Auglýsing

Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og nefnd­ar­maður í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, hefur farið mik­inn í gagn­rýni á fjöl­miðla á síð­ustu dög­um. Í þeirri veg­ferð, sem er almenn, hefur hann m.a. full­yrt að flestir fjöl­miðlar og -menn stundi „meiri póli­tík en stjórn­mála­menn.“ Brynjar hefur komið áleiðis þeirri skoðun sinni að fjöl­miðlar séu „afar mik­il­vægir í lýð­ræð­is­ríkjum til að miðla upp­lýs­ingum og veita þeim aðhald sem fara með hið form­lega vald“ en séu samt, að mati Brynjars, veikasti hlekk­ur­inn í íslensku valda­sam­fé­lagi. „Eig­in­lega í rusl­flokki, eins og þeir segja hjá mats­fyr­ir­tækj­un­um“.

Brynjar bætti við skömmu síðar að hann geri ekki athuga­semd við að fjöl­miðlar hafi „póli­tísk mark­mið“. Þeir verði þá „bara að við­ur­kenna það og hætta að þykj­ast vera hlut­lausir og óháð­ir.“

Auglýsing
Þingmaðurinn er með þessu að segja að íslenskir fjöl­miðlar séu mjög lélegir og ef þeir sem starfi á þeim segj­ast vera frjálsir og óháðir þá séu þeir bara að ljúga. Að mati Brynjars eru flestir fjöl­miðla­menn þar af leið­andi óheið­ar­leg­ir. Þeir sigli undir fölsku flaggi. Segj­ast vera eitt en séu í raun flugu­menn póli­tískra afla.

Ættu að taka Davíð til fyr­ir­myndar

Orð­ræðan er auð­vitað beint upp úr leikja­fræði for­seta Banda­ríkj­anna sem hefur gert árásir á frjálsa fjöl­miðla að leið­ar­stefi í for­seta­tíð sinni. Trump kallar þá óheið­ar­lega og hefur meira að sagt þá vera „óvini þjóð­ar­inn­ar“.

Brynjar er ekki sá eini hér­lendis sem hefur hoppað á þennan vagn. Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins setur ítrekað fram órök­studda gagn­rýni á umfjöllun stórra meg­in­straum­smiðla og setur „frétta­flutn­ing“ og „frétta­skýrend­ur“ innan gæsalappa eins og um gervi­fyr­ir­bæri sé að ræða. Þá velur Morg­un­blaðið ítrekað að birta skrif sam­sær­is­sinn­aðra jað­ar­blogg­ara sem ráð­ast á fjöl­miðla og fjöl­miðla­menn af hörku í Stak­steinum sín­um.

Allt þetta er í boði sér­hags­muna­afla sem hafa gefið það út opin­ber­lega að þau vilji ná að hafa áhrif á umræð­una sem skili þeim áfram­hald­andi helj­ar­tökum á sam­fé­lag­inu. Fyrir það hafa þau greitt vel á annan millj­arð króna vegna tap­rekst­urs Árvak­urs, útgef­anda Morg­un­blaðs­ins.

Þing­mann­inum Brynj­ari Níels­syni þykir fram­ganga Dav­íðs Odds­sonar til mik­illar eft­ir­breytni og hvetur aðra fjöl­miðla að fylgja for­dæmi hans. Í umræðu um yfir­lýs­ingar sínar um fjöl­miðla á Face­book sagði Brynjar: „Það hefur aldrei farið á milli máli hvar rit­stjóri Mogg­ans stendur í póli­tík og ekki eins og hann hafi falið það. Aðrir rit­stjórar mættu taka hann til fyr­ir­mynd­ar.“

Það er mjög auð­velt að færa rök fyrir því að það væri skelfi­legt fyrir lýð­ræð­is­lega umræðu ef Davíð Odds­son yrði fyr­ir­mynd allra rit­stjóra á Íslandi. Í fyrsta lagi er Davíð einn helsti ger­andi íslensks sam­tíma. Hann hefur setið á rit­stjóra­stóli í næstum níu ár og reynt að end­ur­skrifa eigin sögu. Í öðru lagi er Davíð í stjórn­mála­flokki og yfir­lýstur hluti valda­hóps. Þar fer sann­ar­lega fjöl­miðla­maður sem stundar póli­tík frekar en að hafa almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi. Öll hans skrif mót­ast af því hvar hann situr og hver áhrifin verða fyrir þá hags­muni sem hann er til fyr­ir. Mið­ill­inn hans er nið­ur­greiddur af litlum hópi fólks sem á tugi millj­arða króna og vill fyrst og síð­ast fá að nota þá millj­arða til að eign­ast fleiri, og með því ná sterk­ari tökum á íslensku sam­fé­lagi.

Frelsi og óhæði felst í að ganga ekki erinda

Að því sögðu eru frjálsir og óháðir miðlar ekki skoð­ana­lausar upp­lýs­inga­veit­ur. Blaða­mennska snýst um áhuga á sam­fé­lag­inu og hvernig það eigi að virka. Þeir stað­setja sig mis­mun­andi út frá ákefð, fram­setn­ingu og umfjöll­un­ar­efn­um. Svo reynir á rit­stjórn að láta blaða­menn aðskilja skoð­anir sínar og frétta­skrif ef með þarf. Og skoð­anir á þjóð­fé­lags­málum birt­ast auð­vitað í rit­stjórn­ar­skrifum á borð við leið­ara, líkt og þau hafa gert frá upp­hafi sam­tíma blaða­mennsku.

Þá gera fjöl­miðlar oft mis­tök. Þau mis­tök eru sýni­legri en hjá flestum öðrum geirum, enda vinna fjöl­miðla­manna lögð fyrir framan alþjóð dag­lega. Þegar mis­tök eru gerð á að leið­rétta þau og gang­ast við þeim. Án und­an­tekn­inga. En í lang­flestum til­vikum er um mann­leg mis­tök að ræða, ekki verk óheið­ar­legra póli­tískra inn­ræt­ing­ar­sinna.

Frelsið og óhæðið felst hins vegar í því að ganga engra erinda. Að vera ekki flokkspóli­tískur eða hluti af sér­hags­muna­gæslu. Þannig eru bless­un­ar­lega flestir miðlar á Íslandi í dag. Það er arf­leið frum­kvöðla eins og Jónasar Krist­jáns­sonar sem náðu að reka fleyg í það fyr­ir­komu­lag fjöl­miðl­unar á Íslandi sem var algjör­lega undir hæl stjórn­mála­afla, sem áttu blöð og stýrðu rík­is­miðl­in­um. Fyrir vikið er meiri­hluti fjöl­miðla að starfa á hlut­lægan hátt um það sem á sér stað í sam­fé­lag­inu. Frá­sögnin af því sem ger­ist í sam­fé­lag­inu er ekki lengur bara hjá ger­end­unum heldur er til staðar aðhald sem er ekki í neinu liði og reynir eftir bestu getu að upp­lýsa, greina og setja það sem ger­ist í sam­hengi.

Sleggju­dóm­ur, ekki gagn­rýni

Brynjar fékk mikið lof frá skoð­ana­bræðrum sínum fyrir að þora að taka þennan slag. Líkt og hjá þing­mann­inum sjálfum þá bar lítið á rök­stuðn­ingi hjá klapp­lið­inu fyrir því að fjöl­miðlar væru svona aga­leg­ir, nema að við­kom­andi fannst það. Því var ekki um rök­studdar stað­reyndir að ræða heldur val­kvæð­ar. Sem eru ekki stað­reyndir heldur til­finn­ing­ar­legt ástand án fót­festu í raun­veru­leik­an­um.

Brynjar var líka mikið gagn­rýndur fyrir þessa fram­setn­ingu og hversu ómál­efna­leg hún var, sér­stak­lega vegna þess að Brynjar nefndi ekki nein sér­tæk dæmi máli sínu til stuðn­ings.

„Gagn­rýni“ hans var því orða­bóka­skil­grein­ing á sleggju­dómi, enda með öllu órök­studd.

Gagn­rýnin virð­ist hafa komið við Brynjar og hann birti nýja færslu þar sem hann sagð­ist ætla að útskýra hvað hann ætti við, en gerði það síðan ekki. Dæmin sem Brynjar taldi til eru ekki um neinar sér­tækar fréttir eða fram­ferði ein­stakra nafn­greindra fjöl­miðla heldur upp­taln­ing á málum sem eiga það flest sam­eig­in­legt að hafa snú­ist um ákvarð­anir og athafnir sam­flokks­manna hans í valda­stöð­um.

Ómögu­legt er að átta sig á því hvaða ein­stöku fréttir Brynjar er að gera athuga­semd við og því ekki hægt að eiga rök­ræðu um hvort og hvernig þeim fjöl­miðli sem flutti þær hafi orðið á. Það er mögu­lega til­gang­ur­inn. Að kasta út stórum sleggju­dóm­um, fella alla (nema Morg­un­blað­ið) und­ir, og þannig grafa undan öllum fjöl­miðlum í land­inu sem falla ekki nákvæm­lega að frá­sagn­ar­vilja Brynjars Níels­son­ar.

Aðgerð­ar­leysi og vald­beit­ing

Það er þó ekki allt afleitt sem Brynjar Níels­son hefur borið á borð á und­an­förnum dög­um. Þar á meðal seg­ist hann telja að gagn­rýnir fjöl­miðlar gegni mik­il­vægu hlut­verki, og þrátt fyrir að aðrir sleggja­dómar hans dragi upp aðra mynd er hægt að vera sam­mála þeirri skoðun hans í tóma­rúmi. Brynjar segir líka að mik­il­vægt sé að fag­leg umgjörð fjöl­miðla sé sterk.

Þar komum við að kjarna máls­ins. Á sama tíma og stjórn­mála­menn hafa styrkt stöðu þeirra sem fjöl­miðl­arnir eiga að veita aðhald með ótrú­legri aukn­ingu fjár­fram­laga úr rík­is­sjóði (sjá laun stjórn­mála­manna og fram­lög til stjórn­mála­flokka) þá hefur átt sér stað kerf­is­bundnar árásir á til­veru­grund­völl einka­rek­inna fjöl­miðla. Þetta er gert bæði með aðgerð­ar­leysi og vald­beit­ingu.

Í aðgerð­ar­leys­inu felst að ekk­ert hefur verið brugð­ist við því að helstu sögu­legu tekju­stoðir fjöl­miðla hafa hrunið vegna þeirrar tækni- og upp­lýs­inga­bylt­ingar sem við lifum og Ísland er eitt af fáum ríkjum í hinum vest­ræna heimi sem styðja ekki við fjöl­miðla með styrkjum eða íviln­un­um. Afleið­ingin er speki­leki, minnk­andi sér­þekk­ing, allt of fátt starfs­fólk, allt of lág laun, allt of lít­ill tími til vinnslu frétta, tap­rekstur flestra miðla og hert tök sér­hags­muna­afla með djúpa vasa á umræð­unni í gegnum eign­ar­hald á stórum fjöl­miðla­fyr­ir­tækj­um. Eðli­lega hefur þetta áhrif á gæði fjöl­miðla.

Í vald­beit­ing­unni felst til dæmis að setja lög­bann á frétta­flutn­ing fjöl­mið­ils af fjár­málum for­sæt­is­ráð­herra nokkrum vikum fyrir kosn­ing­ar. Lög­bann sem enn er við lýði.

Ögur­stund framundan

Nú liggur fyrir að Lilja Dögg Alfreðs­dótt­ir, ráð­herra fjöl­miðla­mála, ætlar að leggja fram til­lögur í haust um hvernig eigi að styðja við íslenskt fjöl­miðlaum­hverfi. Lík­lega er um ögur­stund að ræða fyrir frjálsa og óháða fjöl­miðla hér­lend­is. Ef til­lög­urnar fram­kalla mikla röskun á sam­keppni stórum aðilum til heilla, eða verða þess eðlis að þær gagn­ist miðlum sem þókn­an­legir eru ráð­andi öflum umfram aðra þá munu þær leiða af sér fábrotn­ara og veik­ara fjöl­miðla­lands­lag sem verður verr til þess fallið að vinna að almanna­hag.

Áhuga­vert verður að sjá hvor hliðin á Brynj­ari Níels­syni greiðir atkvæði um þær til­lög­ur: sú sem telur gagn­rýna fjöl­miðla gegna mik­il­vægu hlut­verki og þurfi sterka fag­lega umgjörð, eða sú sem telur alla gagn­rýna, óháða og frjálsa fjöl­miðla vera óheið­ar­lega flugu­menn póli­tískra afla sem ættu að taka sér Davíð Odds­son meira til fyr­ir­mynd­ar.

Ef sá fyrri mætir þá er það vel. Ef sá síð­ari gerir það hins veg­ar, og með honum aðrir skoð­ana­bræð­ur, þá reynir á Lilju Dögg og Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra að standa í lapp­irn­ar.

Geri þær það ekki verða þær veikasti hlekk­ur­inn í lýð­ræðiskeðj­unni. Og afleið­ing­arnar gætu orðið alvar­leg­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari