Stríðsrekstur gegn blaðamönnum, skortur á samstöðu, þöggun og það að skammast sín

Árið 2020 bauð upp á allskyns álitamál sem ollu deilum í samfélaginu. Á þeim flestum var tekið í leiðaraskrifum í Kjarnanum á árinu sem er nú að líða. Hér eru mest lesnu leiðarar ársins.

leiðarar2020til.jpeg
Auglýsing

5. Stöðu hverra þarf raun­veru­lega að „leið­rétta“? (birt­ist 21. febr­úar 2020) e. Þórð Snæ Júl­í­us­son

„Það er flókið við­fangs­efni að við­halda stöð­ug­­leika, takast á við efna­hags­­legar áskor­­anir vegna áfalla síð­­­ustu ára og reyna að verja kaup­mátt­­ar­aukn­ingu launa á sama tíma. Það skilja all­­ir. 

En það gengur ein­fald­­lega ekki upp að fara í allskyns sér­­tækar aðgerðir til að gefa þeim sem ekki þurfa á því að halda pen­inga úr rík­­is­­sjóði, að leið­rétta laun hálauna­­fólks umfram alla eðli­­lega launa­­þróun og færa fjár­­­magns­eig­endum hvert tæki­­færið á fætur öðru til að auka auð sinn og ítök í sam­­fé­lag­inu en ætla svo alltaf að láta þá sem verst standa í sam­­fé­lag­inu standa eina eftir „óleið­rétta“.“

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér.

4. Að hafa ranga skoðun á Íslandi (birt­ist 13. júní 2020) e. Þórð Snæ Júl­í­us­son

„Þeir sem reyna að stuðla að heil­brigðri lýð­ræð­is­­legri umræðu og veita eðli­­legt aðhald, t.d. flestir fjöl­miðlar lands­ins, eru smætt­aðir af ráða­­mönnum og við­hlæj­­endum þeirra fyrir það. Sér­­­stök lenska er að ráð­­ast gegn nafn­­greindu fólki sem starfar í fjöl­miðlum og ásaka það um óheil­indi. Kerf­is­bundið er þrengt að rekstr­­ar­um­hverfi þeirra með and­vara­­leysi og þegar það nægir ekki eru þeir ásak­aðir um rang­­færslur án raka. Sagðir ekki alvöru. „Fake news“. 

Harka­­leg við­brögð fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra á fimmt­u­dag slógu enda kór­réttan tón inn í kjarna­­fylg­is­hóp hans. Þar er að finna ansi marga pils­fald­­ar­kap­ít­a­lista sem gengur illa að skapa sér tæki­­færi með eigin verð­­leik­um, og treysta því á flokks­holl­­ustu sem mat­­ar­holu. Í stað­inn, klæddir í hug­­mynda­fræð­i­­lega grímu­­bún­­inga frels­is, taka þeir að sér hlut­verk tudd­ans á skóla­lóð­inni. Taka við gaslamp­­anum og lýsa með honum á sam­­fé­lags­mið­l­anna, sam­hliða því að hlæja dátt að fárán­­leika þeirra sem skilja ekki hvernig hlut­irnir virka á Íslandi. Hér skiptir miklu meira máli hver þú ert en hvað þú get­­ur.

Auglýsing
Þess vegna þegir háskóla­­fólk­ið. Það er hrætt um að hafa ranga skoð­un. Og að stjórn­­­mála­­menn láti þau gjalda fyrir það.“

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér.

3. Við erum aug­ljós­lega ekki öll í þessu saman (birt­ist 15. apríl 2020) e. Þórð Snæ Júl­í­us­son

„Við þessar aðstæður reyndu hags­muna­­gæslu­­sam­tök útgerð­anna að losna við greiðslu veið­i­­gjalda, að losna við gjöld á fisk­eldi og að láta draum sinn um að losna við stimp­il­­gjald af fiski­­skipum verða hluta af neyð­­ar­að­­gerð­­ar­­pakka rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar. Ofan á það bæt­ist að ofur­­ríkar stór­út­­­gerðir eru að láta skatt­greið­endur greiða laun starfs­­fólks­ins í land­vinnslu til að verja eigið fé hlut­hafa sinna og sjö útgerðir vilja að skatt­greið­endur borgi þeim skaða­bætur vegna þess að þær fengu ekki næg­i­­lega mikið af mak­ríl gef­ins. 

Hér er um stétt að ræða þar sem örfáir ein­stak­l­ingar ráða öllu sem þeir vilja. Frekir og fyr­ir­­ferða­­miklir ein­stak­l­ingar sem hafa van­ist því að geta gengið um íslenskt sam­­fé­lag eins og þjóðin sé til fyrir útgerð­ina, en ekki öfugt. Stétt sem á mörg hund­ruð millj­­arða króna í eigið fé. Sem á fjöl­miðla. Sem hefur teygt anga sinna inn á fjöl­­mörg önnur svið íslensks atvinn­u­lífs og styrkt þannig tang­­ar­hald sitt á sam­­fé­lag­in­u. 

Þessi ofur­­stétt ætlar sér ekki að vera saman í þessu öllu með okkur hin­­um. Hún er í þessu fyrir sig sjálfa, ekki okkur hin. 

Það þarf að segja hátt og skýrt við hana að nú sé komið nóg. Og beita öllum til­­tækum tólum til að koma þeim skila­­boðum til skila.“

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér. 

2. Stríðs­rekstur fyr­ir­tækis gegn nafn­greindu fólki og gagn­rýnum fjöl­miðlum (birt­ist 11. ágúst 2020) e. Þórð Snæ Júl­í­us­son

„Það trúir því enda varla nokkur með sæmi­­lega með­­vit­und að hrein rætni og illska drífi marg­verð­­laun­aða rann­­sókn­­ar­­blaða­­menn áfram, frekar en metn­aður til að upp­­lýsa almenn­ing og segja satt og rétt frá. Sam­herji ætti eig­in­­lega að krefja þessa spuna­­meist­­ara sína um end­­ur­greiðslu á útlögðum kostn­aði, þar sem illa hann­aðar árásir þeirra vinna fyr­ir­tæk­inu mun meira skaða en gagn. Árásir sem alþjóð­­legt stór­­fyr­ir­tæki í sjá­v­­­ar­út­­­vegi með tug­millj­arða króna veltu á ári birtir á heima­­síðu sinni. Þeirri sömu og notuð er í dag­­legum við­­skiptum þess.

Til­­­gang­­ur­inn er ein­ungis sá að reyna að vega að æru frétta­­manns og fjöl­mið­ils sem dirfð­ust að opin­bera Sam­herja. Og hræða aðra frá því að fjalla um fyr­ir­tækið eða eig­endur þess. Und­ir­liggj­andi skila­­boðin eru: „Þið gætuð verið næst, sleppið þessu bara“.“

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér.

1. Skammist ykkar (birt­ist 28. mars 2020) e. Þórð Snæ Júl­í­us­son

„Fólki er tíð­rætt um það um þessar mundir að við séum öll saman í þessu. Að sam­­stöðu þurfi til svo að hægt sé að sigla í gegnum þetta ótrú­­lega ástand. Sú sam­­staða vex út úr því að veiran skæða fer ekki í mann­­grein­­ar­á­lit. Hún getur lagst á alla, óháð því hversu mikla pen­inga þeir eiga, hvort þeir séu lang­­skóla­­gengnir eða með grunn­­mennt­un, hvort þeir eigi ein­býl­is­hús með heitum potti í garð­inum eða leigi litla blokk­ar­í­­búð í úthverfi og hvort þeir vinni í vel borg­aðri vinnu í einka­­geir­­anum eða hjá hinu opin­ber­a. 

Meiri­hluti þjóð­­ar­innar virð­ist vera hluti af þeirri sam­­stöðu. En það virð­ist nú ljóst að sumir ætli grein­i­­lega að kjósa sér aðra leið við þessar aðstæð­­ur. Þeir ætla að bjóða upp á rugl og ætla að sýna algjöran skort á auð­­mýkt gagn­vart aðstæð­un­­um. Þeir ætla jafn­­vel að nýta sér glund­roð­ann.

Þeir ættu að skamm­­ast sín.“

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk