Mest lesnu leiðarar ársins 2017 á Kjarnanum

Hvað eiga aflandsfélagaeignir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ásmundur Friðriksson, bandarískir vogunarsjóðir og þýskur einkabanki sem þóttist kaupa Búnaðarbankann sameiginlegt? Öll voru viðfangsefni mest lesnu leiðara ársins.

leiðarar ársins 2017
Auglýsing

5. Siðblinda staðfest

„Ólafur og Kaup­þings­menn, svindl­uðu stór­kost­lega á íslensku sam­fé­lagi. Þeir blekktu stjórn­völd, almenn­ing og fjöl­miðla til að kom­ast yfir banka og til að hagn­ast um millj­arða króna sem runnu inn í aflands­fé­lög.

Eng­inn þess­ara manna hefur beðist afsök­un­ar. Eng­inn hefur skilað neinu af því fé sem þeir komust yfir með óheið­ar­legum hætti. Eng­inn hefur sætt sig við nið­ur­stöðu dóm­stóla í þeim málum sem rekin hafa verið gegn þeim, eftir reglum rétt­ar­rík­is­ins.

Eina sem þeir hafa gert er að grafa undan dóms­kerf­inu með því að borga lög­manna- og almanna­tengsla­her hund­ruð millj­óna króna fyrir að valda áfram­hald­andi skaða. Þeir hafa fengið með­gjöf hjá sumum fjöl­miðlum sem hafa gert þeirra mál­stað að sín­um. Og þeir skamm­ast sín ekki neitt.

Auglýsing

Það sem ein­kennir hegðun þessa hóps er algjör skortur á samúð og sam­líð­an. Athafnir þeirra eru að öllu leyti sjálf­hverfar og þeir hika ekki við að beita blekk­ingum til að fá það sem þeir vilja. Þeir ljúga og sýna af sér full­komið sam­visku­leysi. Hvat­irnar sem drífa þá áfram eru pen­ingar og völd. Allt eru þetta grunn­ein­kenni klass­ískrar sið­blindu.

Og í Hauck & Auf­häuser-flétt­unni sýndi þessi hópur á sér allar þessar hlið­ar.“

Lesið leiðarann í heild sinni hér.

4. Það er verið að hafa okkur að fíflum


Enn og aftur er verið að taka snún­ing á okk­ur. Sömu aðilar og tóku snún­ing á okkur í gervi­upp­gangnum fyrir hrunið og sömu aðilar og högn­uð­ust ævin­týra­lega á end­ur­reisn­inni hér sem kröfu­hafar eru að taka einn hring í við­bót áður en þeir fara með ávinn­ing­inn heim. Þeim er alveg sama um íslenskt sam­fé­lag. Þeir vilja bara græða sem mest á sem skemmtum tíma og fara síðan til að skipta ávinn­ingnum milli huldu­mann­anna sem standa að baki skrýtnu nöfn­unum sem skráð eru á hlut­haf­alist­anna. Þeir eru ekki að fjár­festa hér vegna þess að þeir telja að fram­tíð Arion banka sé björt, ekki vegna þess að þeir hafa svo mikla trú á Arion banka, ekki vegna þess að þeir eru að veðja með íslenskum bönkum og íslensku efna­hags­kerfi.

Með orð­skrúð er verið að fela það sem raun­veru­lega er að eiga sér stað. Það er verið að hafa okkur að fífl­um. Og það virð­ist vera að þeir sem það eru að gera muni enn og aftur kom­ast upp með verkn­að­inn.“

Lesið leiðarann í heild sinni hér.

3. Hver ætlar að bera ábyrgð á Ásmundi Friðrikssyni?

„Og nú er spurn­ing hvernig for­ystu­fólk, og raunar allir Sjálf­stæð­is­menn, bregð­ast við grein Ásmundar sem birt var í morg­un. Ætla þeir að for­dæma hana, í ljósi þess að hún byggir ekki á neinu og er ein­ungis til þess fallin að reyna að stilla örvænt­ing­ar­fullu fólki upp sem ástæðu fyrir skertum lífs­gæðum hluta lands­manna? Ætla þeir að stiga fram og segja hátt og skýrt að mál­flutn­ingur Ásmundar eigi ekk­ert skylt við stefnu stærsta og áhrifa­mesta stjórn­mála­flokks lands­ins? Eða ætla þeir að láta sem ekk­ert sé, virða „mál­frelsi“ Ásmundar til að boða útlend­inga­andúð með inni­halds­lausum hræðslu­á­róðri og kanna hvort að Ásmundur nái að krækja í ras­ista-­at­kvæðin fyrir þau?

Yfir til ykk­ar. Nú er tím­inn til að draga skýra línu í sand­inn.“

Lesið leiðarann í heild sinni hér.

2. Munurinn á staðreyndum og spuna

Það er ekki hlut­verk fjöl­miðla að taka þátt í spuna heldur að sjá í gegnum hann og upp­lýsa almenn­ing um það sem raun­veru­lega hefur átt sér stað. Mjög hefur vantað upp á að stærstu meg­in­straum­smiðlar Íslands hafi haft það að leið­ar­ljósi við vinnslu frétta af úrskurði yfir­skatta­nefndar í máli Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.

Þar birt­ast ófrá­víkj­an­legar stað­reynd­ir. Sú mik­il­væg­asta er að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og eig­in­kona hans við­ur­kenna, í bréfi sem umboðs­maður þeirra sendi til rík­is­skatt­stjóra 13. maí 2016, að þau hafi ekki greitt skatta í sam­ræmi við lög og regl­ur. Og greiða við­bót­ar­greiðslur í rík­is­sjóð vegna þess.

Það er mjög frétt­næmt og almenn­ingur á rétt á að fá að vita um þessar upp­lýs­ing­ar. Því hlut­verki stóð Kjarn­inn undir í morg­un.“

Lesið leiðarann í heild sinni hér.


1. Fólkið sem stal frá okkur hinum


Þessi orð eru ekki skrifuð vegna geð­veiki þess sem sér ekki veisl­una fyrir framan sig. Þau eru ekki skrifuð af fýlu­púka sem nennir ekki að taka þátt í stemmn­ing­unni. Þau eru ekki skrifuð vegna öfundar gagn­vart fjár­magns­eig­end­um. Þau eru skrifuð af rétt­látri reiði og óþoli gagn­vart því svindli og þeim þjófn­aði sem hluti íslensks sam­fé­lags stendur fyrir gagn­vart öllum hinum sem í því búa. Og því van­trausti sem atferli þeirra skapar sem grefur undan allri sam­fé­lags­gerð­inni.

Það er nefni­lega engin munur á því að ljúga beint að kjós­endum sínum og því að leyna þá vís­vit­andi upp­lýs­ingum sem skipta máli.“

Lestu leiðarann í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk