Nokkrar staðreyndir um Reykjavíkurmaraþonið

Reykjavíkurmaraþonið fer fram næsta laugardag. Eikonomics fer yfir nokkrar hagfræðilegar staðreyndir um það og kemst að þeirri niðurstöðu að þeim mun verr sem hlaupari stóð sig síðast, þeim mun betur mun hann standa sig nú.

Auglýsing

Reykja­vík­ur­mara­þonið var sett á lagg­irnar árið 1984 af ein­hverjum hlaupalúð­um, langt á undan sinni sam­tíð. 

T­veimur árum síðar tóku 85 hlauparar þátt. 10 árum seinna (1996) voru hlaupararnir orðnir 129 og 197 árið 2000. 

Síðan þá hefur þátt­tak­enda­fjöld­inn tæp­lega sjö­fald­ast og í fyrra hlupu 1324 ein­stak­lingar 42,2 kíló­metra í hlaup­inu.

Kynja­hlut­föllin skána

Þegar hin amer­íska Kathrine Switzer tjáði hlaupa­þjálf­ar­anum sínum það að hún ætl­aði að hlaupa Boston mara­þonið hélt þjálf­ar­inn hennar að konan væri orðin móð­ur­sjúk. Hann útskýrði fyrir henni á karl­mann­legan, lógískan og stóískan máta að 42,2 kíló­metrar væri of löng vega­lengd, fyrir „veik­geðja kon­ur“. Kathrine virti þessa for­sjár­hyggju að vettugi. Hún skráði sig undir kyn­lausu nafni (K.V. Switz­er) og varð því fyrsta konan til að form­lega klára Boston mara­þon­ið. Fimm árum seinna, árið 1972, var konum form­lega leyft að taka þátt í Boston mara­þon­inu.

Auglýsing
Það kemur því kannski ekki á óvart að mara­þon­hlaup hafi lengi vel verið karla­sport. Eftir allt var umhyggja kall­ana svo svaka­leg að þeir bönn­uðu konum að fara eins illa með lík­ama sína og þeir sjálfir gerðu, sér til gam­ans. Reykja­vík­ur­mara­þonið var þar eng­inn und­an­tekn­ing og var lengi að mestu pylsupartí. Árið 1986 tóku sex konur þátt í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu og 79 karl­ar. En það er hægt að breytast, sem betur fer. Í fyrra voru konur um þriðj­ungur allra hlaupara - 442 tals­ins. Sem verður að telj­ast góður árang­ur, þó að sjálf­sögðu megi hlut­fallið batna í fram­tíð­inni.

Mynd 1: Konur telja nú þriðj­ung allra hlaupara í Reykja­vík­ur­mara­þon­inuHeimild: hlaup.is, rmi.is og útreikningar eikonomics.

Óvin­sælt hlaup meðal Íslend­inga

Það sem er kannski hvað und­ar­leg­ast við Reykja­vík­ur­mara­þonið er að vöxtur hlaups­ins er að mestu drif­inn af auknum vin­sældum hlaupa á heims­vísu og tísku­eyj­unnar Íslands. Árið 2010 hlupu nán­ast jafn margir Íslend­ingar og árið 2018. En á sama tíma­bili stökk fjöldi útlend­inga sem hljóp úr 369 í 1.101. Sú stað­reynd að þessi mikli vöxtur hafi að nán­ast öllu leiti komið erlendis frá kom mér á óvart. 

Ég var nefni­lega þeirrar skoð­unar að lang­hlaupa­bólu­til­fellum hafi fjölgað á Íslandi á und­an­förnum árum. Kannski er ástæðan fyrir því að raun­veru­leg­inn sem Reykja­vík­ur­mara­þonið sýnir rími ekki við þann sem ég sé í kringum mig sá að í minni sápu­kúlu hefur hlaupa­á­hugi aukist, en dregið hefur úr honum utan henn­ar. Eða, það sem mér þykir lík­legra, þá telja Íslend­ingar grasið grænna handan við haf­ið. Ólíkt útlend­ing­um, þykir þeim ekk­ert töff að hlaupa í Reykja­vík, en vilja frekar fara í flott hlaup í Boston; London; New York; og Tókýó. 

Mynd 2: Tísku­hlaupa­eyjan ÍslandHeimild: hlaup.is, rmi.is og útreikningar eikonomics

Hægum hlaup­urum gengur betur og hröðum verr

Eftir þá miklu vinnu sem fór í að safna, hreinsa og vinna hlaupa­gögnin stóðst ég að sjálf­sögðu ekki freist­ing­una að skoða fram­gang hlaupara í hlaupum for­tíð­ar­inn­ar. Það er að segja, ég var for­vit­inn að vita hvort hlaup­urum sem hlaupa í Reykja­vík í annað skipti gangi betur eða verr í sínu seinna hlaupi. Það eru góðar ástæður fyrir því af hverju manni ætti að ganga betur í næsta hlaupi en því fyrra. Reynsla skiptir þar sér­stöku máli. Einnig eru góðar ástæður fyrir því að manni gangi verr: bæði eld­ist maður á hverju ári; og sjálfs­á­litið sem maður vann sér inn í fyrra hlaupi getur orðið manni að fall­i. 

Auglýsing
Ef ekki er tekið til­lit til þess hversu hratt hlauparar hlupu fyrra Reykja­vík­ur­mara­þonið sitt, virð­ist gengi ein­stak­linga í seinna hlaup­inu vera bland í poka. Það er að segja, í nokkuð jöfnum hlut­föllum hlaupa ein­stak­lingar hraðar og hægar í seinna hlaup­inu, en því fyrra. En ef gengi hlaupara er skoðað út frá því hversu hratt ein­stak­lingar hlupu sitt fyrra hlaup kemur í ljós að hlaupin eru ekki aðskilin lög­málum hag­fræð­inn­ar. Í þessu til­felli hinu svo­kall­aða „lög­mál minnk­andi afrakst­urs“. Það er að segja, þeir sem hlupu hægt í fyrra hlaup­inu eiga það til að bæta sig tals­vert, á meðan þeir sem hlupu hratt í fyrra hlaup­inu eiga það til að bæta sig lít­ið, eða jafn­vel standa sig verr. Þetta sést skýrt ef skoð­aðir eru þeir hlaupara sem stóðu sig verst og best í fyrra hlaup­inu. Þeir sem hlupu yfir fimm tímum í fyrra hlaup­inu bættu sig að með­al­tali um 24 mín­útu. Þeir sem hlupu fyrra hlaupið undir 3:30 bættu við sig tæp­lega átta mín­út­um, að með­al­tali.

Mynd 3: Þeim mun verra sem þú stóðst þig síð­ast, þeim mun betur munt þú standa þig næstHeimild: hlaup.is, rmi.is og útreikningar eikonomics

Þetta er annar af þremur pistlum sem ekki beint tengj­ast hag­fræði, en hafa meira með aðferðir úr töl­fræði að gera. Til­efnið er að sjálf­sögðu Reykja­vík­ur­mara­þonið sem haldið er á menn­ing­arnótt. Höf­undur biður les­endur sem ekki eru hlauparar vel­virð­ing­ar, en eikonomics snýr aftur í sýnu hefð­bundna horfi í sept­em­ber.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics