5. Pervertar athugið
„Aðrir spyrja: „Má bara ekkert lengur?” Við þesssa dólga hef ég þetta að segja: Nei. Það bara má ekkert lengur, alla vega „ekkert” sem þú hefur í huga. Þetta er ósköp einfalt pervert: Ef þú þarft að spyrja og velta því fyrir þér hvað má og hvað má ekki þá eru góðar líkur á því að þú sért að fara að fara að bjóða annarri manneskju upp á eitthvað sem hún hefur nákvæmlega engan áhuga á að taka þátt í. Og það er ekki í boði. Fáðu effing já. Ef þú ert í minnsta vafa um að þú hafir samþykki fyrir hegðun þinni, þá er svarið nei. Það má ekkert lengur. Sættu þig við það. “
Lesið Kjaftæði Láru Bjargar Björnsdóttur í heild sinni hér.
4. 500.000 króna fíllinn í herberginu
„Við gætum öll vaknað í fyrramálið í Mad Max-veruleika þar sem vatnið kostar meira en bensínið og það eina sem er til að borða er parmaskinka, bogfrymilssmitað nautakjöt og fjögurra kílógramma Tobleronestautar. Og það síðasta sem við sjáum er Gísli Gíslason að láta skjóta sér í út í geim með Richard Branson fyrir alla hvítu Teslapeningana sína. Þá hugsum við með okkur: Kannski áttum við öll að standa í röð. Kannski eigum við öll að versla eins og við séum að fylla neðanjarðarbyrgi.“
Lesið Kjaftæði Hrafns Jónssonar í heild sinni hér.
3. #teamreiði
„Hættiði frekar að lemja okkur og/eða byrjið á að hvetja kynbræður ykkar til að hætta að lemja okkur ef herferðirnar okkar gegn ofbeldi fara svona fyrir þaninn brjóstkassann á ykkur.
Já, ég er reið. Og vitiði hvað? Ég ætla bara að halda áfram að vera fokking reið þangað til hlutirnir fara að breytast hérna á þessu heimili sem við köllum samfélagið okkar. Ég hef ekki tíma til að sitja þæg og bíða næstu 500 árin. Og ekki þið heldur. #teamreiði“
Lesið Kjaftæði Láru Bjargar Björnsdóttur í heild sinni hér.
2. Alvöru vinna
„Kunningi minn er aðstoðarmaður (kannski) fráfarandi ráðherra. Hann breiddi eitt sinn úr sér við bar eftir að hafa einmitt spurt hvað þessi nýi kærasti minn gerði og hnusaði eitthvað um hvort það væri einhver framtíð í því. Fyrirgefðu vinur, mér finnst hans aðstoðarmannastörf örlítið göfugri en þín. En það er bara ég, launaumslagið er kannski ósammála.“
Lesið Kjaftæði Margrétar Erlu Maack í heild sinni hér.
1. Er allt í lagi með þig?
„Að byrla einhverjum nauðgunarlyfi er ekki eitthvað stundarbrjálæði, eða misskilningur á jái og nei-i. Það krefst skipulags, viðbjóðs og svartrar sálar. Nauðgunarlyf, hvað sem það var, hefur verið sett í drykkinn minn og drykki margra sem ég þekki. Þetta er allt of fokking algengt. Eftir að ég lenti í þessu sjálf legg ég mig fram um að spyrja fólk sem er næstum út úr heiminum á tjúttinu hinnar einföldu spurningar „Er allt í lagi?“