Af þrælmennum

Jón Gnarr tekur fyrir hina svokölluðu Íslandssögu í pistlaröð. Fimmti pistill Jóns fjallar um meðgöngu, gamalt fólk sem fékk ekkert að borða, mannfórnir, kynlífsathafnir og stéttarstöðu.

Auglýsing

Lífs­bar­áttan á Norð­ur­löndum hefur ekki verið neitt grín í fornöld­inni. Allir dagar voru tómt strit og streð, veturnir voru martröð en sum­urin sára­bót. Fólk hefur verið mikið inni­lokað yfir vet­ur­inn. Húsa­kynni voru slæm og fólk hrúg­að­ist saman í opnum skálum sem voru illa ein­angr­aðir og kynntir með opnum eld­i. 

Meng­unin þarna inni hefur verið eins og á aðal­fundi hjá Sam­tökum Stór­reyk­inga­manna enda sýna forn­leifa­rann­sóknir að flest fólk virð­ist hafa verið haldið önd­un­ar­færa­sjúk­dóm­um. Þetta hafa líka verið aga­leg pestar­bæli þar sem hungrað fólk lá hóstandi og hrækj­andi hvert innan um ann­að, súp­andi vatn úr sömu skál­inni og skaust rétt út fyrir til að míga og skíta. 

Það var ekk­ert leir­tau á þessum bæjum og flestir átu bara með hönd­unum það sem þeir tíndu úr eld­in­um. 

Þegar orðið skál varð til

Ég hef engar sann­anir fyrir því en mig grunar að þarna hafi upp­runi orð­ins skál orðið til. Það var bara ein skál til, ein­hver fór út og sótti vatn í skál­ina og svo var hún látin ganga milli fólks. Til að tryggja að allir drykkju var hrópað Skál! til að drepa fólk úr dróma og vekja þá sem sváfu. 

Auglýsing
Ég held að þetta hafi byrjað með vatni. Fólk fékk stundum áfenga drykki og þá voru þeir drukknir með sama hætti og úr nákvæm­lega sömu skál­inni. Sami grautur í sömu skál, eins og orð­takið seg­ir. Lýsnar og flærnar hljóta að hafa haft það gott þarna. Þetta hafa verið upp­eld­is­stöðvar fyrir alls­konar vírusa og bakt­er­í­ur. Sjúk­dómar og dauði voru algengur og eðli­legur hluti af dag­legu líf­i. 

Fólk hefur lifað við aðstæður sem gengu í bága við allar sjálf­sagðar heil­brigð­is­reglur sem við nútíma­fólk erum vön við. 

Ótta­blandin til­hlökkun á með­göngu

Lífslíkur voru langt frá því sem við þekkjum í dag. Flestir sem lifðu af sína eigin fæð­ingu dóu á fyrsta árinu. Ekki þekki ég nákvæmar tölur en ein algeng­asta dán­ar­or­sök kvenna var barns­fæð­ing. Með­ganga hlýtur af hafa verið nokkuð ótta­blandin til­hlökkun og 50/50 að barn og móðir lifðu það af. 

Ef barn lifði af fyrsta árið hafði það mögu­leika á að ná háum aldri sem á þeim tíma var samt ekki nema 50-60 ár. Menn voru taldir vopn­færir til fimm­tugs. Sex­tugt fólk var öld­ungar og mjög sjald­gæft að fólk lifði eitt­hvað fram yfir það. 

Það var ekki bara af líf­fræði­legum ástæðum heldur líka menn­ing­ar­leg­um. Þegar fólk var orðið svo aldrað eða lélegt til heils­unnar að það gat ekki unnið þá hætti það bara að fá að borða, tald­ist ekki lengur til mat­vinn­unga og var bara látið hægt og rólega svelta í hel. 

Þetta var ekki gert af mann­vonsku heldur frekar neyð. Í sumum til­fellum var gam­alt fólk bara borið út á guð og gadd­inn eða hrein­lega drekkt eins og kett­lingum í poka eða fleygt fyrir björg. 

Minnti á útrým­ing­ar­búðir

Matur var af skornum skammti og honum var útdeilt eftir ákveðnu kerfi. Hraustir karlar og svein­börn fengu hlut­falls­lega mest, konur og stúlku­börn aðeins minna og aum­ingjar tals­vert minna. Forn­leifa­rann­sóknir sýna að flestar konur voru vannærð­ar. Mjög veikt fólk var oft borið út svo aðrir smit­uð­ust ekki af því, jafn­vel bundið við tré og ekki leyst fyrr en það hafði annað hvort drep­ist eða jafnað sig. Þetta var blóma­skeið umgangspesta og hræði­legra sjúk­dóma sem við höfum jafn­vel ekki heyrt um eins og skyr­bjúgur og blóð­kreppu­sótt. Það hafa margir verið horaðir og tann­laus­ir. Þegar ég les heim­ildir og rann­sóknir frá þessum tíma og reyni að ímynda mér þessar aðstæður þá detta mér helst í hug bíó­myndir sem ger­ast í útrým­ing­ar­búðum Nas­ista. Það hefur ekki verið ósvipuð stemn­ingin í sumum skál­unum í Mæri og Roms­dal árið 640 og í Treblinka 1.300 árum síð­ar.

Eftir hræði­lega langan og kaldan vet­ur, þar sem mikil afföll voru á fólki, tók við sumar sem ein­kennd­ist aðal­lega af vinnu. Þetta hefur samt meira verið í ætt við strit þar sem fólk þrælaði með handafli og hörku og venju­legur vinnu­dagur hófst lík­lega strax við sól­ar­upp­rás og lauk ekki fyrr en við sól­setur og að streða 12-18 klukku­tíma dag hvern. Vinnu­slys hafa verið algeng í öllu þessu havaríi og djöf­ul­gang­i. 

Hræði­leg blót

Stétta­skipt­ingin í forn­ald­ar­sam­fé­lagi Norð­ur­landa sýn­ist mér ekki hafa verið sér­stak­lega flókin eða marg­slung­in. Efst trón­uðu höfð­ingjar sem voru mis­jafn­lega vel efn­aðir karlar sem stýrðu svoköll­uðum garði eða búi. 

Fjöl­menn­asta stéttin hefur verið bændur og búalið, fólk sem vann og lifði á garði höfð­ingj­ans. Það var höfð­ingj­ans að skipu­leggja, hvetja sitt fólk til dáða en ekki síst að taka ákvarð­anir sem vörð­uðu hag fjöld­ans og til fram­tíð­ar. Fólkið hefur líka treyst á sinn höfð­ingja að verja það fyrir þjófa­flokkum og öðrum höfð­ingj­um. Höfð­ing­inn hefur ekki bara verið verk­stjóri heldur líka and­legur leið­togi hóps­ins sem sá til þess að halda góðu sam­bandi við guði og vætt­ir. Í hinum and­legu efnum leit­uðu höfð­in­gj­arnir leið­sagnar spá­manna og kerl­inga sem köll­uð­ust völv­ur. Það er ekki mikið sem við vitum um það fólk en það er ekki ólík­legt að það hafi haft aðsetur utan hins venju­lega sam­fé­lags, svona eins og munkar og nunnur seinna.

Auglýsing
Trúarathafnirnar, hin svoköll­uðu blót, hafa verið hræði­legar serimón­í­ur. Sjálft orðið er dregið af orð­inu blóð og það var kjarn­inn í athöfn­inni. Þar voru dýr skorin á háls og blóð­inu skvett útí loftið goð­unum til dýrð­ar. Það var auð­vitað hressi­lega skvett á alla við­stadda. 

Þegar þræl­um, börnum og konum var fórnað

Við sér­stak­lega hátíð­legar athafn­ir, eins og útfarir eða blót til heið­urs Óðni voru mann­fórnir stund­að­ar. Þar var aðal­lega fórnað þrælum en líka börnum og kon­um. Þetta var gjarnan gert með aga­legum leik­rænum til­burðum og lík­lega meira af inn­blásnum anda en eig­in­legu ritúali og mis­mun­andi eftir til­efnum og þeim goðum og vættum sem verið var að ákalla í það sinn­ið.

Stundum blönd­uð­ust mann­fórn­irnar og blóð­baðið kyn­lífs­at­höfn­um, sér­stak­lega á vorin þegar brýnt var að ná athygli Freys. Þá var hent í hópnauðg­anir og konur teknar með valdi og jafn­vel drepnar á meðan sem hluti af athöfn­inni. Þegar við reynum að ímynda okkur þetta þá verðum við að hafa það líka í huga að nær allir eru úta­taðir í blóði á meðan á þessu stend­ur.

Þetta atriði telst nokkuð vís­inda­lega stað­fest. þessar hræði­legu ser­emón­íur vöktu óhug og athygli útlend­inga sem urðu vitni að svona upp­á­komum og hafa þær heim­ildir varð­veist, eins og í ferða­sögu arab­íska sendi­boð­ans Ibn Fad­l­ans. Forn­leifa­upp­gröftur frá blót­stöðum á Norð­ur­löndum sýnir það sama.

Eins og hundar

Þræl­arnir voru sá þjóð­fé­lags­hópur sem lægst var settur í virð­ing­arpýramída forn­ald­ar. Þræll gat haft svip­aða stöðu og hús­dýr. Þegar fólk var hneppt í þræl­dóm, ein­hverra hluta vegna, var það svipt mennsku sinni og varð ein­ungis vinnu­dýr með mennskt útlit. 

Þræla­hald hafði tíðkast frá örófi alda í Evr­ópu og var bara eðli­legur hluti af sam­fé­lags­gerð­inni á Norð­ur­lönd­um. Tak­mark­aðar heim­ildir eru til um þræl­ana og þræla­hald­ið, aðstæður þeirra, dag­legt líf og örlög. Það er minnst á þá í íslenskum forn­ritum en aldrei með neinum ítar­legum hætt­i. 

Ef við ímyndum okkur við­horfið til þeirra þá getum við hugsað okkur við­horf bænda­fólks til hunda: Þeir eru fyrst og fremst skepnur sem gera ákveðið gagn og til­finn­inga­semi heyrir til und­an­tekn­inga. Það er til dæmis mjög lík­legt að þegar fólk var hneppt í þræl­dóm þá hafi það verið svipt nöfnum sínum en kallað ein­hverju nafni sem vís­aði til útlits, eig­in­leika eða upp­runa. Ég efast til dæmis um það að þræll­inn Nátt­fari, sem á að hafa strokið af skipi Garð­ars Svav­ars­sonar hafi verið nefndur þetta af for­eldrum sín­um. Hann hefur heitið eitt­hvað en verið kall­aður ann­að. Eins og hund­ur. 

Frægur þræla­hald­ari

Það er ekki alveg ljóst, ekki frekar en með hunda, hvað fólk átti marga þræla. Auð­vitað voru það aðal­lega höfð­ingjar sem áttu ein­hvern fjölda af þrælum og það var örugg­lega mis­jafnt eftir efnum og aðstæðum hvað þeir voru marg­ir.

Það var heldur ekki óvenju­legt að farga þrælum sínum þegar þeir voru orðnir lúnir og fá sér nýja. Frjálst fólk, sem ekki var höfð­ingjar, gat líka átt þræla; einn eða tvo karla og nokkrar amb­átt­ir. 

Ingólfur Arn­ar­son, sem almennt er tal­inn fyrsti land­náms­maður Íslands var sam­kvæmt sög­unni þræla­hald­ari. Hann átti amk. tvo nafn­greinda þræla og hell­ing af ónafn­greindum amb­átt­um. Hjör­leifur bróðir hans átti miklu fleiri þræla en aðeins þrír eru nafn­greindir en þeir eru að minnsta kosti miklu fleiri heldur en hið frjáls­borna fólk. Sjaldan eða aldrei hafa jafn­margir þrælar komið jafn­mikið við sögu en fengið jafn­lít­inn heiður og við hið svo­kall­aða land­nám Íslands.

Þræl­arnir og amb­átt­irnar finnst mér samt svo mik­il­vægt fólk að ég þarf tvær greinar til að segja sögu þeirra. Meira segi ég næst.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit