Í þá tíð... Roswell og FFH-fræðin

Dularfullt brak fannst í Roswell í Nýju Mexíkó og hefur síðan verið uppspretta kenninga um tilvist fljúgandi furðuhluta.

Bærinn Roswell er ekki þekktur fyrir nokkuð annað en FFH-málið, en bæjarbúar skammast sín ekkert fyrir það. Í Roswell má nú t.d. finna safn um FFH.
Bærinn Roswell er ekki þekktur fyrir nokkuð annað en FFH-málið, en bæjarbúar skammast sín ekkert fyrir það. Í Roswell má nú t.d. finna safn um FFH.
Auglýsing

Um þessar mundir eru 70 ár síðan maður einn í Nýju Mexík­ó, W.WBrazel að nafni, sem gekk í leit að sauðum sem hann ótt­að­ist um í kjöl­far óveð­urs nótt­ina áður, fann málm­brak á víð og dreif um land­ar­eign sína, sem og nýtil­kom­inn grunnan skurð sem var tugi metra á lengd. Þessi fund­ur, sem var stutt frá bæn­um Roswell, átti svo sann­ar­lega eftir að draga dilk á eftir sér og má segja að hann hafi markað kafla­skil í mál­efna­flokknum sem má kenna við „fljúg­andi furðu­hlut­i“  (eða FFH, eins og þeir köll­uð­ust í Andr­és­blöðum á síð­ustu öld).

Það var sum sé í Júlí 1947 þeg­ar Brazel, eða Mack eins og hann var jafnan kall­að­ur, afhenti skerfar­anum í Roswell fund­inn og sá kom þeim áfram til yfir­manna hjá flug­hernum sem áttu bæki­stöðvar þar stutt frá. Þeir gáfu stuttu seinna frá sér litla til­kynn­ingu þar sem fram kom að þeim hefði borist rústir ein­hvers konar „fljúg­andi disks“. Og þar með var viftan úr mál­tæk­inu fræga komin í yfir­vinnu, því að eftir að stað­ar­blöðin sögðu frá tíð­ind­unum komust landsmiðlar á sporið og smá­bær­inn Roswell var í einni svipan orð­inn mið­dep­ill í nýupp­sprottnum áhuga almenn­ings á mögu­legum lend­ingum geim­vera hér á jörð.

Nokkrum dögum síðar sendi flug­her­inn út aðra til­kynn­ingu þar sem fram kom að þarna hafi ekki verið neinn Fljúg­andi diskur heldur aðeins veð­ur­at­hug­un­ar­loft­belgur sem hafi hrapað til jarð­ar. Á kynn­ing­ar­fundi voru dregin fram nokkur af brot­unum sem fund­ust. Skila­boðin voru skýr og und­ir­orpin sönn­un­um. Ekk­ert hér að sjá. Haldið áfram.

Auglýsing

Áhug­inn á Roswell-­at­vik­inu fór fljótt dvín­andi og lá í dróma um áraraðir þar til á átt­unda ára­tugnum þegar aftur fóru á flug sögur um það sem fund­ist hafi þessa örlaga­nótt. 

Einn af þeim fyrstu sem hófu nafn Roswell aftur upp til frægðar var kjarneðl­is­fræð­ing­ur­inn Stanton Fried­man, sem hafði þá um nokk­urra ára skeið helgað starf sitt leit­inni að sönn­unum fyrir til­vist og komu geim­vera til jarðar (og er raunar enn „fram­ar­lega á því sviði“ ef svo mætti að orði kom­ast).

 Þessi forsíðufrétt birtist í staðarblaðinu í Roswell og valt af stað vangaveltum sem standa enn í dag, sjötíu árum síðar. Í mynd sinni UFO´s are real frá árinu 1979 birti Fried­man meðal ann­ars við­tal við Jesse Marcelmajór í flug­hern­um. Það var einmitt sá sem skerfar­inn í Roswell hafði látið vita af fund­inum á sínum tíma og  Marcel var einn af þeim fyrstu sem kom á brot­lend­ing­ar­stað­inn. Marcel sagð­ist í við­tal­inu vera sann­færður um að það sem hann sá þar og flutti til baka á her­stöð­ina, hafi ekki verið neinn veð­ur­belg­ur, heldur rústir geim­fars. Þessa sögu hélt hann sig við, í aðal­at­rið­um, allt til dauða­dags.

Þessi mynd ásamt ýmsum greinum og bókum sem voru skrif­aðar á svip­uðum tíma, héldu fram svip­uðum kenn­ing­um, að yfir­völd hafi reynt að villa um fyrir fjöl­miðlum og almenn­ingi um hina raun­veru­legu atburði í Roswell. Geim­far hafi brot­lent þar, yfir­völd hafi tekið brakið – og jafn­vel „jarðneskar leifar stjörnu­ferða­langa – og geymt á „Svæði 51“, hinu ann­ál­aða örygg­is­svæði sem er nú eins konar sam­nefn­ari fyrir meintar yfir­hylm­ingar banda­rískra stjórn­valda. Þar séu geymdir þeir hlutir sem ekki þoli dags­ins ljós.

Kenn­ingar þessar hittu svo sann­ar­lega í mark og skoð­ana­kann­anir frá þeim tíma sýna glögg­lega að almenn­ingur var almennt á þeirri skoðun að geim­verur væru til og hefðu haft við­komu hér.

Flug­her­inn ákvað loks að kveða kjafta­sög­urnar í kút í eitt skipti fyrir öll og gaf út tvær skýrslur um málið á tíunda ára­tugn­um. Sú fyrri var 1.000 blað­síðna doðrantur sem kom út árið 1994, en þar kom fram að hlut­ur­inn sem fannst í Roswell var sann­ar­lega tæki sem hékk í veð­ur­loft­belg, en það var ekki hefð­bundið veð­ur­at­hug­un­ar­tæki, heldur leyni­legur til­rauna­tækja­bún­aður sem átti að geta numið merki um kjarn­orku­til­raunir Sov­ét­manna. 

Ekki varð hún þó til þess að sefa huga þeirra sem trúðu, og heldur bætti í ári síðar þegar fyrir augu almenn­ings komu mynd­skeið sem áttu að sýna krufn­ingu á lík­ömum geim­ver­anna sem áttu að hafa fund­ist í Roswell.Forsvarsmenn flughersins í Roswell ákváðu að leiðrétta tilkynningu sína um brakið sem fannst. Það var sumsé ekki „fljúgandi diskur“ heldur veðureftirlitsloftbelgur. Þrjátíu árum síðar lýstu þeir svo yfir að um hafi verið að ræða háleynilegt tæki.

Seinni skýrslan kom svo út árið 1997 og átti að slá á grun­semdir fólks í eitt skipti fyrir öll. Yfir­skrift hennar var: Case Closed, eða „Mála­lok” og þar var tekið fram að ekk­ert í gögnum varn­ar­mála­ráðu­neytis Banda­ríkj­anna gæfi til kynna að nokk­urs konar líf­verur hefðu fund­ist ítngslum við atburð­ina í Roswell á sínum tíma. Ekki væri heldur um neins konar yfir­hylm­ingu að ræða af hálfu yfir­valda.

Merki­legt nok hefur skýrslu­gerð opin­berra stofn­ana ekk­ert slegið á þá bjarg­föstu trú margra að geim­skip hafi brot­lent við Roswell árið 1947. Þeir benda á ýmis konar mis­ræmi í skýr­ing­um, en hafa þó ekki sannað sitt mál með óyggj­andi hætti. Hvort þeim tak­ist það einn dag­inn er ómögu­legt um að spá, en sagði ekki ein­hver frómur maður ein­hvern­tíma að sann­leik­ur­inn leynd­ist ein­hvers­staðar þarna úti?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...