Hótel á hafsbotni, þjófnaður Boney M, Mads, Lambda-afbrigðið og 500 flutningaskip

Þótt ýmis afbrigði kórónuveirunnar og afleiðingar hennar á aðflutningskerfi hefðu vakið áhuga lesenda Kjarnans sökktu þeir sér líka í umfjallanir um stolin lög og fræga leikara. Hér eru mest lesnu fréttaskýringar af erlendum vettvangi á árinu.

erlent2021old.jpeg
Auglýsing

5. boney M og stolnu lögin

Þegar söng­hóp­ur­inn Boney M sló í gegn seint á átt­unda ára­tug síð­ustu aldar með lög­unum „Brown Girl in the Ring“ og „Ri­vers of Babylon“ grun­aði engan að í kjöl­farið fylgdu mála­ferli sem stæðu í ára­tugi. Það varð þó raun­in. Annað lagið reynd­ist leikur sem krakkar á Jamaíku hefðu kunnað ára­tugum sam­­an. Og hitt ára­tuga gam­all söngur Rastafara­trú­ar­hreyf­ing­ar­inn­ar, ætt­­aður frá Afr­íku og Jamaíka. 

Fjallað var um þessa 20 ára deilu í Kjarn­anum í jan­ú­ar. Þar kom meðal ann­ars fram að dóm­ar­inn í mál­inu hafi verið dökk­hærður þegar mála­rekst­ur­inn hófst en grá­hærður þegar honum lauk. 

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

4. Frægastur danskra leik­ara

Upp úr 10. nóv­­em­ber árið 1965 átti Bente Christ­i­an­sen von á sér. Hún bjó í Kaup­­manna­höfn, ásamt manni sínum Henn­ing Mikk­el­sen og árs­­gömlum syni þeirra hjóna, Lars. Barnið sem Bente bar undir belti var ekk­ert að flýta sér í heim­inn og það var ekki fyrr en 22. nóv­­em­ber sem til tíð­inda dró. Þá skaust hann í heim­inn dreng­­ur­inn sem síðar fékk nafnið Mads. 

Hann lærði ball­ett og var atvinnu­dans­ari í ára­tug. Þrí­tugur að aldri lauk hann leik­ara­námi og er í dag frægastur allra danskra leik­ara.

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

3. Hót­elið á hafs­botni

Á hafs­­botn­inum úti fyrir ströndum Dan­­merkur leyn­ist margt, kaf­­arar kalla það gósen­land. Fjöldi skipa liggur á hafs­­botni á þessum svæð­um, sum þeirra frá síð­­­ustu öld en önnur hafa legið á hafs­­botni öldum sam­­an. Vitað er hvar mörg þess­­ara skipa liggja en önn­­ur, einkum frá fyrri öld­um, hefur ekki tek­ist að finna. Þegar köf­­urum tekst að finna eitt­hvað sér­­­lega merki­­legt kom­­ast fréttir af slíku ævin­­lega í fjöl­miðla. Og þær ber­­ast enn þá af og til. 

Auglýsing
Í ára­tugi hafa gengið sögur um að á hafs­botni norðan við Hels­ingja­borg í Sví­þjóð liggi stærðar steypu­hlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hót­els á Norð­ur­lönd­um. En skyldi þetta nú vera rétt?

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

2. Álfan þar sem Lambda-af­brigðið breið­ist út

Í júlí var delta-af­brigði kór­ónu­veirunnar það sem var að gera mestan usla. En í sums staðar í heim­inum var það líka annað afbrigði, lambda, sem vís­inda­menn fylgd­ust grannt með.

Afbrigði þetta hafði verið nokk­­urs konar kaf­bátur í far­aldr­inum og senn­i­­lega van­­greint, m.a. vegna lík­­inda sinna við gamma- og beta-af­brigði kór­ón­u­veirunn­­ar. Lambda var talið elds­­neytið sem m.a. hafði knúið aukn­ingu COVID-19 smita í Suð­­ur­-Am­er­íku, Mið-Am­er­íku og á eyjum Kar­ab­íska hafs­ins síð­­­ustu vikur og þá sér­­stak­­lega í fátæk­­ustu lönd­unum þar sem bólu­­setn­ing­­ar­hlut­­fall var lágt.

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

1. 500 flutn­inga­skip kom­ast ekki leiðar sinnar

Í októ­ber síð­ast­liðnum sátu hund­ruð full­hlað­inna flutn­inga­skipa föst vítt og breytt um heim­inn. Framundan var jóla­ver­tíðin og und­an­fari henn­ar, Black Fri­da­y. 

Þótt margir kaup­­menn hefðu von­­ast eftir mik­illi sölu höfðu þeir jafn­­framt áhyggjur af að erfitt gæti reynst að útvega vörur fyrir jól­in. Þar lék lyk­il­hlut­verk að um það bil 500 gáma­skip, löstuð með næstum 300 milljón 20 feta gámum, lón­uðu úti fyrir höfnum víðs­vegar í heim­in­um. 

Borg­þór Arn­gríms­son útskýrði af hverju þetta ástand hafði skap­ast í frétta­skýr­ing­u.  

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiFólk