Smitandi hugarflug og hugmyndaauðgi

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fór að sjá Loddarann í Þjóðleikhúsinu.

Jakob S. Jónsson
loddarinn
Auglýsing

Þjóð­leik­hús­ið: Lodd­ar­inn

Höf­und­ur: Molière

Þýð­ing: Hall­grímur Helga­son

Leik­stjórn: Stefan Metz

Leik­mynd og bún­ing­ar: Sean Macka­oui

Lýs­ing: Ólafur Ágúst Stef­áns­son

Tón­list og hljóð­mynd: Elvar Geir Sæv­ars­son

Leik­end­ur: Hilmir Snær Guðna­son, Guð­jón Davíð Karls­son, Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir, Kristín Þóra Har­alds­dótt­ir, Lára Jóhanna Jóns­dótt­ir, Oddur Júl­í­us­son, Ragn­heiður Stein­dórs­dótt­ir, Baldur Trausti Hreins­son, Dóra Jóhanns­dótt­ir.

Leik­rit Molières, Lodd­ar­inn er betur þekkt undir heit­inu Tartuffe og á stundum skeytt „hræsnar­inn” aftan við í sam­ræmi við franskt heiti þess, „Tartuffe, ou l’Imposte­ur”. Imposteur mun þó að merk­ingu vera nær „svik­ara” en „lodd­ara” en hvað þetta varðar hefur leik­hús­fólk gegnum tíð­ina tekið sér all­nokk­urt frelsi í sam­ræmi við þann eig­in­leika leik­húss að fara mis­mun­andi túlk­un­ar­leiðir í upp­færslu verka og tala til áhorf­enda sinna á þann hátt sem hæfir hverjum tíma fyrir sig. Það er því engin ástæða til að fetta fingur út í þann merk­ing­ar­mun; en eins og Guð­rún Krist­ins­dóttir Urfalino bendir á í fróð­legri grein í leik­skrá hafa leik­stjórar og leik­hópar lagt mjög ólíkar áherslur í túlkun sinni, einkum hvað varðar tit­il­hlut­verkið Tartuffe og eitt aðal­hlut­verk­anna, hins vel­stæða Org­ons. Í sýn­ingu Þjóð­leik­húss­ins á Lodd­ar­anum hafa þeir reyndar hlotið ný og íslensk­ari nöfn – Guð­reður og Orgeir – sem færir leik­inn óneit­an­lega nær íslenskum veru­leika auk þess að gefa góð færi á ýmsum orða­leikj­um.

Auglýsing
Söguþráðurinn er eins og venja er hjá Molière frekar ein­faldur og blátt áfram: Hinn auð­ugi fjöl­skyldu­faðir Org­eir hefur tekið inn á heim­ili sitt hinn að því er virð­ist heit­trú­aða Guð­reð og lítur á hann sem góð­mennsk­una og göf­ug­lyndið upp­mál­að, trúir hverju hans orði og gerir hann að sínum and­lega leið­toga. Ekki er þó öllum um þetta gefið – eig­in­konan Elm­íra, börnin Mar­í­anna og Danni og ekki síst þjón­ustu­stúlkan Dóra gruna hinn heilaga gúrú um græsku enda má greina tals­verðan mun hjá honum á orði og æði – tal hans er fag­ur­gali en gjörðir hans grun­sam­leg­ar, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið. Reyndar fá áhorf­endur ekki að sjá Guð­reð fyrr en komið er fram í miðjan leik – það er talað um hann og heil­mikið deilt og áhorf­endur verða því að gera upp hug sinn sjálfir þegar hann kemur sjálfur fram á sjón­ar­svið­ið. Hér er hins vegar ljóst frá upp­hafi að Guð­reður er hinn versti óþokki. Trúgirni Org­eirs verður þeim mun ill­skilj­an­legri, en vald hans sem heim­il­is­föður er hins vegar óum­deilt. Hér er líka að lík­indum að finna rót­ina að ákveðnum vanda sem Lodd­ari Þjóð­leik­húss­ins á við að stríða, en að honum verður vikið síð­ar.

Ljóst er að þau mæðgin, Petr­únella og Org­eir, eru á bandi Guð­reðar meðan aðrir fjöl­skyldu­með­limir finna Guð­reði allt til for­áttu. And­staða þeirra verður vel skilj­an­leg í ljósi þess að Org­eir ákveður að gefa Guð­reði dóttur sína fyrir eig­in­konu í stað þess að sam­þykkja fyr­ir­hugað hjóna­band hennar við kærust­una Völu, hann rekur son sinn að heimann fyrir að ljúga upp á Guð­reð að hafa gert hosur sínar grænar gangvart eig­in­kon­unni Elm­íru og heim­ilar Guð­reði í kjöl­farið ótak­markað sam­neyti við eig­in­konu sína og á end­anum arf­leiðir hann Guð­reð að öllum eigum sín­um. Minna má það nú vera – en fyrir Molière vakir auð­vitað að skapa átök og dramat­íska spennu.

Á end­anum sér Elm­íra engin ráð önnur en að egna gildru fyrir Guð­reð til að sanna flá­ræði hans og svikulan huga gagn­vart Org­eiri vel­gjörða­manni hans og það gerir hún að Org­eiri sjá­andi. Við það opn­ast augu Org­eirs, en of seint. Hann er þegar búinn að afsala sér öllum eigum sínum og nú virð­ist ekk­ert bíða nema útburður úr húsi og heim­ili að boði Guð­reð­ar. Um enda­lok sýn­ing­ar­innar skal þó ekki upp­ljóstrað hér – loka­at­riðið er glæsi­legur loka­hnykkur á sýn­ing­unni og vekur fleiri hug­renn­ingar en unnt er að gera grein fyrir í stuttri gagn­rýni.

Lodd­ar­inn er þýddur af Hall­grími Helga­syni og fylgir hann hefð­inni að hafa text­ann strang­lega bund­inn og rím­að­an; auk þess færir Hall­grímur mál­farið til nútíma með skemmti­legum orða­leikjum og slang­ur­yrð­um; text­inn verður fyrir vikið bráð­fynd­inn og mun Hall­grím­sk­ari en Molièrskur og ekki nema gott eitt um það að segja. Hið 350 ára leik­verk Molières er senni­lega jafn lif­andi á fjölum Þjóð­leik­húss­ins núna á vor­dögum 2019 og það hlýtur að hafa verið við frum­sýn­ingu þess í Ver­sölum 1664. Ekki skal dæmt um þýð­ing­una sem slíka hér, en texti Hall­gríms er ákaf­lega vel sam­inn, áheyri­legur og fer yfir­leitt vel í munni leik­ar­anna.

Nokkuð bar þó á því að bundið mál er ekki tamt leik­urum sýn­ing­ar­inn­ar. Und­ir­rit­aður hefur margoft bent á að Þjóð­leik­húsið þurfi að taka sig á í þeim efn­um. Full­yrt hefur verið að með­ferð texta sé van­rækt náms­efni í leik­list­ar­námi Lista­há­skóla Íslands og þess ber greini­lega merki í texta­með­ferð almennt á íslenskum leik­svið­um. Þó skal það sagt og full­yrt að Þjóð­leik­húsið virð­ist auð­heyri­lega hafa tekið sig á í þessu efni. Hér fer leik­hóp­ur­inn yfir­leitt vel með text­ann og hann hvílir betur í munni en hefur oft áður heyrst. Lodd­ar­inn er því ekki síður eyrna­konfekt en augna og því ber að fagna. Hins vegar má benda á að það er tals­verður munur á texta­ferð eldri og yngri leik­ara og það er óneit­an­lega stað­reynd að full­komnun í með­ferð og fram­sögn texta verður ekki náð með því að vinna eina sýn­ingu vel, heldur verður að vinna þrot­laust að vöndun fram­sagnar og texta­með­ferðar og á að sjálfsögðu að vera hluti af vinnu við þjóð­leik­hús.

En Lodd­ar­inn er ekki síður augna­konfekt en eyrna. Sean Macka­oui hefur skapað ákaf­lega fal­lega, smekk­lega og ekki síður fyndna leik- og bún­inga­mynd. Allt er dregið skýrum dráttum og smekk­legum lit­um. Hér má einnig njóta þess hversu hug­vit­sam­legt valið er á leik­munum þar sem hver hlutur þjónar til­gangi og á sinn þátt í að kynna karakt­era og stuðla að fram­vindu sög­unn­ar. Leik­mun­ir, leik­mynd og bún­ingar segja ekki síður sög­una en text­inn og leik­ar­arnir og áhorf­endur eru svo sann­ar­lega hvattir til að taka eftir því hvernig öll þessu sjón­rænu atriði taka fullan þátt í heild­inni. Nefnd skal einnig hóg­vær og fal­leg lýs­ing Ólafs Ágústs Stef­áns­sonar og frá­bær hljóð­mynd Elvars Geirs Snæv­ars­son­ar, þar sem má m.a. finna skemmt­ara er í kostu­legu aðal­hlut­verki. Það má raunar segja um alla sjón­ræna þætti sýn­ing­ar­innar að þeir byggja á smit­andi hug­ar­flugi og hug­mynda­auðgi sem glæðir sög­una sjálf­stæðu lífi og ber list­rænni stjórn sýn­ing­ar­innar fag­mann­legt vitni. Und­ir­rit­aður getur þó ekki stillt sig um að minna á, að það ku hafa verið Tjek­hov sjálfur sem sagði, að ekki skyldi hengja slökkvi­tæki á vegg nema úr því væri sprautað áður en yfir lyki …Mynd: Þjóðleikhúsið.

Lodd­ari Þjóð­leik­húss­ins á við ákveð­inn vanda að stríða. Hann er sá að svo virð­ist sem lögn per­són­anna sé í ósam­ræmi við upp­haf­lega sögu Molières. Það verður til dæmis hvergi séð með ótví­ræðum hætti hvað vakir í raun fyrir Guð­reði – það er eins og hann ásælist ekki það allt sem hann á end­anum fær, heldur fái það bara upp í hendur af Org­eiri. Það væri kannski lagi ef ekki væri líka alls­endis óljóst hvað vakir fyrir Org­eiri með því að taka Guð­reð inn á heim­ilið og færa honum allt upp í hend­ur. Það er eins og Org­eir hafi frum­kvæðið í þess­ari sýn­ingu þótt færi jafn­vel betur á því, sög­unnar vegna, að Guð­reður hefði það með hönd­um. Sá guðsótti sem var raun­veru­legt afl per­sóna á tímum Molières og gat rekið fólk til að gera ýmis­legt sem þykir frekar ótrú­verð­ugt á okkar tímum hjálpar ekki þess­ari sýn­ingu, hér hefði þurft að finna annað afl, fyrst farin er sú leið að setja sýning­una í óræðan nútíma.

Það er líka athygl­is­vert, að ekk­ert er gert úr því að Org­eir hóf Guð­reð upp úr sár­ustu örbirgð – það er sagt en hvergi sýnt og er ekki að sjá að þessi örbirgð sem Guð­reður er komin úr hafi nokkuð að segja fyrir hans karakter – sem vel að merkja varðar ekki leik Hilmis Snæs heldur lögn leik­stjóra og leik­ara fyrir karakt­er­inn. Í áður nefndri grein í leik­skrá Lodd­ar­ans verður þess ekki heldur vart að aðrar sýn­ingar hvorki erlendis né hér­lendis hafi tekið á þessum upp­runa Guð­reðar / Tartuffe í örbirgð, og mætti þó ugg­laust styðja það rökum og gefa karakt­ernum þau gildi að það skipti máli. Lodd­ari Stefan Metz og Þjóð­leik­húss­ins virð­ist ekki skera sig úr Tartuffehefð­inni hvað það varð­ar.

Það er að þessu leyt­inu margt sem kemur fram í text­an­um, sem lítið eða ekk­ert er gert úr í þeirri túlkun sem fram kemur í leik og leik­stjórn. Fyrir vikið verða til dæmis enda­lok leiks­ins ill­skilj­an­leg þótt þau séu að sönnu áhrifa­rík og glæsi­leg með hug­vit­sam­legri umbreyt­ingu á leik­mynd og alger­lega nýrri stöðu per­són­anna. En efn­is­lega er eins og botn­inn detti úr og lítið verði efn­is­lega úr þó þeirri til­raun sem hér er gerð til að færa hið klass­íska verk Molières til nútíma og er vissu­lega allrar virð­ingar verð.

Þessar vanga­veltur eru þó ekki hér settar fram nema til að örva ímynd­un­ar­afl vænt­an­legra áhorf­enda. Víst er að Lodd­ari Stef­ans Metz og Þjóð­leik­húss­ins er að mörgu leyti skemmti­legt leik­hús, hin ágætasta skemmtun og vel kvöld­stundar virði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiMenning