5. boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi. Það varð þó raunin. Annað lagið reyndist leikur sem krakkar á Jamaíku hefðu kunnað áratugum saman. Og hitt áratuga gamall söngur Rastafaratrúarhreyfingarinnar, ættaður frá Afríku og Jamaíka.
Fjallað var um þessa 20 ára deilu í Kjarnanum í janúar. Þar kom meðal annars fram að dómarinn í málinu hafi verið dökkhærður þegar málareksturinn hófst en gráhærður þegar honum lauk.
Lesið fréttaskýringuna í heild sinni hér.
4. Frægastur danskra leikara
Upp úr 10. nóvember árið 1965 átti Bente Christiansen von á sér. Hún bjó í Kaupmannahöfn, ásamt manni sínum Henning Mikkelsen og ársgömlum syni þeirra hjóna, Lars. Barnið sem Bente bar undir belti var ekkert að flýta sér í heiminn og það var ekki fyrr en 22. nóvember sem til tíðinda dró. Þá skaust hann í heiminn drengurinn sem síðar fékk nafnið Mads.
Hann lærði ballett og var atvinnudansari í áratug. Þrítugur að aldri lauk hann leikaranámi og er í dag frægastur allra danskra leikara.
Lesið fréttaskýringuna í heild sinni hér.
3. Hótelið á hafsbotni
Á hafsbotninum úti fyrir ströndum Danmerkur leynist margt, kafarar kalla það gósenland. Fjöldi skipa liggur á hafsbotni á þessum svæðum, sum þeirra frá síðustu öld en önnur hafa legið á hafsbotni öldum saman. Vitað er hvar mörg þessara skipa liggja en önnur, einkum frá fyrri öldum, hefur ekki tekist að finna. Þegar köfurum tekst að finna eitthvað sérlega merkilegt komast fréttir af slíku ævinlega í fjölmiðla. Og þær berast enn þá af og til.
Lesið fréttaskýringuna í heild sinni hér.
2. Álfan þar sem Lambda-afbrigðið breiðist út
Í júlí var delta-afbrigði kórónuveirunnar það sem var að gera mestan usla. En í sums staðar í heiminum var það líka annað afbrigði, lambda, sem vísindamenn fylgdust grannt með.
Afbrigði þetta hafði verið nokkurs konar kafbátur í faraldrinum og sennilega vangreint, m.a. vegna líkinda sinna við gamma- og beta-afbrigði kórónuveirunnar. Lambda var talið eldsneytið sem m.a. hafði knúið aukningu COVID-19 smita í Suður-Ameríku, Mið-Ameríku og á eyjum Karabíska hafsins síðustu vikur og þá sérstaklega í fátækustu löndunum þar sem bólusetningarhlutfall var lágt.
Lesið fréttaskýringuna í heild sinni hér.
1. 500 flutningaskip komast ekki leiðar sinnar
Í október síðastliðnum sátu hundruð fullhlaðinna flutningaskipa föst vítt og breytt um heiminn. Framundan var jólavertíðin og undanfari hennar, Black Friday.
Þótt margir kaupmenn hefðu vonast eftir mikilli sölu höfðu þeir jafnframt áhyggjur af að erfitt gæti reynst að útvega vörur fyrir jólin. Þar lék lykilhlutverk að um það bil 500 gámaskip, löstuð með næstum 300 milljón 20 feta gámum, lónuðu úti fyrir höfnum víðsvegar í heiminum.
Borgþór Arngrímsson útskýrði af hverju þetta ástand hafði skapast í fréttaskýringu.