Mynd: Bára Huld Beck risarþarf.jpg
Mynd: Bára Huld Beck

Við þurfum kynslóð risa

Jón Kalman Stefánsson rithöfundur skrifar um íslensk stjórnmál. Hann segir að við verðum dæmd í framtíðinni út frá ákvörðunum sem við tökum núna í loftslagsmálum. Á okkar dögum þýði hugsjón það sama og ábyrgð og heilbrigð skynsemi. En akkúrat þá sitji hér að völdum þrír íhaldsflokkar með þunga áherslu á stöðugleika, sem felur í sér uppgjöf gagnvart þeirri baráttu sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir.

Heim­ur­inn stendur á kross­göt­um, og við lifum tíma sem fara í sögu­bækur fram­tíð­ar­inn­ar. Ef þær verða skrif­að­ar, ef það verða ein­hverjir eftir til að skrifa þær; ef mann­kynið verður ekki svo upp­tekið við að lifa af í sködd­uðum heim að það hefur ekki orku, afl, jafn­vel ekki löngun til þess að skrifa. Og þá allra síst um okk­ur. En verði þær skrif­að­ar, þá munu þær ákvarð­anir sem við erum að taka núna, þær sem við eigum eftir að taka á næstu miss­erum, verða skoð­aðar í þaula, og við síðan dæmd út frá þeim. Því við erum ein­fald­lega þau einu sem geta komið í veg fyrir að ham­farir lofts­lags­breyt­ing­anna verði það harka­legar að börn fram­tíðar þurfi að vaxa upp í sködd­uðum heimi. Heimi ofsa og upp­lausn­ar.

Við sem nú lif­um. Á jörð­inni. Því eng­inn er und­an­skil­inn. Eng­inn getur skotið sér undan ábyrgð, hvar sem við­kom­andi býr. „Við björgum ekki heim­in­um“, sagði ráð­herra umhverf­is­mála, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, í nýlegu við­tali. Hann lét þess því miður ekki getið hverjir ættu þá að sjá um að bjarga hon­um, en við Íslend­ingar virð­umst ekki í þeim hópi.

Er ekki best að fara bara ekki neitt?

Við jarð­ar­búar erum allir á sama báti. Þessi blái, fal­legi hnöttur í óra­víddum him­in­geims­ins er okkar eina heim­ili. „Sjá, hér er minn stað­ur, mitt líf og mitt lán“ orti Steinn Stein­arr um Ísland, og þannig ættum við að hugsa um jörð­ina alla, því hún er okkar stað­ur, okkar líf, okkar lán; hún er okkar draum­ur, þján­ing og þrá. Og við tengj­umst öll, hvort sem okkur líkar betur eða verr, þess vegna getur ákvörðun tekin í Taílandi haft áhrif á líf Kaup­mann­ar­hafn­ar­búa, atvik á Þing­eyri snert dag­legt líf barna á Kyrra­hafs­eyj­um. Ef við höggvum í jörð­ina, þá höggvum við í okkur sjálf. Ef hún skaðast, þá skað­ast okkar líf.

Orð­ræða hug­sjóna­manns?

Ég held að fá orð séu fal­legri, inni­halds­rík­ari, en hug­sjón. Samt er það ósjaldan notað til hnjóðs í rök­ræð­um, og gjarnan til að geng­is­fella rök and­stæð­ings. Það er gefið í skyn, ef ekki sagt berum orð­um, að hug­sjón og skyn­semi fari ekki sam­an. Að sitt­hvað sé hug­sjón og veru­leiki. Að hug­sjón og draum­órar séu af sama meiði, og ábyrgur stjórn­mála­maður geti ekki leyft sér slíkan mun­að, hann þurfi að horfa til ann­arra þátta; hug­sjón sé auk þess fyrst og síð­ast fyrir ungt fólk. Síðan vöxum við upp, verðum full­orð­in, kannski kosin á þing – og vitum ekki fyrr en við erum orðin ráð­herra í einu mik­il­væg­asta ráðu­neyti sög­unn­ar. Ráðu­neyti sem heldur utan um umhverf­is­mál á tímum þegar mann­kynið er í örvænt­ing­ar­fullu kapp­hlaupi við að reyna að tempra þær ham­farir sem fylgja hækk­andi hita­stigi á jörð­inni. Örvænt­ing­ar­fullt kapp­hlaup til að … já, bjarga heim­in­um.

Það er eig­in­lega ekki hægt að orða það öðru­vísi.

Samt finnst Guð­laugi Þór við hæfi að segja í sínu fyrsta veru­lega við­tali sem ráð­herra umhverf­is­mála, að það standi alls ekki til að bjarga heim­in­um.

Fyrir ein­hverjum árum hefðu þessi orð Guð­laugs Þórs ekki bara verið talin góð og gild, heldur talin lýsa hóf­semd, yfir­veg­un, skyn­semi. Fyrir ein­hverjum árum – en ekki núna. Því er nefni­lega svo hátt­að, að það sem áður var kallað hug­sjón, og yfir­leitt eignað þeim ungu, er það eina sem getur bjargað okkur frá þeim hörm­ungum sem ham­fara­hlýnun og aðrar hast­ar­legar lofts­lags­breyt­ingar eru að kalla yfir okkur jarð­ar­búa. Á okkar dögum þýðir hug­sjón það sama og ábyrgð og heil­brigð skyn­semi.

Að bjarga heim­in­um, þannig hljómar krafa tím­ans – raun­sæ, ábyrg, en alls ekki laus við örvænt­ingu.

Ég held að Guð­laugur Þór hafi því mið­ur, að minnsta kosti ekki enn, með­tekið hana, og í þeim skiln­ingi sé hann maður gær­dags­ins. En ég held líka, eða óttast, að Guð­laugur Þór hafi ekki ein­vörð­ungu talað fyrir sjálfan sig og sinn flokk, heldur rík­is­stjórn­ina alla. Fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn, fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn sem í þessum málum puðar áfram eins og gam­all, ráð­villtur þúfna­bani, og, já, fyrir Vinstri græn.

Æ, er ekki bara best að kjósa Fram­sókn. Þannig hljóð­aði kjarn­inn í kosn­ing­ar­her­ferð Fram­sókn­ar­flokks­ins – og virk­aði með bravúr. Snjallt slag­orð sem Fram­sókn­ar­menn þrá­stög­uð­ust á, síð­ast hinn geð­þekki for­maður þeirra, Sig­urður Ingi, í loka­orðum sínum í kosn­inga­sjón­varpi RÚV, þegar hann leit bros­andi í sjón­varps­mynda­vél­arnar og sagði, eða and­varp­aði öllu held­ur: Æ, er ekki bara best að kjósa Fram­sókn?

Vel­heppnað slag­orð í þeim skiln­ingi að það virk­aði. En er það ekki samt dap­ur­legt að flokkur bæti fylgi sitt vegna slag­orðs sem þýðir ekki neitt – nema kannski upp­gjöf gagn­vart því að hafa skoð­un? Slag­orð flokks sem virð­ist sjálfur ekki hafa neina löngun til þess að fara eitt né neitt. Stendur með hendur í vös­um, fæt­urna fasta á jörð­inni, muldr­andi, æ, er ekki í lagi að fara bara ekki neitt?

Og sú óþægi­lega til­finn­ing læð­ist að manni að kosn­inga­slag­orð Fram­sóknar hafi á vissan hátt færst yfir á rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ir: Er ekki bara allt í lagi að fara ekki neitt?

VG breytir nafni sínu, og ...

Á heim­ili mínu er ungt fólk sem var að kjósa í Alþing­is­kosn­ingum í fyrsta sinn. Eins og margir af þeirra kyn­slóð er það brenn­andi heitt í umhverf­is­mál­um, og það vakti þess vegna athygli mína að hjá þeim virt­ist aldrei koma til greina að kjósa eina íslenska stjórn­mála­flokk­inn sem kennir sig við umhverf­is­mál, Vinstri græn; og fljót­lega tók ég eftir að kann­anir sýndu að VG mis­tæk­ist að mestu sækja atkvæði til ungu kyn­slóð­ar­inn­ar. Þau virt­ust ein­fald­lega ekki vera skil­greind af þeim ungu sem alvöru umhverf­is­vernd­ar­flokk­ur. Samt hafði Vinstri græn á sínum tíma sótt ráð­herra umhverf­is­mála út fyrir þing­ið; og það inn á skrif­stofu Land­vernd­ar. Voru það ekki skýr skila­boð um áherslur þeirra?

En þau ungu vissu sitt, eins og sann­að­ist þegar rík­is­stjórn Katrínar sett­ist aftur að völdum – þá gáfu Vinstri græn ráðu­neyti umhverf­is­mála frá sér og settu í hendur Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem fékk rétt fyrir kosn­ingar fall­ein­kunn á prófi hjá Sól­inni, mati Ungra umhverf­is­sinna á stefnu­máli stjórn­mála­flokk­anna. Jafn­framt sam­þykktu Vinstri græn að stokka upp umhverf­is­ráðu­neytið og búa til nýtt sem nær bæði yfir virkj­anir og umhverf­is­mál; þrátt fyrir að þar séu um tvær ósam­rým­an­legar and­stæður að ræða. Erfitt er að lesa annað út úr þessu en að umhverf­is­mál verði ekki höf­uð­atriði þess­arar rík­is­stjórn­ar.

Og það á tímum sem hrópar á djarfar, hug­rakkar ákvarð­anir í umhverf­is­mál­um.

Og skýr­ingin á því að eini stjórn­mála­flokkur lands­ins sem kennir sig við umhverf­is­mál nái illa til yngri kyn­slóð­anna, er þá ein­fald­lega sú að þau eru ekki lengur hjart­ans mál VG. Umhverf­is­mál, umhverf­is­vernd, og knýj­andi rétt­læt­is­mál eins og upp­stokkun á kvóta­kerf­inu, hafa þurft að víkja fyrir hinni þungu áherslu þeirra á stöð­ug­leika. Sú áhersla er raunar orðið að mön­tru sem for­menn þriggja rík­is­stjórna­flokk­anna kyrja svo sam­taka að maður á stundum erfitt með að greina radd­irnar í sund­ur.

Þrá Vinstri grænna eftir stöð­ug­leika virð­ist hafa fært áherslur þeirra það nálægt íhalds­sömu sam­starfs­flokk­un­um, að þau hljóta að íhuga að breyta heiti flokks­ins. Fyrsta aug­ljósa skrefið yrði að fjar­lægja G úr skamm­stöfun flokks­ins og skipta út fyrir Í. Þá held ég að bæði nafn og skamm­stöfun rími við áherslur þeirra.

VÍ - Vinstri íhalds­flokk­ur­inn.

… Guð­laugur Þór endar sem per­sóna í skoskri skáld­sögu

Það er mik­il­vægt, sagði Guð­laugur Þór í áður­nefndu við­tali, að ná umræð­unni um umhverf­is­mál upp úr skot­gröf­un­um.

Ég veit ekki hvort hann var þar að tala bæði til svo­kall­aðra virkj­un­ar­sinna, sem eru fjöl­mennir í hans eigin flokki, og umhverf­is­sinna.

Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra orku, loftslagsmála og umhverfismála.
Mynd: Bára Huld Beck

Síð­ustu vikur fyrir jól komust orku­málin í hámæli þegar Lands­virkj­un, vegna þreng­inga í vatns­bú­skapn­um, komst ekki hjá því að skerða afhend­ingu á orku til fyr­ir­tækja. Líkt og við var að búast bár­ust strax raddir úr röðum Fram­sókn­ar- og Sjálf­stæð­is­flokks þess efnis að þetta sýndi að nú yrði að virkja meira og bet­ur, og það strax. Ég geri ráð fyrir að slíkar raddir eigi eftir að hljóma áfram úr þeim ranni, og þar á meðal innan úr sjálfu umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti Guð­laugs Þórs.

Gæti verið að hin vellesna Katrín Jak­obs­dóttir hafi fengið hug­mynd­ina að sam­setn­ingu þess ráðu­neytis eftir lestur á skáld­sögu Skot­ans Robert Louis Stevens­son, Dr Jekyll and mr Hyde? Sú bók fjallar nefni­lega um mann sem klofnar í sundur og verður að tveimur ósam­rým­an­legum per­són­um. Ég ótt­ast að það verði erfitt fyrir ráð­herr­ann Guð­laug Þór, sem á bæði að virkja og vernda, að forð­ast þau örlög. En ég vona að hann og flokks­bræður hans, sem og skoð­ana­bræður í Fram­sókn, gefi gaum að skrifum Bjarna Bjarna­son­ar, for­stjóra OR, sem bendir á að ástæðan fyrir því að það þurfti tíma­bundið að skerða afhend­ingu á raf­magni til stórnot­enda, sé ekki vegna þess að „það vanti fleiri og stærri virkj­anir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær.“ Og að fyrsta og mik­il­væg­asta skrefið sé að styrkja inn­við­ina sem bera ork­una.

Kannski þarf fyrr eða síðar að bæta við nýrri virkj­un. Hvort sem okkur líkar betur eða verr. Og þannig fórna ómet­an­legri nátt­úru. En við verðum að gera okkur grein fyrir því að hin ósnertu víð­erni okkar hafa aldrei verið verð­mæt­ari – og verða verð­mæt­ari með hverju árinu sem líð­ur. Ábyrgð okkar að varð­veita þau er því mik­il. Þess vegna getur eng­inn leyft sér lengur að mæla fyrir nýrri virkjun fyrr en hann hefur þrá­spurt: Er hún alger­lega nauð­syn­leg? Höfum við skoðað allar aðrar hugs­an­legar leið­ir, höfum við úti­lokað allt ann­að, er eng­inn mögu­leiki að fara aðra leið? Og síðan muna, aldrei gleyma, að við eigum ekki nátt­úr­una, heldur varð­veitum hana fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. Það er eitt­hvað sem hinn klofni Guð­laugur Þór verður ekki bara að skilja, heldur til­einka sér.

Enska deild­in, verk­ur­inn í hnénu; það sem skiptir máli er að hafa það náð­ugt meðan heim­ur­inn brennur

Maður þarf að vera for­hertur eða í afneitun til að átta sig ekki á því að við erum að falla á tíma. Í áraraðir vör­uðu vís­inda­menn okkur við því sem við ættum í vændum vegna yfir­vof­andi hnatt­rænnar hlýn­un­ar, sem nú er tekin að bíta. Hækk­andi hita­stig, miklir þurrkar, skóg­ar­eld­ar, skæð­ara veð­ur, ógn­ar­leg­ir, mann­skæðir ský­strók­ar, flóð og hækk­andi sjáv­ar­borð. Og þetta er bara rétt að byrja. Næstu ár verða verri, öfgarnar eiga eftir að magn­ast. Fólk á eftir að flosna upp, flótta­mönnum lofts­lags­breyt­inga á eftir að fjölga stór­lega, efna­hagur ríkja fer á hlið­ina, dýr deyja út, stríð bresta á; og heim­ur­inn verður að mun verri stað. Nema við bregð­umst hratt við, af ákefð, og öðl­umst kjarkinn til að taka þær ákvarð­anir sem breyta lífsmáta okk­ar. Koll­varpa þeim ekki, en breyta – þarna er höf­uð­munur á. Yfir­vof­andi váin mun hins vegar ekki bara koll­varpa þeim, heldur eyði­leggja.

Okkar er því völ­in.

Vand­inn er hins vegar sá að það er auð­veld­ara að vera hetja í stríði en í hvers­deg­in­um. Því þótt áhrifa og eyði­legg­ingu hnatt­rænar hlýn­unar sjái nú þegar stað, víða með harka­legum hætti og manns­lát­um, hafa þær ekki enn mikil áhrif á hvers­dag okkar hér við ysta haf. Það er sjálf­sagt skýr­ingin á því að áhugi stjórn­mála­manna á Íslandi á lofts­lags­málum virð­ist frekar bund­inn við kosn­ingar en sann­fær­ingu. Við finnum ekki fyrir yfir­vof­andi ógn­inni í hvers­degi okk­ar. Henni bregður kannski rétt fyrir á sjón­varps­skján­um, en síðan lýkur fréttum og alltum­lykj­andi hvers­dag­ur­inn tekur við, þar sem hag­vöxt­ur, ástand Land­spít­al­ans, bar­áttan við Covid, orr­ustan við aukakíló­in, næsti leikur í ensku deild­inni, verk­ur­inn í hnénu, er mun nálægri en ógnin vegna hnatt­rænnar hlýn­un­ar.

Hér eru engir ský­strókar sem rífa upp hús og drepa fólk, engir skóg­ar­eld­ar, háska­legir þurrk­ar. Jökl­arnir eru vissu­lega að drag­ast sam­an, en það truflar ekki dag­legt líf og þeir eru fjarri byggð. Þar af leið­andi hafa of margir stjórn­mála­menn okkar kom­ist upp með það að sinna umhverf­is­málum með hang­andi hendi, eða tala um tæki­færin sem hnatt­ræn ham­fara­hlýn­unin býður upp á, án þess að leiða hug­ann að því hversu sið­ferði­lega skakkt það sé að gleðj­ast yfir því að geta hugs­an­lega grætt á enda­lokum ver­ald­ar.

Var í alvöru bara best að kjósa Framsókn, stöðugleika og að hafa það náðugt?
Mynd: Bára Huld Beck

En hér berum við kjós­endur auð­vitað líka sök. Í grunn­inn viljum við flest bara hafa það náð­ugt, og miklar breyt­ing­ar, áköf hugs­un, hleypir því í upp­nám. Þess vegna tókst Fram­sókn­ar­flokknum svo dæma­laust vel upp með sitt gríp­andi en inn­an­tóma kosn­inga­slag­orð. Það bar með sér fyr­ir­heit um nota­leg­heit og litlar breyt­ing­ar. Og kannski var það í eðli sínu ekki mjög langt frá alræmdum söng nýfrjáls­hyggj­unn­ar, að lífið eigi að snú­ast um að græða á dag­inn, grilla á kvöld­in. Enda er heim­ur­inn ekki á okkar ábyrgð. Heldur ann­arra.

Við þurfum kyn­slóð risa

Ég veit ekki af hverju Katrín og flokks­menn hennar sam­þykktu að gefa umhverf­is­mála­ráðu­neytið frá sér, stokka það síðan upp og setja þar undir einn hatt virkj­anir og umhverf­is­vernd. En ég á erfitt með að losna við þann grun að ákvörðun Katrínar um að fela umhverf­is­málin þeim stjórn­mála­flokki sem hvað síst hefur gefið þeim gaum, feli í sér vissa upp­gjöf gagn­vart þeirri bar­áttu sem heims­byggðin stendur frammi fyr­ir. Að við sem þjóð, undir for­ystu þriggja íhalds­samra, var­kárra flokka, sam­þykkjum hina hægu, mjúku, hug­deigu upp­gjöf sem býr í slag­orði Fram­sókn­ar. Vegna þess að nota­leg­heit og stöð­ug­leiki eru þóftu­bræð­ur, og sá sem vill fyrst og síð­ast hafa það náð­ugt, fer tæp­ast að leggja sig fram við að berj­ast af afli við þá mestu ógn sem mann­kynið hefur staðið frammi fyr­ir.

Ég veit ekki heldur hvort Guð­laugur Þór gerir sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem hann axl­aði með því að setj­ast í stól umhverf­is­mála­ráð­herra. Veit ekki hvort hann áttar sig á því að það er ein­ungis á hans valdi að breyt­ast úr manni gær­dags­ins, í mann fram­tíð­ar. Sá mögu­leiki er sann­ar­lega fyrir hendi. Það er bara spurn­ingin hversu mik­inn eld, hversu mikið þor, hann hefur í brjósti sínu. Fyrstu yfir­lýs­ingar hans benda því miður ekki til þess að þar brenni sterk­ur, ákafur eld­ur. Og við höfum ekki mik­inn tíma. Það hast­ar. Guð­laugur og rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur verða að taka þá ákvörðun hvort þau ætli að standa með heim­inum og fram­tíð­inni eða … bara sjálfum sér. Ein­beita sér fyrst og síð­ast að því að ekk­ert fari úrskeiðis í okkar litla heimi meðan ver­öldin brenn­ur.

„Við viljum reiða kyn­slóð/­sem plægir him­in­inn“ orti sýr­lenska skáldið Nizar Quabb­ini fyrir hálfri öld. Ljóð­línur sem hafa aldrei átt jafn sár­lega við og núna. Unga kyn­slóðin er reið. Og hún á að vera það. Hún verður að vera það. „Við viljum reiða kyn­slóð/við viljum kyn­slóð risa“, bætti sýr­lenska skáldið við. Og það þurfum við núna, sár­lega. Þurfum að sjá reið­ina gera hina ungu kyn­slóð að risum sem neyðir okkur öll til að lýsa því yfir að við ætlum að bjarga heim­in­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiÁlit