Mest lesnu leiðarar ársins 2017 á Kjarnanum

Hvað eiga aflandsfélagaeignir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ásmundur Friðriksson, bandarískir vogunarsjóðir og þýskur einkabanki sem þóttist kaupa Búnaðarbankann sameiginlegt? Öll voru viðfangsefni mest lesnu leiðara ársins.

leiðarar ársins 2017
Auglýsing

5. Sið­blinda stað­fest

„Ólafur og Kaup­­þings­­menn, svind­l­uðu stór­­kost­­lega á íslensku sam­­fé­lagi. Þeir blekktu stjórn­­völd, almenn­ing og fjöl­miðla til að kom­­ast yfir banka og til að hagn­­ast um millj­­arða króna sem runnu inn í aflands­­fé­lög.

Eng­inn þess­­ara manna hefur beðist afsök­un­­ar. Eng­inn hefur skilað neinu af því fé sem þeir komust yfir með óheið­­ar­­legum hætti. Eng­inn hefur sætt sig við nið­­ur­­stöðu dóm­stóla í þeim málum sem rekin hafa verið gegn þeim, eftir reglum rétt­­ar­­rík­­is­ins.

Eina sem þeir hafa gert er að grafa undan dóms­­kerf­inu með því að borga lög­­­manna- og almanna­­tengsla­her hund­ruð millj­­óna króna fyrir að valda áfram­hald­andi skaða. Þeir hafa fengið með­­­gjöf hjá sumum fjöl­miðlum sem hafa gert þeirra mál­­stað að sín­­um. Og þeir skamm­­ast sín ekki neitt.

Auglýsing

Það sem ein­­kennir hegðun þessa hóps er algjör skortur á samúð og sam­líð­­an. Athafnir þeirra eru að öllu leyti sjálf­hverfar og þeir hika ekki við að beita blekk­ingum til að fá það sem þeir vilja. Þeir ljúga og sýna af sér full­komið sam­visku­­leysi. Hvat­­irnar sem drífa þá áfram eru pen­ingar og völd. Allt eru þetta grunn­ein­­kenni klass­ískrar sið­blindu.

Og í Hauck & Auf­häuser-flétt­unni sýndi þessi hópur á sér allar þessar hlið­­ar.“

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér.

4. Það er verið að hafa okkur að fíflum



Enn og aftur er verið að taka snún­­ing á okk­­ur. Sömu aðilar og tóku snún­­ing á okkur í gervi­­­upp­­­gangnum fyrir hrunið og sömu aðilar og högn­uð­ust ævin­týra­­lega á end­­ur­reisn­­inni hér sem kröf­u­hafar eru að taka einn hring í við­­bót áður en þeir fara með ávinn­ing­inn heim. Þeim er alveg sama um íslenskt sam­­fé­lag. Þeir vilja bara græða sem mest á sem skemmtum tíma og fara síðan til að skipta ávinn­ingnum milli huld­u­­mann­anna sem standa að baki skrýtnu nöfn­unum sem skráð eru á hlut­haf­a­list­anna. Þeir eru ekki að fjár­­­festa hér vegna þess að þeir telja að fram­­tíð Arion banka sé björt, ekki vegna þess að þeir hafa svo mikla trú á Arion banka, ekki vegna þess að þeir eru að veðja með íslenskum bönkum og íslensku efna­hags­­kerfi.

Með orð­­skrúð er verið að fela það sem raun­veru­­lega er að eiga sér stað. Það er verið að hafa okkur að fífl­­um. Og það virð­ist vera að þeir sem það eru að gera muni enn og aftur kom­­ast upp með verkn­að­inn.“

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér.

3. Hver ætlar að bera ábyrgð á Ásmundi Frið­riks­syni?

„Og nú er spurn­ing hvernig for­yst­u­­fólk, og raunar allir Sjálf­­stæð­is­­menn, bregð­­ast við grein Ásmundar sem birt var í morg­un. Ætla þeir að for­­dæma hana, í ljósi þess að hún byggir ekki á neinu og er ein­ungis til þess fallin að reyna að stilla örvænt­ing­­ar­­fullu fólki upp sem ástæðu fyrir skertum lífs­­gæðum hluta lands­­manna? Ætla þeir að stiga fram og segja hátt og skýrt að mál­­flutn­ingur Ásmundar eigi ekk­ert skylt við stefnu stærsta og áhrifa­­mesta stjórn­­­mála­­flokks lands­ins? Eða ætla þeir að láta sem ekk­ert sé, virða „mál­frelsi“ Ásmundar til að boða útlend­inga­andúð með inn­i­halds­­­lausum hræðslu­á­róðri og kanna hvort að Ásmundur nái að krækja í ras­ista-­at­­kvæðin fyrir þau?

Yfir til ykk­­ar. Nú er tím­inn til að draga skýra línu í sand­­inn.“

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér.

2. Mun­ur­inn á stað­reyndum og spuna

Það er ekki hlut­verk fjöl­miðla að taka þátt í spuna heldur að sjá í gegnum hann og upp­­lýsa almenn­ing um það sem raun­veru­­lega hefur átt sér stað. Mjög hefur vantað upp á að stærstu meg­in­­straum­smiðlar Íslands hafi haft það að leið­­ar­­ljósi við vinnslu frétta af úrskurði yfir­­skatta­­nefndar í máli Sig­­mundar Dav­­íðs Gunn­laugs­­son­­ar.

Þar birt­­ast ófrá­víkj­an­­legar stað­­reynd­­ir. Sú mik­il­væg­asta er að Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son og eig­in­­kona hans við­­ur­­kenna, í bréfi sem umboðs­­maður þeirra sendi til rík­­is­skatt­­stjóra 13. maí 2016, að þau hafi ekki greitt skatta í sam­ræmi við lög og regl­­ur. Og greiða við­­bót­­ar­greiðslur í rík­­is­­sjóð vegna þess.

Það er mjög frétt­­næmt og almenn­ingur á rétt á að fá að vita um þessar upp­­lýs­ing­­ar. Því hlut­verki stóð Kjarn­inn undir í morg­un.“

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér.



1. Fólkið sem stal frá okkur hinum



Þessi orð eru ekki skrifuð vegna geð­veiki þess sem sér ekki veisl­una fyrir framan sig. Þau eru ekki skrifuð af fýlu­­púka sem nennir ekki að taka þátt í stemmn­ing­unni. Þau eru ekki skrifuð vegna öfundar gagn­vart fjár­­­magns­eig­end­­um. Þau eru skrifuð af rétt­látri reiði og óþoli gagn­vart því svindli og þeim þjófn­aði sem hluti íslensks sam­­fé­lags stendur fyrir gagn­vart öllum hinum sem í því búa. Og því van­­trausti sem atferli þeirra skapar sem grefur undan allri sam­­fé­lags­­gerð­inni.

Það er nefn­i­­lega engin munur á því að ljúga beint að kjós­­endum sínum og því að leyna þá vís­vit­andi upp­­lýs­ingum sem skipta máli.“

Lestu leiðar­ann í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk