Root

Hvar stendur Samherjamálið?

Meintar mútugreiðslur, skattasniðganga og peningaþvætti Samherja og tengdra aðila eru til rannsóknar víða. Rannsóknirnar eru mismunandi að umfangi og komnar mislangt, rúmu ári eftir að Samherjamálið var fyrst opinberað.

Í nóv­em­ber í fyrra opin­ber­uðu Kveik­ur, Stund­in, Wiki­leaks og Al Jazeera hvernig við­skipta­hættir Sam­herja í Afr­íku, nánar til­tekið í Namibíu og Angóla, voru á síð­ustu árum á meðan að fyr­ir­tækið náði undir sig mjög verð­mætum hrossa­makríl­skvóta í lönd­un­um. Sam­kvæmt umfjöll­un­inni var það gert með mútu­greiðslum til ráða­manna og ann­arra manna úr þeirra nán­asta hring. Upp­haf­lega var sagt að þær hefðu numið 1,4 millj­arði króna hið minnsta og hófust með því að reiðufé var afhent í íþrótta­töskum en tóku svo á sig fag­legri mynd og fóru fram í gegnum milli­færslur á reikn­inga í Dúbaí. 

Frá því að málið var opin­berað hefur það verið til rann­sóknar víða um heim. Hér er staða þess í þeim þremur löndum sem mest er vitað um rann­sóknir á því. 

Í Namibíu

Á vefnum eJU­ST­ICE Namibia er hægt að nálg­ast grein­ar­gerð rík­is­sak­sókn­ara Namibíu í málum þar sem kraf­ist er kyrr­setn­ingar á eignum Sam­herja sem metnar eru á nokkra millj­arða króna og kyrr­setn­ingar á eignum sex Namib­íu­manna sem sitja í gæslu­varð­haldi, og tíu félaga á þeirra veg­um. Þetta er meðal ann­ars gert á grund­velli laga um varnir gegn skipu­lagðri glæp­a­starf­semi.

Auglýsing

Í grein­­ar­­gerð­inni er sex­­menn­ing­unum og fimm Íslend­ing­um, undir for­ystu Þor­­steins Más Bald­vins­son­ar, ann­ars for­stjóra Sam­herja, lýst sem skipu­lögðum glæpa­hóp.

Auk þess er fjöldi manns grun­aður um að hafa framið víð­tæk hegn­ing­ar­laga­brot, meðal ann­ars með því að hafa þegið mútur í skiptum fyrir að afhenda Sam­herja fisk­veiði­kvóta. 

Þeir sem hafa setið í gæslu­varð­haldi frá því á síð­asta ári í saka­mála­rann­sókn namibískra yfir­valda eru Bern­hard Esau fyrr­ver­andi sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ráð­herra, Sacky Shang­hala fyrr­ver­andi dóms­­mála­ráð­herra, James Hatuikulipi fyrr­ver­andi stjórn­­andi rík­­is­út­­­gerð­­ar­innar Fischor og Tam­son Hatuikulipi frændi hans, sem einnig er tengda­­sonur Bern­hard Esau, og þeir Ricardo Gusta­vo, Pius Mwa­telulo og Mike Nghip­unya. Flestir þeirra hafa þegar verið ákærð­ir og rétt­ar­höld yfir þeim eiga að hefj­ast í apríl 2021. 

Þrír menn til við­­bótar verða ákærðir í mál­inu. Þeirra á meðal er lög­­fræð­ingur að nafni Maren de Klerk, sem fór til Suð­­ur­-A­fr­íku í upp­­hafi árs og hefur verið þar síð­­­an. Hann fer enn huldu höfði. Hinir tveir, Namib­íu­menn­irnir Phillipus Mwa­popi og Otniel Shu­undi­fonya, gáfu sig fram við spill­inga­lög­regl­una ACC í Namibíu í des­em­ber. 

Engin samn­ingur um fram­sal er í gildi milli Íslands og Namibíu og engar fréttir hafa verið fluttar af því að stjórn­endur Sam­herja hafi verið yfir­heyrðir í Namib­íu. 

Um tvö aðskilin mál að ræða. Ann­­ars vegar er um að ræða Fis­hcor-­­málið og hins vegar Fis­hrot-­­mál­ið.

Auglýsing

Fis­hcor-­mál­ið lýtur að mis­­­notkun stjórn­­­mála­­manna og ann­­arra ákærðra á aðstöðu sinni, til þess að hagn­­ast sjálfir á úthlutun afla­heim­ilda með því að þiggja mút­­­ur.

Í Fis­hrot-­­mál­inu er hins vegar sér­­stak­­lega til umfjöll­unar sá vafa­­sami milli­­­ríkja­­samn­ingur sem gerður var á milli Namibíu og Angóla um hrossa­­makríl­kvóta. Rík­­is­sak­­sókn­­ari Namibíu segir samn­ing­inn svika­­myllu sem sett hafi verið upp með virkri þátt­­töku Sam­herja. Í því máli hefur rík­­is­sak­­sókn­­ari Namibíu sagt ætlan sína að ákæra félög tengd Sam­herja og stjórn­­endur þeirra.

Í  frétt namibíska fjöl­mið­ils­ins Infor­m­anté um miðjan des­em­ber kom fram að sak­­sókn­­ari hafi sagt fyrir dómi að rík­­is­sak­­sókn­­ar­i Namibíu hafi í hyggju að slá mál­unum tveimur saman í eitt.

Á Íslandi

Emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara á Íslandi rann­sakar atvik sem tengj­ast Sam­herja hf., Sam­herja Hold­ing ehf. og félögum í sam­stæðu Sam­herja, einkum í tengslum við starf­semi hennar í Namibíu og Angóla, frá árinu 2011 til dags­ins í dag. 

Til rann­sóknar eru meintar mútu­greiðslur starfs­manna og fyr­ir­svars­manna Sam­herja og tengdra félaga til opin­berra starfs­manna í Namibíu og Angóla eða til manna sem gátu haft áhrif á ákvörð­un­ar­töku slíkra manna. Grunur er um að mútu­greiðslur hafi runnið til félaga í eigu þess­ara manna í tengslum við úthlutun fisk­veiði­kvóta í Namibíu og Angóla. Auk meintra mútu­brota er uppi grunur um að ein­stak­ling­arnir sem eru til rann­sóknar hafi gerst sekir um pen­inga­þvætti og auðg­un­ar­brot. Þá eru mál Sam­herja og fyr­ir­svars­manna sam­stæð­unn­ar til skoð­unar hjá emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra vegna gruns um að skatta­snið­ganga hafi átt sér stað í tengslum við atferli Sam­herja í Afr­ík­u. 

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun sept­em­ber að sex ein­stak­lingar væru með rétt­ar­stöðu sak­born­ings í rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara. Þeir voru meðal ann­ars kall­aðir til yfir­heyrslu vegna máls­ins í sum­ar. 

Embætti héraðssaksóknara kallaði þá sem eru með réttarstöðu sakbornings í málinu til yfirheyrslu í sumar.
Mynd: Bára Huld Beck

Þor­­steinn Már Bald­vins­­son er á meðal þeirra sex ein­stak­l­inga sem eru með rétt­­ar­­stöðu sak­­born­ings í rann­­sókn hér­­aðs­sak­­sókn­­ara. Hann hefur lýst sig sak­lausan af þeim brotum sem hann er grun­aður um að hafa tekið þátt í að fremja. 

Hinir fimm sem kall­aðir hafa verið inn til til yfir­­heyrslu og fengið rétt­­ar­­stöðu sak­­born­ings við hana eru Ingvar Júl­í­us­­son, fjár­­­mála­­stjóri Sam­herja á Kýp­­ur, Arna McClure, yfir­­lög­fræð­ingur Sam­herja og ræð­is­­maður Kýpur á Íslandi, Egill Helgi Árna­­son, fram­­kvæmda­­stjóri Sam­herja í Namib­­íu, Aðal­­­steinn Helga­­son, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Sam­herja í Namib­­íu, og Jóhannes Stef­áns­­son. RÚV greindi frá.

Jóhannes var fram­­kvæmda­­stjóri Sam­herja í Namibíu um tíma en lék lyk­il­hlut­verk í því að upp­­­ljóstra um meintar mút­u­greiðsl­­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­­göngu Sam­herja í umfjöllun Kveiks, Stund­­ar­innar og Al Jazeera um málið sem birt­ist í nóv­­em­ber í fyrra. 

Í Nor­egi

Norska efna­hags­brota­deildin Økokrim er með milli­færslur sem greiddar voru út af reikn­ingum Sam­herja hjá norska bank­anum DNB, sem er að hluta í eigu norska rík­is­ins, og inn á reikn­ing í Dúbaí, í eigu þáver­andi stjórn­ar­for­manns rík­is­út­gerðar Namib­íu, til rann­sókn­ar. 

Økokrim var að rann­saka hvort að DNB hefði tekið þátt í glæp­sam­legu athæfi vegna hlut­verks hans í því sem „virð­ist vera mútu­greiðslur sem greiddar voru af banka­reikn­ingum félaga Sam­herja hjá DNB,“ sam­kvæmt því sem fram kemur í bréfi Økokrim sem finna má í skjöl­un­um, og er dag­sett 29. apríl 2020.



Økokrim var að rann­saka hvort að DN­B hefði tekið þátt í glæp­sam­legu athæfi vegna hlut­verks hans í því sem „virð­ist vera mútu­greiðslur sem greiddar voru af banka­reikn­ingum félaga Sam­herja hjá DN­B,“ sam­kvæmt því sem fram kemur í bréfi Økokrim ­sem finna má í skjöl­un­um, og er dag­sett 29. apríl 2020.

Rann­sóknin snýr enn sem komið er að uppi­stöðu að því að kom­ast til botns í því af hverju DNB til­kynnti ekki greiðslur til umrædds félags, Tunda­vala Invest, til norska fjár­mála­eft­ir­lits­ins sem grun­sam­legrar milli­færsl­ur.

Auglýsing

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans fyrr í des­em­ber­mán­uði, í tengslum við umfjöllun um rann­sókn norskra stjórn­valda, sagði Björgólfur Jóhanns­son, annar for­stjóri Sam­herja, að fyr­ir­tækið neiti því alfarið að félög tengd Sam­herja hafi greitt mútur eða aðrar óeðli­legar greiðsl­ur. „Hvort sem það er í tengslum við rekst­ur­inn í Namibíu eða ann­ars stað­ar. Við lítum svo á að greiðsl­ur, í tengslum við rekst­ur­inn í Namib­íu, séu lög­mætar frá sjón­ar­hóli félaga sem tengj­ast Sam­herja. Gildir það um allar greiðslur til félags­ins Tunda­vala Invest.“

DNB lauk við­skipta­sam­bandi sínu við Sam­herja í lok síð­asta árs vegna þess að stjórn­endur dótt­ur­fé­laga sjáv­ar­út­vegs­risans, sem áttu reikn­inga í bank­an­um, svör­uðu ekki kröfu bank­ans um frek­ari upp­lýs­ingar um starf­semi þess, milli­færslur sem það fram­kvæmdi og tengda aðila, með full­nægj­andi hætt­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar