Hótel á hafsbotni, þjófnaður Boney M, Mads, Lambda-afbrigðið og 500 flutningaskip

Þótt ýmis afbrigði kórónuveirunnar og afleiðingar hennar á aðflutningskerfi hefðu vakið áhuga lesenda Kjarnans sökktu þeir sér líka í umfjallanir um stolin lög og fræga leikara. Hér eru mest lesnu fréttaskýringar af erlendum vettvangi á árinu.

erlent2021old.jpeg
Auglýsing

5. boney M og stolnu lögin

Þegar söng­hóp­ur­inn Boney M sló í gegn seint á átt­unda ára­tug síð­ustu aldar með lög­unum „Brown Girl in the Ring“ og „Ri­vers of Babylon“ grun­aði engan að í kjöl­farið fylgdu mála­ferli sem stæðu í ára­tugi. Það varð þó raun­in. Annað lagið reynd­ist leikur sem krakkar á Jamaíku hefðu kunnað ára­tugum sam­­an. Og hitt ára­tuga gam­all söngur Rastafara­trú­ar­hreyf­ing­ar­inn­ar, ætt­­aður frá Afr­íku og Jamaíka. 

Fjallað var um þessa 20 ára deilu í Kjarn­anum í jan­ú­ar. Þar kom meðal ann­ars fram að dóm­ar­inn í mál­inu hafi verið dökk­hærður þegar mála­rekst­ur­inn hófst en grá­hærður þegar honum lauk. 

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

4. Frægastur danskra leik­ara

Upp úr 10. nóv­­em­ber árið 1965 átti Bente Christ­i­an­sen von á sér. Hún bjó í Kaup­­manna­höfn, ásamt manni sínum Henn­ing Mikk­el­sen og árs­­gömlum syni þeirra hjóna, Lars. Barnið sem Bente bar undir belti var ekk­ert að flýta sér í heim­inn og það var ekki fyrr en 22. nóv­­em­ber sem til tíð­inda dró. Þá skaust hann í heim­inn dreng­­ur­inn sem síðar fékk nafnið Mads. 

Hann lærði ball­ett og var atvinnu­dans­ari í ára­tug. Þrí­tugur að aldri lauk hann leik­ara­námi og er í dag frægastur allra danskra leik­ara.

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

3. Hót­elið á hafs­botni

Á hafs­­botn­inum úti fyrir ströndum Dan­­merkur leyn­ist margt, kaf­­arar kalla það gósen­land. Fjöldi skipa liggur á hafs­­botni á þessum svæð­um, sum þeirra frá síð­­­ustu öld en önnur hafa legið á hafs­­botni öldum sam­­an. Vitað er hvar mörg þess­­ara skipa liggja en önn­­ur, einkum frá fyrri öld­um, hefur ekki tek­ist að finna. Þegar köf­­urum tekst að finna eitt­hvað sér­­­lega merki­­legt kom­­ast fréttir af slíku ævin­­lega í fjöl­miðla. Og þær ber­­ast enn þá af og til. 

Auglýsing
Í ára­tugi hafa gengið sögur um að á hafs­botni norðan við Hels­ingja­borg í Sví­þjóð liggi stærðar steypu­hlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hót­els á Norð­ur­lönd­um. En skyldi þetta nú vera rétt?

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

2. Álfan þar sem Lambda-af­brigðið breið­ist út

Í júlí var delta-af­brigði kór­ónu­veirunnar það sem var að gera mestan usla. En í sums staðar í heim­inum var það líka annað afbrigði, lambda, sem vís­inda­menn fylgd­ust grannt með.

Afbrigði þetta hafði verið nokk­­urs konar kaf­bátur í far­aldr­inum og senn­i­­lega van­­greint, m.a. vegna lík­­inda sinna við gamma- og beta-af­brigði kór­ón­u­veirunn­­ar. Lambda var talið elds­­neytið sem m.a. hafði knúið aukn­ingu COVID-19 smita í Suð­­ur­-Am­er­íku, Mið-Am­er­íku og á eyjum Kar­ab­íska hafs­ins síð­­­ustu vikur og þá sér­­stak­­lega í fátæk­­ustu lönd­unum þar sem bólu­­setn­ing­­ar­hlut­­fall var lágt.

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

1. 500 flutn­inga­skip kom­ast ekki leiðar sinnar

Í októ­ber síð­ast­liðnum sátu hund­ruð full­hlað­inna flutn­inga­skipa föst vítt og breytt um heim­inn. Framundan var jóla­ver­tíðin og und­an­fari henn­ar, Black Fri­da­y. 

Þótt margir kaup­­menn hefðu von­­ast eftir mik­illi sölu höfðu þeir jafn­­framt áhyggjur af að erfitt gæti reynst að útvega vörur fyrir jól­in. Þar lék lyk­il­hlut­verk að um það bil 500 gáma­skip, löstuð með næstum 300 milljón 20 feta gámum, lón­uðu úti fyrir höfnum víðs­vegar í heim­in­um. 

Borg­þór Arn­gríms­son útskýrði af hverju þetta ástand hafði skap­ast í frétta­skýr­ing­u.  

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiFólk