Fylgi við Samfylkinguna aldrei minna á þessu ári

Samfylkingin mælist með minnsta fylgi á þessu ári þremur dögum fyrir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærstur.

Oddný Harðardóttir er formaður Samfylkingarinnar. Fylgi við flokkinn hefur aldrei mælst minna í kosningaspánni. Þingsætaspá kosningaspárinnar mælir líkur á að formaðurinn nái kjöri eru 13 prósent.
Oddný Harðardóttir er formaður Samfylkingarinnar. Fylgi við flokkinn hefur aldrei mælst minna í kosningaspánni. Þingsætaspá kosningaspárinnar mælir líkur á að formaðurinn nái kjöri eru 13 prósent.
Auglýsing

Fylgi við Sam­fylk­ing­una hefur aldrei mælst minna síðan Kosn­inga­spáin fyrir Alþing­is­kosn­ing­arnar 29. októ­ber hófst í byrjun árs. Sam­fylk­ingin mælist nú með 6,8 pró­sent fylgi en hafði verið með um átta pró­sent það sem af er ári. Björt fram­tíð mælist einnig með 6,8 pró­sent fylgi.

Litlar sveiflur eru á fylgi flokk­anna sem bjóða fram í Alþing­is­kosn­ing­unum á laug­ar­dag­inn. Í kosn­inga­spá sem gerð var mið­viku­dag­inn 26. októ­ber, þremur dögum fyrir kosn­ing­ar, virð­ast kjós­endur vera á nokkurn veg­inn sömu skoðun og þeir voru síð­ast þegar kosn­inga­spáin var gerð 21. októ­ber.

Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er enn vin­sæl­asti stjórn­mála­flokkur lands­ins og mælist með 22,7 pró­sent fylgi á lands­vísu. Píratar eru með 20,6 pró­sent fylgi og hafa hækkað örlítið í síð­ustu kosn­inga­spám eftir að hafa tekið nokkra dýfu um miðjan þennan mán­uð.Vinstri græn eru komin aftur með svipað fylgi og flokk­ur­inn var með í byrjun sum­ars og mælist nú með 16,9 pró­sent fylgi. Fylgi við Vinstri græn tók stökk í byrjun apríl eftir að aflandseignir ráð­herra í rík­is­stjórn­inni voru gerðar opin­berar í Panama­skjöl­un­um. Fylgi við flokk­inn hafði minnkað nær stöðugt síðan í maí og var komið niður í 12,7 pró­sent í lok sept­em­ber. Síðan hafa kjós­endur fylkt sér með Vinstri grænum í miklum mæli.

Kosn­inga­spáin byggir á reikni­lík­ani Bald­urs Héð­ins­sonar þar sem nýj­ustu kann­anir á fylgi fram­boða til Alþingis eru teknar saman og settar í sam­hengi við þær upp­lýs­ingar sem þegar liggja um fylgi fram­boða. Aðeins kann­anir sem stand­ast grunn­skil­yrði fag­legrar aðferða­fræði eru teknar gild­ar. Í reikn­i­lík­­an­inu eru kann­an­­irnar sem gerðar eru opin­berar settar í sam­hengi við hvor aðra á hlut­lægan hátt. Stærri könnun mun hafa meira vægi en minni könnun vegna þess að fleiri svör búa að baki. Eldri könnun mun hafa minna vægi en sú sem er nýrri enda lýsir ný könnun stjórn­­­mála­lands­lag­inu eflaust bet­­ur. Einnig mun sú könnun sem gerð er yfir lengra tíma­bil hafa meira vægi en sú sem gerð er á styttri tíma.Af fylgi við aðra flokka en hér hafa þegar verið nefndir þá má benda á að Við­reisn er aftur orðin minni en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Við­reisn mælist nú með 9,7 pró­sent fylgi en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn með 10,1 pró­sent. Bæði Björt fram­tíð og Sam­fylk­ingin mæl­ast með 6,8 pró­sent fylgi. Flokkur fólks­ins nær í fyrsta sinn inn í kosn­inga­spána og mælist með 3,5 pró­sent fylgi.

Til þess að fá mæl­ingu í kosn­inga­spánni þarf fram­boð að mæl­ast með að minnsta kosti eitt pró­sent fylgi. Íslenska þjóð­fylk­ingin mælist með 2 pró­sent og Dögun með eitt pró­sent fylgi. Önnur fram­boð, þe. þau fram­boð sem mæl­ast með minna en eitt pró­sent fylgi, eru sam­an­lagt með 3,4 pró­sent stuðn­ing.Um kosn­­inga­­spána

Nýjasta kosn­­inga­­spáin tekur mið af þremur nýj­­ustu könn­unum sem gerðar hafa verið á fylgi fram­­boða í alþing­is­­kosn­­ing­unum í haust. Í spálík­­an­inu eru allar kann­­anir vegnar eftir fyr­ir ­fram ákveðnum atrið­­­um. Þar vega þyngst atriði eins og stærð úrtaks, svar­hlut­­fall, lengd könn­un­­ar­­tíma­bils og sög­u­­legur áreið­an­­leiki könn­un­­ar­að­ila. Í kosn­­inga­­spánni 16. sept­­em­ber er það næst nýjasta könn­unin sem hefur mest vægi. Helg­­ast það aðal­­­lega af lengd könn­un­­ar­­tíma­bils­ins og fjölda svar­enda í könn­un­inni, miðað við hinar tvær sem vegnar eru. Kann­an­­irnar sem kosn­­inga­­spáin tekur mið af eru:

  • Skoð­ana­könnun MMR 19.–26. októ­ber (vægi 37,0%)
  • Skoð­ana­könnun Frétta­­­blaðs­ins 24.–25. októ­ber (vægi 31,8%)
  • Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar HÍ fyrir Morg­un­blaðið 13.–19. októ­ber (vægi 31,2%)

Kosn­­­­­­­­­­inga­­­­­­­­­­spálíkan Bald­­­­­­­­­­urs Héð­ins­­­­­­­­­­sonar miðar að því að setja upp­­­­­­­­­­lýs­ing­­­­­­­­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­­­­­­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­­­­­­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­­­­­­­­inga. Kjarn­inn birti Kosn­­­­­­­­­­inga­­­­­­­­­­spá Bald­­­­­­­­­­urs fyrir sveit­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­­stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­­kosn­­­­­­­­­­ing­­­­­­­­­­arnar og reynd­ist sú til­­­­­­­­­­raun vel. Á vefnum kosn­­­­­­­­­­inga­­­­­­­­­­spá.is má lesa nið­­­­­­­­­­ur­­­­­­­­­­stöður þeirrar spár og hvernig vægi kann­ana var í takt við frá­­­­­­­­­­vik kann­ana miðað við kosn­­­­­­­­­inga­úr­slit­in.

Áreið­an­­­­­­­­­­leiki könn­un­­­­­­­­­­ar­að­ila er reikn­aður út frá sög­u­­­­­­­­­­legum skoð­ana­könn­unum og kosn­­­­­­­­­­inga­úr­slit­­­­­­­­­­um. Einnig hefur það vægi hversu langt er síðan könn­unin var fram­­­­­­­­­­kvæmd og svo hversu margir svara í könn­un­un­­­­­­­­­­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None