Golli Bræðraborgarstígur 1 Mynd: Golli
Golli

„Ég þarf hjálp til að vinna úr þessu“

Eftir að hafa flúið Afganistan og sest að á Íslandi leigði Alisher Rahimi íbúð á Bræðraborgarstíg. Eitt síðdegið í sumar var hann heima að læra þegar hann heyrði hávaða og fann reykjarlykt. Hann leit út um gluggann og sá hóp fólks standa á götunni. Í andlitum þess var örvænting. Sumir hrópuðu. Það var kviknað í.

Alisher Rahimi er frá Afganistan en þaðan flúði hann til Íslands einn síns liðs fyrir tveimur árum, þá sautján ára gam­all. Þegar hann var kom­inn með dval­ar­leyfi og íslenska kenni­tölu benti ráð­gjafi hjá félags­þjón­ust­unni honum á að hann yrði að finna sér sjálfur hús­næði. Hann fór þá leið, eins og flest­ir, að leita að íbúð á Face­book. Þar sá hann aug­lýsta tveggja her­bergja íbúð á annarri hæð á Bræðra­borg­ar­stíg 1, Vest­ur­götu meg­in, og hafði sam­band við leigusal­ann.

Hann fékk þær upp­lýs­ingar að leigan væri 200 þús­und á mán­uði og að greiða þyrfti 400 þús­und krónur í trygg­ingu. Hann og vinur hans, sem einnig er frá Afganistan, ákváðu að deila íbúð­inni og gerðu þing­lýstan leigu­samn­ing.

En fljót­lega fóru þeir að vera óró­legir og fannst þeir ekki örugg­ir. Reglu­lega mátti heyra læti af jarð­hæð­inni á næt­urn­ar, stundum tengd slags­mál­um, sem lög­reglan þurfti að hafa afskipti af. Þá var aðstaðan í íbúð­inni ekki ásætt­an­leg. Það vant­aði hurð á annað svefn­her­bergið og eig­and­inn svar­aði seint beiðni um úrbæt­ur. Það sem hann lof­aði að tæki eina viku átti eftir að taka 2 til 3 mán­uði.

Auglýsing

Þeir ákváðu að segja upp hús­næð­inu og finna sér ann­að. Aðeins nokkrum dögum áður en brun­inn mikli varð höfðu þeir til­kynnt eig­and­anum um ákvörðun sína og ætl­uðu að flytja út mán­uði síð­ar. Þar sem þeir voru með sér­inn­gang í íbúð­ina kynnt­ust þeir ekki öðrum í hús­inu. Enda höfðu þeir nóg að gera. Voru báðir í námi og vildu ein­beita sér að því. Það var lít­ill tími til ann­ars.

Alisher hóf nám í Tækni­skól­anum í byrjun síð­asta árs. „Ég er að læra íslensku,“ segir hann bros­andi – á íslensku. Honum finnst íslenskan svo­lítið strembin en gerir ekki mikið úr því. „Ég er dug­leg­ur,“ segir hann – á íslensku – og bætir við að með því að leggja hart að sér upp­skeri maður ríku­lega. Síð­ustu mán­uði hefur hann einnig verið í öku­tím­um. Á Íslandi hefur hann almennt kunnað vel við sig og hefur eign­ast nokkra góða vini.

25. júní 2020

Morg­un­matur er að venju fram­ar­lega á dag­skránni þegar Alisher vaknar þann 25. júní síð­ast­lið­inn. Að honum loknum sest hann við tölv­una sína. Fjar­kennslu­stund er að hefj­ast. Það er heims­far­aldur og stað­nám hefur verið lagt til hliðar um sinn. Eftir að kennslu­stundum dags­ins lýkur og hann hefur fengið sér að borða tekur heima­námið við. Um tveimur tímum síð­ar, er hann er enn nið­ur­sokk­inn í náms­efn­ið, hrekkur hann upp við hávaða. Í fyrstu heldur hann að ein­hver sé að brjót­ast inn. En í kjöl­farið finnur hann reykj­ar­lykt. Honum bregð­ur, hraðar sér að glugg­anum og sér þá reyk leggja með fram hús­inu. Úti á göt­unni stendur hópur fólks og það er örvænt­ing í and­litum þess. Sumir hrópa. Hann fer út í ofboði, verður að kom­ast að því hvað gangi á. Lög­reglu­maður vindur sér strax upp að honum og spyr hvort ein­hver sé inni.

„Já, vinur minn er inni í her­berg­i,“ segir hann við lög­reglu­mann­inn sem biður hann að fara ekki aftur inn í íbúð­ina. Það sé kviknað í hús­inu. Fólk hleypur um göt­una. Það eru sjúkra­bílar og slökkvi­bílar komnir á vett­vang. Hann sá reyk­inn um leið og hann kom út en nú sér hann líka eld­tung­urn­ar. Þær koma út úr gluggum hins hluta húss­ins, þess hluta þar sem leigð eru út her­bergi.

Allt í einu fer hann að skjálfa frá hvirfli til ilja. Hjartað ham­ast í brjósti hans og honum finnst eins og það sé að springa út úr brjóst­kass­an­um. Er hann að fá hjarta­á­fall? „Ég hafði aldrei áður lent í aðstæðum sem þessum,“ rifjar hann upp. Skelf­ingin er ógur­leg. „Komdu út, komdu út!“ hrópar hann til vinar síns af göt­unni. „Það er kviknað í!“

Alisher sér fólk í glugg­unum á þriðju hæð­inni. Vinur hans kemur hlaup­andi út og sér þegar mann­eskja stekkur út um glugg­ann í örvænt­ingu sinni.

Íbúðin þeirra fyllt­ist af reyk en eld­ur­inn náði ekki að læsa sig í hana nema að litlu leyti. Þeir heyrðu aldrei í reyk­skynjara og efast reyndar um að slíkur hafi verið í íbúð­inni.

Aðsend mynd

Alisher kom að hús­inu dag­inn eftir og sá lög­reglu­mann á vett­vangi. Hann bað um að fá að fara inn í íbúð­ina og sækja tölv­una sína, bækur og aðrar eigur sem hann og gerði. Þannig tókst honum að bjarga ýmsu en reykj­ar­lyktin fer ekki úr föt­unum þeirra. Svo megnið af þeim gátu þeir ekki notað áfram. Vin­irnir bjuggu í íbúð­inni á Bræðra­borg­ar­stíg í nokkra mán­uði. Þeir vildu flytja þaðan en hefðu ekki getað ímyndað sér að sá flutn­ingur kæmi til með þeim hætti sem hann gerði.

Nú eru þeir fluttir í Breið­holt­ið. Þeir eru alsælir í íbúð­inni sinni og bera leigusal­anum sér­stak­lega vel sög­una. Og þar eru reyk­skynjar­ar.

Fær martraðir

Þrátt fyrir öryggið sem góðu hús­næði fylgir fær Alisher stundum martrað­ir. Í þeim er kviknað í eld­hús­inu eða ein­hvers staðar ann­ars staðar í íbúð­inni og hann hrekkur upp með and­fæl­um. Það tekur hann smá stund að átta sig – að þetta hafi aðeins verið vondur draumur – en til öryggis fer hann stundum á fætur og lit­ast um. Í sumar og snemma í haust, þegar fólk var enn að grilla undir berum himni, kippt­ist hann við er hann fann lykt­ina, spratt og fætur og fyrsta hugs­unin sem kom upp í hug­ann var: Hvernig kemst ég út?

Eftir brun­ann fengu þeir fjár­stuðn­ing frá borg­inni sem dugði fyrir leigu í einn mán­uð. Þeir fengu trygg­ing­una, sem þeir höfðu greitt er þeir tóku íbúð­ina á Bræðra­borg­ar­stíg á leigu, end­ur­greidda. Svo fengu þeir miða til að kaupa föt í Rauða kross búð­inni en þeir hafa ekki enn notað þá.

Erfitt að ein­beita sér

Þar sem þeir fluttu á milli hverfa innan Reykja­víkur flutt­ust þeir líka á milli þjón­ustu­mið­stöðva borg­ar­inn­ar. Núna eiga þeir að leita til þjón­ustu­mið­stöðv­ar­innar í Mjódd. COVID-19 hefur sett strik í reikn­ing­inn í því sam­bandi. „Þegar ég hitti nýja félags­ráð­gjafann minn ætla ég að biðja um að fá að kom­ast til sál­fræð­ings,“ segir hann. „Ég þarf hjálp til að vinna úr þessu. Mér gekk mjög vel í skól­anum áður. Núna á ég stundum erfitt með að ein­beita mér. „Þetta var hræði­leg lífs­reynsla og atburð­irnir sitja enn í mér.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal