Fylgi við Samfylkinguna aldrei minna á þessu ári

Samfylkingin mælist með minnsta fylgi á þessu ári þremur dögum fyrir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærstur.

Oddný Harðardóttir er formaður Samfylkingarinnar. Fylgi við flokkinn hefur aldrei mælst minna í kosningaspánni. Þingsætaspá kosningaspárinnar mælir líkur á að formaðurinn nái kjöri eru 13 prósent.
Oddný Harðardóttir er formaður Samfylkingarinnar. Fylgi við flokkinn hefur aldrei mælst minna í kosningaspánni. Þingsætaspá kosningaspárinnar mælir líkur á að formaðurinn nái kjöri eru 13 prósent.
Auglýsing

Fylgi við Sam­fylk­ing­una hefur aldrei mælst minna síðan Kosn­inga­spáin fyrir Alþing­is­kosn­ing­arnar 29. októ­ber hófst í byrjun árs. Sam­fylk­ingin mælist nú með 6,8 pró­sent fylgi en hafði verið með um átta pró­sent það sem af er ári. Björt fram­tíð mælist einnig með 6,8 pró­sent fylgi.

Litlar sveiflur eru á fylgi flokk­anna sem bjóða fram í Alþing­is­kosn­ing­unum á laug­ar­dag­inn. Í kosn­inga­spá sem gerð var mið­viku­dag­inn 26. októ­ber, þremur dögum fyrir kosn­ing­ar, virð­ast kjós­endur vera á nokkurn veg­inn sömu skoðun og þeir voru síð­ast þegar kosn­inga­spáin var gerð 21. októ­ber.

Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er enn vin­sæl­asti stjórn­mála­flokkur lands­ins og mælist með 22,7 pró­sent fylgi á lands­vísu. Píratar eru með 20,6 pró­sent fylgi og hafa hækkað örlítið í síð­ustu kosn­inga­spám eftir að hafa tekið nokkra dýfu um miðjan þennan mán­uð.Vinstri græn eru komin aftur með svipað fylgi og flokk­ur­inn var með í byrjun sum­ars og mælist nú með 16,9 pró­sent fylgi. Fylgi við Vinstri græn tók stökk í byrjun apríl eftir að aflandseignir ráð­herra í rík­is­stjórn­inni voru gerðar opin­berar í Panama­skjöl­un­um. Fylgi við flokk­inn hafði minnkað nær stöðugt síðan í maí og var komið niður í 12,7 pró­sent í lok sept­em­ber. Síðan hafa kjós­endur fylkt sér með Vinstri grænum í miklum mæli.

Kosn­inga­spáin byggir á reikni­lík­ani Bald­urs Héð­ins­sonar þar sem nýj­ustu kann­anir á fylgi fram­boða til Alþingis eru teknar saman og settar í sam­hengi við þær upp­lýs­ingar sem þegar liggja um fylgi fram­boða. Aðeins kann­anir sem stand­ast grunn­skil­yrði fag­legrar aðferða­fræði eru teknar gild­ar. Í reikn­i­lík­­an­inu eru kann­an­­irnar sem gerðar eru opin­berar settar í sam­hengi við hvor aðra á hlut­lægan hátt. Stærri könnun mun hafa meira vægi en minni könnun vegna þess að fleiri svör búa að baki. Eldri könnun mun hafa minna vægi en sú sem er nýrri enda lýsir ný könnun stjórn­­­mála­lands­lag­inu eflaust bet­­ur. Einnig mun sú könnun sem gerð er yfir lengra tíma­bil hafa meira vægi en sú sem gerð er á styttri tíma.Af fylgi við aðra flokka en hér hafa þegar verið nefndir þá má benda á að Við­reisn er aftur orðin minni en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Við­reisn mælist nú með 9,7 pró­sent fylgi en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn með 10,1 pró­sent. Bæði Björt fram­tíð og Sam­fylk­ingin mæl­ast með 6,8 pró­sent fylgi. Flokkur fólks­ins nær í fyrsta sinn inn í kosn­inga­spána og mælist með 3,5 pró­sent fylgi.

Til þess að fá mæl­ingu í kosn­inga­spánni þarf fram­boð að mæl­ast með að minnsta kosti eitt pró­sent fylgi. Íslenska þjóð­fylk­ingin mælist með 2 pró­sent og Dögun með eitt pró­sent fylgi. Önnur fram­boð, þe. þau fram­boð sem mæl­ast með minna en eitt pró­sent fylgi, eru sam­an­lagt með 3,4 pró­sent stuðn­ing.Um kosn­­inga­­spána

Nýjasta kosn­­inga­­spáin tekur mið af þremur nýj­­ustu könn­unum sem gerðar hafa verið á fylgi fram­­boða í alþing­is­­kosn­­ing­unum í haust. Í spálík­­an­inu eru allar kann­­anir vegnar eftir fyr­ir ­fram ákveðnum atrið­­­um. Þar vega þyngst atriði eins og stærð úrtaks, svar­hlut­­fall, lengd könn­un­­ar­­tíma­bils og sög­u­­legur áreið­an­­leiki könn­un­­ar­að­ila. Í kosn­­inga­­spánni 16. sept­­em­ber er það næst nýjasta könn­unin sem hefur mest vægi. Helg­­ast það aðal­­­lega af lengd könn­un­­ar­­tíma­bils­ins og fjölda svar­enda í könn­un­inni, miðað við hinar tvær sem vegnar eru. Kann­an­­irnar sem kosn­­inga­­spáin tekur mið af eru:

  • Skoð­ana­könnun MMR 19.–26. októ­ber (vægi 37,0%)
  • Skoð­ana­könnun Frétta­­­blaðs­ins 24.–25. októ­ber (vægi 31,8%)
  • Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar HÍ fyrir Morg­un­blaðið 13.–19. októ­ber (vægi 31,2%)

Kosn­­­­­­­­­­inga­­­­­­­­­­spálíkan Bald­­­­­­­­­­urs Héð­ins­­­­­­­­­­sonar miðar að því að setja upp­­­­­­­­­­lýs­ing­­­­­­­­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­­­­­­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­­­­­­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­­­­­­­­inga. Kjarn­inn birti Kosn­­­­­­­­­­inga­­­­­­­­­­spá Bald­­­­­­­­­­urs fyrir sveit­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­­stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­­kosn­­­­­­­­­­ing­­­­­­­­­­arnar og reynd­ist sú til­­­­­­­­­­raun vel. Á vefnum kosn­­­­­­­­­­inga­­­­­­­­­­spá.is má lesa nið­­­­­­­­­­ur­­­­­­­­­­stöður þeirrar spár og hvernig vægi kann­ana var í takt við frá­­­­­­­­­­vik kann­ana miðað við kosn­­­­­­­­­inga­úr­slit­in.

Áreið­an­­­­­­­­­­leiki könn­un­­­­­­­­­­ar­að­ila er reikn­aður út frá sög­u­­­­­­­­­­legum skoð­ana­könn­unum og kosn­­­­­­­­­­inga­úr­slit­­­­­­­­­­um. Einnig hefur það vægi hversu langt er síðan könn­unin var fram­­­­­­­­­­kvæmd og svo hversu margir svara í könn­un­un­­­­­­­­­­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None