Mynd: Samherji

Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019

Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019. Samherji segir að ársreikningnum verði skilað þegar hann sé tilbúinn.

Sam­herji Hold­ing ehf., sá hluti sam­stæðu Sam­herja sem heldur utan um erlenda hluta henn­ar, hefur ekki skilað inn árs­reikn­ingi vegna árs­ins 2019 þrátt fyrir að febr­úar 2021 sé nú nán­ast á enda. 

Sam­kvæmt lögum skal skila árs­reikn­ingi, til opin­berrar birt­ing­ar, til árs­reikn­inga­skrár í sein­asta lagi 31. ágúst ár hvert fyrir árið á undan óháð því hvort félag telj­ist hafa verið í starf­semi eða ekki. Sé árs­reikn­ingi ekki skilað á að sekta félög vegna van­skila á árs­reikn­ingi til árs­reikn­inga­skrár. Nú er hálft ár síðan að lög­boð­inn frestur rann út til að skila inn árs­reikn­ingum vegna rekstr­ar­árs­ins 2019.

Kjarn­inn spurð­ist fyrir um ástæður þess að tafir höfðu verið að skilum á árs­reikn­ingi Sam­herja Hold­ing hjá félag­inu í byrjun árs. Sú fyr­ir­spurn var send á Mar­gréti Ólafs­dótt­ur, aðstoð­ar­konu for­stjóra félags­ins, og Björgólf Jóhanns­son, sem þá var annar for­stjóra þess ásamt Þor­steini Má Bald­vins­syni. Björgólfur lét af störfum sem for­stjóri fyrr í þessum mán­uði og hefur Þor­steinn Már haldið einn um for­stjórataumanna síðan þá, líkt og hann gerði áður en Björgólfur kom til starfa síðla árs 2019.

Auglýsing

Í svari Sam­herja, sem barst 7, jan­úar 2021, sagði að enn væri unnið að gerð árs­reikn­ings fyrir Sam­herja Hold­ing, og að sú vinna hefði taf­ist af ýmsum ástæð­um. „Það eru ákveðnar og skýrar reglur um það þegar árs­reikn­ingum er ekki skilað á til­ætl­uðum tíma. Frestur á skilum árs­reikn­inga hluta­fé­laga var fram­lengdur til byrjun októ­ber 2020 fyrir öll hluta­fé­lög. Árs­reikn­ingi 2019 fyrir Sam­herja Hold­ing ehf. verður skilað þegar hann er til­bú­inn, sem verður innan ekki langs tíma.“

Sam­herji Hold­ing skil­aði árs­reikn­ingi sínum fyrir árið 2018 inn til árs­reikn­inga­skrár fyrir lok ágúst­mán­aðar 2019. Það hefur aldrei gerst síðan að félagið var stofn­að, árið 2012, að árs­reikn­ingi þess hafi ekki verið skilað innan rúm­lega ell­efu mán­aða frá því að upp­gjörsári laun, þar til nú. 

Skipt upp í tvo hluta

Hlut­hafa­fundir Sam­herja sam­­þykkti 11. maí 2018 að Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unni yrð­i s­kipt upp í tvennt. Skipt­ingin var látin miða við 30. sept­­em­ber 2017. 

Auglýsing

Eftir það er inn­­­­­lendu starf­­­sem­in og starf­­­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Fær­eyj­um undir hatti Sam­herja hf. en önnur erlend starf­­­sem­i og hluti af fjár­­­fest­ing­­ar­­starf­­semi á Íslandi í félag­inu Sam­herj­i Hold­ing ehf. Á meðal þeirra eigna sem færðar voru þangað yfir voru eign­­­ar­hlutir Sam­herja í dótt­­­ur­­­fé­lögum í Þýska­landi, Nor­egi, Bret­landi og í fjár­­­­­fest­inga­­­fé­lagi á Ísland­i. Þar eru þó einnig íslenskir hags­mun­ir, meðal ann­ars 27,36 pró­sent hlutur í Eim­skip. Í byrjun árs 2021 var greint frá því að Bald­vin Þor­steins­son, sonur Þor­steins Más, hafi verið falið að leiða útgerð­ar­starf­semi Sam­herja í Evr­ópu, sem fer fram í gegnum Sam­herj­a Hold­ing. 

Um mitt ár í fyrra var til­kynnt að stærstu eig­endur Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, Þor­steinn Már, Helga S. Guð­munds­dótt­ir, fyrr­ver­andi eig­in­kona hans, og útgerð­ar­stjór­inn Krist­ján Már Vil­helms­son, hefðu fram­selt hluti sína í Sam­herja hf. að mestu til barna sinna. 

Gömlu eig­end­urnir eiga áfram Sam­herja Hold­ing

Þor­steinn Már, Krist­ján og Helga eiga áfram eiga uppi­stöð­una í hinum hluta starf­sem­inn­ar, Sam­herja Hold­ing. 

Inni í þeim hluta er líka fjár­­­fest­inga­­fé­lagið Sæból, sem hét áður Polar Seafood. Það félag á tvö dótt­­ur­­fé­lög, Esju Shipp­ing Ltd. og Esju Seafood Ltd. sem bæði eru með heim­il­is­­festi á Kýp­­ur. Þau félög héldu meðal ann­­ars utan um veiðar Sam­herja í Namib­­íu, þar sem sam­­stæðan og stjórn­­endur hennar eru nú grun­aðir um að hafa greitt mútur til að kom­­ast yfir ódýran kvóta. 

Auglýsing

Auk þess er uppi grun­­ur, eftir ítar­­lega opin­berum Kveiks og Stund­­ar­innar í nóv­­em­ber í fyrra, um að Sam­herji hafi stundað umfangs­­mikla skatta­snið­­göngu í gegnum Kýpur og aflands­­fé­lög og pen­inga­þvætti á fjár­­­magni sem end­aði inn á reikn­ingum norska bank­ans DNB. Þessi mál eru til rann­sóknar í Namib­íu, á Íslandi og hjá fjár­mála­eft­ir­lit­inu í Nor­egi. Engin nið­ur­staða liggur fyrir úr þeim rann­sóknum en fjöldi áhrifa­manna í Namibíu hafa verið haldi þar mán­uðum saman vegna máls­ins og þeim verið birt ákæra, meðal ann­ars fyrir spill­ingu.

Skiptu um end­ur­skoð­endur

KPMG var end­ur­skoð­andi Sam­herja Hold­ing árum sam­an, og raunar Sam­herj­a­sam­stæð­unnar allr­ar. Í fyrra­haust var greint frá því að Sam­herji hefði ákveðið að skipta um end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæki og fara með við­skipti sín til BDO ehf., lítt þekkts end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­is. Stundin fjall­aði um þessi vista­skipti í lok októ­ber og byrjun nóv­em­ber í fyrra. 

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun febr­úar 2021 að KPMG hafi verið gert að láta emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara í té upp­­lýs­ingar og gögn varð­andi bók­hald og reikn­ings­skil allra félaga Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unnar á árunum 2011 til 2020. Einnig þarf fyr­ir­tækið að láta hér­­aðs­sak­­sókn­­ara hafa upp­­lýs­ingar og gögn sem varða eina til­­­tekna skýrslu sem KPMG vann um starf­­sem­i ­Sam­herja á árunum 2013 og 2014. 

Hér­­aðs­­dómur Reykja­víkur kvað upp úrskurð sinn um þetta í byrjun des­em­ber. Dóm­­ur­inn féllst á kröfur hér­­aðs­sak­­sókn­­ara um að KPMG yrði skyldað til að láta gögnin af hendi og núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­­mönnum félags­­ins yrði söm­u­­leiðis gert skylt að veita emb­ætt­inu þær upp­­lýs­ingar sem þeir búa yfir.

Stjórn­endur Sam­herja voru ekki ánægðir með þessa nið­ur­stöðu og sögðu vinnu­brögð sak­sókn­ara og hér­aðs­dóm­ara í mál­inu vera „ótrú­leg“. 

Fyr­ir­tækið sagði í yfir­lýs­ingu að með úrskurð­inum hafi ekki ein­ungis lög­­bund­inni þagn­­ar­­skyldu verið aflétt af end­­ur­­skoð­endum KPMG, heldur einnig rof­inn trún­­aður lög­­­manna, enda hafi gögn sem emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara fékk með úrskurð­inum ver­ið „í vörslum bæði end­­ur­­skoð­enda og lög­­­manna hjá KPMG og dótt­­ur­­fé­lög­­um.“

Í kjöl­farið kærði KPMG, dótt­ur­fé­lag þess og end­ur­skoð­andi Sam­herja sem starfar hjá KPMG úrskurð­inn til Lands­réttar sem féllst á aðfinnslur þeirra í lið­inni viku, ógilti úrskurð­inn og vís­aði mál­inu aftur heim í hér­að.

Lands­réttur komst að þeirri nið­ur­stöðu í úrskurði sínum að sú máls­­með­­­ferð hér­­aðs­­dóms að boða ekki sókn­­ar­að­ila til þing­halds hefði verið í and­­stöðu við fyr­ir­­mæli laga um að sá sem geri kröfu um rann­­sókn­­ar­að­­gerð skuli boð­aður til þing­halds­­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar