Auglýsing

Á mið­viku­dag var kynnt skýrsla starfs­hóps sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra skip­aði í byrjun árs og hafði það hlut­verk að vinna til­lögur til að efla traust á stjórn­málum og stjórn­sýslu. Hóp­ur­inn var skip­aður vegna þess að traust milli almenn­ings og helstu stofn­ana sam­fé­lags­ins er slá­andi lítið og rúm­lega sjö­undi hver lands­maður treystir til að mynda ekki Alþingi.

­Rann­sóknir sýna að almenn­ingur telur að mikil fyr­ir­greiðsla sé til staðar í stjórn­málum og tæp­lega 70 pró­sent telja að spill­ing sé í íslenskum stjórn­mál­um.

Ástæðan fyrir þessu er marg­þætt. Hana er að finna í gegnd­ar­lausri fyr­ir­greiðslupóli­tík und­an­farna ára­tugi þar sem aðgangur að tæki­færum fer meira eftir því hver þú ert og hvaða liði þú til­heyrir en hvað þú get­ur. Hana er að finna í efna­hags­hruni sem hafði gríð­ar­leg áhrif á venju­legt fólk en var orsakað af algjör­lega skeyt­ing­ar­lausum, og nú dæmd­um, efna­hags­brota­mönnum sem í krafti eft­ir­lits­leysis og með­virkni þeirra sem áttu að hafa hemil á þeim fengu að blekkja sig í að verða efna­hags­legt ger­eyð­ing­ar­vopn. Og hana er að finna í röð spill­ing­ar- og vald­níðslu­mála sem tröll­riðið hafa íslensku þjóð­fé­lagi síð­ast­liðin ár, meðal ann­ars með þeim afleið­ingum að rík­is­stjórnir hafa sprung­ið.

Ein birt­ing­ar­mynd þessa van­trausts er sú að eðl­is­breyt­ing hefur orðið á íslenskum stjórn­mál­um. Hið gamla 4+1 kerfi er búið, tími sterkra tveggja flokka rík­is­stjórna sem öllu ráða er lið­inn og átta ólíkir flokkar sitja nú á þingi. Þetta gerði þjóðin sjálf án aðkomu stjórn­mála­manna.

Auglýsing
Eftir síð­ustu kosn­ingar skaut sú hug­mynd rótum hjá ein­hverjum að ákall væri eftir sam­steypu­stjórn íhalds­söm­ustu flokka lands­ins. Það var mæli­stika á hvort að hægt yrði að koma gamla tím­anum aftur í tísku. Nú, tíu mán­uðum síð­ar, styður minni­hluti þjóð­ar­innar þá rík­is­stjórn sem mynduð var og flokk­arnir þrír sem í henni sitja væru óra­fjarri því að geta myndað meiri­hluta­stjórn ef kosið væri í dag.

Hags­muna­skrán­ing, upp­lýs­inga­réttur og upp­ljóstr­arar

Til­lögur starfs­hóps­ins eru flestar þess eðlis að skyn­sömu fólki ætti að þykja þær sjálf­sagð­ar, og lík­lega kemur það mörgum á óvart að margar þeirra sé ekki nú þegar hluti af reglu­verk­inu. Stað­reyndin er hins vegar sú að sára­lítið aðhald og gegn­sæi er til staðar í því reglu­verki sem hefur fyrst og síð­ast verið byggt upp með þeim hætti að almenn­ingur eigi bara að treysta því að fólkið sem það treystir fyrir rekstri sam­fé­lags­ins og skatt­fénu sínu sé heið­ar­legt fólk. Flestir ættu að vera sam­mála um að síð­ast­liðin ár hafi sýnt það svart á hvítu, því mið­ur, að ansi margir víðs­vegar að úr hinni póli­tísku flóru, hafa ekki staðið undir því trausti. Þess vegna þarf að setja reglur sem tryggja að stjórn­mála­menn­irnir haldi sig innan sið­legra marka, og tryggja að almenn­ingur og fjöl­miðlar geti veitt þeim eðli­legt aðhald.

Á meðal þess sem er lagt til er að hags­muna­skrán­ing ráð­herra verði útvíkkuð til maka og ólög­ráða barna. Að siða­reglur verið settar fyrir fleiri en ráð­herra, meðal ann­ars aðstoð­ar­menn þeirra og ráðu­neyt­is­stjóra. Að gagn­sæi verði aukið og upp­lýs­inga­réttur almenn­ings styrkt­ur, meðan ann­ars með því að stytta afgreiðslu­tíma úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál úr því að vera svo langur að stjórn­mála­menn virð­ast með­vitað not­færa sér það að vísa málum til með­ferðar hjá nefnd­inni í von um að þau verði gleymd þegar nið­ur­staðan liggur loks fyr­ir.

Hóp­ur­inn leggur líka til að mótuð verði löngu tíma­bær lög­gjöf um upp­ljóstr­ara­vernd fyrir opin­bera starfs­menn og einka­geir­ann. Sam­bæri­leg lög­gjöf er þegar til staðar í Nor­egi og er mjög nauð­syn­leg til að starfs­menn sem verða varir við mis­gjörðir eða rang­indi, jafn­vel lög­brot, í starfi sínu geti til­kynnt um það án þess að eiga á hættu að setja lífs­við­ur­væri sitt í hættu.

Aðförin að sér­hags­muna­gæsl­unni

Þær til­lögur sem munu breyta mestu, og erf­ið­ast verður að fá í gegn, snúa ann­ars vegar að því að hefta völd og aðgengi hags­muna­að­ila og hins vegar að því að setja reglur um starfs­val eftir að ein­stak­lingar ljúka opin­berum störf­um.

Í dag er staðan sú að hags­muna­verð­ir, oft­ast kall­aðir „lobbí­istar“, hafa miklu meiri áhrif á íslenskt sam­fé­lag en flestir átta sig á. Sér­hags­muna­öfl í land­bún­aði stýra til dæmis að mörgu leyti hvernig land­bún­að­ar­kerfið er mót­að, þar með talið fjár­fram­lög til þeirra sjálfra. Hags­muna­sam­tök sjáv­ar­út­vegs­ins, valda­mestu hags­muna­sam­tök lands­ins, hafa gríð­ar­leg áhrif á alla lög­gjöf sem teng­ist atvinnu­grein­inni. Þau áhrif birt­ast bæði beint, en líka óbeint og á bak­við tjöldin í gegnum per­sónu­leg sam­skipti. Og svo fram­veg­is.

Það er ekk­ert til­viljun að for­maður hags­muna­sam­taka lax­eld­is­fyr­ir­tækja er fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, að fram­kvæmda­stjóri hags­muna­sam­taka banka er fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, að fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins er fyrr­ver­andi efna­hags­ráð­gjafi þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra og að fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar sé fyrr­ver­andi aðstoð­ar­maður sama for­sæt­is­ráð­herra, svo fáein dæmi séu nefnd. Það er heldur ekki til­viljun að áhrifa­mestu almanna­tengsla- og ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki lands­ins eru rekin af mönnum sem eiga sér langa póli­tíska for­tíð og náið sam­band við þá sem stýra land­inu í dag. Það borgar sig fyrir hags­muna­gæslu­að­ila að vera með slíkt fólk í vinnu, sem þekkir kerfin út og inn og getur tryggt aðgengi að ákvörð­un­ar­töku­borð­inu án þess að sú aðkoma komi nokkru sinni fram opin­ber­lega.

Starfs­hóp­ur­inn leggur til að allir „lobbí­istar“ sem eiga sam­skipti við stjórn­mála­menn og stjórn­sýslu verði að skrá sig sem slíka og að reglur verði settar um hvernig sam­skiptum verði háttað til að fullt gagn­sæi verði tryggt um sam­skipt­in.

Bannað að græða á trún­að­ar­upp­lýs­ingum

Hin umdeilda til­lagan, sem er þegar farin að fara mikið fyrir brjóstið á mörgum innan þeirra flokka sem eru vanir að stýra Íslandi, snýr að því að setja þurfi reglur um „starfs­val eftir opin­ber störf sem koma í veg fyrir að starfs­­fólk stjórn­­­sýslu eða kjörnir full­­trúar gangi inn í störf hjá einka­að­ilum vegna aðgangs að upp­­lýs­ingum úr opin­beru starfi. Slíkar reglur varða einkum tíma sem nauð­­syn­­legt er að líði frá starfs­lokum og þar til starf fyrir einka­að­ila hefst.“ Slíkar reglur eru við lýði víða, t.d. í Banda­ríkj­un­um, Bret­landi, Frakk­landi og víð­ar.

Auglýsing
Tilgangur þeirra er að draga úr hættu á hags­muna­á­rekstrum og að fólk sem gegnir trún­að­ar­störfum fyrir hið opin­bera geti tekið þær upp­lýs­ingar og nýtt þær „ á ótil­hlýð­i­­legan hátt í þágu einka­að­ila þegar skipt er um starfs­vett­vang, en slíkt getur bæði haft ólög­­mæt áhrif á sam­keppni og gengið gegn opin­berum hags­mun­­um.“

Það er mjög skyn­sam­legt að setja slíkar regl­ur. Þær skerða ekki atvinnu­frelsi við­kom­andi umfram það að þeir geti ekki farið beint í að starfa hjá þeim sem þeir unnu áður við að hefta, eða hafa and­stæða hags­muni við hið opin­bera. Í Banda­ríkj­unum er ein skýrasta birt­ing­ar­mynd þess­ara reglna sú að þeir sem vinna við varn­ar­mál lands­ins mega ekki fara í starf hjá vopna­fram­leið­anda í ákveð­inn tíma eftir að þeir hætta í opin­bera starf­inu.

Fíll­inn sem forð­ast er að horfa á

Það er ljóst að mikil and­staða er í ákveðnum kreðsum við inn­leið­ingu þess­ara reglna. Þegar er til að mynda byrjað að atyrða Sið­fræði­stofnun Háskóla Íslands, sem á sam­kvæmt til­lög­unum að sjá um inn­leið­ingu þeirra og eft­ir­lit með þeim, að minnsta kosti tíma­bund­ið.

Það verður áhuga­vert að sjá hvort það sé raun­veru­legur vilji hjá for­sæt­is­ráð­herra og þeim þing­mönnum sem segj­ast hafa raun­veru­legan breyt­ing­ar­vilja til að inn­leiða þessar breyt­ingar eða hvort að um leik­þátt sé að ræða til að selja þá hug­mynd að umbóta­öfl séu við rík­is­stjórn­ar­borðið sem taki gjánna milli þings og þjóðar alvar­lega.

Og þá stendur auð­vitað eftir fíll­inn í her­berg­inu. Hann er sá að starfs­hópnum var ekki gert að taka með neinum hætti á því hvernig stjórn­mála­menn eiga að axla ábyrgð á því þegar þeir bregð­ast ber­sýni­lega trausti almenn­ings, t.d. með því að fela eignir í aflands­fé­lögum og kom­ast þannig hjá því að greiða rétta skatta og gjöld, sýna af sér leynd­ar­hyggju með því að setja hags­muni flokks fram yfir hags­muni almenn­ings eða þegar geð­þótta­á­kvarð­anir þeirra eru dæmdar ólög­legar af æðsta dóm­stóli lands­ins.

Bætt reglu­verk getur leitt til þess að spill­ing, leynd­ar­hyggja og frænd­hygli minnki. En traustið kemur ekki til baka fyrr en að stjórn­mála­menn­irnir hafa sýnt það í verki að póli­tísk menn­ing hafi breyst í þá veru að trú­verð­ug­leiki stjórn­valds skipti meira máli en að ákveðnir ein­stak­lingar sitji sem fast­ast í ráð­herra­stólum sínum þegar aug­ljós trún­að­ar­brestur hefur átt sér stað milli þeirra og almenn­ings.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari