Mest lesnu leiðarar ársins 2017 á Kjarnanum

Hvað eiga aflandsfélagaeignir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ásmundur Friðriksson, bandarískir vogunarsjóðir og þýskur einkabanki sem þóttist kaupa Búnaðarbankann sameiginlegt? Öll voru viðfangsefni mest lesnu leiðara ársins.

leiðarar ársins 2017
Auglýsing

5. Sið­blinda stað­fest

„Ólafur og Kaup­­þings­­menn, svind­l­uðu stór­­kost­­lega á íslensku sam­­fé­lagi. Þeir blekktu stjórn­­völd, almenn­ing og fjöl­miðla til að kom­­ast yfir banka og til að hagn­­ast um millj­­arða króna sem runnu inn í aflands­­fé­lög.

Eng­inn þess­­ara manna hefur beðist afsök­un­­ar. Eng­inn hefur skilað neinu af því fé sem þeir komust yfir með óheið­­ar­­legum hætti. Eng­inn hefur sætt sig við nið­­ur­­stöðu dóm­stóla í þeim málum sem rekin hafa verið gegn þeim, eftir reglum rétt­­ar­­rík­­is­ins.

Eina sem þeir hafa gert er að grafa undan dóms­­kerf­inu með því að borga lög­­­manna- og almanna­­tengsla­her hund­ruð millj­­óna króna fyrir að valda áfram­hald­andi skaða. Þeir hafa fengið með­­­gjöf hjá sumum fjöl­miðlum sem hafa gert þeirra mál­­stað að sín­­um. Og þeir skamm­­ast sín ekki neitt.

Auglýsing

Það sem ein­­kennir hegðun þessa hóps er algjör skortur á samúð og sam­líð­­an. Athafnir þeirra eru að öllu leyti sjálf­hverfar og þeir hika ekki við að beita blekk­ingum til að fá það sem þeir vilja. Þeir ljúga og sýna af sér full­komið sam­visku­­leysi. Hvat­­irnar sem drífa þá áfram eru pen­ingar og völd. Allt eru þetta grunn­ein­­kenni klass­ískrar sið­blindu.

Og í Hauck & Auf­häuser-flétt­unni sýndi þessi hópur á sér allar þessar hlið­­ar.“

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér.

4. Það er verið að hafa okkur að fíflumEnn og aftur er verið að taka snún­­ing á okk­­ur. Sömu aðilar og tóku snún­­ing á okkur í gervi­­­upp­­­gangnum fyrir hrunið og sömu aðilar og högn­uð­ust ævin­týra­­lega á end­­ur­reisn­­inni hér sem kröf­u­hafar eru að taka einn hring í við­­bót áður en þeir fara með ávinn­ing­inn heim. Þeim er alveg sama um íslenskt sam­­fé­lag. Þeir vilja bara græða sem mest á sem skemmtum tíma og fara síðan til að skipta ávinn­ingnum milli huld­u­­mann­anna sem standa að baki skrýtnu nöfn­unum sem skráð eru á hlut­haf­a­list­anna. Þeir eru ekki að fjár­­­festa hér vegna þess að þeir telja að fram­­tíð Arion banka sé björt, ekki vegna þess að þeir hafa svo mikla trú á Arion banka, ekki vegna þess að þeir eru að veðja með íslenskum bönkum og íslensku efna­hags­­kerfi.

Með orð­­skrúð er verið að fela það sem raun­veru­­lega er að eiga sér stað. Það er verið að hafa okkur að fífl­­um. Og það virð­ist vera að þeir sem það eru að gera muni enn og aftur kom­­ast upp með verkn­að­inn.“

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér.

3. Hver ætlar að bera ábyrgð á Ásmundi Frið­riks­syni?

„Og nú er spurn­ing hvernig for­yst­u­­fólk, og raunar allir Sjálf­­stæð­is­­menn, bregð­­ast við grein Ásmundar sem birt var í morg­un. Ætla þeir að for­­dæma hana, í ljósi þess að hún byggir ekki á neinu og er ein­ungis til þess fallin að reyna að stilla örvænt­ing­­ar­­fullu fólki upp sem ástæðu fyrir skertum lífs­­gæðum hluta lands­­manna? Ætla þeir að stiga fram og segja hátt og skýrt að mál­­flutn­ingur Ásmundar eigi ekk­ert skylt við stefnu stærsta og áhrifa­­mesta stjórn­­­mála­­flokks lands­ins? Eða ætla þeir að láta sem ekk­ert sé, virða „mál­frelsi“ Ásmundar til að boða útlend­inga­andúð með inn­i­halds­­­lausum hræðslu­á­róðri og kanna hvort að Ásmundur nái að krækja í ras­ista-­at­­kvæðin fyrir þau?

Yfir til ykk­­ar. Nú er tím­inn til að draga skýra línu í sand­­inn.“

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér.

2. Mun­ur­inn á stað­reyndum og spuna

Það er ekki hlut­verk fjöl­miðla að taka þátt í spuna heldur að sjá í gegnum hann og upp­­lýsa almenn­ing um það sem raun­veru­­lega hefur átt sér stað. Mjög hefur vantað upp á að stærstu meg­in­­straum­smiðlar Íslands hafi haft það að leið­­ar­­ljósi við vinnslu frétta af úrskurði yfir­­skatta­­nefndar í máli Sig­­mundar Dav­­íðs Gunn­laugs­­son­­ar.

Þar birt­­ast ófrá­víkj­an­­legar stað­­reynd­­ir. Sú mik­il­væg­asta er að Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son og eig­in­­kona hans við­­ur­­kenna, í bréfi sem umboðs­­maður þeirra sendi til rík­­is­skatt­­stjóra 13. maí 2016, að þau hafi ekki greitt skatta í sam­ræmi við lög og regl­­ur. Og greiða við­­bót­­ar­greiðslur í rík­­is­­sjóð vegna þess.

Það er mjög frétt­­næmt og almenn­ingur á rétt á að fá að vita um þessar upp­­lýs­ing­­ar. Því hlut­verki stóð Kjarn­inn undir í morg­un.“

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér.1. Fólkið sem stal frá okkur hinumÞessi orð eru ekki skrifuð vegna geð­veiki þess sem sér ekki veisl­una fyrir framan sig. Þau eru ekki skrifuð af fýlu­­púka sem nennir ekki að taka þátt í stemmn­ing­unni. Þau eru ekki skrifuð vegna öfundar gagn­vart fjár­­­magns­eig­end­­um. Þau eru skrifuð af rétt­látri reiði og óþoli gagn­vart því svindli og þeim þjófn­aði sem hluti íslensks sam­­fé­lags stendur fyrir gagn­vart öllum hinum sem í því búa. Og því van­­trausti sem atferli þeirra skapar sem grefur undan allri sam­­fé­lags­­gerð­inni.

Það er nefn­i­­lega engin munur á því að ljúga beint að kjós­­endum sínum og því að leyna þá vís­vit­andi upp­­lýs­ingum sem skipta máli.“

Lestu leiðar­ann í heild sinni hér.

Krónan styrkist og Icelandair rýkur upp
Markaðsvirði Icelandair hefur sveiflast mikið eftir því hvernig því sem tíðindi hafa borist af fjármögnunarviðræðum WOW air.
Kjarninn 17. desember 2018
Forseti og varaforsetar Alþingis segja sig frá umfjöllun um Klaustursmálið
Varaforsetar Alþingis eru sex. Eftir að hafa metið athugasemdir, var ákveðið að segja sig frá umfjöllun um Klaustursmálið.
Kjarninn 17. desember 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Brexit: Hvers vegna eru allir á taugum vegna Írlands?
Kjarninn 17. desember 2018
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Hann hefur farið fram á að Már Guðmundsson seðlabankastjóri segi af sér vegna Samherjamálsins.
Bankaráð Seðlabanka Íslands biður aftur um frest vegna Samherjamáls
Bankaráð Seðlabanka Íslands vonast til þess að geta svarað erindi forsætisráðherra um hið svokallaða Samherjamál „í upphafi nýs árs“. Upphaflega fékk ráðið frest til 7. desember til að svara erindinu.
Kjarninn 17. desember 2018
Ríkisendurskoðun segir „óheppilegt“ að greining á vanda Íslandspósts liggi ekki fyrir
Íslenska ríkið ætlar að lána Íslandspósti stórfé þrátt fyrir að ekki liggi fyrir greining á því hvað valdi miklum rekstrarvanda. Ríkisendurskoðun telur það óheppilegt að ekki liggi fyrir hvernig eigi að taka á vandanum áður en fjármagn sé sett í það.
Kjarninn 17. desember 2018
Alvotech
Fuji Pharma fjár­festir í Al­votech fyr­ir 6,2 milljarða
Japanska lyfjafyrirtækið Fuji pharma hefur keypt 4,6 prósent eignarhlut í íslenska lyfjafyrirtækinu Alvotech fyrir 6,2 milljarða króna.
Kjarninn 17. desember 2018
Vextir óverðtryggðra lána hækkað um allt að 1,25 prósentustig á árinu
Hjá bönkum landsins hafa fastir vextir óverðtryggðra lána hækkað mest allra vaxta. Frá janúar 2018 hafa fastir vextir óverðtryggðra lána hækkað um 1,25 prósentustig hjá Íslandsbanka og eru nú hæstir vaxta eða 7,40 prósent í desember.
Kjarninn 17. desember 2018
Freyja Haraldsdóttir
Freyja: Orðræðan sársaukafull fyrir þolendur og viðheldur ofbeldismenningu
Orðræðan um að ekki allir þingmenn eða karlar séu blindfullir á bar að tala með ofbeldisfullum hætti um konur og jaðarsetta hópa getur verið afar sársaukafull fyrir þolendur, að mati Freyju Haraldsdóttur.
Kjarninn 17. desember 2018
Meira úr sama flokkiFólk