Valdakarlarnir sem náðu ekki að þagga niður í konu

Auglýsing

Árið 2022 byrj­aði með lát­um. Síð­ustu dagar marka ákveðin tíma­mót í umræðu um mál er varða kyn­ferð­is­of­beldi og ekki síður aðgerð­ir. Að þessu sinni var það ekki bara einn valda­karl sem steig til hliðar eða fór í leyfi frá störfum eftir að hafa verið ásak­aður um kyn­ferð­is­brot – heldur fimm. Það hlýtur að vera Íslands­met.

Ung kona, Vítalía Laz­­areva, steig opin­ber­lega fram í við­tali við Eddu Falak í hlað­varp­inu Eigin konum og lýsti ofbeldi sem hún segir sig hafa orðið fyrir af hendi fimm valda­mik­illa manna, þeirra Ara Edwald, Arn­ars Grant, Hregg­viðs Jóns­son­ar, Loga Berg­manns Eiðs­sonar og Þórðar Más Jóhann­es­sonar – þó án þess að nafn­greina þá.

Við­talið vakti strax mikil við­brögð á sam­fé­lags­miðlum og ekki leið á löngu þangað til fjöl­miðlar fóru að nafn­greina menn­ina. Málið sprakk síðan með látum á fimmtu­dag­inn þegar þeir stigu allir til hliðar í stjórnum fyr­ir­tækja sem þeir sitja í eða fóru í leyfi frá störf­um.

Auglýsing

En málið átti sér lengri aðdrag­anda því Vítalía hafði greint frá atviki fyrr í vet­ur, sem átti sér stað í sum­ar­bú­stað árið 2020, nánar til­tekið í októ­ber síð­asta haust á Instagram-­síðu sinni. Þar nafn­greindi hún fjóra af þessum mönn­um, þá Ara, Arn­ar, Hregg­við og Þórð Má.

Engin svör bár­ust

Kjarn­inn hóf rann­sókn á mál­inu fljót­lega eftir að hún birti frá­sögn sína á Instagram en strax frá upp­hafi var ljóst að þetta væri grafal­var­legt mál. Eldri valda­miklir karl­menn voru þarna ásak­aðir um kyn­ferð­is­brot á sam­fé­lags­miðli. Síðar kom í ljós í sam­tali Eddu Falak og Vítalíu að hún hefði haft sam­band við þá og reynt að fara yfir málin með þeim og ræða við þá. Þeir hefðu engin við­brögð sýnt. Svo hún hefði séð sig til­neydda til að opin­bera reynslu sína af þessum mönnum með því að pósta á sam­fé­lags­miðla. Þegar það hefði ekki skilað þeim árangri sem hún von­að­ist eftir hefði hún ákveðið að stíga fram og fara í við­tal. Sem og hún gerði og sprengdi þannig upp íslenskt sam­fé­lag.

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurnir á for­svars­menn fyr­ir­tækj­anna sem þessir menn tengj­ast og spurði hvort stjórnir þeirra hefðu vit­neskju um ásak­­an­irnar og hvort þær hygð­ust bregð­­ast við þeim.

Engin svör bár­ust í margar vik­ur. Ekki heldur eftir ítrek­anir blaða­manns. Þegar ekk­ert heyrð­ist frá þessum aðilum leit­aði Kjarn­inn til aðal­eig­enda Festi, þar sem Þórður Már var stjórn­ar­for­mað­ur, en íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eiga stærstan hluta í fyr­ir­tæk­inu. Spurt var meðal ann­­ars hvort stjórnir líf­eyr­is­­sjóð­anna hefðu vit­­neskju um ásak­­anir á hendur Þórði Má um meint kyn­­ferð­is­of­beldi. Einnig spurði Kjarn­inn hvort stjórnin hefði brugð­ist með ein­hverjum hætti við þessum ásök­un­­um. Ef ekki, ætl­­aði stjórnin að bregð­­ast við með ein­hverjum hætti?

Auglýsing

Allar stjórnir líf­eyr­is­sjóð­anna svör­uðu um miðjan des­em­ber og þegar nær dró jólum en svörin voru tölu­vert ólík á milli aðila – allt frá því að stjórn­irnar treystu Festi til að skoða mál­ið, þær myndu fylgj­ast með fram­vindu mála eða að ekk­ert yrði aðhafst.

Þess ber að geta að sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans ráð­lagði almanna­teng­ill mönn­unum þremur að segja að um kjafta­sögu væri að ræða og að best væri að þegja málið af sér. Þeir fóru eftir þeirri ráð­legg­ingu því Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurnir á þá alla þar sem þeir voru spurðir út í málið og svör­uðu þeir engu. Eftir og um það leyti sem svör líf­eyr­is­sjóð­anna bár­ust til Kjarn­ans svar­aði Guð­jón Reyn­is­son vara­for­maður stjórnar Festi fyr­ir­spurn Kjarn­ans og sagði að málið hefði verið til skoð­un­ar.

Hrund Rud­olfs­dótt­ir for­stjóri Veritas, þar sem Hregg­viður er stjórn­ar­for­maður og aðal­eig­andi, svar­aði aldrei fyr­ir­spurn um málið þrátt fyrir ítrek­an­ir. Ljóst var að eng­inn ætl­aði að stíga til hliðar eða taka efn­is­lega afstöðu til máls­ins. Þangað til allt sprakk í vik­unni og þessir menn neydd­ust allir til að stíga til hlið­ar.

Að taka mál af alvöru eða taka ekki mál af alvöru

Málið minnir óneit­an­lega á KSÍ-­málið þar sem fólk innan hreyf­ing­ar­innar vissi af ásök­unum á hendur lands­liðs­mönnum í fót­bolta en aðhafð­ist ekk­ert. Vand­inn að þeirra mati lá meðal ann­ars í því að engin „form­leg til­kynn­ing“ frá þeim aðila sem sagði á sér brotið hefði borist sam­band­inu.

Það sama mátti greina í máli Elínar M. Stef­áns­dótt­ur, stjórn­ar­for­manns Íseyjar útflutn­ings sem sagði í fréttum RÚV í fyrra­dag að ekki hefði verið hægt að bregð­ast við í mál­inu þrátt fyrir vit­neskju um það síðan í haust vegna þess að um orðróm væri að ræða. Ari Edwald var fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins.

„Við höfðum spurnir af þessu í haust en það var svona orðrómur en við tókum það samt mjög alvar­lega strax,“ sagði Elín á RÚV. Hún sagði jafn­framt að þau hefðu rætt þetta við Ara sjálf­an. Þegar hún var spurð af hverju hann hefði ekki verið sendur í leyfi strax sagði hún að þetta hefði „nátt­úru­lega verið orðróm­ur. Og það komu ekki fram þar ein­hverjar beinar ásak­an­ir. Stúlkan sem um ræðir hún seg­ir: „Það var brotið á mér“ en hún tekur ekki fram hverjir það voru eða hvernig það var. Þannig að það var mjög erfitt að taka það af meiri alvöru þá.“

Hún sagði að það sem breytt­ist hefði verið það að konan fór í við­tal þar sem hún greindi frá því að þessi menn hefðu allir farið yfir sín mörk. „Og í kjöl­far þess óskar Ari eftir að fara í leyfi. En hvort að það hefði átt að skikka hann í leyfi er svona ... við hefðum kannski gert það ef hann hefði ekki óskað eftir því sjálf­ur.“

Ekki er rétt það sem kemur fram í máli Elínar að Vítalía hafi ekki nafn­greint menn­ina í póstum sínum því það gerði hún í októ­ber á Instagram-­síðu sinni og voru til skjá­skot af færslu hennar sem gengu manna á milli á þessum tíma.

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn til Elínar í nóv­em­ber og spurði hvort stjórnin vissi af þessum ásök­unum og hvort hún ætl­aði að bregð­ast við. Í svari til Kjarn­ans þann 17. des­em­ber eftir þrjár ítrek­anir á þremur vikum sagði Elín að stjórnin hefði vit­neskju um málið en að þau hefðu ekki vit­neskju um að Ari hefði verið kærð­ur. Því væri ekki til­efni til við­bragða af hálfu stjórnar að svo stöddu.

Vit­neskjan var sem sagt til staðar en ekki þótti ástæða til að bregð­ast við með neinum hætti.

Eiga líf­eyr­is­sjóð­irnir að skipta sér af?

Mál Þórðar Más fyrrum stjórn­ar­for­manns Festi vekur sér­staka athygli þar sem líf­eyr­is­sjóð­irnir eru aðal­eig­endur fyr­ir­tæk­is­ins. Eiga líf­eyr­is­sjóð­irnir að stíga meira inn í mál þeirra fyr­ir­tækja sem þeir eiga hlut í eða halda áfram að vera þöglir eig­end­ur? Kjarn­inn leit­aði álits Ragn­ars Þórs Ing­­ólfs­­sonar for­­manns VR sem sagði að líf­eyr­is­­sjóðir virt­ust ekki hafa mik­inn hvata til að leita réttar síns ef grunur leikur á brot­­legri eða sið­­lausri hátt­­semi stjórn­­enda fyr­ir­tækja sem þeir fjár­­­festa í, þrátt fyrir fag­­ur­gala um sið­­ferð­is­við­mið og alþjóð­­leg sam­­fé­lags­­leg við­mið.

Vís­aði hann í við­mið umhverf­is­­legra og félags­­­legra þátta og stjórn­­­ar­hátta (UFS) en það eru við­mið sem fjár­­­festar nota til að meta fjár­­­fest­ingar út frá aðferða­fræði ábyrgra fjár­­­fest­inga. Félags­­­leg við­mið snúa að því hvernig fyr­ir­tæki kemur fram við starfs­­fólk sitt, birgja, við­­skipta­vini og sam­­fé­lagið sem það starfar í. Ragnar Þór sagði að slík við­mið væru auð­vitað orðin tóm ef ekki væri farið eftir þeim þegar á reyn­­ir.

Auglýsing

Telur Ragnar Þór að umræða um hversu virkir og óvirkir eig­endur líf­eyr­is­­sjóðir eigi að vera í fyr­ir­tækjum sé að aukast og margt jákvætt verið að ger­ast, sér­­stak­­lega hjá þeirra sjóði LIVE. „En það er enn langt í land að eitt­hvað raun­veru­­lega breyt­ist.“

Miðað við svör sumra líf­eyr­is­sjóð­anna við fyr­ir­spurnum Kjarn­ans má greina eilitla breyt­ingu í þá átt að þeir láti sig mál sem þessi varða. Þó ekki nægi­lega mikla til að kalla til hlut­hafa­fundar eða krefj­ast þess að Þórður Már stigi til hlið­ar.

Þolendur ættu að fá skjól og rými til að jafna sig

Þegar stór mál kom­ast í fjöl­miðla vill atburða­rásin oft verða hröð. Þetta mál er skóla­bók­ar­dæmi um það að menn neita að bera ábyrgð sjálfir fyrr en þeim er stillt upp við vegg eftir fjöl­miðlaum­fjöll­un. Það er nokkuð ljóst að þeir hefðu allir setið áfram í sínum störfum ef ekki hefði verið fyrir við­talið – þar sem þol­and­inn þurfti að stíga sjálfur fram.

Þolendur ættu aftur á móti ekki að þurfa að stíga fram til að eitt­hvað breyt­ist – við sem sam­fé­lag ættum að geta gefið þeim það svig­rúm og skjól sem þeir eiga skil­ið. Að gefa þeim ráð­rúm til að vinna úr sínum málum án þess að þurfa að takast á við álagið sem fylgir opin­berri umfjöll­un.

Þá reynir á fólk – og okkur hin – að standa í lapp­irn­ar. Að láta ekki með­virkni eða hræðslu við afleið­ingar stöðva sig í að ganga í mál­in. Í þessu til­viki sem hér um ræðir skorti þetta frum­kvæði hjá stjórnum fyr­ir­tækj­anna Festi, Íseyjar útflutn­ings og Ver­itas því ekk­ert bólaði á neinum við­brögðum fyrr en málið komst í hámæli í fjöl­miðl­um. Það sýna svör – eða svar­leysi – fyr­ir­tækj­anna við fyr­ir­spurnum Kjarn­ans til að mynda.

Valda­misvægi af ýmsum toga

Drífa Snæ­dal rit­aði pistil í gær um málið og sagði meðal ann­ars að síð­ustu daga og vikur hefði hún fylgst af aðdáun með ungum konum stíga fram og ræða af ótrú­legu hug­rekki og hisp­urs­leysi um skipu­lagt ofbeldi karla gegn kon­um.

„Í stað þess að hengja sig í skil­grein­ingar greina þær frá mála­vöxtu, því sem gerð­ist og hvernig það átti sér stað. Þær taka sér svig­rúm og rými sem konur af minni kyn­slóð hefðu aldrei gert nema vera með full­kom­lega útpælda frá­sögn, helst með sönn­un­ar­gögnum og eftir að hafa „unnið úr“ mál­unum í ár og jafn­vel ára­tugi. Þessar konur hika ekki við að horfa í augun á valda­miklum mönnum og segja þeim til synd­anna, krefja þá um að axla ábyrgð og gera það án þess að gera þær kröfur á sjálfar sig að vera hin „full­komnu fórn­ar­lömb“,“ skrifar Drífa.

Hún benti á að valda­misvægi í sam­fé­lag­inu væri af ýmsum toga. „Það getur verið ald­urs­bund­ið, kyn­bundið og tekju­bund­ið. Það getur end­ur­spegl­ast í ólíkum tengsl­um, að eiga rödd og hafa form­leg völd gagn­vart öðrum sem hafa það ekki.“

Þetta valda­sam­hengi er gríð­ar­lega mik­il­vægt og eins og í svo mörgum málum þá er valda­ó­jafn­vægið mikið milli ein­stak­ling­anna sem um ræð­ir. Eng­inn vafi leikur á því að vegna valda­tengsla gátu þessir menn setið áfram og starfað óáreittir á meðan konan unga reyndi að kom­ast í sam­band við þá og að end­ingu greina frá því sem gerð­ist á sam­fé­lags­miðlum og síðan í opin­beru við­tali. Og hún var ekki hið „full­komna fórn­ar­lamb“ og við­ur­kenndi sín eigin mis­tök hvað ást­ar­sam­bandið við giftan mann varð­ar. Þau mis­tök koma þessu máli einmitt ekki við.

Þetta á einnig við um hina menn­ina sem Vítalía nefnir í við­tal­inu, þá Arnar og Loga Berg­mann. Miðað við lýs­ingu hennar á atburðum sem áttu sér stað á golf­móti í sept­em­ber síð­ast­liðnum voru þeir ótví­rætt í ákveð­inni valda­stöðu gagn­vart henni þar sem henni var stillt upp við vegg og látin fram­kvæma kyn­ferð­is­legar athafnir sem hún kærði sig ekki um.

Ekki nóg að taka mál er varða kyn­ferð­is­of­beldi og áreiti alvar­lega

Það sem skiptir máli er að Vítalía reyndi að ræða við meinta ger­endur og þegar það gekk ekki þá sagði hún frá sinni reynslu og því sem gekk á í bústaðn­um. Þá var það hlut­verk ann­arra að taka við kefl­inu.

Það þarf mik­inn styrk og hug­rekki til að stíga með þessum hætti fram og mæta einum valda­mestu mönnum í sam­fé­lag­inu og hún gerði það. Hún krafð­ist þess að þeir öxl­uðu ábyrgð og við hin verðum að hlusta og bregð­ast við af sama hug­rekki. Það jákvæða við alla þessa atburða­rás eru við­brögðin þegar málið komst í hámæli – krafan um ábyrgð var ljós. Það hefði aftur á móti verið enn betra að sjá þau við­brögð mikið fyrr og meinta ger­endur sýna auð­mýkt og sama hug­rekki og sjá mátti hjá Vítal­íu.

Að lokum er vert að minna á að margar konur í sam­fé­lag­inu okkar burð­ast enn með erf­iða reynslu af kyn­ferð­is­legu ofbeldi og áreitni og hafa ekki far­veg til að segja frá. Sam­fé­lagið – hvort sem um er að ræða stofn­an­ir, fyr­ir­tæki eða jafn­vel umræðu á sam­fé­lags­miðlum – verður að gefa þeim sem hafa slíka reynslu tæki­færi til að tjá sig í öruggu skjóli og taka þeim frá­sögnum alvar­lega.

Og það er auð­vitað ekki nóg að taka mál sem þessi alvar­lega, það verður að bregð­ast við, veita þessum ein­stak­lingum aðstoð og vel­vild og ekki síst þrýsta á ger­endur að axla ábyrgð. Sú ábyrgð skiptir öllu máli svo þolendur geti unnið úr sínum áföllum og haldið áfram með lífið án þess að burð­ast einir með afleið­ing­arnar og skömm­ina sem því miður vill oft fylgja svona mál­um. Og auð­vitað gera allt sem við getum til að upp­ræta þá menn­ingu þar sem hegðun sem hér hefur verið lýst á sér stað. Því í skjóli valds­ins og þagn­ar­innar þrífst órétt­læti og mis­notk­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari