Auglýsing

Sjón­varps­þátta­röðin Ver­búð­in, sem sýnd er á sunnu­dags­kvöldum á RÚV, hefur vakið verð­skuld­aða athygli. Þar fléttar Vest­ur­port-hóp­ur­inn saman tíð­ar­anda sem sam­an­stóð af frá­bærri tón­list, hall­æris­legri tísku, grodda­legum drykkju­hátt­um, sígar­ett­ureyk­ing­um, harð­neskju níunda ára­tug­ar­ins og óhefl­uðu kyn­lífi við sögu helstu atvinnu­greinar þjóð­ar­inn­ar, sjáv­ar­út­veg­inn. 

Þótt vís­anir þátt­anna í raun­veru­lega atburði eins og Stein­grím Her­manns­son á sund­skýlu að stæra sig við erlenda frétta­menn um ágæti Íslend­inga, eða athuga­semdir um að bílar á Vest­fjörðum hefðu ekki verið með bíl­númer sem byrj­uðu á X, séu fyr­ir­ferða­mikil í almennri umræðu um þætt­ina er alvar­legri und­ir­tónn til stað­ar.

Það liggur fyrir að höf­undar þeirra hafa ein­sett sér að þýða áhrif fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is­ins á íslenskt sam­fé­lag fyrir áhorf­endur í gegnum skáld­verk. 

Og þeim er að takast það afburða­vel.

Mark­mið sem gleymd­ust

Í þætti síð­asta sunnu­dags minnt­ist spillti stjórn­mála­mað­ur­inn Jón Hjalta­lín, sem á í svo nánu sam­bandi við for­stjóra útgerð­ar­innar að þau sofa reglu­lega sam­an, á „svörtu skýrsl­una“ svoköll­uð­u. 

Það er vísun í skýrslu sem Haf­rann­sókn­ar­stofnun gaf út árið 1975 og fjall­aði um slaka stöðu fiski­stofna við Íslands­strend­ur. Í kjöl­farið átti sér stað umræða um aðgerðir til að tryggja að sam­bæri­legt ástand og það þegar síldin hvarf myndi ekki end­ur­taka sig. Nið­ur­staðan var kerf­is­breyt­ing í sjáv­ar­út­vegi og kvóta­kerfið svo­kall­aða var bundið í lög árið 1983. 

Til­gangur þess var upp­haf­lega marg­þætt­ur. Í fyrsta lagi átti að draga úr veiði til að byggja upp stofna. Því var haldið fram að jafn­stöðu­afli þorsks, mik­il­væg­asta fisks­ins, gæti orðið um 500 þús­und tonn á ári með þessu. Raun­veru­leik­inn er að þetta mark­mið hefur aldrei náðst. Þvert á móti var úthlut­aður kvóti á yfir­stand­andi fisk­veiði­ári tæp­lega 209 þús­und tonn

Auglýsing
Í öðru lagi átti kerfið að tryggja atvinnu í byggð­ar­lögum sem orðið höfðu til utan um fisk­veiðar og -vinnslu. Fram­sal kvóta og síðar stór­tækur útflutn­ingur á óunnum afla gerðu þau mark­mið að engu. Árið 1995 var íbúa­fjöldi tólf af fimmtán bæjum sem höfðu misst frá sér 60 pró­sent af kvóta sínum kom­inn undir eitt þús­und manns. Á Vest­fjörðum höfðu fjórir bæir/þorp misst 70 pró­sent þess kvóta sem var til staðar 1984.  

Í þriðja lagi átti að ná fram auknu hag­ræði innan grein­ar­inn­ar. Fækka skip­unum sem veiddu og búa til stærri og stöndugri fyr­ir­tæki sem gætu gert meira. Þetta mark­mið náð­ist, en með öðrum hætti en margir sáu fyrir sér. Gríð­ar­leg sam­þjöppun hefur átt sér stað.

Raunar er staðan þannig í dag að fjórar stærstu blokk­irnar í sjáv­ar­út­vegi halda á yfir 60 pró­sent af öllum úthlut­uðum afla­heim­ild­um. Sú stærsta, sem hverf­ist um Sam­herja, heldur á 22 pró­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. Lög lands­ins segja að einn aðili megi ekki halda á meira en tólf pró­sent af kvóta hverju sinni. Þegar eitt útgerð­ar­fyr­ir­tæki fór yfir þau mörk í haust var það leyst með að selja afla­heim­ildir til ann­ars sem er í eigu for­stjóra þess fyrst­nefnda.

„Þú átt að sjá til þess“

Fram­sal kvót­ans var lög­fest í byrjun tíunda ára­tug­ar­ins. Þá máttu þeir sem fengu hann lán­aðan frá eig­and­an­um, íslensku þjóð­inni, selja þessa lán­uðu vöru og stinga afrakstr­inum í vas­ann. Það gerðu mjög marg­ir. Mjög, mjög marg­ir.

Stærsta breyt­ingin á sjáv­ar­út­vegs­kerf­inu varð hins vegar árið 1997 þegar heim­ild var gefin til þess að veð­setja kvóta fyrir láni frá banka. Það mátti taka eign þjóðar sem hafði verið lán­uð, leggja hana að veði og fá lán­aða pen­inga. Þeir pen­ingar voru fyrst að uppi­stöðu not­aðir af þeim sem áttu í góðu sam­bandi við banka til að kaupa aðra út úr geir­an­um. Til varð „papp­írs­fisk­ur“ sem búin var til úr engu. Til varð auður sem aldrei áður hafði sést í íslensku sam­fé­lag­i. 

Þess­ari breyt­ingu, og hvat­anum á bak­við hana, er gerð góð skil í síð­asta þætti Ver­búð­ar­innar þar sem spillti stjórn­ar­mála­mað­ur­inn ræðir við spillta banka­stjór­ann yfir kaffi og sígar­ettu eftir bad­mint­on­leik. Sá fyrr­nefndi seg­ir: „Við getum ekki eignað okkur fisk­inn í sjón­um, frekar en fugl­ana háloft­un­um.“ Sá síð­ar­nefndi hlær og svar­ar: „Bankar lána út á eignir með veð­lán­um. Fiskur getur orðið þessi eign. Þú átt að sjá til þess.“

Spillti stjórn­mála­mað­ur­inn bendir spillta banka­stjór­anum á að hann ætti sjálfur að fara á þing til að koma þessum hugð­ar­efnum sínum á fram­færi. 

Hann hlær hátt og seg­ir: „Á þessum þing­manna­laun­um? Nei.“

Þessi aðgerð er grunn­ur­inn að því fáveldi sem ríkir á Íslandi í dag. Þar sem fámennur hópur fólks hefur hagn­ast ævin­týra­lega á nýt­ingu þjóð­ar­eignar með aðstoð banka­manna á sama tíma og þeir hafa haft valda stjórn­mála­menn í vas­an­um. 

Grunn­ur­inn að vít­is­vél­inni sem hrundi 2008

Á tíunda ára­tugnum hjálp­uðu stóru útgerð­ar­menn­irnir og banka­menn­irnir nefni­lega hvorum öðrum við að upp­fylla drauma sína. Fjár­mála­fyr­ir­tækin lán­uðu útgerð­unum til að kaupa upp erlend sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki og eign­ast kvóta ​í öðrum lönd­um. Þegar leið á ára­tug­inn var svo farið í að lengja virð­is­keðju þeirra erlendis með enn frek­ari fjár­fest­ing­um. Útgerð­ar­menn­irnir voru fyrir vikið eig­in­lega fyrstu útrás­ar­vík­ing­arn­ir.

Í kafla sem Níels Ein­ars­son, doktor í mann­fræði, skrif­aði í bók­ina Gambling debt: Iceland´s rise and fall in the global economy sem kom út árið 2015, segir að hinn nýi auður sem skap­að­ist með veð­setn­ingu kvót­ans hafi komið sér vel fyrir bank­ana, þar sem auknar eigur og bætt eig­in­fjár­­hags­­staða þeirra dró að erlenda fjár­­­festa. Á þessum tíma hafi fáar eignir verið til á Íslandi utan sjáv­ar­út­vegs sem hægt var að veð­setja með þessum hætti. Í grein eftir Karl Fannar Sæv­ars­son mann­fræð­ing, sem birt­ist í Kjarn­anum sum­arið 2018, kom fram að draga mætti þá „ályktun að fram­­boð á lánsfé frá bönk­­unum hafi haft meiri áhrif á verð á afla­hlut­­deildum heldur en raun­veru­­legt verð­­mæti þeirra.“

Auglýsing
Bankarnir voru einka­væddir skömmu síð­ar. Fimm árum eftir að þeirri fram­kvæmd lauk að fullu hrundi íslenska fjár­mála­kerf­ið, sem hafði marg­fald­ast af stærð, með gríð­ar­legum afleið­ingum fyrir sam­fé­lagið allt. Það tók ekki lengri tíma en það að búa til vít­is­­vél úr kerf­in­u. ­Síðar kom í ljós að stór­felld glæp­a­starf­semi hafi átt sér stað innan bank­anna og að kerfið byggði meira og minna á blekk­ing­um. Þá voru stórir aðilar úr útgerð komnir inn í eig­enda­hópa þeirra og sátu í stjórn­um.

Ákveðið að ganga ekki að veðum

Hrunið hefði getað reynst stór­út­gerð­inni afdrifa­ríkt. Í lok árs 2008 var talið að skuldir sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ins gagn­vart bönk­­unum væru um 560 millj­­arð­ar króna, að stóru leyti í erlendri mynt. Eig­in­fjár­staðan var nei­kvæð um 80 millj­arða króna, sem þýddi að eignir dugðu ekki fyrir skuld­um.

Þessar skuldir voru fluttar inn í nýju bank­anna sem stofn­aðir voru á grunni þeirra föllnu, og voru í eigu íslenska rík­is­ins. Hægt hefði verið að ganga að veð­unum sem sett voru fyrir þessum lánum þegar ekki var hægt að greiða af þeim. 

Meiri­hluti póli­tískt skip­aðrar sátta­nefndar komst að þeirri nið­ur­stöðu í sept­em­ber 2010 að það ætti ekki að gera. Hægt er að fara yfir þá sem sátu í nefnd­inni hér

Þess í stað lagði nefndin meðal ann­ars til að ráð­ist yrði í „frek­ari úttekt á tengslum fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og setja skýrar reglur um inn­byrðis tengsl fyr­ir­tækja.“ Meiri­hluti nefnd­ar­innar lagði auk þess til að gerðir yrðu „samn­ingar um nýt­ingu afla­heim­ilda og þannig gengið form­lega frá því að auð­lind­inni sé ráð­stafað af rík­inu gegn gjaldi og að eign­ar­réttur rík­is­ins sé skýr.“ 

Nú rúmum ell­efu árum síðar hefur ekk­ert þok­ast í þessum efn­um.

Gríð­ar­lega arð­bær fjár­fest­ing

Stór­út­gerðin barð­ist hat­ram­lega fyrir sínu á árunum eftir banka­hrun. Hún gaf út hræðslu­á­róður, sigldi flot­anum í land til að mót­­mæla veið­i­­­gjöld­um, keypti aug­lýs­ingar í dag­blöðum þar sem sjó­­mönnum og fjöl­­skyldum þeirra var beitt fyrir þær og fjár­festi svo í Morg­un­blað­inu, sem þá var enn víð­lesið og hafði slag­kraft, til að „fá öðru­vísi tök á umræð­unn­i.“ Með þessu tókst að stöðva nær allar breyt­ingar á kerf­inu, og sam­fé­lag­inu, sem útgerð­ar­risarnir töldu draga úr tæki­færum sínum til að verða rík­ari og valda­meiri.

Lík­lega mun þessi fjár­fest­ing reyn­ast ein sú arð­bærasta í Íslands­sög­unni. Hagn­aður geirans fyrir skatta og gjöld frá byrjun árs 2009 og út 2020 var alls um 665 millj­­­arðar króna á umræddu tíma­bili, sam­­kvæmt sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­gagna­grunni Deloitte. Af þeirri upp­­­hæð fór undir 30 pró­­­sent til íslenskra rík­­­is­ins, eig­anda auð­lind­­­ar­inn­­­ar, í formi tekju­skatts, trygg­inga­gjalds og veið­i­­gjalda. En rúm­­­lega 70 pró­­­sent sat eftir hjá eig­endum fyr­ir­tækj­anna. Hagur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lands­ins, sam­tala arð­greiðslna og auk­ins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 millj­arða króna frá banka­hruni og til loka árs 2020. 

Auglýsing
Halda verður til haga að eigið fé geirans er stór­­lega van­­metið þar sem virði kvóta, sem útgerðir eign­­færa, er bók­­fært á miklu lægra verði en feng­ist fyrir hann á mark­aði. Miðað við síð­ustu gerðu við­skipti með kvóta má ætla að virði hans sé um 1.200 millj­arðar króna. 

Á árinu 2020 greiddu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sér 21,5 millj­arð króna í arð en greiddu 17,4 millj­arða króna í bein opin­ber gjöld. 

Þá á eftir að draga frá þann kostnað sem hið opin­bera á Íslandi leggur út vegna þjón­­ustu við sjá­v­­­ar­út­­­veg­inn, t.d. vegna hafna, haf­rann­­sókna, eft­ir­lits, land­helg­is­­gæslu og til­­­fallandi kostn­aðar vegna fisk­veið­i­­­stjórn­­un­­ar. Heild­­ar­út­­­gjöld rík­­is­­sjóðs vegna eft­ir­lits og rann­­sókna vegna fisk­veiða og -vinnslu er áætlað um sjö millj­­arðar króna í ár. Veið­i­­­gjöldin ein og sér hrökkva vart fyrir þeim kostn­að­i. 

Þessa pen­inga hafa útgerð­ar­risar notað til að fjár­festa í flest öllum öðrum geirum sam­fé­lags­ins. Og tryggt sér stór­aukin ítök innan þess. 

Engin til­viljun

Ný könnun sem Pró­sent gerði sýnir að 57 pró­sent Íslend­inga hafi horft á fyrsta þátt­inn af Verð­búð­inni og að 88 pró­sent þeirra sem það gerðu hefðu verið ánægðir með þætt­ina. Ánægjan var sér­stak­lega mikil í yngstu ald­urs­hóp­un­um, sem voru ekki fæddir þegar stóru vörð­urnar í kerf­inu voru lagð­ar. 

Það er því ekki til­viljun að hags­muna­sam­tök útgerð­ar­fyr­ir­tækja hafa ráð­ist í umfangs­mikla aug­lýs­inga­her­ferð, sem nú er meðal ann­ars sýni­leg á strætó­skýlum höf­uð­borg­ar­inn­ar, sam­hliða því að Ver­búðin fór í sýn­ingu á RÚV. Á þeim skiltum er meðal ann­ars mynd af móð­ins konu að hanna lúx­usvöru og skrifað yfir: „Það veltur margt á íslenskum sjáv­ar­út­veg­i“. Skila­boðin eru skýr, áfram­hald­andi til­vera ofur­ríkrar yfir­stéttar útgerð­ar­fjöl­skyldna er und­ir­staðan sem fínni blæ­brigði íslensks atvinnu­lífs hvíla á. 

Ofan á þetta bæt­ist að rann­sókn á meintri skatta­snið­göngu, pen­inga­þvætti og mútu­greiðslum Sam­herja, stærstu sjáv­ar­út­vegs­sam­stæðu lands­ins, er langt komin. Verði nið­ur­staðan sú að þeir stjórn­endur og starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins sem eru með stöðu sak­born­ings verði ákærðir mun það vigta þungt inn í umræðu um fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­ið. 

Í kjöl­farið má búast við hefð­bund­inni hræðslu­á­róð­urs­gas­lýs­ingu vel borg­aðra og hæfi­leik­a­ríkra lobbí­ista grein­ar­innar þar sem gagn­rýnendur kyrr­stöð­unnar verða nídd­ir, logið upp á þá afstöðu eða hags­munum og allt reynt til að hengja sig í auka­at­riði til að ræða ekki aðal­at­rið­ið, sem er alltaf hvernig eigi að skipta afrakstri af nýt­ingu auð­lindar milli eig­anda hennar og þess sem fær að nýta hana. 

Stjórn­mála­menn sem segja ekki satt

Nær allir stjórn­mála­flokkar lands­ins sem eiga full­trúa á Alþingi hafa það á stefnu­skrá sinni að breyta fisk­veiði­kerf­inu og láta það fyrst og síð­ast þjóna almanna­hags­mun­um. Flokkar sem vilja inn­kalla kvóta, gera veiði­rétt­indi tíma­bund­in, binda þjóð­ar­eign á þeim í stjórn­ar­skrá, breyta skil­grein­ingu á tengdum aðilum eða stuðla að fjöl­breytni í útgerð fengu meiri­hluta atkvæða í síð­ustu þing­kosn­ing­um. Það rímar við kann­anir sem sýna að mik­ill meiri­hluti þjóð­ar­innar er óánægð með fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið og telur það bein­línis vera ógn við lýð­ræð­ið.

Raun­veru­leik­inn er hins vegar sá að fiski­miðin hafa verið einka­vædd. Og þau hafa verið einka­vædd án þess að nein almenni­legt greiðsla hafi einu sinni komið fyr­ir. Frá sjón­ar­hóli rík­is­sjóðs er um verst heppn­uðu einka­væð­ingu sög­unnar að ræða.

­Stjórn­mála­menn skipa enda­lausar nefnd­ir, leggja fram frum­vörp sem ná aldrei í gegn, boða stjórn­ar­skrár­breyt­ingar sem aldrei verða að neinu og tala á torgum þegar það hentar þeim um nauð­syn þess að ná sátt um þetta svöðu­sár á íslenska þjóð­ar­lík­am­an­um. Ekk­ert breyt­ist hins vegar kjör­tíma­bil, eftir kjör­tíma­bil, eftir kjör­tíma­bil annað en að ofur­stéttin í sjáv­ar­út­vegi verður enn rík­ari og enn valda­meiri. Í nýjum stjórn­ar­sátt­mála sitj­andi rík­is­stjórnar er boðuð ein nefndin til sem á að gera meira og minna það sama sem allar hinar hafa gert: að „há­marka mög­u­­leika Íslend­inga til frek­­ari árang­­urs og sam­­fé­lags­­legrar sáttar um umgjörð grein­­ar­inn­­ar.“

Jón Hjalta­lín, per­sóna Gísla Arnar Garð­ars­sonar í Ver­búð­inni, er ekki byggð á ein­hverjum einum stjórn­mála­manni. Hann er allir stjórn­mála­menn­irnir sem hafa klifað á því að fiski­miðin séu sam­eign þjóð­ar­innar í aðdrag­anda kosn­inga en síðan lagst kylli­flatir fyrir frek­ustu mönnum íslenskrar sam­tíma­sögu að þeim lokn­um. 

Þegar hann og Harpa, per­sóna Nínu Daggar Fil­ipp­us­dótt­ur, renna saman í eitt ofan á skrif­borð­inu í fisk­vinnsl­unni þá er sá sam­runi tákn­rænn fyrir helstu mein­semd íslensks sam­fé­lags: sam­runa sam­eig­in­legra hags­muna útgerðar og stjórn­mála til að verja pen­inga og völd.

Jón og Harpa eru nefni­lega víða í þessu sam­fé­lagi okk­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari