Mynd: Bára Huld Beck Stjórnarráðið
Mynd: Bára Huld Beck

GRECO, samtök gegn spillingu, segja að Ísland verði að gera meira

Ísland þarf að gera meira til þess að koma í veg fyrir spillingu og efla heilindi hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og innan löggæslustofnana, samkvæmt nýrri eftirfylgniskýrslu GRECO, samtaka ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu.

Í skýrsl­unni er lagt mat á það hvernig íslensk stjórn­völd hafa til þessa brugð­ist við þeim 18 til­lögum að úrbótum sem GRECO setti fram í skýrslu sinni um Ísland árið 2018. Búið er að koma til móts við fjórar þeirra með full­nægj­andi hætti, að mati sam­tak­anna. Sjö til­lögur til við­bótar eru sagðar hafa verið inn­leiddar að hluta, en ekki er búið að inn­leiða breyt­ingar til þess að mæta sjö til­lögum sem lúta flestar að lög­gæslu­mál­um.

Reglur um „snún­ings­hurð­ina“ virð­ist „fremur veik­ar“

Í frétta­til­kynn­ingu frá GRECO segir að þrátt fyrir að sam­tökin kunni að meta heild­ræna nálgun sem íslensk stjórn­völd hafi tekið gagn­vart því að byggja upp varnir gegn hags­muna­á­rekstrum á æðstu stöðum í stjórn­sýsl­unni, vanti enn upp á nokkra hluti.

Sér­stak­lega nefnir GRECO að það skorti upp á leið­bein­ingar til emb­ætt­is­manna um hvernig þeir skuli haga sam­skiptum sínum við þriðju aðila og hags­muna­verði. Þá segir einnig GRECO að þær reglur sem taki gildi núna um ára­mót og koma í veg fyrir að æðstu hand­hafar fram­kvæmda­valds (sem skil­greindir eru sem ráð­herrar og aðstoð­ar­menn þeirra, ráðu­neyt­is­stjór­ar, skrif­stofu­stjórar og sendi­herr­ar) geti fært sig yfir í hags­muna­gæslu innan við sex mán­uðum frá starfs­lokum hjá hinu opin­bera, virð­ist „fremur veik­ar“.

Auglýsing

Bæði virð­ast þær veik­ar, segir GRECO, hvað tíma­lengd „kæl­ing­ar­tíma­bil­is­ins“ varðar og einnig að því leyti að þær taki bara til starfa í hags­muna­gæslu, en ekki ann­arra geira. 

GRECO segir þessa sex mán­uði virð­ast of stutt tíma­bil til að regl­urnar nái til­gangi sín­um, sem er sá að fólk geti ekki yfir­gefið ábúð­ar­mikil störf í æðstu lögum hins opin­bera til þess að fara í störf hjá einka­að­il­u­m. 

Þetta er þó ein af fjórum til­lögum sem GRECO telur að Ísland hafi inn­leitt og segj­ast sam­tökin fagna því að nú sé alla­vega búið að setja ein­hverjar reglur til þess að tak­marka hreyf­an­leika úr æðstu stöðum yfir í einka­geir­ann.

GRECO seg­ist einnig harma að ekk­ert hafi þok­ast varð­andi það að takast á við mis­ræmi varð­andi þær siða- og starfs­reglur sem eiga við um æðstu hand­hafa fram­kvæmda­valds og þess hvernig þeim sem regl­urnar eiga við sé veitt leið­sögn og trún­að­ar­ráð­gjöf um þær.

„Ís­land verður að tak­marka póli­tísk afskipti“ af lög­gæslu

Hvað lög­gæslu varðar segir ein­fald­lega: „Ís­land verður að tak­marka póli­tísk afskipt­i,“ í frétta­til­kynn­ingu GRECO. Því er bætt við að kynna þurfi til sög­unnar gagn­sæjar og sann­gjarnar ráðn­ing­ar­að­ferð­ir, aug­lýsa lausar stöð­ur, setja upp kerfi um fram­gang í starfi og einnig við­mið um hvenær samn­ingar skuli ekki end­ur­nýj­að­ir.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fer með yfirstjórn löggæslumála á Íslandi.
Bára Huld Beck

GRECO seg­ist kunna að meta aðerðir sem gripið hafi verið til innan lög­reglu varð­andi reglu­lega þjálfun og fræðslu lög­reglu­liðs­ins varð­andi mál tengd heil­ind­um, en harmar að ekki sé búið að upp­færa siða- og starfs­reglur lög­reglu og Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Tékk­list­inn

Til­lögur GRECO í skýrsl­unni árið 2018 voru níu tals­ins í hvorum flokki og hér að neðan má sjá þær og einnig hvaða til­lögur sam­tökin telja Ísland vera búið að upp­fylla.

  • Feit­letraðar til­lögur er búið að inn­leiða með full­nægj­andi hætti, að mati GRECO.
  • Skáletraðar til­lögur er búið að inn­leiða að hluta, að mati GRECO.
  • Þær sem eru í venju­legu letri eru óinn­leidd­ar, að mati GRECO.

Til­lögur GRECO til úrbóta varð­andi æðstu hand­hafa fram­kvæmda­valds

  1. Unnin verði stefna til að bæta heil­indi og varnir gegn hags­muna­á­­rekstrum hjá æðstu hand­höfum fram­­kvæmd­­ar­­valds, þar á meðal með virkri ráð­­gjöf, vöktun og eft­ir­­fylgni.
  2. Siða­­reglur fyrir æðstu hand­hafa fram­­kvæmd­­ar­­valds verði sam­ræmd­­ar, unnið verði leið­bein­ing­­ar­efni með skýr­ingum og raun­hæfum dæmum og hægt verði að leita ráð­gjafar um þær í trún­­aði. Þá verði til staðar eft­ir­lits­að­ili með fram­­kvæmd siða­regln­anna og við­­ur­laga­­kerfi komið á fót.
  3. Komið verði á fót skil­­virkum ferlum til að efla vit­und æðstu hand­hafa fram­­kvæmd­­ar­­valds um opin­ber heil­indi, þar á meðal með reglu­­legri fræðslu.
  4. Settar verði reglur um sam­­skipti æðstu hand­hafa fram­­kvæmd­­ar­­valds við hags­muna­að­ila og aðra aðila sem leit­­ast eftir því að hafa áhrif á und­ir­­bún­­ing lög­­gjafar og önnur störf stjórn­­­valda.
  5. Reglur um auka­­störf æðstu hand­hafa fram­­kvæmd­­ar­­valds verði end­­ur­­skoð­aðar og gerð skýr­­ari grein fyrir því hvaða störf eru heimil og hver ekki.
  6. Settar verði skýr­­ari reglur um gjafir og önnur fríð­indi fyrir æðstu hand­hafa fram­­kvæmd­­ar­­valds, þar sem gert yrði ráð fyrir skýrum far­­vegi fyrir til­­kynn­ing­­ar, birt­ingu upp­­lýs­inga og við­eig­andi ráð­­gjöf til að tryggja að tekið sé á öllum teg­undum fríð­inda með við­un­andi hætti.
  7. Settar verði reglur um störf æðstu hand­hafa fram­­kvæmd­­ar­­valds eftir að störfum fyrir hið opin­bera lýk­­ur.
  8. Hags­muna­­skrán­ing­­ar­­kerfi æðstu hand­hafa fram­­kvæmd­­ar­­valds verði bætt, sér í lagi með því að taka til­­lit til verð­­mætis eigna þeirra, fjár­­hæðar fram­laga til þeirra og skuld­bind­inga. Þá verði athugað hvort efni séu til að víkka skrán­ing­­ar­­skyld­una og láta hana ná yfir maka og börn á for­ræði við­kom­andi, með til­­liti til þess að slíkar upp­­lýs­ingar þyrfti ekki end­i­­lega að birta opin­ber­­lega.
  9. Trú­verð­ug­­leiki hags­muna­­skrán­ing­­ar­­kerfis fyrir æðstu hand­hafa fram­­kvæmd­­ar­­valds verði auk­inn, með því að leit­­ast við að tryggja að farið verði eftir reglum með eft­ir­liti, við­eig­andi ráð­­gjöf og fræðslu og með því að setja á fót við­­ur­laga­­kerfi þegar skrán­ing er ófull­nægj­andi.

Til­lögur GRECO til úrbóta á sviði lög­­­gæslu

  1. Tryggja verði lög­­­reglu full­nægj­andi aðbúnað svo hún geti sinnt störfum sínum með skil­­virkum hætti, sér í lagi til að fram­­fylgja stefn­u­­mótun á sviði heil­inda.
  2. Siða­­reglur lög­­­reglu og Land­helg­is­­gæsl­unnar verði upp­­­færðar með til­­liti til hags­muna­á­­rekstra og þátt­­töku í stjórn­­­mála­­starf­­semi, þeim fylgi leið­bein­ingar með skýr­ingum og raun­hæfum dæmum um öll svið spill­ingar og hægt verði að leita ráð­gjafar um þær í trún­­aði. Þá verði til staðar eft­ir­lits­að­ili með fram­­kvæmd siða­regln­anna og við­­ur­laga­­kerfi komið á fót.
  3. Unnið verði fræðslu­efni til að efla vit­und um heil­indi og siða­­reglur meðal starfs­­manna lög­­­reglu og Land­helg­is­­gæslu (þar sem fjallað verði um hags­muna­á­­rekstra og varnir gegn spill­ing­u). Tekið verði til­­lit til eðlis starf­anna, fjöl­breytni þeirra og veik­­leika.
  4. Hlut­verk hæfn­is­­nefndar við skipun í störf lög­­­reglu­­manna verði eflt og komið verði á fót heil­inda­mati í tengslum við stöð­u­veit­ingar innan lög­­regl­unn­­ar. Þá verði það gert að meg­in­­reglu að lausar stöður innan lög­­regl­unnar verði aug­lýstar og skipað í þær á grund­velli gagn­­sæs fer­ils.
  5. Skýr, sann­­gjörn og gegnsæ við­mið liggi fyrir við ákvörðun um að end­­ur­nýja ekki skip­un lög­­­reglu­­manna og starfs­­manna Land­helg­is­­gæslu og að skýrt ferli sé til staðar til að kæra slíka ákvörð­un.
  6. Komið verði á fót öfl­­ugu reglu­verki um gjafir til lög­­­reglu­­manna og starfs­­manna Lands­helg­is­­gæsl­unnar og önnur fríð­indi.
  7. Athugun verði gerð á auka­­störfum lög­­­reglu­­manna og starfs­­manna Land­helg­is­­gæslu og störfum sem þeir taka að sér eftir að þeir ljúka störfum hjá hinu opin­bera. Í ljósi nið­­ur­­staðn­­anna verði komið á fót strang­­ara reglu­verki sem dragi úr líkum á hags­muna­á­­rekstr­­um.
  8. Komið verði á fót mið­lægri ein­ingu eða ákveðnum aðila innan stofna­na­­upp­­­bygg­ingu lög­­regl­unnar sem verði falið það hlut­verk að ann­­ast innra eft­ir­lit og rann­­sókn­ir, undir ábyrgð rík­­is­lög­­reglu­­stjóra, en emb­ætti rík­­is­lög­­reglu­­stjóra á í fram­­kvæmd að hafa skýrt leið­­toga­hlut­verk þegar kemur að innri stefn­u­­málum lög­­regl­unn­­ar, þar á meðal í tengslum við heil­indi, áhætt­u­­stjórnun og eft­ir­lit með lög­­regl­unni. Þá þarf jafn­­framt að end­­ur­­skoða valda­­upp­­­bygg­ingu innan lög­­regl­unnar til að tryggja skil­­virka inn­­­leið­ingu stefn­u­­mót­unar án afskipta ráðu­­neytis eða stjórn­­­mála.
  9. Settar verði skýrar reglur um vernd upp­­­ljóstr­­ara hjá lög­­­reglu og Land­helg­is­­gæslu til við­­bótar til­­kynn­ing­­ar­­skyldu sem er til staðar sam­­kvæmt siða­­regl­um.

Í skýrslu GRECO segir að sam­tökin bjóði full­trúa Íslands innan sam­tak­anna upp á að skila inn frek­ari gögnum um eft­ir­fylgni til­lagn­anna fram til 30. apríl árið 2022 og boðar að þá verði aftur lagt mat á stöðu mála með hlið­sjón af þessum 18 til­lög­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent