#metoo – Eftir hverju er verið að bíða?

Bára Huld Beck fjallar um lífið eftir #metoo-byltinguna og hvert skuli haldið héðan í frá.

Auglýsing

Síð­ast­lið­inn vetur verður hafður í minnum fyrir #metoo-­bylt­ing­una sem átti sér stað víða um heim. Við Íslend­ingar fórum svo sann­ar­lega ekki var­hluta af áhrifum hennar og skrif­uðu þús­undir kvenna undir áskorun þess efnis að áreiti, ofbeldi og valda­níð vegna kyns yrði ekki liðið og hund­ruðir greindu frá reynslu sinni af slíku áreiti eða ofbeldi. Konur stigu jafn­vel fram undir nafni og karl­menn tóku líka þátt í sam­ræð­un­um.

Margar áhrifa­miklar frá­sagn­irnar komu frá kon­um, ekki síst frá konum af erlendum upp­runa og núna síð­ast stigu konur fram sem hafa orðið fyrir heim­il­is­of­beldi. Öllum blöskrar og margir skamm­ast sín fyrir sam­fé­lag sem talar ekki skýrt gegn ofbeld­inu og lætur það við­gang­ast. Flestir virð­ast vera sam­mála um að breyt­inga sé þörf.

Svo líður tím­inn. Hvað hefur breyst? Jú, maður þyk­ist sjá að hegðun sem áður þótti á ein­hvern hátt eðli­leg sé litin horn­auga í dag. Siða­reglum alþing­is­manna var breytt og ein­staka karl­menn hafa þurft að takast á við afleið­ingar gjörða sinna í kjöl­far #metoo. En hvað gerum við raun­veru­lega við allar þessar frá­sagnir og vit­neskju um áreiti og ofbeldi sem á sér stað? Það er erfitt að troða þekk­ing­unni aftur í Pand­or­u-­boxið en samt búum við ekki enn við gagn­kvæma virð­ingu kynj­anna.

Það hef ég upp­lifað af eigin raun síðan #metoo-um­ræðan hófst og heyrt tvær sögur bara í þess­ari viku þar sem konur voru settar nið­ur, smætt­aðar og talað illa um þær ein­ungis út frá kyni þeirra. Það var gert umhugs­un­ar­laust – eins og ekk­ert væri sjálf­sagð­ar­a.  

Auglýsing

Í orði en ekki á borði

Vand­inn sem við stöndum frammi fyr­ir, þrátt fyrir allar þessar frá­sagnir og umræðu, er að konan er enn skot­spónn­inn. Hún er enn drusla og hún tælir og lætur menn haga sér illa. Það er henni að kenna að þeir ráða ekki við sig. Enn er konum kennt um sínar eigin ófar­ir. Enn nota valda­menn, stjórn­mála­menn, pen­inga­karlar og áhrifa­valdar yfir­burð­ar­stöður sínar til að koma illa fram við kon­ur. Og finnst það eðli­legt.

Orð­ræðan og hvernig hugsað er um konur – eða fólk sem ekki er hvítur mið­aldra karl­maður – á enn langt í land þrátt fyrir alla kven- og mann­rétt­inda­bar­átt­una og jafn­vel #metoo-­bylt­ing­una. Lang­flestir vilja gera vel, vilja koma vel fram við sam­borg­ara sína en þegar reynir á dregur venju­leg­asta fólk álykt­anir um annað fólk út frá fyr­ir­fram­gefnum eða inn­rættum hug­myndum sem það hefur alist upp við eða er vant.

Þol­in­mæðin á þrotum

Ég geri mér grein fyrir því að #metoo-um­fjall­anir rísa og hníga eftir því hversu mikið gengur á í sam­fé­lag­inu. Hvort ein­hver kona hafi nýlega stigið fram og sagt frá reynslu sinni eða þjóð­fé­lags­hópur tekið sig saman og í krafti fjöld­ans greint frá áreiti eða ofbeldi. En radd­irnar – líka þessar hvers­dags­legu – mega ekki þagna á ný.  

Ég geri mér líka grein fyrir því að þjóð­fé­lags­breyt­ingar taka tíma. Auð­vitað verður gömlum við­horfum ekki breytt á einum degi eða einum vetri. Eðli máls­ins sam­kvæmt eru rót­grónar hug­myndir fastar í vit­und sam­fé­lags­ins og þrátt fyrir nýja vit­neskju eða þekk­ingu þá snúum við þessu skipi ekki við svo glatt. Þrátt fyrir að flestir séu allir af vilja gerðir og gefa til kynna að breyt­inga sé að vænta, að nýtt sam­fé­lag og ný sýn á sam­skipti kynj­anna sé handan við horn­ið, þá laum­ast gamli van­inn aftan að okk­ur.

Á­stæðan fyrir því er sá kerf­is­lægi vandi sem frammi fyrir okkur blas­ir. Hann er inn­prent­aður í reynslu okkar allra, karla og kvenna. Konur eru enn druslur þegar þær sofa hjá mönnum og karlar eru hönk þegar þeir sofa hjá kon­um. Orða­lag á borð við það að konur bíði „í and­dyr­inu“ eftir frá­skildum körlum er enn notað og eru frá­sagnir kvenna dregnar í efa þegar þær segja frá reynslu sinni. Og það sem verst er: Enn efumst við konur um til­veru­rétt okkar þegar á okkur er brot­ið, sama hversu stórt brotið er.

Vissu­lega hefur kven­rétt­inda­bar­átta 20. ald­ar­innar verið að leiða okkur að þessu augna­bliki; að jafn­rétti, sann­girni og virð­ing fyrir öðru fólki verði norm­ið. Að nýr sam­fé­lags­sátt­máli sé við sjón­deild­ar­hring­inn og að allir eigi stað við borð­ið. En þrátt fyrir allt og allt þá erum við ekki komin þangað og ég velti því fyrir mér í fullri ein­lægni hvernig við komumst þangað hraðar en raun ber vitni. Ég finn fyrir óþol­in­mæði og mér finnst við ekki hafa eftir neinu að bíða – eftir hverju er sam­fé­lagið og allt þetta fólk sem til­heyrir því að bíða? Er það skylda næstu kyn­slóðar að gera raun­veru­lega bet­ur? Eða kyn­slóð­ar­innar þar á eft­ir?

#metoo – Hvað svo?

Tími þagn­ar­innar er lið­inn en breyt­ing­arnar á sam­fé­lag­inu láta á sér standa. Mér sýn­ist sem svo að næstu skref­in, sem hvert og eitt okkar þarf að taka, væru að líta í eigin barm, að breyta eigin hegðun og koma fram við aðra af virð­ingu. Ég er ekk­ert merki­legri en aðrir vegna þess að ég er hvít, mennt­uð, milli­stétta­kona og karl­menn eru ekki merki­legri en ég fyrir það eitt að vera karl­ar. Við getum ekki talað við eða um annað fólk eins og það sé ekki mann­eskj­ur.

Ég ætla líka að hætta að skamm­ast mín fyrir til­veru mína enda virð­ist það koma með aldr­inum að maður missir þol­in­mæð­ina fyrir van­virð­ingu ann­arra eða verður sama um hana. Ég get bara stjórnað mínum eigin hugs­unum og gjörðum og það á við um alla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit