Óvissuferð þjóðar, græðgi útgerða, COVID-19 og „örlítill grenjandi minnihluti“

Mest lesnu fréttir ársins á Kjarnanum snerust sumar um COVID-19 með einum eða öðrum hætti. Áhugi þjóðarinnar á öðrum stórum málum á hlaðborði samfélagsátaka var þó áfram til staðar.

Fréttirársins2020nýtt.jpeg
Auglýsing

5. Spurði hvort „ör­lít­ill grenj­andi minni­hluti“ ætti að geta neitað þjóð­inni um þjóð­garð

„Á ein­hver örlít­ill grenj­andi minn­i­hluti að hafa neit­un­­ar­­vald um það að þjóðin megi stofna þennan þjóð­­garð sinn á sínu eigin land­i?“ spurði Stein­grímur J. Sig­­fús­­son for­­seti Alþingis og þing­­maður Vinstri grænna í ræðu sinni um Hálend­is­­þjóð­­garð á Alþingi föstu­dags­kvöldið 8. des­em­ber.

For­­seti Alþingis er ekki tíður gestur í ræð­u­stól þings­ins, en Stein­grímur sagð­ist hafa látið það eftir sér að halda ræðu um mál­ið, sem hann sagði sér mik­il­vægt. „Ég hef sterkar taugar til þessa svæð­is,“ sagði Stein­grímur og bætti því við að fyrir honum væri leynd­ist hjarta Íslands og helg­i­­dómar á hálend­inu.

Þessi ummæli áttu eftir að hafa miklar afleið­ingar og urðu að sam­ein­ing­ar­tákni and­stæð­inga Hálend­is­þjóð­garðs­ins. 

Lesið frétt­ina í heild sinni hér.

4. Kári býðst til að skima fyrir veirunni

Í byrjun mars var greint frá því að Kári Stef­áns­­son, for­­stjóri Íslenskrar erfða­­grein­ing­­ar, hefði haft sam­­band við heil­brigð­is­yf­­ir­völd og boð­ist til að skima í sam­­fé­lag­inu fyr­ir­ nýju kór­ón­u­veirunni. „Ein­stakt á heims­vís­u,“ sagði Alma Möller land­læknir um málið á sam­eig­in­­leg­um ­blaða­­manna­fundi almanna­varna­­deildar rík­­is­lög­­reglu­­stjóra, Land­lækn­is­emb­ætt­is­ins og Land­helg­is­­gæsl­unnar sem fór fram þennan dag. 

Lesið frétt­ina í heild sinni hér.

3. Fjögur ráð til að hætta að snerta á sér and­litið

Það virð­ist sammann­­legt að snerta stöðugt á sér and­litið með­ f­ingr­un­­um. Við nuddum aug­un, klórum okkur í nef­inu, styðjum hönd undir kinn og stöng­um ­jafn­­vel úr tönn­unum með nögl­un­­um. En þegar við snertum á okkur and­litið berum við líka alls konar sýkla að því og þaðan eiga þeir greiða leið inn í lík­­a­mann.

Auglýsing
Þegar COVID-19 hóf inn­reið sína í líf okkar bentu heil­brigð­is­yf­­ir­völd ítrekað bent á að besta og ein­faldasta for­vörnin gegn smiti sé að þvo oft og vel á sér­ hend­­urnar með sápu. Bent hefur verið á að til að sótt­­varn­­ar­ár­angur náist þurf­i að þvo hend­­urnar í 20-30 sek­úndur í hvert sinn eða álíka lengi og það tekur að raula afmæl­is­­söng­inn fyrir munni sér.

Einnig var bent á að hnerra og hósta í pappír eða oln­­boga­­bót því bakt­er­­íur og veirur smit­­ast með úða. Þá er okkur ráð­lagt að sleppa kossaflensi, knúsi og því að heilsa fólki með handa­­bandi.

Og svo er okkur bent á að hætta að snerta á okkur and­litið í tíma og ótíma.

Kjarn­inn tók saman fjögur ráð til að hætta að þeim ósið. 

Lesið frétt­ina í heild sinni hér. 

2. Sjö útgerðir krefja ríkið um 10,2 millj­arða króna auk hæstu mögu­legu vaxta

Sjö útgerðir kröfðu íslenska ríkið um sam­tals 10,2 millj­­arða króna auk hæstu fáan­­legu vaxta vegna fjár­­­­tjóns sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna mak­ríl­kvóta sem fór ekki til þeirra á árunum 2011 til 2018. Útgerð­­irnar ákváðu að höfða mál eftir að tveir dómar féllu í Hæsta­rétti í des­em­ber 2018 sem sögðu að ekki hefði verið rétt haldið á úthlutun á mak­ríl­kvóta. 

Um var að ræða fyr­ir­tækin Gjög­ur hf., Ísfé­lag Vest­­­manna­eyja hf., Skinn­ey-­­­Þinga­­­nes hf., Loðn­­u­vinnsl­an hf. og Hug­inn ehf., Eskja hf. og Vinnslu­­­stöðin hf. Hluti þeirra féll frá kröfum sínum í kjöl­far þess að umfang hennar var opin­bert, og kröf­urnar voru almennt for­dæmd­ar. 

Það gerð­ist eftir að Kjarn­inn greindi frá mál­inu 11. apríl 2020.

Lesið frétt­ina í heild sinni hér. 

1. Víð­ir: Við erum að leggja í mikla óvissu­ferð

„Það sem við erum að velta mjög mikið fyrir okkur og er auð­vitað áhyggju­efni er hvað ger­ist núna 4. maí. Hvernig útfærslan á þessu verður end­an­­lega, hvernig við­brögðin verða og hvaða afleið­ingar það hefur á þau verk­efni sem við erum með í þessu. Og við erum að leggja í mikla óvissu­ferð með­ það. Við erum að reyna að finna sam­­spilið milli þess að finna bestu lausn­ina ­sótt­varna­lega séð og gera það sem okkar sér­­fræð­ingar telja öruggt að gera til­ að koma sam­­fé­lag­inu í gang.

Við erum öll orðin lang­­þreytt og höfum lagt gríð­­ar­­lega mik­ið á okk­­ur. Og ef maður horfir aðeins til baka í dag þá erum við búin að vera í þessu í um þrjá mán­uði, frá því að við byrj­­uðum að vinna í þessu á fullu. Auð­vitað væri það skelfi­­legt ef að það sem við gerum í maí myndi verða til þess að við þyrftum að byrja upp á nýtt.“

Þetta sagði Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá rík­is­lög­reglu­stjóra, á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna 17. apríl 2020. Og frétt Kjarn­ans um þessi ummæli var mest lesna frétt árs­ins á miðl­in­um. 

Lesið frétt­ina í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk