hlaupin fóru fram í Addis Ababa, höf­uð­borg Eþíóp­íu, en nú tók stóra sviðið við, sjálfir Ólymp­íu­leik­arn­ir.

Sleppti skónum

Bik­ila hafði alltaf hlaupið ber­fætt­ur, en þegar komið var til Róm­ar, með sín steinum lögðu stræti, ákvað hann að breyta til og kaupa sér keppn­is­skó. Þeir meiddu hann hins vegar og hann fékk blöðrur á fæt­urna undan þeim, þannig að hann ákvað að sleppa skón­um.

Eftir að hafa lamast í slysi árið 1969 prófaði Bikila sig áfram í ýmsum íþróttum, meðal annars bogfimi.

Það voru hreint engir aukvisar sem mættu til leiks í mara­þon­hlaup­inu. Fremstur meðal jafn­ingja var Sov­ét­mað­ur­inn Sergei Popov, sem átti heims­metið í grein­inni, en skömmu eftir ræs­ingu tók Belg­inn Aurèle Vand­endriessche for­yst­una. Í humátt á eftir honum komu Bret­inn Arthur Keily, Marokk­ó­mað­ur­inn Rhadi Ben Abdesselam og svo Abebe Bik­ila, sem vakti tals­verða athygli fyrir að hlaupa skó­laus. Þegar hlaupið var um það bil hálfnað höfðu Bik­ila og Abdesselam tekið for­yst­una og hlupu svo til hlið við hlið það sem eftir lifði. Hlaupið fór fram síð­degis og þegar kepp­endur nálg­uð­ust enda­markið var tekið að rökkva og var ekki laust við að nokkuð sér­stök stemmn­ing hafi mynd­ast þar sem ítalskir her­menn lýstu upp Via Appia með kyndl­um. Þegar um 500m voru í mark tók Bik­ila á rás og stakk Abdesselam af. Hann kom í mark á tím­anum 2:15:16,2 og bætti þar með heims­metið um tæpa sek­úndu. Nýsjá­lend­ing­ur­inn Barry Magee varð í þriðja sæti og Popov mátti sætta sig við fimmta sætið á eftir landa sínum Kon­stantin Voro­byov.

Ekki var hins vegar að sjá á Bik­ila að hann væri sér­stak­lega upp­gef­inn þar sem hann skokk­aði á staðnum strax eftir að í mark var komið og lét hann þess getið síðar að hann hefði getað hlaupið 10-15km í við­bót.

Afrekið var enn merki­legra í ljósi þess að þetta var fyrsta ólymp­íugullið sem féll í skaut íþrótta­manns frá Afr­íku­landi sunnan Sahara­eyði­merk­ur­innar og mark­aði upp­haf mik­illa yfir­burða Aust­ur-Afr­íku­fólks í mara­þon­hlaupi. Fram að þessu höfðu Banda­ríkja­menn, Vest­ur­-­Evr­ópu­bú­ar, Jap­anir og Suð­ur­-Kóreu­menn verið mest áber­andi meðal heims­met­hafa.

Þjóð­hetja verður goð­sögn

Þegar heim var komið fékk Bik­ila að sjálf­sögðu hetju­mót­tökur og var sæmdur heið­urs­merki af sjálfum keis­ar­anum Haile Selassie. Hann hélt áfram störfum sínum í varð­liði keis­ar­ans, en var einnig iðinn við að keppa. Árið eftir sigr­aði hann í hlaupi sem fór fram í Aþenu og hélt hann þar upp­teknum hætti og hljóp ber­fætt­ur, en þegar hann keppti (og sigr­aði) í Osaka í Japan og Kos­ice í Júgóslavíu síðar sama ár var hann í skóm.

Hann tók þátt í Boston-mara­þon­inu árið 1963 og varð í fimmta sæti, en í aðdrag­anda Ólymp­íu­leik­anna í Tókýó árið 1964 vann hann enn eitt hlaupið á heima­velli sínum í Addis Ababa. 

Verk­efnið sem horfði við Bik­ila var ansi stórt. Eng­inn hafði áður varið Ólymp­íu­titil í mara­þon­hlaupi. Und­ir­bún­ing­ur­inn virt­ist hins vegar ætla að fara í handa­skol þegar Bik­ila veikt­ist hast­ar­lega fjöru­tíu dögum fyrir setn­ingu leik­anna. Hann reynd­ist vera með botn­langa­bólgu og var botn­lang­inn tek­inn úr honum í snar­hasti hinn 16. sept­em­ber. Hann var hins vegar hinn keikasti strax eftir aðgerð­ina og var útskrif­aður á innan við viku.

Það var svo hinn 21. októ­ber sem mara­þon­hlaupið fór fram á ÓL í Tókýó og ekki að sjá á okkar manni að hann væri svo til nýkom­inn af skurð­ar­borð­inu. Bik­ila var meðal fremstu manna í byrj­un, í flúnku­nýjum Puma-­skóm, en nokkuð fór að skilja á milli eftir um 10km. Þá voru Bik­ila og tveir aðrir hlauparar komnir all­langt fram úr hópn­um. Áður en hlaupið var hálfnað var Bik­ila hins vegar búinn að setja í flug­gír­inn og stakk alla af.

Hann kom einn inn á Ólymp­íu­leik­vang­inn þar sem hann var hylltur ákaft af 75.000 áhorf­end­um, og lauk keppni á nýju heims­meti (metið  hafði verið slegið fjórum sinnum frá síð­ustu Ólymp­íu­leik­um) 2:12:11,2 en það var rúmri einni og hálfri mín­útu undir fyrra meti.

Ekki voru fagn­að­ar­læti heima við minni að þessu sinni og fleiri heið­urs­merki bætt­ust við safn­ið, auk þess sem hann fékk íbúð og bíl til umráða frá hern­um.

Sorg­legur endir á glæsi­legum ferli

Bik­ila hafði skorið nafn sitt í ann­ála frjáls­í­þrótta þegar þarna var komið við sögu og hann átti enn eftir að láta til sín taka. Sig­ur­ganga hans hélt óslitin áfram til árs­ins 1967, þegar hann meidd­ist á aft­an­verðu læri og náði sér aldrei almenni­lega á strik aft­ur.

Upp að því hafði hann keppt í 15 alþjóð­legum mara­þon­hlaupum og unnið fjórtán þeirra.

Draum­ur­inn um að verja Ólymp­íu­tit­il­inn í annað sinn árið 1968 fór fyrir lítið þegar í ljós kom, skömmu fyrir keppni, að Bik­ila var með sprungu í legg­beini og þrátt fyrir að hann hafi reynt að harka af sér, varð hann að hætta keppni eftir um 16km. Þetta reynd­ist vera hans síð­asta hlaup.

Árið eftir lenti Bik­ila í bílslysi þar sem hann velti bif­reið sinni seint að kvöldi og sat þar fastur fram á morg­un. Ekk­ert er vitað með vissu um aðdrag­anda slyss­ins, en líkur eru á að hann hafi drukkið áfengi áður enn hann ók af stað.

Bik­ila var lamaður frá háls og niður úr eftir slysið, en fékk síðar afl í hand­legg­ina.

Hann reyndi fyrir sér í margs konar íþróttum þrátt fyrir fötlun sína, meðal ann­ars bog­fimi, borð­tennis og jafn­vel hunda­sleða­hlaupi.  

Við setn­ingu ÓL í Munchen 1972 var Bik­ila heið­urs­gestur og fékk stand­andi lófa­klapp þegar hann kom inn á völl­inn.

Bik­ila lést rúmu ári síð­ar, í októ­ber 1973, af völdum heila­blæð­ing­ar, 41 árs að aldri. Blæð­ing­una mátti rekja til afleið­inga slyss­ins sem hann hafði lent í fjórum árum áður. Hann var jarð­settur við mikla athöfn í Addis Ababa og fylgdu tugir þús­unda honum til graf­ar, þar á meðal keis­ar­inn sjálf­ur.

Á stuttum en giftu­ríkum ferli skap­aði Abebe Bik­ila sér nafn sem einn fremsti mara­þon­hlaup­ari allra tíma, ef ekki sá allra fremsti. Sú stað­reynd að hann hljóp ber­fættur framan af, er vissu­lega skemmti­leg kúríósa og eflaust það sem flestum dettur fyrst í hug. En hann skildi þó eftir sig miklu meira en það, og var leið­ar­ljós fyrir ótal hlaupara frá Aust­ur-Afr­íku sem hafa borið höfuð og herðar yfir aðra lang­hlaupara um ára­bil.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...