Hótel á hafsbotni, þjófnaður Boney M, Mads, Lambda-afbrigðið og 500 flutningaskip

Þótt ýmis afbrigði kórónuveirunnar og afleiðingar hennar á aðflutningskerfi hefðu vakið áhuga lesenda Kjarnans sökktu þeir sér líka í umfjallanir um stolin lög og fræga leikara. Hér eru mest lesnu fréttaskýringar af erlendum vettvangi á árinu.

erlent2021old.jpeg
Auglýsing

5. boney M og stolnu lögin

Þegar söng­hóp­ur­inn Boney M sló í gegn seint á átt­unda ára­tug síð­ustu aldar með lög­unum „Brown Girl in the Ring“ og „Ri­vers of Babylon“ grun­aði engan að í kjöl­farið fylgdu mála­ferli sem stæðu í ára­tugi. Það varð þó raun­in. Annað lagið reynd­ist leikur sem krakkar á Jamaíku hefðu kunnað ára­tugum sam­­an. Og hitt ára­tuga gam­all söngur Rastafara­trú­ar­hreyf­ing­ar­inn­ar, ætt­­aður frá Afr­íku og Jamaíka. 

Fjallað var um þessa 20 ára deilu í Kjarn­anum í jan­ú­ar. Þar kom meðal ann­ars fram að dóm­ar­inn í mál­inu hafi verið dökk­hærður þegar mála­rekst­ur­inn hófst en grá­hærður þegar honum lauk. 

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

4. Frægastur danskra leik­ara

Upp úr 10. nóv­­em­ber árið 1965 átti Bente Christ­i­an­sen von á sér. Hún bjó í Kaup­­manna­höfn, ásamt manni sínum Henn­ing Mikk­el­sen og árs­­gömlum syni þeirra hjóna, Lars. Barnið sem Bente bar undir belti var ekk­ert að flýta sér í heim­inn og það var ekki fyrr en 22. nóv­­em­ber sem til tíð­inda dró. Þá skaust hann í heim­inn dreng­­ur­inn sem síðar fékk nafnið Mads. 

Hann lærði ball­ett og var atvinnu­dans­ari í ára­tug. Þrí­tugur að aldri lauk hann leik­ara­námi og er í dag frægastur allra danskra leik­ara.

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

3. Hót­elið á hafs­botni

Á hafs­­botn­inum úti fyrir ströndum Dan­­merkur leyn­ist margt, kaf­­arar kalla það gósen­land. Fjöldi skipa liggur á hafs­­botni á þessum svæð­um, sum þeirra frá síð­­­ustu öld en önnur hafa legið á hafs­­botni öldum sam­­an. Vitað er hvar mörg þess­­ara skipa liggja en önn­­ur, einkum frá fyrri öld­um, hefur ekki tek­ist að finna. Þegar köf­­urum tekst að finna eitt­hvað sér­­­lega merki­­legt kom­­ast fréttir af slíku ævin­­lega í fjöl­miðla. Og þær ber­­ast enn þá af og til. 

Auglýsing
Í ára­tugi hafa gengið sögur um að á hafs­botni norðan við Hels­ingja­borg í Sví­þjóð liggi stærðar steypu­hlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hót­els á Norð­ur­lönd­um. En skyldi þetta nú vera rétt?

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

2. Álfan þar sem Lambda-af­brigðið breið­ist út

Í júlí var delta-af­brigði kór­ónu­veirunnar það sem var að gera mestan usla. En í sums staðar í heim­inum var það líka annað afbrigði, lambda, sem vís­inda­menn fylgd­ust grannt með.

Afbrigði þetta hafði verið nokk­­urs konar kaf­bátur í far­aldr­inum og senn­i­­lega van­­greint, m.a. vegna lík­­inda sinna við gamma- og beta-af­brigði kór­ón­u­veirunn­­ar. Lambda var talið elds­­neytið sem m.a. hafði knúið aukn­ingu COVID-19 smita í Suð­­ur­-Am­er­íku, Mið-Am­er­íku og á eyjum Kar­ab­íska hafs­ins síð­­­ustu vikur og þá sér­­stak­­lega í fátæk­­ustu lönd­unum þar sem bólu­­setn­ing­­ar­hlut­­fall var lágt.

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

1. 500 flutn­inga­skip kom­ast ekki leiðar sinnar

Í októ­ber síð­ast­liðnum sátu hund­ruð full­hlað­inna flutn­inga­skipa föst vítt og breytt um heim­inn. Framundan var jóla­ver­tíðin og und­an­fari henn­ar, Black Fri­da­y. 

Þótt margir kaup­­menn hefðu von­­ast eftir mik­illi sölu höfðu þeir jafn­­framt áhyggjur af að erfitt gæti reynst að útvega vörur fyrir jól­in. Þar lék lyk­il­hlut­verk að um það bil 500 gáma­skip, löstuð með næstum 300 milljón 20 feta gámum, lón­uðu úti fyrir höfnum víðs­vegar í heim­in­um. 

Borg­þór Arn­gríms­son útskýrði af hverju þetta ástand hafði skap­ast í frétta­skýr­ing­u.  

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk