Stríðsrekstur gegn blaðamönnum, skortur á samstöðu, þöggun og það að skammast sín

Árið 2020 bauð upp á allskyns álitamál sem ollu deilum í samfélaginu. Á þeim flestum var tekið í leiðaraskrifum í Kjarnanum á árinu sem er nú að líða. Hér eru mest lesnu leiðarar ársins.

leiðarar2020til.jpeg
Auglýsing

5. Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“? (birtist 21. febrúar 2020) e. Þórð Snæ Júlíusson

„Það er flókið við­fangs­efni að við­halda stöð­ug­leika, takast á við efna­hags­legar áskor­anir vegna áfalla síð­ustu ára og reyna að verja kaup­mátt­ar­aukn­ingu launa á sama tíma. Það skilja all­ir. 

En það gengur ein­fald­lega ekki upp að fara í allskyns sér­tækar aðgerðir til að gefa þeim sem ekki þurfa á því að halda pen­inga úr rík­is­sjóði, að leið­rétta laun hálauna­fólks umfram alla eðli­lega launa­þróun og færa fjár­magns­eig­endum hvert tæki­færið á fætur öðru til að auka auð sinn og ítök í sam­fé­lag­inu en ætla svo alltaf að láta þá sem verst standa í sam­fé­lag­inu standa eina eftir „óleið­rétta“.“

Lesið leiðarann í heild sinni hér.

4. Að hafa ranga skoðun á Íslandi (birtist 13. júní 2020) e. Þórð Snæ Júlíusson

„Þeir sem reyna að stuðla að heil­brigðri lýð­ræð­is­legri umræðu og veita eðli­legt aðhald, t.d. flestir fjöl­miðlar lands­ins, eru smætt­aðir af ráða­mönnum og við­hlæj­endum þeirra fyrir það. Sér­stök lenska er að ráð­ast gegn nafn­greindu fólki sem starfar í fjöl­miðlum og ásaka það um óheil­indi. Kerf­is­bundið er þrengt að rekstr­ar­um­hverfi þeirra með and­vara­leysi og þegar það nægir ekki eru þeir ásak­aðir um rang­færslur án raka. Sagðir ekki alvöru. „Fake news“. 

Harka­leg við­brögð fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra á fimmtu­dag slógu enda kór­réttan tón inn í kjarna­fylg­is­hóp hans. Þar er að finna ansi marga pils­fald­ar­kap­ít­alista sem gengur illa að skapa sér tæki­færi með eigin verð­leik­um, og treysta því á flokks­holl­ustu sem mat­ar­holu. Í stað­inn, klæddir í hug­mynda­fræði­lega grímu­bún­inga frels­is, taka þeir að sér hlut­verk tudd­ans á skóla­lóð­inni. Taka við gaslamp­anum og lýsa með honum á sam­fé­lags­miðl­anna, sam­hliða því að hlæja dátt að fárán­leika þeirra sem skilja ekki hvernig hlut­irnir virka á Íslandi. Hér skiptir miklu meira máli hver þú ert en hvað þú get­ur.

Auglýsing
Þess vegna þegir háskóla­fólk­ið. Það er hrætt um að hafa ranga skoð­un. Og að stjórn­mála­menn láti þau gjalda fyrir það.“

Lesið leiðarann í heild sinni hér.

3. Við erum augljóslega ekki öll í þessu saman (birtist 15. apríl 2020) e. Þórð Snæ Júlíusson

„Við þessar aðstæður reyndu hags­muna­gæslu­sam­tök útgerð­anna að losna við greiðslu veiði­gjalda, að losna við gjöld á fisk­eldi og að láta draum sinn um að losna við stimp­il­gjald af fiski­skipum verða hluta af neyð­ar­að­gerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Ofan á það bæt­ist að ofur­ríkar stór­út­gerðir eru að láta skatt­greið­endur greiða laun starfs­fólks­ins í land­vinnslu til að verja eigið fé hlut­hafa sinna og sjö útgerðir vilja að skatt­greið­endur borgi þeim skaða­bætur vegna þess að þær fengu ekki nægi­lega mikið af mak­ríl gef­ins. 

Hér er um stétt að ræða þar sem örfáir ein­stak­lingar ráða öllu sem þeir vilja. Frekir og fyr­ir­ferða­miklir ein­stak­lingar sem hafa van­ist því að geta gengið um íslenskt sam­fé­lag eins og þjóðin sé til fyrir útgerð­ina, en ekki öfugt. Stétt sem á mörg hund­ruð millj­arða króna í eigið fé. Sem á fjöl­miðla. Sem hefur teygt anga sinna inn á fjöl­mörg önnur svið íslensks atvinnu­lífs og styrkt þannig tang­ar­hald sitt á sam­fé­lag­in­u. 

Þessi ofur­stétt ætlar sér ekki að vera saman í þessu öllu með okkur hin­um. Hún er í þessu fyrir sig sjálfa, ekki okkur hin. 

Það þarf að segja hátt og skýrt við hana að nú sé komið nóg. Og beita öllum til­tækum tólum til að koma þeim skila­boðum til skila.“

Lesið leiðarann í heild sinni hér. 

2. Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum (birtist 11. ágúst 2020) e. Þórð Snæ Júlíusson

„Það trúir því enda varla nokkur með sæmi­lega með­vit­und að hrein rætni og illska drífi marg­verð­laun­aða rann­sókn­ar­blaða­menn áfram, frekar en metn­aður til að upp­lýsa almenn­ing og segja satt og rétt frá. Sam­herji ætti eig­in­lega að krefja þessa spuna­meist­ara sína um end­ur­greiðslu á útlögðum kostn­aði, þar sem illa hann­aðar árásir þeirra vinna fyr­ir­tæk­inu mun meira skaða en gagn. Árásir sem alþjóð­legt stór­fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi með tugmilljarða króna veltu á ári birtir á heima­síðu sinni. Þeirri sömu og notuð er í dag­legum við­skiptum þess.

Til­gang­ur­inn er ein­ungis sá að reyna að vega að æru frétta­manns og fjöl­mið­ils sem dirfð­ust að opin­bera Sam­herja. Og hræða aðra frá því að fjalla um fyr­ir­tækið eða eig­endur þess. Und­ir­liggj­andi skila­boðin eru: „Þið gætuð verið næst, sleppið þessu bara“.“

Lesið leiðarann í heild sinni hér.

1. Skammist ykkar (birtist 28. mars 2020) e. Þórð Snæ Júlíusson

„Fólki er tíð­rætt um það um þessar mundir að við séum öll saman í þessu. Að sam­stöðu þurfi til svo að hægt sé að sigla í gegnum þetta ótrú­lega ástand. Sú sam­staða vex út úr því að veiran skæða fer ekki í mann­grein­ar­á­lit. Hún getur lagst á alla, óháð því hversu mikla pen­inga þeir eiga, hvort þeir séu lang­skóla­gengnir eða með grunn­mennt­un, hvort þeir eigi ein­býl­is­hús með heitum potti í garð­inum eða leigi litla blokkar­í­búð í úthverfi og hvort þeir vinni í vel borg­aðri vinnu í einka­geir­anum eða hjá hinu opin­ber­a. 

Meiri­hluti þjóð­ar­innar virð­ist vera hluti af þeirri sam­stöðu. En það virð­ist nú ljóst að sumir ætli greini­lega að kjósa sér aðra leið við þessar aðstæð­ur. Þeir ætla að bjóða upp á rugl og ætla að sýna algjöran skort á auð­mýkt gagn­vart aðstæð­un­um. Þeir ætla jafn­vel að nýta sér glundroðann.

Þeir ættu að skamm­ast sín.“

Lesið leiðarann í heild sinni hér. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk