Auglýsing

Panama­skjölin eru stærsti póli­tíski skandall Íslands­sög­unn­ar. Í kjöl­far þeirra neydd­ist for­sæt­is­ráð­herr­ann Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, sem hafði verið opin­ber­aður í skjöl­unum sem kröfu­hafi í bú föllnu bank­anna og aflands­fé­laga­eig­andi, til að segja af sér. Í könnun sem MMR gerði í kjöl­far þeirra sögð­ust 81 pró­sent lands­manna ekki treysta Sig­mundi Dav­íð. Í könnun Félags­vís­inda­stofn­unar sem gerð var á þeim tíma sem leið frá því að sér­stakur Kast­ljós­þáttur um skjölin var sýndur og þar til Sig­mundur Davíð steig til hliðar kom fram að 78 pró­sent lands­manna vildi að hann myndi segja af sér.

Sig­mundur Davíð fór í frí en snéri aftur nokkrum mán­uðum síð­ar. Þá vildi hann taka aftur við sem for­sæt­is­ráð­herra. Í milli­tíð­inni hafði Sig­mundur Davíð nefni­lega kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að hann væri fórn­ar­lamb sam­sær­is. Hann hefði ekki gert neitt rangt. Hinir höfðu þvert á móti beitt hann rang­læti.

Auglýsing
Sagan sem hann flutti var í grófum dráttum þessi: erlendir vog­un­­ar­­sjóðir sem áttu kröfur í bú föllnu bank­anna á Íslandi, og sér­­stak­­lega vog­un­­ar­­sjóðs­­stjór­inn George Soros, ákváðu að losa sig við Sig­­mund Dav­­íð. Ástæðan var hversu stað­­fastur hann hafi ver­ið í bar­áttu sinni gegn kröfu­höf­um. Í Ices­a­ve. Í því að koma í veg fyrir að Íslands gengi í Evr­ópu­sam­band­ið. Á Útvarpi Sögu voru blaða- og frétta­­menn sem unnu að umfjöllun um málið ásak­aðir um mút­u­þægni upp á 800 millj­­ónir króna og sagt að þeir hefðu gerst sekir um land­ráð.

Póli­tísk líf­gjöf

End­ur­koman mistókst og Sig­urður Ingi Jóhanns­son sigr­aði Sig­mund Davíð í ótrú­lega dramat­ískum for­manns­slag í Fram­sókn­ar­flokknum stuttu síð­ar. Leið­tog­inn hafði verið jað­ar­settur innan eigin flokks. Þótt hann héld­ist á þingi voru áhrif hans eng­inn. For­mað­ur­inn fyrr­ver­andi tók nær engan þátt í þing­störf­um. Og þannig yrði það út kjör­tíma­bilið að óbreyttu. Sig­mundur Davíð stofn­aði mál­funda­fé­lag áhuga­manna um sig sjálfan sem hitt­ist reglu­lega til að hylla leið­tog­ann, en var aug­ljós­lega ekki lík­legt til póli­tískra stór­ræða.

En þá fékk Sig­mundur Davíð póli­tíska líf­gjöf í formi upp­reist-æru máls­ins sem sprengdi rík­is­stjórn. Boðað var til kosn­inga með mán­að­ar­fyr­ir­vara haustið 2017. Og upp­risan gat haf­ist.

Sig­mundur Davíð sagði sig úr Fram­sókn og stofn­aði Mið­flokk­inn utan um sjálfan sig. Andrés Magn­ús­son, blaða­maður á Við­skipta­blað­inu, orð­aði það ágæt­lega í sjón­varps­þætti Kjarn­ans skömmu eftir að til­vist Mið­flokks­ins var opin­beruð þegar hann sagði að „fyrir Sig­­mund Davíð skiptir mjög miklu máli að koma þremur helstu mál­efnum flokks hans á fram­­færi. Sem eru Sig­­mund­­ur, Davíð og Gunn­laugs­­son.“

Mið­flokk­ur­inn fór í kosn­ingar með ákaf­lega veika mál­efna­stöðu og illa útfærð lýð­skrumslof­orð um að gefa fólki hluti í bönkum sem það átti nú þeg­ar. En þrátt fyrir að Sig­mundur Davíð hefði verið opin­ber­aður í Pana­ma-skjöl­un­um, að fyrir lægi að hann hefði verið kröfu­hafi á meðan að hann samdi við kröfu­hafa, að hann hefði ekki greitt skatta í sam­ræmi við lög og reglur og að hann hefði varla mætt í vinn­una mán­uðum saman þá vann Sig­mundur Davíð kosn­inga­sig­ur. Flokkur hans, Mið­flokk­ur­inn, fékk mesta fylgi sem nýr flokkur hefur nokkru sinni náð í þing­kosn­ingum á Íslandi.

Hræðslu­á­róður vakn­ing­ar­kirkju

End­ur­koman var að ganga glæsi­lega. Lík­lega hefur eng­inn stjórn­mála­maður í hinum vest­ræna heimi náð að stíga upp úr inn­lendri og alþjóð­legri smánun með jafn hröðum hætti og Sig­mundur Dav­íð. Hóp­ur­inn í kringum hann þétt­ist og þétt­ist og líkt­ist frekar fylg­is­mönnum trú­ar­leið­toga í vakn­ing­ar­kirkju en fólk sem starf­aði í hug­mynda­fræði­lega ígrund­uðum stjórn­mála­flokki sem vildi bæta sam­fé­lag manna. Ímynda­fræðin var öll sú sama og Sig­mundur Davíð hafði látið inn­leiða í Fram­sókn­ar­flokk­inn, þar sem áhersla var á hið íslenska og hreina. Hross í flokks­merk­inu, karla­kórar að syngja undir opnun á við­burðum flokks­ins á meðan að kynn­ing­ar­mynd­band tekið úr dróna af íslenskri nátt­úru var spil­að.

Auglýsing
Öll stefna var nægi­lega óljós til að hægt væri að túlka hana að vild. Mark­hóp­ur­inn var hið hrædda Ísland. Hóp­arnir sem töldu alþjóða­væð­ing­una hafa skilið sig eftir og vildu fá gamla Íslandið sitt aft­ur. Fólk sem hræð­ist útlend­inga. Evr­ópu­sam­band­ið. Minni­hluta­hópa. Tækni­væð­ing­una.

Nýjasta útspilið var inni­halds­laus hræðslu­á­róður vegna inn­leið­ingar þriðja orku­pakk­ans í sam­starfi við rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, sem aug­ljós­lega lítur á Sig­mund Davíð sem ein­hvers konar spor­göngu­mann sinn. Öll póli­tíkin var fleygapóli­tík. Sem leggur áherslu á að sundra. Stilla hópum upp gagn­vart hvorum öðr­um. Og ráð­ast svo á hinn hóp­inn sem land­ráða­menn.

Ef þú ert ekki með Sig­mundi Davíð þá ertu óvinur okk­ar, var stra­tegía Mið­flokks­ins.

Takk fyrir að nið­ur­lægja mig

Fólkið sem safn­að­ist í kringum Sig­mund Davíð til­bað hann. Og flest gerir það enn­þá. Á Klaust­ur­bars­upp­tök­unum segir Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þing­maður Mið­flokks­ins, til að mynda:  „Þú ert svo góður maður Sig­mund­ur.“ Gunnar Bragi Sveins­son, þing­flokks­for­maður Mið­flokks­ins, tekur við og seg­ir: „Það er þinn versti löstur hvað þú ert allt of góður mað­ur.“

Lotn­ing Gunn­ars Braga fyrir Sig­mundi Davíð er meira að segja svo mikil að hann fagn­aði því þegar leið­tog­inn lít­illækaði hann. Í frá­sögn af upp­tök­unni sem var rakin í Kvenna­­blað­inu er eft­ir­far­andi haft eftir Gunn­ari Braga: „Ég held að Sig­­mundur sé, eini mað­­ur­inn sem hann hefur skammað fyrir framan heila rík­­is­­stjórn­,[...]Hann hund­­skamm­aði mig fyrir framan rík­­is­­stjórn­­ina. Ég var svo glað­­ur, ég var svo ánægður með að hann skyldi sýna þessum fávitum í rík­­is­­stjórn­­inni að honum er bara ekk­ert sama hvernig maður hegðar sér og vinna. Hann grill­aði mig fyrir framan alla hina ráð­herrana. Ég kom til hans dag­inn eft­ir, eftir rík­­is­­stjórn­­­ar­fund­inn (og sagð­i): frá­­­bært, gerðu þetta aft­­ur! Taktu hina fyrir líka! Hann hélt ég væri geð­veik­­ur, sko.“

Marg­hátt­aður skaði

Nú hefur yfir­burða­mað­ur­inn verið opin­ber­aður enn og aftur með birt­ingu upp­töku þar sem má heyra hann og helstu læri­svein­ana úthúða og níða aðra stjórn­mála­menn, fatl­aða, sam­kyn­hneigða og fjöl­marga aðra.

Hann hefur verið opin­ber­aður sem kven­hat­ari. Sem póli­tískur hrossa­kaup­mað­ur. Líkt og fyrr­ver­andi sam­starfs­maður hans og vin­ur, og eitt helsta fórn­ar­lamb drykkju­sam­lætis Mið­flokks­þing­mann­anna, Lilja Alfreðs­dótt­ir, sagði þá hefur hann verið opin­ber­aður sem ofbeld­is­mað­ur.

Áður hafði hann oft verið opin­ber­aður sem ein­stak­lingur ófær um að taka nokkra ábyrgð á því sem hann seg­ir, gerir eða verður fyr­ir. Maður sem talar fyrst og síð­ast í hálf­kveðnum og óræðum vísum um sam­særi fjöl­miðla, erlendra pen­inga­manna, Fram­sókn­ar­flokks­ins og allra hinna gegn sér án þess að hafa dug í sér að nefna nokkurn tím­ann sér­tæk dæmi.

Í könnun sem birt var í byrjun viku kom fram að 86 pró­sent lands­manna vilja að Sig­mundur Davíð víki. Það eru fleiri en eftir opin­berum Panama­skjal­anna. Fylgi Mið­flokks­ins mælist 4,3 pró­sent og hefur aldrei verið minna.

Atburð­irnir tveir, Klaust­urs­málið og Panama­skjölin eiga þrennt sam­eig­in­legt. Í fyrsta lagi snú­ast þeir báðir að stórum hluta um Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son. Í öðru lagi hafa þeir valdið Íslandi umtals­verðum alþjóð­legum skaða vegna hræði­legrar umfjöll­unar í erlendum fjöl­miðlum á borð við BBC og New York Times. Í þriðja lagi hafa þeir leitt af sér að traust almenn­ings á stjórn­mál og stjórn­mála­menn hefur beðið var­an­lega skaða af.

Leik­bókin

„Ég bara skil ekki hvert íslenskt sam­fé­lag er kom­ið. Hat­rið og þörfin fyrir að smána aðra til upp­hefja sjálfan sig,“ sagði eig­in­kona Sig­mundar Dav­íðs í ummælum á sam­fé­lags­miðli. Hún stendur með sínum manni og finnst hann vera fórn­ar­lamb.

Það finnst honum sjálfum líka og öll hans málsvörn snýst um að drepa mál­inu á dreif. Að ýja að því að aðrir séu miklu verri en hann og hafi sagt miklu ljót­ari hlut­i. 

Auglýsing
Tilgangurinn gengur út á að gera málið almennt í stað þess að það hald­ist sér­tækt. Að koma því til skila að Mið­flokks­þing­menn­irnir og nú flokks­lausu þing­menn­irnir sem sátu með þeim séu ekki þeir einu sem séu skít­hæl­ar, heldur séu allir skít­hæl­ar. Með því reynir Sig­mundur Davíð að draga allt Alþingi Íslend­inga niður í sitt svað. Og um leið von­ast hann eftir ein­hverri með­aumkun yfir því hvað það sé aga­legt ein­elti að fjalla um það þegar opin­berar per­són­ur, sem um tíma voru valda­mestu menn lands­ins, úthúða fólki í almanna­rými. Í þeirri til­raun krist­all­ast svo greini­lega að honum er alveg saman um almanna­hag, það eina sem skiptir Sig­mund Davíð máli er Sig­mundur Dav­íð.

Þessi leið mun ekki ganga. Og á end­anum mun Sig­mundur Davíð hætta henni og for­herð­ast. Hann þrífst enda á átök­um. Þau vald­efla hann. Sig­mundur Davíð mun verða enn harð­ari popúlisti og flokk­ur­inn hans verða fyrst og síð­ast fyr­ir­bæri sem stendur gegn allri póli­tískri rétt­hugsun og athvarf fyrir þá sem þola ekki „góða fólk­ið“.

Hvert er íslenskt sam­fé­lag kom­ið?

Og hvert er íslenskt sam­fé­lag þá kom­ið? Von­andi er það komið þangað að ofbeld­is­menn verða sviptir dag­skrár­valdi. Að menn sem fyr­ir­líta kon­ur, fatl­aða og sam­kyn­hneigða verði ekki settir í stöðu til að ákvarða hvernig aðstæður þeirra hópa eigi að vera. Von­andi er það komið þangað að sam­ræður um greiða­starf­semi um veit­ingu sendi­herra­stöðu, og fundir sem haldnir voru til að inn­heimta þá greiða, verði rann­sak­aðir með við­eig­andi hætti af við­eig­andi rann­sókn­ar­að­ila.

Von­andi er íslenskt sam­fé­lag komið þangað að sam­þing­menn þess­ara manna hafi þol­gæði og stað­festu til að halda þeim út úr hlýj­unni og senda þar með skýr skila­boð um að svona hátt­erni sé með öllu óboð­legt og  verði ekki lið­ið. Ef stjórn­mála­menn­irnir ráða ekki við slíkt þá munu þeir normalisera það athæfi sem átt hefur sér stað. Alveg eins og þeir gerðu eftir Panama­skjöl­in.

Ef þing­heimi tekst ekki að finna leið til að skýla fórn­ar­lömbum ofbeld­is­manna frá því að þurfa að deila þing- og nefnd­ar­fundum með þeim dag­lega þá er Ísland komið á þann stað að stjórn­mála­menn geti gert nán­ast hvað sem er án afleið­inga. Það má mis­fara með opin­bert fé, eiga pen­inga í skatta­skjól­um, sleppa því að borga skatt og brjóta lög úr ráð­herra­stól. Það má leyna almenn­ing og fjöl­miðla upp­lýs­ingum og hóta nafn­greindum fjöl­miðlum lög­sóknum í aðdrag­anda kosn­inga. Það má svindla í kosn­ing­um. Og nú kemur í ljós hvort það megi atyrða og nið­ur­lægja nafn­greint fólk án afleið­inga.

Á þá nið­ur­stöðu treystir Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son. Að stjórn­málin verði dregin niður í hans svað í stað þess að hann stígi frá til að gefa þeim tæki­færi til að batna.

Sig­mundur Davíð mun nefni­lega ekki hætta í stjórn­málum né á þingi. Það er ómögu­legt. Per­sónu­leik­inn og sjálfs­á­litið leyfa það ekki.

Mið­flokk­ur­inn yrði sömu­leiðis örendur strax, enda ekki hægt að halda sól­kerfi gang­andi ef sól þess er fjar­lægð.

Þannig er stað­an. Og við skulum öll fara að venj­ast henni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari