Mynd: Golli Bjarni Benediktsson mynd: Golli
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tekur endanlega ákvörðun um sölu á hlut í ríkisbanka.
Mynd: Golli

Hverjir eru æskilegir eigendur að íslenskum viðskiptabanka og hvernig er best að selja hann?

Í rúmlega níu ár hafa verið í gildi lög um hvernig selja eigi banka í eigu íslenska ríkisins. Það hefur tekið mun lengri tíma en lagt var upp með að hefja það ferli og mikillar tortryggni gætir gagnvart hverju skrefi sem er stigið. Hverjir eru æskilegir eigendur að íslenskum banka, hvernig eru þeir valdir og eru þeir til þess fallnir að auka traust á fjármálakerfi sem meginþorri þjóðarinnar vantreystir? Kjarninn rekur söguna alla.

Alls 22,5 pró­sent hlutur í Íslands­banka var seldur í vik­unni fyrir 52,65 millj­arða króna, með 2,25 millj­arða króna afslætti frá mark­aðsvirði bank­ans. Almenn­ingi stóð ekki til boða að taka þátt en fyrir liggur að 430 svo­kall­aðir „fag­fjár­fest­ar“ skipta hinum keypta hlut á milli sín. 

Það mun ekki liggja fyrir fyrr en eftir helgi hverjir nákvæm­lega keyptu og senni­lega mun það aldrei verða upp­lýst að fullu. Lög gera ein­ungis ráð fyrir því að allra stærstu eig­endur séu opin­berað­ir. 

Fyrir liggur að inn­lendir aðilar keyptu þorra þess sem selt var. Því er ljóst að stór erlendur banki, sem lengi hefur verið talin eft­ir­sókn­ar­verð­asti kost­ur­inn sem til staðar væri þegar kæmi að því að selja íslenska banka, er ekki á meðal kaup­enda. Stórir líf­eyr­is­sjóðir keyptu mest og margir aðrir stofn­ana­fjár­fest­ar, inn­lendir og erlend­ir, skráðu sig líka fyrir eins miklu og þeir fengu að kaupa. Þá keyptu fjár­sterkir ein­stak­lingar líka fyrir umtals­verðar fjár­hæð­ir.  

Þótt salan hafi farið fram í sam­ræmi við boð­aða fram­kvæmd þá virð­ist hún hafa komið mörgum í opna skjöldu. Stjórn­völd telja að hún hafi verið vel heppnuð og náð settum mark­mið­um. Stjórn­ar­and­stað­an, verka­lýðs­leið­togar og fjöl­margir aðrir hafa hins vegar gagn­rýnt hana og kallað eftir upp­lýs­ingum um hvernig jafn­ræði bjóð­anda hafi verið trygg­t,  hvaða „fag­fjár­fest­ar“ það hafi verið sem voru valdir til að kaupa rík­is­eign og hvernig það hafi verið tryggt að allur hóp­ur­inn upp­fylli skil­yrði til að telj­ast slík­ur. 

Þá hefur verið kallað eftir frek­ari rök­stuðn­ingi fyrir þeim afslætti sem var gef­inn í ljósi þess að umfram­eft­ir­spurn eftir hlutum í Íslands­banka var marg­föld. 

Þótt annað skref í sölu Íslands­banka hafi verið stig­ið, og íslenska ríkið sé orðið minni­hluta­eig­andi í bank­anum með 42,5 pró­sent hlut, liggur fyrir að enn er mikið starf óunnið til að slá á gagn­rýn­is­raddir í sam­fé­lagi þar sem ein­ungis 23 pró­sent lands­manna bera traust til fjár­mála­kerf­is­ins. 

Laga­heim­ild fyrir sölu frá 2013

Salan á bönkum í rík­i­s­eigu á sér langan aðdrag­anda. Lög um sölu­með­ferð þeirra tóku gildi í byrjun árs 2013. 

Síðar það ár urðu rík­is­stjórn­ar­skipti og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefur haft það á stefnu­skránni alla tíð síðan að selja eign­ar­hluti rík­is­sjóðs í bönk­um, í sam­ræmi við stefnu síns flokks. 

Á árinu 2015 var langstærsti eign­ar­hlut­inn í fjár­mála­kerf­inu sem ríkið hélt á nán­ast allt hlutafé í Lands­bank­an­um. Í apríl á því ári lagði Bjarni fram frum­varp sem fól í sér að eign­ar­hlutir rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum yrðu færði beint undir hann og að Banka­sýsla rík­is­ins, stofnun sem stofnuð hafði verið eftir banka­hrunið til að halda á hlut­unum til að skapa arms­lengd­ar­fjar­lægð milli ríkis og banka, yrði sam­hliða lögð nið­ur­.  

Eign­ar­hald rík­is­ins á fjár­mála­kerf­inu breytt­ist síðar það ár, þegar þrotabú glitni afsal­aði sér eign­ar­haldi á Íslands­banka til rík­is­ins á grund­velli stöð­ug­leika­samn­ing­anna. 

Skyndi­lega átti ríkið tvo banka til að selja.

Fram­tíð­ar­sýn fyrir fjár­mála­kerfið mótuð

Ferlið hefur hins vegar gengið hægt. Tíðar kosn­ingar á árunum eftir að stöð­ug­leika­samn­ing­arnir voru gerð­ir, sem voru til­komnar vegna hneyksl­is­mála tengdum ráð­herrum í rík­is­stjórn­um, voru hluti þeirrar ástæðu að illa gekk að taka í gikk­inn. 

Það var ekki fyrr en að fyrri rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur tók við völdum haustið 2017 að gangur komst á mál­ið. 

Lárus L. Blöndal leiddi Hvítbókarhópinn og er formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Til að und­ir­búa sölu á öllum Íslands­banka og hluta af Lands­bank­anum var þá skip­aður starfs­hópur til að skrifa hvít­bók um fram­tíð­ar­sýn fyrir fjár­mála­kerf­ið. For­maður hóps­ins var Lárus L. Blön­dal lög­mað­ur, en hann hefur verið stjórn­ar­for­maður Banka­sýslu rík­is­ins, þeirrar stofn­unnar sem fer með eign­ar­hluti rík­is­ins í banka­kerf­inu, frá árinu 2015. Lárus var skip­aður af Bjarna Bene­dikts­syni, þáver­andi og núver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. 

Hvít­bókin leit dags­ins ljós í des­em­ber 2018. Hún var mikið verk og benti á fjöl­margar gagn­legar vörður sem hægt væri að byggja til að móta fjár­mála­kerfi Íslands til fram­tíð­ar. Á meðal þess sem fjallað var um í henni var æski­legt eign­ar­hald á bönkum og hvernig færi best á því að selja banka í eigu rík­is­ins. 

Í milli­tíð­inni hafði ríkið selt 13 pró­sent hlut sinn í Arion banka í febr­úar 2018 á grunni kaup­réttar sem samið var um 2009. Arion banki var þá þegar skráður á markað og salan því ann­ars eðlis en sala á hlutum í Íslands­banka og Lands­bank­an­um.

„Mik­il­vægt er að eig­endur hafi lang­­tíma­­sjón­­ar­mið að leið­­ar­­ljósi“

Sam­kvæmt könn­unum sem gerðar voru fyrir starfs­hóp­inn kom fram að langt væri í það að almenn­ingur hefði traust á fjár­mála­kerf­inu. Ein­ungis 16 pró­sent sagð­ist treysta því. Þegar fólk var beðið um að segja af hverju það treysti ekki íslenska banka­­kerf­inu var nið­­ur­­staðan nokkuð afger­andi. Það sem flestum Íslend­ingum datt í hug til að lýsa kerf­inu voru orð eins og spill­ing og græðgi. Þeir not­uðu hug­tök eins og háir vext­ir, dýrt og okur til að skil­­greina kerf­ið.

Þegar fólk var spurt hvernig væri hægt að auka traust til banka­­kerf­is­ins þá sagði stór hluti að það væri hægt með minni græðgi, minni ofur­­laun­um, lægri vöxtum og því almennt að bjóða upp á betri kjör. 

Í Hvít­­bók­inni er líka fjallað um eign­­ar­hald í banka­­kerf­inu. Þar seg­ir: „Heil­brigt eign­­ar­hald er mik­il­væg for­­senda þess að banka­­kerfi hald­ist traust um langa fram­­tíð. Í því felst að eig­endur banka séu traust­ir, hafi umfangs­­mikla reynslu og þekk­ingu á starf­­semi banka og fjár­­hags­­lega burði til að standa á bak við bank­ann þegar á móti blæs. Mik­il­vægt er að eig­endur hafi lang­­tíma­­sjón­­ar­mið að leið­­ar­­ljósi.“

Bein aðkoma erlends banka myndi hafa „já­kvæð áhrif“

Þar er einnig farið yfir hvað væri ákjós­an­leg sam­setn­ing eign­ar­halds og sagt að fjöl­breytt og dreift eign­ar­hald gæti stuðlað að breiðri sátt um stefnu­mörkun banka og dregið úr hættu á of nánum beinum og óbeinum inn­byrðis tengslum á milli stórra eig­enda og stjórn­enda banka. Það myndi byggj­ast í senn á ólíkum hópum fjár­festa og inn­lendu og erlendu eign­ar­haldi. „Bein aðkoma erlends banka að einum íslensku bank­anna er lík­leg til að hafa jákvæð áhrif á sam­keppn­isum­hverfi bank­anna til fram­tíð­ar, auka stöð­ug­leika og minnka kerf­is­á­hættu með fjöl­breytt­ara eign­ar­haldi banka­kerf­is­ins og minnka þar með hættu á kross­eign­ar­tengsl­um. Ef erlendur banki keypti íslenskan banka að fullu mætti leiða líkur að því að íslenska bank­anum yrði breytt í úti­bú, sem væri þá að nokkru leyti undir eft­ir­liti erlends fjár­mála­eft­ir­lits. Ef um væri að ræða banka og öfl­ugt eft­ir­lit, t.d. á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu, ætti slíkt að geta dregið enn frekar úr áhættu og kostn­aði og aukið sam­keppn­i.“

Það var því nið­ur­staðan að erlendur lang­tíma­fjár­fest­ir, helst banki, væri eft­ir­sókn­ar­verð­asti kost­ur­inn sem til staðar væri þegar kæmi að því að selja banka. 

Lít­ill áhugi erlendra banka á að kaupa

Vanda­málið er, og hefur ætið ver­ið, að erlendir bankar hafa ekki haft sýni­legan áhuga á að kaupa íslenska við­skipta­banka. Sá eini sem hefur gert það sem ein­hverju nemur var lítil þýskur einka­banki, Hauck & Auf­häuser, sem keypti stóran hlut í Bún­að­ar­banka Íslands 2003. Fjórtán árum síðar opin­ber­aði rann­sókn­ar­nefnd að hann hefði verið leppur til að tryggja stjórn­endum Kaup­þings og Ólafi Ólafs­syni fjár­festi yfir­ráð yfir bank­an­um. Kaupin voru blekk­ing og þýski bank­inn tók þóknun fyrir að taka þátt í að fram­kvæma hana. 

Í minn­is­blaði sem Banka­sýsla rík­is­ins skil­aði inn til Hvít­bók­ar­hóps­ins sagði að reglu­­leg sam­­skipti við alþjóð­­lega fjár­­­fest­inga­­banka hefðu leitt í ljós að „á und­an­­förnum árum og í kjöl­far fjár­­­málakrepp­unnar hefur verið afar lítið um sam­runa og yfir­­­tökur á bönkum á milli landa í Evr­­ópu. Bitur reynsla af fyrri yfir­­tök­um, lág arð­­semi, flókn­­ara reglu­verk og auknar eig­in­fjár­­­kröfur hafa átt sinn þátt í því[...]­Bankar eru að draga sig út úr fjár­­­fest­ingum fyrri ára og ein­beita sér að kjarna­­rekstri á eigin heima­­mark­aði, en ekki að frek­­ari land­vinn­ing­­um.“

Sam­töl Kjarn­ans við bæði inn­lenda og erlenda aðila innan fjár­mála­kerf­is­ins á und­an­förnum árum hafa leitt í ljós að sú áhætta sem fylgir íslensku krón­unni hafi líka leikið lyk­il­hlut­verk í því að erlendir bankar vilja ekki kaupa ráð­andi hlut í íslenskum við­skipta­banka. Áður en íslenskra ríkið tók yfir Íslands­banka eftir stöð­ug­leika­samn­ing­anna voru það helst hópar frá lönd­unum við Persafló­a í Mið-Aust­­ur­löndum og Kína sem höfðu lýst yfir áhuga á að eign­ast bank­ann.

Far­aldur frestar sölu

Í sept­em­ber 2019 lagði Banka­­sýsla rík­­is­ins til að fjórð­ungs­hlutur í Íslands­­­banka yrði seld­­ur. Bjarni Bene­dikts­son sagði í við­tali við Morg­un­­blaðið í byrjun febr­­úar 2020 að sölu­­ferlið myndi hefj­­ast innan nokk­­urra vikna. 

Í kjöl­farið var gerð mála­miðlun milli stjórn­ar­flokk­anna sem í fólst að ríkið myndi eiga áfram „veru­­legan hlut“ í Lands­bank­­anum til lang­frama og ákvörðun um að selja eitt­hvað í honum yrði ekki tekin fyrr en Íslands­­­banki yrði að öllu leyti seld­­ur. Þessi mála­miðlun birt­ist í breyttri eig­enda­­stefnu rík­is­ins sem var gerð opin­ber 1. mars 2020. Nú er heim­ild til staðar til að selja allt að 30 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um.

Svo kom kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og sölu­ferlið var sett á ís. Það þótti ekki raun­hæft að selja banka á þeim tíma vegna efna­hags­­legra aðstæðna á Íslandi og alþjóða­vett­vangi.

Hætt við að tví­skrá erlendis

Málið var svo sett aftur í gang 17. des­em­ber 2020, degi áður en Alþingi fór í jóla­frí. Það gerð­ist þannig að Banka­­sýsla rík­­is­ins – stjórn hennar og for­­stjóri – sendu til­­lögu til Bjarna Bene­dikts­­sonar um að selja hlut í Íslands­­­banka í gegnum skrán­ingu á íslenskan mark­að. Meg­in­rökin sem voru sett fram fyrir þessu í minn­is­­blaði sem fylgdi með voru þau að hluta­bréfa­­mark­aðir hefðu hækkað í kór­ón­u­veiru­far­aldr­in­um.

Fjórum dögum síð­­­ar, þegar þing­­menn voru komnir í jóla­frí, sendi Bjarni, ásamt ráðu­­neyt­is­­stjóra sín­um, bréf til Banka­­sýsl­unnar og sam­­þykkti til­­lög­una. Sam­hliða var send grein­­ar­­gerð til Alþingis og nefnd­­ar­­mönnum í fjár­­laga­­nefnd og efna­hags- og við­­skipta­­nefnd gefin mán­uður til að skila inn umsögn um mál­ið. Hún átti að ber­­ast 20. jan­ú­ar 2021, eða tveimur dögum eftir að fyrsti þing­fundur eftir jóla­frí fór fram. 

Grein­­ar­­gerðin opin­ber­aði það að ekki átti lengur að freista þess að finna erlenda aðila til að kaupa í Íslands­­­banka. Það þætti ekki lík­­­legt til árang­­urs. Svo­­kallað sam­hliða sölu­­ferli var því aflagt og ákveðið að skrá Íslands­­­banka ein­ungis á markað á Íslandi, ekki tví­­­skrá líka erlendis eins og upp var lagt með til að byrja með. 

Kaup­endur yrðu því, að uppi­stöðu, íslenskir fjár­fest­ar. 

Selt á lágu verði og hlut­höfum hefur fækkað um meira en þriðj­ung

Fyrsta skrefið var stigið í fyrra­sum­ar. Þá var haldið útboð og 35 pró­sent hlutur seldur á geng­inu 79 krónur á hlut. Verðið var gagn­rýnt harð­lega víða að í aðdrag­anda útboðs­ins þar sem það þótti of lágt, sér­stak­lega í sam­an­burði við mark­aðsvirði Arion banka, banka af nán­ast sömu stærð sem var þegar skráður á mark­að. Níföld umfram­eft­ir­spurn stað­festi það að fjár­festum fannst hluta­bréf í bank­anum á þessu verði vera eft­ir­sókn­ar­verður fjár­fest­ing­ar­kost­ur. 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hringir inn fyrstu viðskipti með bréf bankans í fyrrasumar.
Mynd: Nasdaq Iceland

Almenn­ingi var boðið að taka þátt og gat keypt fyrir eina milljón króna án þess að hlutur hans yrði skert­ur. Fyrir vikið voru hlut­hafar í bank­anum um 24 þús­und þegar hann var skráður á hluta­bréfa­markað í byrjun júní. Stærstur hluti var keyptur af líf­eyr­is­sjóðum og inn­lendir fag­fjár­festar keyptu einnig tölu­vert. Einu sýni­legu erlendur aðil­arnir sem keyptu voru tveir fjár­fest­inga­sjóð­ir, Capi­tal World Investors og RWC Asset Mana­gement LLP, sem sam­an­lagt keyptu 10,5 pró­sent hlut.

Frá því að þessi sala átti sér stað hefur mark­aðsvirði hluta­bréfa í Íslands­banka hækkað um næstum 60 pró­sent. Á nokkrum mán­uðum leystu margir út hagnað vegna þess­arar hækk­un­ar. Erlenda eign­ar­haldið hefur til að mynda lækkað um þriðj­ung og annar sjóð­anna sem keypti hefur selt nán­ast allt sitt í Íslands­banka. Hlut­höfum í bank­anum fækk­aði á tæpu hálfu ári um 35 pró­sent, um 8.400, og hlut­hafa­hóp­ur­inn telur í dag um 15.600 manns. Því er ljóst að margir litu á kaup í Íslands­banka sem skamm­tíma gróða­tæki­færi, ekki lang­tíma­fjár­fest­ing­u. 

Ákveðið að selja til „hæfra fjár­festa“

Næsta skref í sölu á hlutum rík­is­ins í Íslands­banka hófst form­lega 20. jan­úar 2022 þegar Banka­sýslan lagði fram til­lögu um að stór hlutur yrði seldur með svoköll­uðu til­boðs­fyr­ir­komu­lag­i. 

Slíkt fyr­ir­komu­lag felur í sér að sölu­ráð­gjafar kanna áhuga „hæfra fjár­­­­­festa“ á að taka þátt í útboði. Þeir verða sam­hliða tíma­bundnir inn­herj­ar. Ef slíkur áhugi er til staðar fá þeir mög­u­­­leika á að kaupa hluta­bréf í bank­­­anum á gengi sem væri nokkru undir mark­aðs­verði þeirra dag­inn fyrr. Í grein­­ar­­gerð fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra frá 11. febr­­úar sagði að ástæða þess að „hæfir fjár­­­­­fest­­ar“ myndu fá afslátt væri vegna þess að þeir væru að kaupa stærri hlut í bank­­­anum en aðr­ir, auk þess sem óvissa væri um nákvæma þróun hluta­bréfa­verðs­ins á vik­unum eftir útboð­ið.

Þing­nefndir Alþingis fjöll­uðu í kjöl­farið um málið og síð­degis síð­asta föstu­dag, eftir lokun mark­aða, var birt til­kynn­ing um að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefði ákveðið að hefja fram­hald sölu­­­­­með­­­­­­­­­ferðar á hlutum í Íslands­­­­­­­­­banka í sam­ræmi við til­­­­­lögu Banka­­­­­sýslu rík­­­­­is­ins. 

Haft sam­band við þá sem talið væri að hefðu áhuga

Á þriðju­dag, ell­efu mín­útum eftir að mark­aðir lok­uðu, var svo látið til skara skríða. Í aðdrag­anda þess höfðu sölu­ráð­gjafar sem fengnir voru að söl­unni rætt við stóra fjár­festa á borð við líf­eyr­is­sjóði um kaup og fengið óskuld­bind­andi vil­yrði fyrir því að þeir myndu vera til­búnir til að kaupa þann 20 pró­sent hlut sem til stóð að selja að lág­marki. Almennum fjár­festum var ekki boðið að taka þátt í við­skipt­unum en sölu­ráð­gjafar stjórn­valda höfðu sam­band við þá skil­greindu fag­fjár­festa sem þeir töldu að hefðu áhuga og buðu þeim að kaupa. 

Klukkan rúm­lega tíu sama kvöld, sex klukku­­tímum eftir að til­­kynnt var um sölu­­ferlið og 40 mín­útum eftir að frestur til að skila inn til­­­boðum rann út, birt­ist ný til­­kynn­ing um að seldur yrði 22,5 pró­­sent hlutur á 52,65 millj­­arða króna, með 2,25 millj­­arða króna afslætti. Afslátt­ur­inn var veittur þrátt fyrir að marg­föld umfram eft­ir­spurn hefði verið í útboð­inu og að bæði „inn­lendir og erlendir hæfir fjár­festar sýndu útboð­inu mik­inn áhuga.“ 

Umsjón­ar­að­ilum þótti það lít­ill afsláttur í sam­an­burði við sam­bæri­legar sölur erlendis á árinu 2022, sér­stak­lega eftir þann mark­aðsóróa sem skap­að­ist þegar Rúss­land réðst inn í Úkra­ínu fyrir rúmum mán­uði síð­an.

Snemma morg­uns á mið­viku­dag lá fyrir að Bjarni Bene­dikts­son hafði sam­þykkt söl­una og íslenska ríkið var orðið minni­hluta­eig­andi í Íslands­banka með 42,5 pró­sent eign­ar­hlut.

430 skráðu sig fyrir hlut

En hverjir fengu að taka þátt og hverjir keyptu? Því verður ekki svarað að hluta fyrr en á mánu­dag eða þriðju­dag, þegar þeir sem skráðu sig fyrir hlut borga fyrir hann. Senni­leg­ast er þó að almenn­ingur fái aldrei að vita nákvæm­lega hverjir það eru sem fengu að kaupa. Lög gera ein­ungis ráð fyrir því að þeir sem eiga eitt pró­sent eða meira í skráðu félagi séu birtir á hlut­haf­alista þess. Fáir þeirra sem tóku þátt munu upp­fylla það skil­yrði.

Einn ráð­gjafa stjórn­valda, STJ Advis­ors, birti til­kynn­ingu á heima­síðu sinni á mið­viku­dag þar sem kom fram að 430 aðilar hafi skráð sig fyrir hlut. Þetta er hóp­ur­inn sem upp­fyllti það skil­yrði stjórn­valda að telj­ast til „hæfra fjár­festa“. 

Það var því ljóst að um afmark­aðan hóp var að ræða. Fyrir liggur að íslenskir líf­eyr­is­sjóðir keyptu stóran hlut. Þar fóru fremstir í flokki þrír stærstu sjóðir lands­ins: Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LS­R), Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna og Gildi. Sam­kvæmt flöggun til Kaup­hallar Íslands er eign­ar­hlutur LSR til að mynda nú kom­inn í 5,23 pró­sent. Sam­kvæmt frétt Inn­herja frá því á mið­viku­dag fengu þeir að kaupa um 30 pró­sent af því sem þeir skráðu sig fyr­ir.

Íslenskir verð­bréfa­sjóðir og trygg­inga­fé­lög keyptu einnig tölu­vert og ein­hverjir erlendir sjóðir líka. Það gerðu líka fjár­sterkir ein­stak­lingar sem töld­ust „hæfir fjár­fest­ar“. Þeir sem voru metnir lang­tíma­fjár­festar fengu að kaupa fyrir rúm­lega 40 pró­sent þeirra upp­hæðar sem þeir skráð sig fyr­ir, sam­kvæmt Inn­herja.

Vegna þess að umfram­eft­ir­spurn var þá skert­ust allir sem gerðu til­boð, en mis­mun­andi mik­ið. Það byggði meðal ann­ars á hug­lægu mati ráð­gjafa á því hvort við­kom­andi var tal­inn vera skamm­tíma- eða lang­tíma­fjár­fest­ir. 

Ferlið harð­lega gagn­rýnt

Um sölu á hlut íslenska rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum gilda sér­stök lög sem tóku gildi í byrjun árs 2013. Í þriðju grein lag­anna er fjallað um meg­in­reglur við sölu­með­ferð. Þar segir meðal ann­ars að áhersla skuli vera lögð á „opið sölu­ferli, gagn­sæi, hlut­lægni og hag­kvæmni. Með hag­kvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða mark­aðs­verðs fyrir eign­ar­hluti. Þess skal gætt að skil­yrði þau sem til­boðs­gjöfum eru sett séu sann­gjörn og að þeir njóti jafn­ræð­is.“

Hörð gagn­rýni hefur verið sett fram á stjórn­völd um að þessum ákvæðum hafi ekki verið mætt í söl­unni sem fór fram í vik­unni, meðal ann­ars af þing­mönnum stjórn­ar­and­stöðu­flokka. 

Gefin hafi verið afsláttur upp á 2,25 millj­arða króna að óþörfu í ljósi þess að umfram­eft­ir­spurn var marg­föld. 

Þótt þeir sem eru virkir á mark­aði hafi áttað sig á að sala væri yfir­vof­andi út frá bréfa­send­ingum milli Banka­sýsl­unnar og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins sem birtar höfðu verið opin­ber­lega hafi almenn­ingur ekki gert það og fram­kvæmdin því komið mörgum sér­kenni­lega fyrir sjón­ir, að stór rík­is­eign hafi verið seld á einni kvöld­stund. Í ljósi þess að nýj­ustu mæl­ingar Gallup sýna að traust til fjár­mála­kerf­is­ins er enn afar lít­ið, 23 pró­sent, þá hefði átt að vanda betur til verka við að koma almenn­ingi, eig­anda bank­ans, í skiln­ing um hvað væri að fara að ger­ast.

Þá hafa margir þátt­tak­endur á fjár­mála­mark­aði gagn­rýnt fyr­ir­komu­lagið fyrir ógagn­sæi og að ekki hafi verið gætt jafn­ræðis þegar þeir sem fengu að kaupa voru vald­ir. 

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til Seðla­banka Íslands og spurði hvort hann hafi haft hlut­verki að gegna til að gæta jafn­ræðis bjóð­enda í hinu lok­aða útboði. Í svari bank­ans segir að það sé ekki hlut­verk hans að „taka út bjóð­endur nema eign­ar­hlutur þeirra við kaupin verði virkur eign­ar­hlutur í bank­an­um.“

Ráð­gjafar valdir úr hópi áhuga­samra

En hvernig voru þeir vald­ir? Í stuttu máli þá voru það umsjón­ar­að­ilar útboðs­ins sem það gerðu. Þeim var gert að líta ein­ungis á Banka­sýslu rík­is­ins sem við­skipta­vin sinn í tengslum við við­skiptin en ekki kaup­end­ur, sem þó eru margir hverjir við­skipta­vinir þeirra til margra ára og sterk per­sónu­leg tengsl eru við. 

Umsjón­ar­að­ilar og sölu­ráð­gjafar geta átt von á hárri þóknun fyrir sína aðkomu að söl­unni. Beinn kostn­aður íslenska rík­is­ins við skrán­ingu og hluta­fjár­út­boð Íslands­banka um mitt síð­asta ár nam til að mynda 1.704 millj­ónum króna, að stærstum hluta vegna sölu­þókn­unar til fjölda erlendra og íslenskra ráð­gjafa. Ekki hefur verið greint frá því hvað ráð­gjaf­arnir fá fyrir annað skrefið í sölu Íslands­banka. 

Í til­kynn­ingu sem Banka­sýslan birti á mið­viku­dags­morgun kom fram að „Citigroup, Fyr­ir­tækja­ráð­gjöf og Verð­bréfa­miðlun Íslands­banka og J.P. Morgan höfðu umsjón með við­skipt­un­um. HSBC Continental Europe og Fossar mark­að­ir, höfðu aðkomu að við­skipt­unum sem sölu­ráð­gjaf­ar.“ 

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til Jóns Gunn­ars Jóns­son­ar, for­stjóra Banka­sýsl­unn­ar, um hvernig við­kom­andi umsjón­ar­að­ilar og sölu­ráð­gjafar voru vald­ir. Í svari hans sagði að þeir hefðu verið valdir úr hópi þeirra sem lýstu yfir áhuga á mögu­legu hlut­verki fjár­mála­ráð­gjafa og umsjón­ar­að­ila með sölu­með­ferð á eign­ar­hlutum í Íslands­banka í byrjun árs 2021, þegar þessi hlut­verk voru boðin út. Hlut­verkin voru ekki boðin út nú, þar sem að salan féll undir und­an­tekn­ing­ar­á­kvæði laga um opin­ber inn­kaup. 

Hvenær er fjár­festir „hæf­ur“?

Hvað skil­greinir þá sem eru taldir „hæfir fjár­­­fest­­ar“? Sam­­­kvæmt lögum verða fjár­­­­­festar sem hyggj­­­ast fara með virkan eign­­­ar­hlut í banka að stand­­­ast hæf­is­mat sem bygg­ist á ítar­­­legri grein­ingu og gagna­öfl­un. Þeir þurfa að hafa gott orð­­­spor og búa við sterka fjár­­­hags­­­stöðu, en auk þess ætti eign­­­ar­haldið ekki að tor­velda eft­ir­liti eða leiða til pen­inga­þvættis eða ann­­arrar ólög­­­legrar starf­­­semi.

Eign­ar­hlutur telst virkur ef hann er tíu pró­sent eða meira og því á ofan­greint ekki við um þá sem tóku þátt í kaupum á hlutum í Íslands­banka í vik­unn­i. 

Í lögum um mark­aði fyrir fjár­mála­gern­inga sem sam­þykkt voru í fyrra­sumar er að finna skil­grein­ingu á þeim sem telj­ast fag­fjár­fest­ar. Það eru við­skipta­vinir sem búa „yfir reynslu, þekk­ingu og sér­fræði­kunn­áttu til að taka sjálfur ákvarð­anir um fjár­fest­ingar og meta áhætt­una sem þeim fylg­ir.“ Á meðal þeirra sem telj­ast laga­lega upp­fylla það skil­yrði eru stórir þátt­tak­endur á mark­aði, t.d. bankar, verð­bréfa­fyr­ir­tæki, trygg­inga­fé­lög, sjóð­stýr­ing­ar­fé­lög og líf­eyr­is­sjóð­ir. Sömu sögu er að segja um stór fyr­ir­tæki sem upp­fylla tvo af þremur skil­yrð­um: að vera með efna­hags­reikn­ing sem er yfir 20 millj­ónir evra, árs­veltu yfir 40 millj­ónum evra eða eiga eigið fé sem er tvær millj­ónir evra eða meira. Rík­is­stjórn­ir, hér­aðs­stjórn­ir, seðla­bankar og alþjóða­stofn­anir telj­ast líka til fag­fjár­festa. 

Þeir sem eru metnir af verð­bréfa­fyr­ir­tækj­unum

Svo eru það þeir sem geta óskað eftir því að vera fag­fjár­festar án þess að til­heyra ofan­greindum hópi. Þetta á aðal­lega við um ein­stak­linga eða litla hópa sem stunda verð­bréfa­við­skipti í meira mæli en almennt tíðkast. 

Þeir geta kallað eftir því að verð­bréfa­fyr­ir­tæki sem þeir eigi í við­skiptum við flokki þá sem slíka. Verð­bréfa­fyr­ir­tækið á þá að leggja mat á sér­fræði­kunn­áttu, þekk­ingu og reynslu við­kom­andi og hvort hún veiti nægi­lega vissu fyrir því að hann geti sjálfur tekið ákvarð­anir um fjár­fest­ingar og skilji áhætt­una sem í þeim felst. 

Til að þessir ein­stak­lingar geti talist fag­fjár­festar þurfa þeir að upp­fylla að minnsta kosti tvö af þremur skil­yrð­um: í fyrsta lagi að hafa átt umtals­verð við­skipti á við­eig­andi síð­ast­liðið ár, eða að með­al­tali a.m.k. tíu sinnum á hverjum árs­fjórð­ungi, í öðru lagi að fjár­mála­gern­ingar þeirra og inni­stæður séu sam­an­lagt virði 500 þús­und evra (71 milljón króna) eða meira eða í þriðja lagi að fjár­festir hafi gegnt eða gegni, í að minnsta eitt ár, stöðu í fjár­mála­geir­anum sem krefst þekk­ingar á fyr­ir­hug­uðum við­skiptum eða þjón­ust­u. 

Þrír keyptu fyrir um 93 millj­ónir

Einu aðil­arnir sem tóku þátt í kaupum á hlut í Íslands­banka sem hafa verið skil­greindir sem fag­fjár­festar af verð­bréfa­fyr­ir­tækj­unum sem þeir eiga við­skipti við á grund­velli ofan­greindra krafna sem opin­ber­lega er búið að greina frá eru stjórn­ar­maður í Íslands­banka, fram­kvæmda­stjóra í bank­anum og sam­býl­is­maður stjórn­anda innan hans. Ástæðan er sú að birtar voru til­kynn­ingar um kaup aðila tengdum stjórn og yfir­stjórn bank­ans á hlut

Um var ræða Ara Dan­í­els­son, stjórn­ar­mann í Íslands­banka, sem keypti fyrir 55 millj­ónir króna, Rík­harð Daða­son, sam­býl­is­mann Eddu Her­manns­dóttur mark­aðs- og sam­skipta­stjóra bank­ans, sem keypti fyrir tæpar 27 millj­ónir króna og Ásmund Tryggva­son, fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tækja og fjár­fest­inga­sviðs, sem keypti fyrir rúmar 11 millj­ónir króna. 

Jóhann Páll Jóhanns­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gerði kaup mann­anna þriggja að umtals­efni á Alþingi í gær, og minnt­ist sér­stak­lega á kaup félags Rík­harðs, RD Invest ehf., sem er með nei­kvætt eigið fé upp á rúm­lega 135 millj­ónir króna sam­kvæmt síð­asta birta árs­reikn­ingi þess, vegna árs­ins 2020. Jóhann Páll sagði þetta vekja upp spurn­ingar um hvernig fag­fjár­festar voru valdir og að það þyrfti að ræða á Alþing­i. 

Þrír inn­herjar tengdir stjórn og yfir­stjórn Íslands­banka voru í hópi þeirra sem keyptu hluta­bréf í bank­an­um. Einn þess­ara inn­herja, sam­býl­is­maður milli­stjórn­anda í bank­an­um, keypti hlut gegnum eign­ar­halds­fé­lag sem er með nei­kvætt eigið fé upp á 135 millj­ónir sam­kvæmt síð­asta árs­reikn­ingi – og þar af eru 120 millj­ónir vegna skulda við tengda aðila.

Posted by Jóhann Páll Jóhanns­son on Thurs­day, March 24, 2022

Kjarn­inn kall­aði eftir upp­lýs­ingum frá Íslands­banka um hvort ein­hverjar tak­mark­anir hafi verið settar á þátt­töku stjórn­ar­manna eða starfs­manna bank­ans í útboð­inu á þriðju­dag. Í svari frá bank­anum sagði að svo væri ekki en allir þátt­tak­endur þyrfti að vera skil­greindir fag­fjár­fest­ar. Það hafi úti­lokað flesta starfs­menn frá þátt­töku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar