Í þá tíð… Byltingarmanni banað með ísöxi

Byltingarmaðurinn rússneski Leon Trotský var myrtur með ísöxi af útsendara Stalíns árið 1940. Morðvopnið komst nýlega í hendur safnara sem kom því fyrir á safni.

Trotský var einn af forvígismönnum kommúnista sem tóku völdin í Rússlandi árið 1917. Hann var kominn af bændum af gyðingaættum í Úkraínu.
Auglýsing

Klíkan sem tók völdin í Rúss­landi eftir bylt­ing­una fyrir réttri öld síðan var skipuð mörgum sví­virði­legum ill­virkj­um, en helstu framá­menn­irnir í þessum hópi og sam­böndin þeirra á milli vekja enn áhuga. Það und­ir­strik­að­ist enn nú fyrir skemmstu þegar fréttir bár­ust af því að ísöxin sem notuð var til að bana Leon Trot­ský kom í ljós eftir að hafa verið týnd í ára­tugi.

Í fram­varð­ar­sveit bylt­ing­ar­manna

Bol­sé­vikar náðu völdum í Rúss­landi árið 1917, nokkru eftir að Niku­lás keis­ari hafði verið settur af. Þar fór fremstur í flokki Vla­dimír Ilýits Úlýa­nov Lenín, en einn af hans nán­ustu sam­verka­mönnum var fyrr­nefndur Trot­ský.

Trot­ský fædd­ist í Úkra­ínu árið 1879, sonur sæmi­lega stöndugra bænda af gyð­inga­ætt­um. Þegar Lev Dav­idóvits Bron­stein, eins og hann var nefnd­ur, var níu ára var hann sendur til náms í borg­inni Odessa. Borgin sú var ólík flestum rúss­neskum borg­um, suðu­pottur fólks og hug­mynda úr mörgum átt­um, og er getum leitt að því að þarna hafi pilt­ur­inn orðið fyrir áhrifum sem gerðu hann að alþjóða­sinna.

Ungur fór Lev Bron­stein að hneigj­ast að Marx­isma og tók að starfa með rót­tækum öflum innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Fyrir það var hann fang­els­aður árið 1898 og tveimur árum síðar var hann sendur í útlegð til Síber­íu.

Hann hneigðist ungur til sósíalisma og komst í kast við lögin. Árið 1902 flúði hann land og tók upp nafnið Leon Trotský.Þaðan slapp hann árið 1902 og komst til Eng­lands á fölsuðum skil­ríkjum með nafn­inu Leon Trot­ský. Í Englandi hitti hann marga skoð­ana­bræður sína sem höfðu flúið Rúss­land, meðal ann­ars Lenín, en þeir voru framan af á önd­verðum meiði sós­í­al­ism­ans, þar sem Trot­ský var „men­sé­viki“ og hneigð­ist að lýð­ræð­is­legri aðferðum en Lenín og bol­sé­vik­ar.

Þegar ástandið í Rúss­landi fór að taka á sig form bylt­ingar árið 1905, eftir fjöldamorð keis­ara­varða á frið­sömum mót­mæl­endum (sem fjallað var um í fyrri pistli), hélt Trot­ský heim á leið en þegar róst­urnar dofn­uðu var hann aftur sendur í útlegð til Síber­íu, þaðan sem hann slapp – aftur – árið 1907.

Næstu tíu ár gerði Trot­ský víð­reist. Hann bjó í Vín um hríð, var frétta­rit­ari í Balkan­stríð­un­um, fór svo til Sviss, Par­ísar og Spán­ar. Eins og flestir for­víg­is­menn sós­í­alista var hann and­vígur þátt­töku Rúss­lands í Fyrri heims­styrj­öld­inni. Hann var af þeim sökum rek­inn bæði frá Frakk­landi og Spáni og var staddur í New York þegar fréttir bár­ust af bylt­ing­unni í Rúss­landi.

Trot­ský hélt þegar af stað aftur til Rúss­lands og eftir að hann hafði skipt yfir í hóp bol­sé­vika varð hann lyk­il­maður í valda­töku þeirra í Petr­ograd (síðar Lenín­grad og nú St. Pét­urs­borg), áður en Lenín sneri sjálfur heim.

Trot­ský var her­for­ingi bol­sé­vika í átök­unum við stjórn­ar­her Alex­and­ers Ker­en­skýs, sem hafði stýrt rúss­nesku stjórn­inni sem tók við eftir að keis­ar­anum var steypt af stóli.

Eftir að bol­sé­vikar höfðu tekið völdin var Trot­ský skip­aður utan­rík­is­ráð­herra, og hans fyrsta verk var að hefja vopna­hlé­svið­ræður við Þýska­land og banda­menn þeirra. Eftir að samn­ingar tók­ust tók Trot­ský að sér að vera yfir­maður her­afl­ans, þar sem hans beið það mikla verk að mynda Rauða her­inn úr rústum keis­ara­hers­ins.

Það gekk að óskum, miðað við að Rauði her­inn vann fulln­að­ar­sigur á Hvít­liðum and-komm­ún­ista í borg­ara­styrj­öld­inni sem lauk 1920. Trot­ský lagði mikla áherslu á aga og fag­mennsku í röðum hers­ins og réði meira að segja for­ingja úr keis­ara­hern­um. Nálgun hans var umdeild og afl­aði hann sér margra óvild­ar­manna innan for­ystu­sveitar komm­ún­ista, meðal ann­ars Stalíns.

Trotský stýrði endurreisn Rauða hersins og stýrði hinum til sigurs í rússnesku borgarastyrjöldinni.

Þó var flestum ljóst að Trot­ský stóð Lenín næst að völdum á þessum tíma. Ekki var hann hið ein­asta for­ingi her­afl­ans, heldur var hann líka einn af fimm með­limum í hinni fyrstu Polit­buro, valda­mestu stofnun Komm­ún­ista­flokks­ins, og var höf­undur stefnu­yf­ir­lýs­ingar Kom­intern, alþjóða­sam­bands komm­ún­ista­flokka árið 1919.

Ókrýnda arf­tak­anum bolað í burtu

Hann var hins vegar ekki eins sleipur póli­tíkus og margir félaga hans, og þegar Lenín veikt­ist árið 1922 tóku hinir þrír með­limir Polit­buro, Grígorí Zinovjeff, Lev Kameneff og Stalín, sig saman gegn honum og mynd­uðu eins konar þrí­veldi, eða tríum­vírat.

Lenín batn­aði nokkuð á tíma­bili og nýtti tím­ann til að rita skýrslu um fram­tíð flokks­ins þar sem hann fór meðal ann­ars yfir mann­kosti helstu und­ir­manna sinna. Þar var­aði hann við upp­gjöri milli Trot­skýs og Stalíns og lagði hann meðal ann­ars til að sá síð­ar­nefndi yrði settur af sem aðal­rit­ari flokks­ins.

Auglýsing

Það kom hins vegar ekki til fram­kvæmda – aug­ljós­lega – og eftir að annað heila­blóð­fall lagði Lenín að velli árið 1923, var Stalín búinn að tryggja ítök sín innan flokks­ins og stjórn­kerf­is­ins.

Umsvifa­laust var farið að grafa undan Trot­ský á vett­vangi flokks­ins. Stefna hans um alþjóð­lega bylt­ing­ar­hreyf­ingu sós­í­alista og „var­an­lega bylt­ingu“ var töluð niður sem trú­villa úr her­búðum men­sé­vika og lítið var gert úr fram­lagi hans til bylt­ing­ar­inn­ar.

Loks var honum bolað úr stól sem hern­að­ar­kommisar árið 1925 og næstu miss­eri var hann rek­inn úr Polit­buro, mið­stjórn flokks­ins og loks flokknum sjálf­um.

Útlegð

Árið 1928 var Trot­ský sendur í útlegð til Kasakstan og ári síðar var hann rek­inn úr landi. Hann kom sér fyrst fyrir í Tyrk­landi, þá Frakk­landi og Nor­egi, en þegar honum var ekki lengur vært þar, sökum þrýst­ings frá Sov­ét­ríkj­unum kom hann sér til Mexíkó árið 1936.

Í hreins­un­unum sem Stalín stóð fyrir á næstu árum voru stuðn­ings­menn Trot­skýs ræstir út úr stjórn­kerf­inu, og Trot­ský sjálfur dæmdur fjar­ver­andi fyrir land­ráð.

Trot­ský hafði komið sér, konu sinni Natalíu og börnum fyrir í úthverfi Mexík­ó­borgar og vann þar við skriftir og að fram­gangi sós­í­al­ism­ans og var óspar á gagn­rýni á Stalín. Hann var meðal ann­ars í nánum sam­skiptum við lista­manna­hjónin Diego Rivera og Fridu Kahlo, sem höfðu haft milli­göngu um að Trot­ský var boðið hæli í Mexíkó.

Myrtur í annarri til­raun

Stalín gat ekki unað fjanda sínum það að reyna að grafa undan sér og sam­þykkti árið 1939 áætlun um að ráða Trot­ský af dög­um.

Eftir að Lenín féll frá tók Stalín öll völd í Sovétríkjunum og bolaði sínum gamla fjandmanni í burtu.

Áætl­unin var tví­þætt. Ann­ars vegar var mexíkóskur lista­mað­ur, David Alfaro Siqueiros að nafni, sem var einnig útsend­ari NKVD (for­vera KGB) lát­inn fara fyrir sveit byssu­manna sem dul­bjó sig sem lög­reglu­menn. Þeir létu byssu­kúlum rigna yfir hús fjöl­skyld­unnar nótt eina í maí árið 1940, en Trot­ský og kona hans sluppu ómeidd.

Hins vegar var ungur Spán­verji, Ramon Mercader, til­bú­inn til að klára verk­ið. Sá hafði verið feng­inn til að flytja til Mexíkó tveimur árum áður og koma sér í mjúk­inn hjá Trot­ský.

Þremur mán­uðum eftir fyrra til­ræðið kom Mercader að húsi Trot­skýs, einu sinni sem oft­ar, nema nú sagði hann við líf­verð­ina að hann hafi ritað grein sem hann vildi bera undir „hinn gamla“ eins og hann sagði.

Mercader kom vopn­aður byssu, hníf og ísöxi sem hann faldi í sam­an­brotnum frakka sem hann hafði undir hend­inni. Hann ætl­aði sér að sleppa eftir verkn­að­inn og því vildi hann forð­ast í lengstu lög að nota byss­una.

Trot­ský hleypti unga mann­inum inn og sett­ist niður við skrif­borð sitt til að lesa grein­ina. Mercader beið ekki boð­anna og keyrði öxina í höfuð Trot­skýs. Áætl­unin gekk hins vegar ekki upp því að Trot­ský rak upp óp og réð­ist á Mercader. Verð­irnir komu fljótt aðvíf­andi og börðu árás­armann­inn nær til ólíf­is, en Trot­ský kall­aði á þá að drepa hann ekki. „Ekki drepa hann! Hann verður að tala!“ á hann að hafa sagt.

Spænskur kommúnisti réði Trotský af dögum á skrifstofu hans í Mexíkó árið 1940.

Trot­ský lést af sárum sínum dag­inn eft­ir, 60 ára að aldri, en Mercader var dæmdur til 20 ára fang­els­is­vist­ar. Sov­ét­ríkin sóru af sér öll tengsl við morð­ið, en eftir að Mercader var sleppt úr haldi var honum boðið til Kúbu þar sem hann lést árið 1978.

Roquella, eig­in­kona hans, sagði að síð­ustu orð hans á dán­ar­beð­inu hafi verið „Ég heyri það stöðugt. Ég heyri öskr­ið. Ég veit að hann bíður mín hinum meg­in.“

Öxin finnst

Ísöxin sem varð Trotský að bana kom nýlega í ljósÍsöxin var, eins og önnur sönn­un­ar­gögn í mál­inu, í vörslu lög­regl­unnar þar til að lög­reglu­maður einn, Alfredo Salas, tók hana með sér heim, að eigin sögn í þeim til­gangi að varð­veita hana. Hann gaf dóttur sinni hana og sú geymdi öxina undir rúmi sínu í 40 ár.

Dóttirin Ana vildi fá eitt­hvað fyrir sinn snúð og banda­rískur safn­ari, Keith Melton, sem hafði leitað að öxinni um árarað­ir, keypti hana loks og hefur nú komið henni fyrir á safni.

Melton seg­ist full­viss um að þetta sé öxin, enda sé hún af sömu stærð og gerð og vopnið og auk þess sjá­ist enn merki eftir blóð­ugt fingrafar morð­ingj­ans.

Ísöxin sem varð Trotský að bana kom nýlega í ljós

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...