Auglýsing

„Ég segi bara, reynum að koma út úr þessu öllu saman með Ísland í upp­færslu 2.0.“ Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, í apríl síð­ast­liðn­um. Þar var hann að tala um þær efna­hags­legu aðgerðir sem grípa þurfi til vegna áhrifa kór­ónu­veirunnar hér­lend­is.

Þegar hann var spurður um það, í við­tali við Kjarn­ann í maí, hvernig þessi upp­færsla gæti verið sagði Bjarni að í henni felist að þurfa að horfa djarft til margra sviða sam­fé­lags­ins. Hann hafi verið að hugsa til einka­geirans, og að við myndum hætta að gera það þar sem ekki gekk upp, en líka að horft yrði til verð­mæta­sköp­unar á fleiri sviðum en gert hafi verið til þessa. Í því felist meðal ann­ars að setja aukin kraft í stuðn­ing við rann­sókn­ar- og nýsköp­un­ar­um­hverfið í land­in­u. 

Bjarni sagði líka að mörg tæki­færi væru til hag­ræð­ingar í opin­bera geir­an­um. „Ég finn það svo sterkt úr mínu ráðu­neyti hvað við gætum verið að gera marga hluti með skil­virk­ari hætt­i.“

Bjarni er ekki eini ráða­mað­ur­inn sem hefur eytt und­an­förnum mán­uðum í að tala um að ein­falda, umbylta eða breyta almanna­þjón­ustu þannig að hún gagn­ist bet­ur, eða að áherslan þurfi að vera á að „fjölga eggj­unum í körf­unni“ með því að auka áherslu á rann­sókn­ir, þróun og nýsköpun til að skapa störf fram­tíð­ar. 

Minna hefur hins vegar verið um efndir í þeim efn­um. 

Hljóð og mynd fara ekki saman

Ísland hefur að uppi­stöðu verið með þrjár stoðir undir efna­hag sínum und­an­farin ár. Sú sem skapar mestar gjald­eyr­is­tekjur er ferða­þjón­usta. Þar á eftir kemur sjáv­ar­út­vegur og loks álf­ram­leiðsla, sem er drifin áfram af nýt­ingu á íslenskri orku. Síðan hefur verið hægt að þjappa öllu hinu saman í eina stoð sem mætti kalla „allt hitt“. 

Þrátt fyrir þessa ein­földu gjald­eyr­is­tekju­sköpun þá hefur mennta­kerfið verið byggt upp til að fram­leiða allskyns sér­fræð­inga, á marg­hátt­uðum svið­um. Þegar þeir svo ljúka námi, eftir að hið opin­bera hefur fjár­fest tugum millj­ónum sér­hæf­ingu þeirra, hefur beðið margra þeirra atvinnu­líf sem gerir ekk­ert sér­stak­lega ráð fyrir þeim. Hljóð og mynd hafa ekki farið sam­an. 

Auglýsing
Þetta er ástand sem nær allir stjórn­mála­menn virð­ast gera sér grein fyr­ir, en eng­inn virð­ist hafa dug eða getu til að takast á við. 

Í kreppum gefst hins vegar oft ráð­rúm til að stokka upp spil­in. Það hefði verið hægt eftir að banka­bólan sprakk, með skelfi­legum afleið­ingum fyrir íslenska þjóð, haustið 2008. Og það var reynt.

Veg­ferðin sem var ekki farið í

Á grunni hinnar stór­merki­legu McK­insey-­skýrslu um mögu­leika Íslands til efl­ingar lang­tíma­hag­vaxt­ar, sem kom út haustið 2012, var mynd­aður Sam­ráðs­vett­vangur um aukna hag­sæld. Helsta nið­ur­staða skýrsl­unnar var að það ætti að stefna að sjálf­bærum hag­vexti á Íslandi til lengri tíma litið með því að auka fram­leiðni í hag­kerf­inu. Þar ætti að vera for­gangs­mál að auka veru­lega hug­vits­drif­inn útflutn­ing, hinn svo­kall­aða alþjóða­geira. Við gætum ekki lengur treyst á að auð­linda­geir­inn – sem nýt­ing á nátt­úru, veiðar á fiski og virkjun á orku til­heyra – gæti staðið undir þeim vexti sem nauð­syn­legur er til að við­halda og jafn­vel bæta lífs­skil­yrði á Ísland­i. 

Sam­ráðs­vett­vang­ur­inn var þverpóli­tískur og þver­fag­legur vett­vangur sem var ætlað að koma þessum mark­miðum til leið­ar. Ótrú­lega merki­legt starf var unnið innan hans framan af. Fyr­ir­tæki, aðilar vinnu­mark­að­ar, stjórn­mála­menn og margir fleiri lögðu sín lóð á voga­skál­arn­ar. 

Eftir kosn­ing­arnar vorið 2013 var þess­ari vinnu hins vegar ýtt til hliðar og ákveðið að horfa frekar til skamm­tíma­á­vinn­ings af stór­auk­inni ferða­þjón­ustu sem hag­vaxt­ar­hvata en að leggja í það lang­tíma­verk­efni að raun­veru­lega fjölga stoð­unum undir íslensku efna­hags­lífi og búa til störfin sem við erum að mennta fólk í. 

Þessi skamm­sýni, að leggja allt undir á auð­linda­drifnu atvinnu­veg­ina, á sinn þátt í því að kreppu­höggið nú verður jafnt hart og raun ber vitn­i. 

Búið að velja sig­ur­veg­ara

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins, lýsti þess­ari stöðu ágæt­lega í við­tali við Kjarn­ann í síð­ustu viku. Þar sagði hann það vera skoðun sína að ferða­þjón­usta hafi á árunum eftir hrun fengið of mikla athygli stjórn­valda á sama tíma og önnur vaxt­ar­tæki­færi hafi farið for­görð­um. Það sama megi ekki ger­ast nú. „Það eru mjög stórar ákvarð­anir og stra­tegískar sem bíða þess að vera tekn­ar, um það á hverju við ætlum að byggja verð­mæta­sköp­un­ina,“ sagði Sig­urð­ur.

Hann telur það ein­fald­lega löngu tíma­bært að stjórn­völd móti hér atvinnu­stefnu sem byggi á að auka sam­keppn­is­hæfni með umbót­um. Aðgerðir stjórn­valda í efna­hags­málum vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins sýni hins vegar „svart á hvítu“ að stjórn­völd séu með atvinnu­stefnu af öðrum toga en þá sem æski­leg væri. „Sú atvinnu­stefna gengur út á það að velja sig­ur­veg­ara og þar er raunar einn sig­ur­veg­ari sem er á blaði og það er ferða­þjón­ust­an. Aðgerðir stjórn­valda miða fyrst og fremst við að bjarga ferða­þjón­ust­unn­i.“

Auglýsing
Á sama tíma fari önnur tæki­færi for­görðum vegna þess að athygli stjórn­valda bein­ist ekki að þeim. 

Þetta er rétt hjá Sig­urði. Skýrasta dæmið er að sitj­andi rík­is­stjórn var til­búin að setja 27 millj­arða króna í að hjálpa fyr­ir­tækjum til að segja upp fólki – þótt sú aðgerð hafi á end­anum kostað rík­is­sjóð um átta millj­arða króna – en hefur aukið fjár­fest­ingu í nýsköpun um tæpa fimm millj­arða króna eftir að COVID-19 far­ald­ur­inn skall á. 

Ekki fyrstu sig­ur­veg­ar­arnir sem eru valdir

Íslensk stjórn­völd hafa áður valið sig­ur­veg­ara. Það gerðu þau til að mynda þegar alþjóð­legum auð­hringjum sem eiga hér álver fengu að kaupa raf­magn á hrakvirði og var gert kleift að taka út allan hagnað að mestu óskatt­lagðan í gegnum milli­verð­lagn­ingu og þunna eig­in­fjár­mögn­un­arfim­leika

Eða þegar þau ákváðu að leyfa sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum að veð­setja afla­heim­ildir sem þau eiga ekki fyrir mörg hund­ruð millj­arða króna lánum og greiða ein­ungis smán­ar­leg veiði­gjöld fyr­ir. 

Sam­kvæmt tölum úr sjáv­ar­út­vegs­grunni sem geir­inn lætur taka saman fyrir sig þá er staðan þessi: Hagn­aður sjáv­ar­út­vegs­ins (eftir fjár­fest­ingu, gjöld og afskrift­ir) á árunum 2011 til 2019 var 390 millj­arðar króna. Greidd veiði­gjöld á sama tíma­bili voru 69,9 millj­arðar króna. Af þeim 460 millj­örðum króna sem sátu eftir í hagnað fóru því 18 pró­sent til eig­and­ans (þjóð­ar­inn­ar) en 82 pró­sent varð eftir hjá vörslu­mann­inum (út­gerð­inn­i). 

Á einum ára­tug eru eig­endur útgerð­anna, að mestu nokkrar fjöl­skyld­ur, búnir að greiða sér út rúm­lega 100 millj­arða króna í arð út úr þessu kerfi. Eng­inn þarf að velkj­ast í vafa um hver sig­ur­veg­ar­inn er í þess­ari jöfnu.

Allt of mörg sveit­ar­fé­lög

Í McK­insey-­skýrsl­unni var líka fjallað um að auka skil­virkni opin­berrar þjón­ustu. Það felur ein­fald­lega í sér að þeir fjár­munir sem við setjum í hana séu betur nýtt­ir. Að minna sé sóað í óþarfa og meira sé nýtt í að bæta þjón­ustu við íbúa lands­ins, hvort sem um sé að ræða úr hendi ríkis eða sveit­ar­fé­laga. 

Ýmis­legt var talið til. Meðal ann­ars frek­ari sam­ein­ing stofn­ana, skil­virk­ari þjón­ustu­samn­ingar og aukið raf­rænt þjón­ustu­fram­boð. Ein­hver þróun hefur átt sér stað á öllum þessu víg­stöðv­um, en fjarri því nægi­lega mik­il.

Lyk­il­til­laga var síðan að fækka sveit­ar­fé­lögum úr þeim 74 sem þá voru í tólf. Þau eru nú 72 og fækkar um nokkur til við­bótar þegar sam­ein­ing nýs sveit­ar­fé­lags á Aust­ur­landi gengur að fullu í gegn. En þetta ferli gengur allt of hægt. Og ástæðan fyrir því eru ein­ungis póli­tískir hags­munir þeirra sem sækja sér vald eða mat­ar­holur í þetta ofvaxna og óhag­kvæma kerfi.

Þetta er eðli­leg umræða að taka, í ljósi þess að á Íslandi búa rúm­lega 364 þús­und manns. Það er gjör­sam­lega fjar­stæðu­kennt að halda úti öllum þessum sveit­ar­fé­lög­um, allri þess­ari stjórn­sýslu­legu yfir­bygg­ingu og öllum þessum illa ígrund­uðu og óskil­virku þjón­ustu­samn­ingum sem í gildi eru. Með því erum við að sóa fjár­munum og draga úr gæðum þjón­ustu. Þær til­lögur sem hafa verið lagðar fram ganga og skammt og taka of langan tíma að kom­ast í fram­kvæmd. 

Ein­fald­ara Ísland

Héð­inn Unn­steins­son, stefnu­mót­un­ar­sér­fræð­ing­ur, skrif­aði afar athygl­is­verða grein um þessi mál í jan­úar síð­ast­liðn­um. Hún bar heitið „Ein­fald­ara Ísland“. 

Þar sagði Héð­inn að það gæti falist mikil tæki­færi í ein­fald­ara stjórn­kerfi fyrir svona fámenna þjóð. Mark­miðið væri þrí­þætt: Í fyrsta lagi að bæta þjón­ustu við íbúa og færa hana nær þeim. Í annan stað að nýta betur þá tæpu 1.300 millj­arða króna af almannafé sem við greiðum árlega til sam­neysl­unnar og að síð­ustu að jafna, ein­falda og styrkja stjórn­kerfi fram­kvæmda­valds­ins. „Fram­tíð­ar­sýnin er að hér yrði fjöl­skipað stjórn­vald með níu ráðu­neytum á fyrsta stjórn­sýslu­stig­inu. Á seinni stig­inu, nú þegar öll „jarð­ar­bönd“ trosna og þjón­usta á tímum fjórðu iðn­bylt­ing­ar­innar fær­ist í raf­rænt form sem er án allra sveit­ar­fé­laga­marka, væri skyn­sam­legt að átta til tólf sterk sveit­ar­fé­lög tækju við mála­flokkum á borð við mál­efni aldr­aðra, hjúkr­un­ar­heim­ili heilsu­gæslu og fram­halds­skóla frá rík­inu. Slík ein­földun og til­færsla verk­efna þýddi ekki ein­ungis að ofan­greindri fram­tíð­ar­sýn yrði náð heldur byði þetta einnig upp á meiri­háttar hag­ræð­ing­ar­tæki­færi hvað varðar end­ur­skoðun á stofn­ana­kerfi rík­is­ins. Stofn­unum yrði breytt, þeim fækkað og þær styrkt­ar. Ein­fald­ara Ísland.“

Stjórn­mála­menn ættu að hlusta meira á Héð­inn.

Ljós­rit eða upp­færsla?

Það að móta alvöru atvinnu­stefnu og stór­auka fram­lög til nýsköp­un­ar, með það að mark­miði að bæta og styrkja íslenskt efna­hags­líf, er risa­á­kvörð­un. Að gjör­breyta stjórn­sýslu lands­ins þannig að hún gagn­ist lands­mönnum sem best er það líka. Margir munu missa spón úr aski sín­um. Valda­net, sem ofið hefur með ára­tuga­á­hrifum í tugum sveit­ar­fé­laga og inn­setn­ingum á flokks­hestum í stofn­an­ir, stjórnir og nefnd­ir, mun rakna upp. Erf­ið­ara verður að útdeila almannafé eða gæðum til sér­hags­muna­afla og vild­ar­vina. 

En þetta eru ákvarð­anir sem þarf að taka. 

Ísland í upp­færslu 2.0 mun hvíla á alvöru póli­tík sem þor­ir. Sam­hliða ofan­greindu mætti auð­vitað takast á við önnur mál sem tek­ist hefur að þæfa árum og jafn­vel ára­tugum sam­an. Þar ber helst að nefna sann­gjarn­ari gjald­töku fyrir nýt­ingu auð­linda og hvert meg­in­inni­hald stjórn­ar­skrár lýð­veld­is­ins eigi að vera. Þar skiptir mestu máli að við­ur­kenna algjör­lega eign­ar­rétt þjóðar á auð­lindum og að vörslu­menn geti ekki veð­sett eign­ir. Að jafn­ræði atkvæða allra lands­manna verði tryggt. Að kafl­inn um for­seta­emb­ættið verði aðlag­aður að veru­leik­anum og skýr ákvæði sett um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­ur. Þá væri ekki úr vegi að upp­færa stjórn­ar­skrá þannig að hún taki að fullu mið af alþjóða­væddum heimi 21. ald­ar­innar og þátt­töku í alþjóða­sam­starfi, ekki stöðu mála eins og hún var á fimmta ára­tug síð­ustu ald­ar. Ekk­ert í fram­lögðum og útvötn­uðum til­lögum for­sæt­isráðherra um stjórn­ar­skrár­breyt­ingar nær þessum sjálf­sögðu mark­mið­um.

Ekki væru heldur úr vegi að eiga vit­ræna umræðu um það hvort að lands­mönnum finn­ist það ásætt­an­legt áfram að krón­urnar í vasa þeirra rýr­ast um tugi pró­senta að virði í alþjóð­legum sam­an­burði alltaf þegar mót­vindur er í íslensku efna­hags­lífi. Það ger­ist á sama tíma og flest fyr­ir­tæki í alþjóð­legum rekstri hafa þegar kastað gjald­miðl­inum vegna þess­arra sveiflna og fjár­magns­eig­endur stunda það að stór­auka eignir sínar með því að færa fjár­muni út úr krón­unni í aðdrag­anda nið­ur­sveiflu, en aftur inn í hana eftir geng­is­fall til að kaupa eignir á bruna­út­sölu, með til­heyr­andi ágóða. Þessa umræðu þarf að eiga á öðrum for­sendum nú en áður, þar sem geng­is­fell­ingin kemur ekki í lengur í veg fyrir að aðlögun sé tekin út í atvinnu­leysi. Um það getur á þriðja tug þús­unda lands­manna sem er án atvinnu vitn­að. 

Það er ekki eftir neinu að bíða. Tím­inn er núna. Ísland 2.0 bíð­ur. Spurn­ingin er bara hvort það eigi að vera lélegt ljós­rit af frum­út­gáf­unni eða alvöru upp­færsla á helstu und­ir­liggj­andi kerf­um. 

Yfir til ykk­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari