Fylgi við Samfylkinguna aldrei minna á þessu ári

Samfylkingin mælist með minnsta fylgi á þessu ári þremur dögum fyrir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærstur.

Oddný Harðardóttir er formaður Samfylkingarinnar. Fylgi við flokkinn hefur aldrei mælst minna í kosningaspánni. Þingsætaspá kosningaspárinnar mælir líkur á að formaðurinn nái kjöri eru 13 prósent.
Oddný Harðardóttir er formaður Samfylkingarinnar. Fylgi við flokkinn hefur aldrei mælst minna í kosningaspánni. Þingsætaspá kosningaspárinnar mælir líkur á að formaðurinn nái kjöri eru 13 prósent.
Auglýsing

Fylgi við Sam­fylk­ing­una hefur aldrei mælst minna síðan Kosn­inga­spáin fyrir Alþing­is­kosn­ing­arnar 29. októ­ber hófst í byrjun árs. Sam­fylk­ingin mælist nú með 6,8 pró­sent fylgi en hafði verið með um átta pró­sent það sem af er ári. Björt fram­tíð mælist einnig með 6,8 pró­sent fylgi.

Litlar sveiflur eru á fylgi flokk­anna sem bjóða fram í Alþing­is­kosn­ing­unum á laug­ar­dag­inn. Í kosn­inga­spá sem gerð var mið­viku­dag­inn 26. októ­ber, þremur dögum fyrir kosn­ing­ar, virð­ast kjós­endur vera á nokkurn veg­inn sömu skoðun og þeir voru síð­ast þegar kosn­inga­spáin var gerð 21. októ­ber.

Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er enn vin­sæl­asti stjórn­mála­flokkur lands­ins og mælist með 22,7 pró­sent fylgi á lands­vísu. Píratar eru með 20,6 pró­sent fylgi og hafa hækkað örlítið í síð­ustu kosn­inga­spám eftir að hafa tekið nokkra dýfu um miðjan þennan mán­uð.Vinstri græn eru komin aftur með svipað fylgi og flokk­ur­inn var með í byrjun sum­ars og mælist nú með 16,9 pró­sent fylgi. Fylgi við Vinstri græn tók stökk í byrjun apríl eftir að aflandseignir ráð­herra í rík­is­stjórn­inni voru gerðar opin­berar í Panama­skjöl­un­um. Fylgi við flokk­inn hafði minnkað nær stöðugt síðan í maí og var komið niður í 12,7 pró­sent í lok sept­em­ber. Síðan hafa kjós­endur fylkt sér með Vinstri grænum í miklum mæli.

Kosn­inga­spáin byggir á reikni­lík­ani Bald­urs Héð­ins­sonar þar sem nýj­ustu kann­anir á fylgi fram­boða til Alþingis eru teknar saman og settar í sam­hengi við þær upp­lýs­ingar sem þegar liggja um fylgi fram­boða. Aðeins kann­anir sem stand­ast grunn­skil­yrði fag­legrar aðferða­fræði eru teknar gild­ar. Í reikn­i­lík­­an­inu eru kann­an­­irnar sem gerðar eru opin­berar settar í sam­hengi við hvor aðra á hlut­lægan hátt. Stærri könnun mun hafa meira vægi en minni könnun vegna þess að fleiri svör búa að baki. Eldri könnun mun hafa minna vægi en sú sem er nýrri enda lýsir ný könnun stjórn­­­mála­lands­lag­inu eflaust bet­­ur. Einnig mun sú könnun sem gerð er yfir lengra tíma­bil hafa meira vægi en sú sem gerð er á styttri tíma.Af fylgi við aðra flokka en hér hafa þegar verið nefndir þá má benda á að Við­reisn er aftur orðin minni en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Við­reisn mælist nú með 9,7 pró­sent fylgi en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn með 10,1 pró­sent. Bæði Björt fram­tíð og Sam­fylk­ingin mæl­ast með 6,8 pró­sent fylgi. Flokkur fólks­ins nær í fyrsta sinn inn í kosn­inga­spána og mælist með 3,5 pró­sent fylgi.

Til þess að fá mæl­ingu í kosn­inga­spánni þarf fram­boð að mæl­ast með að minnsta kosti eitt pró­sent fylgi. Íslenska þjóð­fylk­ingin mælist með 2 pró­sent og Dögun með eitt pró­sent fylgi. Önnur fram­boð, þe. þau fram­boð sem mæl­ast með minna en eitt pró­sent fylgi, eru sam­an­lagt með 3,4 pró­sent stuðn­ing.Um kosn­­inga­­spána

Nýjasta kosn­­inga­­spáin tekur mið af þremur nýj­­ustu könn­unum sem gerðar hafa verið á fylgi fram­­boða í alþing­is­­kosn­­ing­unum í haust. Í spálík­­an­inu eru allar kann­­anir vegnar eftir fyr­ir ­fram ákveðnum atrið­­­um. Þar vega þyngst atriði eins og stærð úrtaks, svar­hlut­­fall, lengd könn­un­­ar­­tíma­bils og sög­u­­legur áreið­an­­leiki könn­un­­ar­að­ila. Í kosn­­inga­­spánni 16. sept­­em­ber er það næst nýjasta könn­unin sem hefur mest vægi. Helg­­ast það aðal­­­lega af lengd könn­un­­ar­­tíma­bils­ins og fjölda svar­enda í könn­un­inni, miðað við hinar tvær sem vegnar eru. Kann­an­­irnar sem kosn­­inga­­spáin tekur mið af eru:

  • Skoð­ana­könnun MMR 19.–26. októ­ber (vægi 37,0%)
  • Skoð­ana­könnun Frétta­­­blaðs­ins 24.–25. októ­ber (vægi 31,8%)
  • Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar HÍ fyrir Morg­un­blaðið 13.–19. októ­ber (vægi 31,2%)

Kosn­­­­­­­­­­inga­­­­­­­­­­spálíkan Bald­­­­­­­­­­urs Héð­ins­­­­­­­­­­sonar miðar að því að setja upp­­­­­­­­­­lýs­ing­­­­­­­­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­­­­­­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­­­­­­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­­­­­­­­inga. Kjarn­inn birti Kosn­­­­­­­­­­inga­­­­­­­­­­spá Bald­­­­­­­­­­urs fyrir sveit­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­­stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­­kosn­­­­­­­­­­ing­­­­­­­­­­arnar og reynd­ist sú til­­­­­­­­­­raun vel. Á vefnum kosn­­­­­­­­­­inga­­­­­­­­­­spá.is má lesa nið­­­­­­­­­­ur­­­­­­­­­­stöður þeirrar spár og hvernig vægi kann­ana var í takt við frá­­­­­­­­­­vik kann­ana miðað við kosn­­­­­­­­­inga­úr­slit­in.

Áreið­an­­­­­­­­­­leiki könn­un­­­­­­­­­­ar­að­ila er reikn­aður út frá sög­u­­­­­­­­­­legum skoð­ana­könn­unum og kosn­­­­­­­­­­inga­úr­slit­­­­­­­­­­um. Einnig hefur það vægi hversu langt er síðan könn­unin var fram­­­­­­­­­­kvæmd og svo hversu margir svara í könn­un­un­­­­­­­­­­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None