Eltihrellir blaðamanns, lúsmý, kröfur flugmanna og svindl á hlutabótaleiðinni

Árið 2020 varð á endanum allt öðruvísi en flestir bjuggust við þegar það hófst. Mest lesnu fréttaskýringar ársins af innlendum vettvangi á Kjarnanum endurspegla það.

innlfs2020.jpeg
Auglýsing

5. Talin hafa breytt launa­seðlum til að ná hærri greiðslum úr rík­is­sjóði vegna hluta­bóta­leiðar

Alls 160 launa­greið­endur ósk­uðu eftir því að fá að breyta áður til­­­greindum launa­greiðslum til hækk­­unar áður en þeir sóttu um að setja starfs­­menn á hluta­­bóta­­leið­ina. Af þeim ósk­uðu 99 eftir breyt­ingum á launa­greiðslur fyrir jan­úar og febr­­úar 2020. Eftir breyt­ing­­arnar hækk­­uðu upp­­­gefin laun hóps­ins um alls 114 millj­­ónir króna frá því sem áður var. Sam­hliða hækk­­uðu greiðslur vegna hluta­­bóta­­leið­­ar­innar til hans um sam­­bæri­­lega tölu.

Í skýrslu Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar um hluta­­bóta­­leið­ina sagði að leiða mætti líkum „að því að meiri­hluti umræddra breyt­inga byggi á hæpnum grunni og til­­­gang­­ur­inn sé að ná hærri greiðslum úr rík­­is­­sjóði. Rík­­is­end­­ur­­skoðun telur að svo miklar breyt­ingar veki upp spurn­ingar um ástæður umræddra breyt­inga og að kanna þurfi rétt­­mæti þeirra.“

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

4. Eng­inn hefur sýnt annan eins for­kast­an­legan ásetn­ing

Í byrjun mars var verið að takast hart á um fyr­ir­hug­aða Haga­vatns­virkj­un. 

For­seti Ferða­fé­lags Íslands sagði það „hreina ósvífni“ og til marks um „fúsk og fag­legt sið­leysi“ að Íslensk vatns­orka ehf. reyndi að „svindla sér fram hjá fag­legri skoð­un“ með því að leggja fram til­lögu að Haga­vatns­virkjun rétt undir þeim stærð­ar­mörkum sem kall­aði á með­ferð í ramma­á­ætlun um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða. Á sama tíma væri boðað að aðeins væri um fyrsta áfanga að ræða. Til stæði að stækka virkj­un­ina með því að nýta vatna­svið Jarl­hettu­kvíslar sem væri á milli Lang­jök­uls og móbergs­hryggj­ar­ins Jarl­hetta.

Auglýsing
Það væri til marks um „fúsk“ að Íslensk vatns­orka ehf., sem áform­aði virkjun við Haga­vatn, reyndi að „svindla sér fram hjá“ ramma­á­ætl­un. 

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

3. Flug­menn vildu að fólk með yfir milljón á mán­uði fengi fullar atvinnu­leys­is­bætur

Í mars­mán­uði var verið að sam­þykkja allskyns úrræði til að hjálpa fólki og fyr­ir­tækjum vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Ljóst var að rík­is­sjóður yrði að taka á sig miklar byrð­ar. Eitt þeirra úrræða sem kynnt var til leiks var hin svo­kall­aða hluta­bóta­leið. Félag íslenskra atvinnu­flug­manna skil­aði umsögn um hana þar sem kom fram að það teldi það sann­gjarnt að fólk sem haldi launum frá atvinnu­rek­enda sem yrðu yfir milljón krónur á mán­uði myndu samt fullar atvinnu­leys­is­bætur úr rík­is­sjóði. Ástæðan væri meðal ann­ars sú að hóp­ur­inn hafi greitt svo mikið í skatt.

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér. 

2. Tíu stað­reyndir um lús­mý 

Mik­ill vargur hefur herjað á lands­menn síð­ast­liðin sumur en hann leggst einkum á fólk í svefni, sækir inn um opna glugga á kvöldin og nótt­unni á ákveðnum stöðum á suð­vest­ur­horni lands­ins.

Um er að ræða lúsmý og Kjarn­inn fór yfir þetta fyr­ir­bæri í tíu stað­reyndum þegar ónot vegna þess stóðu sem hæst í sum­ar. 

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér.

1. Starfs­maður Sam­herja áreitti Helga Selja mán­uðum saman

Starfs­maður Sam­herja og fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur, Jón Óttar Ólafs­son, var, allt frá því umfjöllun Kveiks og Stund­ar­innar birt­ist þann 12. nóv­em­ber á síð­asta ári og fram til ágúst­loka 2020, tíður gestur á Kaffi­fé­lag­inu, kaffi­húsi í miðbæ Reykja­vík­ur, einatt til að hitta á og ná tali af Helga Seljan blaða­manni á RÚV – en þar hitt­ist hópur fólks iðu­lega á morgn­ana til að spjalla um dag­inn og veg­inn. Jón Óttar sendi enn fremur ítrekað skila­boð til Helga, bæði í gegnum SMS og Face­book-­reikn­ing eig­in­konu sinn­ar.

Kjarn­inn fjall­aði um málið í frétta­skýr­ingu sem birt­ist 27. ágúst. Þar sagð­ist Helgi telja að til­gang­ur­inn væri lík­leg­ast sá að hræða hann eða ógna að ein­hverju leyt­i. 

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk