Hótel á hafsbotni, þjófnaður Boney M, Mads, Lambda-afbrigðið og 500 flutningaskip

Þótt ýmis afbrigði kórónuveirunnar og afleiðingar hennar á aðflutningskerfi hefðu vakið áhuga lesenda Kjarnans sökktu þeir sér líka í umfjallanir um stolin lög og fræga leikara. Hér eru mest lesnu fréttaskýringar af erlendum vettvangi á árinu.

erlent2021old.jpeg
Auglýsing

5. boney M og stolnu lögin

Þegar söng­hóp­ur­inn Boney M sló í gegn seint á átt­unda ára­tug síð­ustu aldar með lög­unum „Brown Girl in the Ring“ og „Ri­vers of Babylon“ grun­aði engan að í kjöl­farið fylgdu mála­ferli sem stæðu í ára­tugi. Það varð þó raun­in. Annað lagið reynd­ist leikur sem krakkar á Jamaíku hefðu kunnað ára­tugum sam­­an. Og hitt ára­tuga gam­all söngur Rastafara­trú­ar­hreyf­ing­ar­inn­ar, ætt­­aður frá Afr­íku og Jamaíka. 

Fjallað var um þessa 20 ára deilu í Kjarn­anum í jan­ú­ar. Þar kom meðal ann­ars fram að dóm­ar­inn í mál­inu hafi verið dökk­hærður þegar mála­rekst­ur­inn hófst en grá­hærður þegar honum lauk. 

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

4. Frægastur danskra leik­ara

Upp úr 10. nóv­­em­ber árið 1965 átti Bente Christ­i­an­sen von á sér. Hún bjó í Kaup­­manna­höfn, ásamt manni sínum Henn­ing Mikk­el­sen og árs­­gömlum syni þeirra hjóna, Lars. Barnið sem Bente bar undir belti var ekk­ert að flýta sér í heim­inn og það var ekki fyrr en 22. nóv­­em­ber sem til tíð­inda dró. Þá skaust hann í heim­inn dreng­­ur­inn sem síðar fékk nafnið Mads. 

Hann lærði ball­ett og var atvinnu­dans­ari í ára­tug. Þrí­tugur að aldri lauk hann leik­ara­námi og er í dag frægastur allra danskra leik­ara.

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

3. Hót­elið á hafs­botni

Á hafs­­botn­inum úti fyrir ströndum Dan­­merkur leyn­ist margt, kaf­­arar kalla það gósen­land. Fjöldi skipa liggur á hafs­­botni á þessum svæð­um, sum þeirra frá síð­­­ustu öld en önnur hafa legið á hafs­­botni öldum sam­­an. Vitað er hvar mörg þess­­ara skipa liggja en önn­­ur, einkum frá fyrri öld­um, hefur ekki tek­ist að finna. Þegar köf­­urum tekst að finna eitt­hvað sér­­­lega merki­­legt kom­­ast fréttir af slíku ævin­­lega í fjöl­miðla. Og þær ber­­ast enn þá af og til. 

Auglýsing
Í ára­tugi hafa gengið sögur um að á hafs­botni norðan við Hels­ingja­borg í Sví­þjóð liggi stærðar steypu­hlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hót­els á Norð­ur­lönd­um. En skyldi þetta nú vera rétt?

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

2. Álfan þar sem Lambda-af­brigðið breið­ist út

Í júlí var delta-af­brigði kór­ónu­veirunnar það sem var að gera mestan usla. En í sums staðar í heim­inum var það líka annað afbrigði, lambda, sem vís­inda­menn fylgd­ust grannt með.

Afbrigði þetta hafði verið nokk­­urs konar kaf­bátur í far­aldr­inum og senn­i­­lega van­­greint, m.a. vegna lík­­inda sinna við gamma- og beta-af­brigði kór­ón­u­veirunn­­ar. Lambda var talið elds­­neytið sem m.a. hafði knúið aukn­ingu COVID-19 smita í Suð­­ur­-Am­er­íku, Mið-Am­er­íku og á eyjum Kar­ab­íska hafs­ins síð­­­ustu vikur og þá sér­­stak­­lega í fátæk­­ustu lönd­unum þar sem bólu­­setn­ing­­ar­hlut­­fall var lágt.

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

1. 500 flutn­inga­skip kom­ast ekki leiðar sinnar

Í októ­ber síð­ast­liðnum sátu hund­ruð full­hlað­inna flutn­inga­skipa föst vítt og breytt um heim­inn. Framundan var jóla­ver­tíðin og und­an­fari henn­ar, Black Fri­da­y. 

Þótt margir kaup­­menn hefðu von­­ast eftir mik­illi sölu höfðu þeir jafn­­framt áhyggjur af að erfitt gæti reynst að útvega vörur fyrir jól­in. Þar lék lyk­il­hlut­verk að um það bil 500 gáma­skip, löstuð með næstum 300 milljón 20 feta gámum, lón­uðu úti fyrir höfnum víðs­vegar í heim­in­um. 

Borg­þór Arn­gríms­son útskýrði af hverju þetta ástand hafði skap­ast í frétta­skýr­ing­u.  

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Guðbjörg Matthíasdóttir, er stærsti einstaki eigandi Þórsmerkur og Árvakurs ásamt börnum sínum. Hún settist í stjórn félaganna fyrir skemmstu.
Prentsmiðjan og skuldir Árvakurs við hana færðar úr útgáfufélagi Morgunblaðsins
Í lok september var ákveðið að færa prentsmiðjuna Landsprent út úr Árvakri og til móðurfélagsins Þórsmerkur. Með fylgdu skuldir Árvakurs við tengdan aðila, Landsprent, upp á 721 milljón króna. Hlutafé í móðurfélaginu var aukið um 400 milljónir króna.
Kjarninn 9. desember 2022
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómetri á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
Kjarninn 8. desember 2022
Meira úr sama flokkiFólk