61% líkur á að vinstrikvartettinn geti myndað meirihluta

Flokkarnir fjórir sem hafið hafa þreifingar um meirihlutasamstarf að loknum kosningum fengu eins manns meirihluta í aðeins 61% 100.000 sýndarkosninga í Kosningaspánni.

rýnir í kosningaspána
rýnir í kosningaspána

Sam­an­lagt eru 61 pró­sent líkur á því að Pírat­ar, Vinstri græn, Björt fram­tíð og Sam­fylk­ingin geti myndað eins manns meiri­hluta á Alþingi að loknum kosn­ingum ef marka má þing­sæta­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­son­ar. Þing­sæta­spáin byggir á upp­lýs­ingum sem má finna í fyr­ir­liggj­andi könn­unum á fylgi stjórn­mála­flokka sem gerðar hafa verið í aðdrag­anda kosn­ing­anna á laug­ar­dag­inn.

For­svars­menn þess­ara fjög­urra flokka hitt­ust um liðna helgi og ræddu mögu­legt rík­is­stjórn­ar­sam­starf að kosn­ingum loknum og er ráð­gert að full­trúar flokk­anna hitt­ist aftur á morgun til að halda þessum við­ræðum áfram.

Ljóst er af nið­ur­stöðum kosn­inga­spár­innar að ólík­legt er að þessir flokkar geti myndað sterkan meiri­hluta á þing­inu, og alls ekki víst að þeim tak­ist að mynda meiri­hluta yfir höf­uð.

Þing­sæta­spáin er reikni­líkan sem fram­kvæmir 100.000 „sýnd­ar­kosn­ing­ar“ þar sem nið­ur­stöður fyr­ir­liggj­andi kann­ana eru hafðar til grund­vall­ar. Líkanið hönn­uðu stærð­fræð­ing­arnir Baldur Héð­ins­son og Stefán Ingi Valdi­mars­son með það að mark­miði að reikna líkur á því að ein­staka fram­bjóð­andi nái kjöri í Alþing­is­kosn­ing­un­um. Skoð­ana­kann­anir í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­inga 2009 og 2013 voru not­aðar til að sann­prófa þing­sæta­spána, þar sem spáin er borin saman við end­an­lega úthlutun þing­sæta.

Hér að neðan er rýnt í sam­an­lagðar líkur á því hversu marga þing­menn ein­staka flokkur getur náð á lands­vísu miðað við fyr­ir­liggj­andi kann­an­ir. Kjarn­inn hefur und­an­farna daga fjallað um nið­ur­stöður þing­sæta­spár­inn­ar. Á mánu­dag voru lands­byggð­ar­kjör­dæmin þrjú tekin fyrir; Norð­vest­ur­kjör­dæmi, Norð­aust­ur­kjör­dæmi og Suð­ur­kjör­dæmi. Á þriðju­dag var fjallað um þrjú stærstu kjör­dæmi lands­ins; Reykja­vík­ur­kjör­dæmi Norð­ur, Reykja­vík­ur­kjör­dæmi Suður og Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Nánar má lesa um fram­kvæmd þing­sæta­spár­innar á Kosn­inga­spár­vef Kjarn­ans þar sem allar nið­ur­stöður Kosn­inga­spár­innar verða aðgengi­legar fram að kosn­ingum og kosn­inga­úr­slitin að þeim lokn­um.

Sam­fylk­ingin og Björt fram­tíð fall­völt­ust

Áður en við förum að púsla saman hugs­an­legum þing­meiri­hlutum skulum við líta á mögu­leika ein­staka flokka til að ná mönnum á þing í töflu #1 hér að neð­an. Eins og það sem kjör­dæma­töfl­urnar á kosn­inga­vef Kjarn­ans sýna þá eiga Sjálf­stæð­is­menn lang­mestan mögu­leika á að eiga stærsta þing­flokk­inn að afstöðnum kosn­ing­um. Í öllum 100.000 hermunum sýnd­ar­kosn­ing­anna náðu 12 full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins kjöri. Í tæp­lega helm­ing herman­anna varð þing­flokk­ur­inn 17 þing­menn og í einu pró­sent til­vika fékk flokk­ur­inn 21 þing­mann kjör­inn.

Þetta rímar við fylgiskann­anir á lands­vísu sem sýna að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn nýtur mests fylgis meðal kjós­enda. Næst stærstir eru Píratar og þeir munu fá, ef þing­sæta­spáin gengur eft­ir, minnst níu þing­sæti. Í öllum sýnd­ar­kosn­ing­unum fékk flokk­ur­inn níu þing­sæti, í 60 pró­sent til­vika fékk flokk­ur­inn 13 þing­sæti. Aðeins tvö pró­sent líkur eru á að þing­flokkur Pírata muni telja 17 þing­menn.

Þetta kemur heim og saman við kjör­dæma­töfl­urnar þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn virð­ist ætla að eiga flest örugg þing­sæti í öllum kjör­dæmum nema í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur, þar sem Birgitta Jóns­dóttir mun leiða Pírata til sig­urs, ef þing­sæta­spáin reyn­ist rétt.

#1 – Fjöldi þingmanna frá flokkumUppsafnaðar innbyrðis líkur á fjölda þingmanna eftir flokkum. Hér er fjöldi tilvika þar sem flokkur fékk einn þingmann í 100.000 sýndarkosningum lagðar saman við fjölda tilvika þar sem sami flokkur fékk tvo þingmenn kjörna og svo framvegis.
A: Björt framtíð, B: Framsóknarflokkur, C: Viðreisn, D: Sjálfstæðisflokkur, P: Píratar, S: Samfylkingin, V: Vinstri græn
Þingmenn A B C D P S V
>=24
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=23
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=22
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=21
0%
0%
0%
1%
0%
0%
0%
>=20
0%
0%
0%
4%
0%
0%
0%
>=19
0%
0%
0%
13%
0%
0%
0%
>=18
0%
0%
0%
28%
0%
0%
0%
>=17
0%
0%
0%
49%
2%
0%
0%
>=16
0%
0%
0%
71%
6%
0%
0%
>=15
0%
0%
0%
88%
16%
0%
1%
>=14
0%
0%
0%
97%
35%
0%
3%
>=13
0%
0%
0%
99%
60%
0%
10%
>=12
0%
0%
1%
100%
82%
0%
25%
>=11
0%
1%
5%
100%
94%
0%
49%
>=10
0%
3%
16%
100%
99%
0%
73%
>=9
1%
9%
37%
100%
100%
0%
90%
>=8
4%
24%
62%
100%
100%
2%
97%
>=7
14%
47%
83%
100%
100%
7%
99%
>=6
33%
72%
95%
100%
100%
20%
100%
>=5
59%
90%
99%
100%
100%
42%
100%
>=4
82%
98%
100%
100%
100%
68%
100%
>=3
92%
100%
100%
100%
100%
82%
100%
>=2
92%
100%
100%
100%
100%
83%
100%
>=1
95%
100%
100%
100%
100%
92%
100%

Fimm af þeim sjö flokkum sem mældir eru í Kosn­inga­spánni fengu mann kjör­inn í öllum 100.000 hermunum sýnd­ar­kosn­ing­anna. Tveir flokkar þurk­uð­ust út í ein­hverjum til­vik­um. Það eru Björt fram­tíð og Sam­fylk­ingin sem eru fall­völt­ust fram­boð­anna. Sam­kvæmt þing­sæta­spánni þá eru átta pró­sent líkur á því að Sam­fylk­ingin hverfi af Alþingi eftir kosn­ing­arnar á laug­ar­dag­inn. Fimm pró­sent líkur eru á að Björt fram­tíð fái ekki mann kjör­inn.

Þessir tveir flokkar munu jafn­framt eiga minnstu þing­flokk­ana ef þeir ná kjöri. Séu nið­ur­stöður allra sýnd­ar­kosn­ing­anna birtar fyrir hvert fram­boð getum við séð hvernig þing­sæta­fjöld­inn dreifð­ist og áttað okkur á lík­leg­ustu nið­ur­stöð­unni.

Eins og sést í töflu #2 þá fékk Sam­fylk­ingin oft­ast fjóra þing­menn kjörna í sýnd­ar­kosn­ing­unum 100.000, eða í 26 pró­sent til­vika. Nærri því jafn oft, eða í 26 pró­sent til­vika, fékk Björt fram­tíð fimm þing­menn kjörna. Þetta er því lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­ing­anna fyrir Sam­fylk­ing­una og Bjarta fram­tíð. Þess bera að geta að í 22 pró­sent til­vika fékk Sam­fylk­ingin fimm þing­menn kjörna og nærri því jafn oft fékk Björt fram­tíð aðeins fjóra þing­menn. Hér eru vik­mörk þing­sæta­spár­innar að verki.

Út frá þess­ari töflu má ætla að átta pró­sent líkur séu á að Sam­fylk­ingin nái ekki kjöri og fimm pró­sent líkur á því að Björt fram­tíð nái ekki kjöri. Að sama skapi eru auð­vitað 92 pró­sent líkur á að Sam­fylk­ingin fái í það minnsta einn full­trúa og 95 pró­sent líkur á að Björt fram­tíð verði áfram á Alþingi.

Eðli vik­marka Kosn­inga­spár­innar er að þau stækka eftir því sem fylgi við fram­boðin eykst. Þing­sæta­spáin dreifir fjölda þing­manna í þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem mælist með mest fylgi í skoð­ana­könn­un­um, þess vegna aðeins meira en í hinum fram­boð­un­um. Oft­ast hlaut Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn 16 þing­menn kjörna eða í 22 pró­sent til­vika. Í 20 pró­sent til­vika var þing­flokk­ur­inn 17 þing­menn.

#2 – Dreifing þingsætaÍ töflunni má sjá dreifingu á fjölda tilvika þar sem flokkur fékk ákveðinn fjölda þingmanna kjörinn í 100.000 sýndarkosningum.
A: Björt framtíð, B: Framsóknarflokkur, C: Viðreisn, D: Sjálfstæðisflokkur, P: Píratar, S: Samfylkingin, V: Vinstri græn
Þingmenn A B C D P S V
0
5%
0%
0%
0%
0%
8%
0%
1
3%
0%
0%
0%
0%
9%
0%
2
0%
0%
0%
0%
0%
1%
0%
3
10%
2%
0%
0%
0%
14%
0%
4
23%
8%
1%
0%
0%
26%
0%
5
26%
18%
4%
0%
0%
23%
0%
6
20%
25%
11%
0%
0%
13%
0%
7
10%
24%
21%
0%
0%
5%
2%
8
3%
15%
25%
0%
0%
1%
8%
9
1%
6%
20%
0%
1%
0%
17%
10
0%
2%
11%
0%
5%
0%
24%
11
0%
1%
4%
0%
12%
0%
23%
12
0%
0%
1%
1%
22%
0%
15%
13
0%
0%
0%
3%
25%
0%
7%
14
0%
0%
0%
8%
19%
0%
2%
15
0%
0%
0%
17%
10%
0%
1%
16
0%
0%
0%
22%
4%
0%
0%
17
0%
0%
0%
21%
1%
0%
0%
18
0%
0%
0%
15%
0%
0%
0%
19
0%
0%
0%
8%
0%
0%
0%
20
0%
0%
0%
3%
0%
0%
0%
21
0%
0%
0%
1%
0%
0%
0%
22
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
23
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
24
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%

Það þarf miklu fleiri en tvo til að dansa tangó

Ef við gefum okkur að sá þing­manna­fjöldi sem flokk­arnir fengu oft­ast verði nið­ur­staða kosn­ing­anna á laug­ar­dag­inn er hægt að bjóða í örlít­inn sam­kvæm­is­leik og raða í stæti við ímyndað rík­is­stjórn­ar­borð. Nú þegar hafa full­trúar stjórn­mála­flokk­ana rætt heil­mikið um hugs­an­legt sam­starf þeirra á milli að kosn­ingum lokn­um. Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði til dæmis á fundi Félags kvenna í atvinnu­líf­inu á dög­unum að hann hefði heil­miklar áhyggjur af stöð­unni því það er alls ekki á hreinu hver eða hverjir eiga að leiða stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður ef nið­ur­staðan verður á þá leið sem skoð­ana­kann­anir benda til­. Það mun þurfa fleiri en tvo flokka til.

Kjarn­inn hefur fjallað um þessa hugs­an­legu stjórn­ar­kreppu og bent á að Guðni Th. Jóhann­es­son gæti átt erfitt verk­efni fyrir höndum við sína fyrstu stjórn­ar­mynd­anir eftir að hann tók við emb­ætti for­seta Íslands í sum­ar. Ekki bætir úr skák að ein­hverjir flokkar hafa úti­lokað sam­starf með öðrum og aðrir flokkar gefið mis­vísandi skila­boð um hvað þeir muni gera eftir kosn­ing­ar.

Fjórir flokkar hafa þegar fundað um mögu­legt rík­is­stjórn­ar­sam­starf að loknum kosn­ing­um. Það eru Píratar (P), Vinstri græn (V), Björt fram­tíð (A) og Sam­fylk­ingin (S). Þessir flokkar munu, sam­kvæmt lík­leg­ustu nið­ur­stöðu kosn­ing­anna, fá 13, 10, 5 og 4 þing­menn (í þeirri röð sem flokk­arnir voru taldir upp). Slíkt dugar fyrir ein­faldan meiri­hluta á Alþingi, með 32 þing­menn gegn 31 stjórn­ar­and­stöðu­þing­manni.

Oddný Harðardóttir, Birgitta Jónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Óttarr Proppé hafa fundað um mögulegt samstarf að kosningum loknum.

Í kosn­inga­spánni er hægt að finna líkur á því hversu marga þing­menn flokk­arnir munu fá sam­an­lagt í kosn­ing­un­um. Aðeins 61 pró­sent líkur eru á því að sam­starf þess­ara fjög­urra flokka muni duga til þess að mynda 32 manna – eins manns – meiri­hluta á þing­inu. Það þýðir að í 61 pró­sent 100.000 hermana sýnd­ar­kosn­ing­anna fengu þessir flokkar sam­an­lagt 32 þing­menn kjörna.

Lík­urnar eru enn minni ef þrösk­uld­ur­inn fyrir ásætt­an­legan meiri­hluta hækk­ar. 27 pró­sent líkur eru til dæmis á því að þessir flokkar geti myndað 34 manna meiri­hluta á þing­inu að loknum kosn­ing­um.

#3 – Líkur á samanlögðum þingmannafjöldaLíkur á að samanlagður þingmannafjöldi framboðslista nái meirihluta á þingi. Til að fá eins manns meirilhuta á Alþingi þarf samanlagður fjöldi að vera 32 þingmenn. Rauða strikið í töflunni hér að neðan er sláin sem þarf að komast yfir.
A: Björt framtíð, B: Framsóknarflokkur, C: Viðreisn, D: Sjálfstæðisflokkur, P: Píratar, S: Samfylkingin, V: Vinstri græn
Flokkur BD BCD DV DP PV APV APSV ACPSV ACPV
>=40
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
61%
8%
>=39
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
77%
15%
>=38
0%
0%
0%
0%
0%
0%
1%
88%
27%
>=37
0%
1%
0%
0%
0%
0%
3%
95%
43%
>=36
0%
3%
0%
1%
0%
0%
7%
98%
59%
>=35
0%
7%
0%
2%
0%
0%
15%
99%
75%
>=34
0%
14%
0%
4%
0%
1%
27%
100%
86%
>=33
0%
25%
1%
9%
0%
3%
44%
100%
94%
>=32
0%
39%
2%
18%
0%
7%
61%
100%
97%
>=31
0%
56%
6%
31%
0%
15%
75%
100%
99%
>=30
0%
73%
13%
48%
0%
28%
86%
100%
100%
>=29
1%
85%
24%
65%
1%
43%
93%
100%
100%
>=28
2%
93%
40%
81%
3%
60%
97%
100%
100%
>=27
5%
97%
58%
91%
7%
76%
99%
100%
100%
>=26
12%
99%
75%
97%
16%
87%
100%
100%
100%
>=25
23%
100%
87%
99%
29%
94%
100%
100%
100%

Hingað til hefur ekk­ert verið minnst á Við­reisn (C). Þessi nýji flokkur mun skjóta rót­grónum flokkum á borð við Fram­sókn­ar­flokk og Sam­fylk­ingu ref fyrir rass ef marka má kosn­inga­spána. Við­reisn mun lík­leg­ast fá átta þing­menn kjörna, miðað við sex þing­menn Fram­sókn­ar­flokks og fjóra þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við­reisn hlýtur að vera nær­tæk­asti kost­ur­inn fyrir „vin­strik­var­tett“ Pírata, Vinstri grænna, Bjartar fram­tíðar og Sam­fylk­ing­ar, vilji þeir styrkja meiri­hluta sinn á þingi. Í öllum 100.000 hermunum kosn­inga­spár­innar fengu þessir fimm flokkar sam­an­lagt 34 þing­menn kjörna. Í 95 pró­sent til­vika fengu þeir sam­an­lagt 37 þing­menn og í 61 prós­net til­vika var þessi meiri­hluti kom­inn í 40 þing­menn.

Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur, hefur sagt að flokkur sem fær ekki for­mann­inn sinn kjör­inn sé varla stjórn­ar­tækur flokk­ur. Það gæti þess vegna farið svo að Sam­fylk­ingin segi sig frá þessum hugs­an­lega „vin­strik­var­tett“. Pírat­ar, Vinstri græn og Björt fram­tíð munu ólík­lega geta myndað meiri­hluta án aðkomu fjórða flokks­ins. Saman hafa þessir þrír flokkar sjö pró­sent líkur á að fá 32 þing­menn kjörna.

Með Við­reisn inn­an­borðs eru lík­urnar mun meiri á því að hægt verði að mynda meiri­hluta á þing­inu. Lík­urnar á að Pírat­ar, Vinstri græn, Við­reisn og Björt fram­tíð geti myndað 32 manna meiri­hluta eru 97 pró­sent. Ef mark­miðið er að mynda 36 manna meiri­hluta eru lík­urnar 59 pró­sent.

Rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks ekki mögu­leg

Núver­andi rík­is­stjórn­ar­sam­starf Sjálf­stæð­is­flokks­ins (D) og Fram­sókn­ar­flokks­ins (B) á enga mögu­leika á að halda meiri­hluta á þing­in­um, sam­kvæmt kosn­inga­spánni. Til þess að ná ein­földum meiri­hluta þarf 32 þing­menn en lík­urnar á því að þessir tveir flokkar geti saman fengið 29 þing­menn er eitt pró­sent.

Ef mynda ætti rík­is­stjórn til hægri hlýtur Við­reisn að vera nær­takasti kost­ur­inn til að stoppa upp í gat­ið. Það eru hins vegar aðeins 39 pró­sent líkur á að þessir þrír flokkar nái að mynda meiri­hluta.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mun sam­kvæmt lík­leg­ustu nið­ur­stöðu Kosn­inga­spár­innar verða stærstur flokka á þing­inu eftir kosn­ing­ar. Mjög litlar líkur eru á að hann geti myndað tveggja flokka meiri­hluta. Tveir næst stærstu flokk­arn­ir, Píratar og Vinstri græn, hafa auk þess nær úti­lokað rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­mönn­um. En, allt er hægt í póli­tík er stundum sagt; Með Pírötum eru 18 pró­sent líkur á því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn geti myndað 32 manna meiri­hluta á þing­inu. Með Vinstri grænum eru tvö pró­sent líkur á því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn geti myndað meiri­hluta.

Póli­tískur ómögu­leiki?

Ef við lítum hlut­lægt á gögnin úr kosn­inga­spánni og reynum að finna mestar líkur á meiri­hluta­sam­starfi tveggja flokka verður það lík­leg­ast sam­starf Sjálf­stæð­is­flokks og Pírata. Lík­urnar á 32 manna meiri­hluta eru, eins og áður sagði, 18 pró­sent.

Ef við reynum að finna mestar líkur á meiri­hluta­sam­starfi þriggja flokka verður það lík­leg­ast sam­starf Sjálf­stæð­is­flokks, Pírata og Vinstri grænna. Lík­urnar á því að þessir þrir flokkar geti myndað 32 manna meiri­hluta eru 100 pró­sent. Og ef þrösk­uld­ur­inn er færður ofar þá eru 71 pró­sent líkur á að þessi meiri­hluti verði 39 þing­menn.

Ef við reynum að finna mestar líkur á meiri­hluta­sam­starfi fjög­urra flokka verða það lík­lega sömu flokkar auk Við­reisnar sem mynd­uðu þann meiri­hluta. Lík­urnar á því að þessi hópur verði að minnsta kosti 42 þing­menn eru 100 pró­sent.

Svona væri hægt að setja saman lík­indin enda­laust. Í öllum 100.000 hermunum kosn­inga­spár­innar var eina sam­setn­ingin sem virk­aði í öllum til­fellum sam­starf allra flokka. Lík­urnar á því að sá meiri­hluti geti verið 63 þing­menn er 100 pró­sent.

Þing­sæta­spáin

Þing­sæta­spáin er ítar­legri grein­ing á gögnum kosn­inga­spár­innar sem mælir lík­indi þess að ein­staka fram­bjóð­andi nái kjöri í Alþing­is­kosn­ing­um. Nið­ur­stöð­urnar byggja á fyr­ir­liggj­andi könn­unum á fylgi fram­boða í öllum sex kjör­dæmum lands­ins hverju sinni og eru nið­ur­stöð­urnar birtar hér að vefn­um. Þing­sæta­spáin sem nú er birt byggir á Þjóð­ar­púlsi Gallup 3.–12 októ­ber (vægi 57%) og Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar 23. sept­em­ber - 5. októ­ber (vægi 43%). Ef fleiri könn­un­ar­að­ilar birta fylgi fram­boða niður á kjör­dæmi ásamt upp­lýs­ingum um fram­kvæmd könn­unar verður þeim upp­lýs­ingum bætt inn í þing­sæta­spánna.

Gallup er eini könn­un­ar­að­il­inn sem hefur veitt opinn aðgang að fylgis­tölum niður á kjör­dæmi. Auk þess var að finna fylgi niður á kjör­dæmi í Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar sem birt var í Morg­un­blað­inu. Fylgi flokka í kjör­dæmum hefur ekki hefur verið birt í Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar 6.–12 októ­ber eða í Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar 13.–19 októ­ber.

Fyrir kjör­dæmin

Líkur á því að ein­staka fram­bjóð­andi nái kjöri byggja á reikni­lík­ani stærð­fræð­ing­anna Bald­urs Héð­ins­sonar og Stef­áns Inga Valdi­mars­son­ar. Í stuttu máli er aðferða­fræðin sú að fylgi fram­boða í skoð­ana­könn­unum er talin lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­inga að við­bættri óvissu sem byggir á sögu­legu frá­viki kann­ana frá kosn­inga­úr­slit­um. Sögu­leg gögn sýna fylgni er á milli þess að ofmeta/van­meta fylgi flokks í einu kjör­dæmi og að ofmeta/van­meta fylgi flokks­ins í öðrum kjör­dæm­um. Frá­vikið frá lík­leg­ustu nið­ur­stöðu fyrir flokk er því ekki óháð milli kjör­dæma. Ef frá­vikið er nei­kvætt í einu kjör­dæmi fyrir ákveð­inn flokk aukast lík­urnar á að það sé sömu­leiðis nei­kvætt í öðrum kjör­dæm­um.

Reikni­líkanið hermir 100.000 „sýnd­ar­kosn­ing­ar“ og úthlutar kjör­dæma- og jöfn­un­ar­sætum út frá nið­ur­stöð­un­um. Líkur fram­bjóð­anda á að ná kjöri er þess vegna hlut­fall „sýnd­ar­kosn­inga“ þar sem fram­bjóð­and­inn nær kjöri.

Tökum ímyndað fram­boð X-list­ans í Norð­vest­ur­kjör­dæmi sem dæmi: Fram­boðið mælist með 20 pró­sent fylgi. Í flestum „sýnd­ar­kosn­ing­un­um“ fær X-list­inn 2 þing­menn en þó kemur fyrir að fylgið í kjör­dæm­inu dreif­ist þannig að nið­ur­staðan er aðeins einn þing­mað­ur. Sömu­leiðis kemur fyrir að X-list­inn fær þrjá þing­menn í kjör­dæm­inu og í örfáum til­vikum eru fjórir þing­menn í höfn.

Ef skoðað er í hversu mörgum „sýnd­ar­kosn­ing­um“ hver fram­bjóð­andi komst inn sem hlut­fall af heild­ar­fjölda fást lík­urnar á að sá fram­bjóð­andi nái kjöri. Sem dæmi, hafi fram­bjóð­and­inn í 2. sæti X-list­ans í Norð­vest­ur­kjör­dæmi náð kjöri í 90.000 af 100.000 „sýnd­ar­kosn­ing­um“ þá reikn­ast lík­urnar á því að hann nái kjöri í Alþing­is­kosn­ing­unum 90 pró­sent.

Skoð­ana­kann­anir í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­inga 2009 og 2013 voru not­aðar til að sann­prófa þing­sæta­spánna, þar sem spáin er borin saman við end­an­lega úthlutun þing­sæta.

Fyrir landið í heild

Þegar nið­ur­stöður í öllum kjör­dæmum liggja fyrir er hægt taka nið­ur­stöð­urnar saman fyrir landið í heild og reikna út líkur á því hversu marga þing­menn hver flokkur fær á lands­vísu. X-list­inn gæti, svo dæm­inu hér að ofan sé haldið áfram, feng­ið:

 • 8 þing­menn í 4% til­fella
 • 9 þing­menn í 25% til­fella
 • 10 þing­menn í 42% til­fella
 • 11 þing­menn í 25% til­fella
 • 12 þing­menn í 4% til­fella

Þetta veitir tæki­færi til þess að máta flokka saman reyna að mynda meiri­hluta þing­manna og skoða líkur á því hvaða flokkar muni ná meiri­hluta á þingi að afstöðnum kosn­ing­um. Ef X-list­inn er einn af þeim flokkum sem myndar meiri­hluta að loknum kosn­ingum er þing­manna­fram­lag hans til meiri­hlut­ans aldrei færri en 8 þing­menn, í 96% til­fella a.m.k. 9 þing­menn, í 71% til­fella a.m.k. 10 þing­menn o.s.frv. Lands­líkur X-list­ans eru því settar fram á form­inu:

 • = > 8 þing­menn í 100% til­fella
 • = > 9 þing­menn í 96% til­fella
 • = > 10 þing­menn í 71% til­fella
 • = > 11 þing­menn í 29% til­fella
 • = > 12 þing­menn í 4% til­fella
 • = > 13 þing­menn í 0% til­fella

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None