Sníkjur drottningar, harmsaga, COVID-19 og norskur auðmaður

Komið var víða við í mest lesnu erlendu fréttaskýringum ársins 2020 á Kjarnanum.

erlfrsk2020tilbúið.jpeg
Auglýsing

5. Er Tom Hagen úlfur í sauðargæru?

Í ágúst í fyrra fékk fyrrverandi félagi í dönsku mótorhjólagengi beiðni um að aðstoða norska auðmanninn Tom Hagen við leit að konu sinni. Daninn telur útilokað að „atvinnumenn“ hafi rænt eiginkonu Hagens sem sjálfur liggur undir grun.

Hann hefur þráfaldlega neitað aðkomu að hvarfi eiginkonu sinnar. Borgþór Arngrímsson fjallaði um málið í maí. 

Lesið fréttaskýringuna í heild sinni hér.

4. Ríkið sem (virðast) hafa náð tökum á útbreiðslunni

Um miðjan mars var COVID-19 var enn og snemmt að fullyrða hvaða aðgerðir hefðu reynst best í baráttunni gegn veirunni. Fyrir lá þó að róttækar aðgerðir nokkurra Asíuríkja virtust vera að skila umtalsverðum árangri. 

Innan við 200 tilfelli höfðu þá greinst í Hong Kong og Singapúr á meðan tíu sinnum fleiri höfðu greinst í Frakklandi, Þýskalandi og á Spáni, þangað sem veiran barst mun síðar.

Lesið fréttaskýringuna í heild sinni hér. 

3. Harmsaga á Hart-eyju

„Langur og djúpur skurður. Tugir kista úr krossviði liggja hver ofan á annarri í tveimur samhliða röðum. Skurðurinn var grafinn með stórri gröfu en yfir kisturnar moka menn í hvítum hlífðarfatnaði með grímur. Álengdar standa svartklæddir menn, einnig með grímur fyrir vitunum, og fylgjast með aðgerðum. Velkomin á Hart-eyju.“ 

Auglýsing
Svona hófst fréttaskýring Kjarnans um eyjuna fyrir utan Bronx-hverfið í New York-borg þar sem fátækir hafa verið lagðir til hinstu hvílu í nafnlausum gröfum frá því um miðja nítjándu öld. 

Lesið fréttaskýringuna í heild sinni hér.

2. Önnur bylgja faraldurs í Singapúr

Þegar leið á aprílmánuði var ljóst að lofið sem Singapúr hafði hlotið fyrir góðan árangur í baráttunni gegn COVID-19, með því að taka mörg sýni, rekja þau af miklum móð og einangra sýkta, hafði ekki virkað eins og vonast var til. 

Frá 17. mars 2020 og til 20. apríl fjölgaði staðfestum smitum úr 266 í rúmlega átta þúsund í landinu. Önnur bylgja var skollin á og gert var grein fyrir henni í fréttaskýringu í Kjarnanum. 

Lesið fréttaskýringuna í heild sinni hér.

1. Drottningin sníki afmælisgjöfina

Í tilefni áttræðisafmælis Margrétar Þórhildar Danadrottningar, 16. apríl síðastliðinn, fékk danska hirðin veglega gjöf. Athygli vakti að drottningin bað sjálf um gjöfina sem kostaði andvirði 128 milljóna íslenskra króna.

Um var að ræða 400 vandaða stóla úr kirsuberjatré sem til stóð að yrði sýnilegir í sjónvarpi í veisluhöldum vegna afmælisins sem sýnt yrði frá í sjónvarpi. Þeim var frestað vegna kórónuveirunnar og einn af þeim sem stóð að gjöfinni lést úr veirunni áður en að hann fékk að sjá stólanna notaða.

Lesið fréttaskýringuna í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk