Auglýsing

Fylgið fellur hratt af þeim þremur flokkum sem sitja saman í rík­is­stjórn. Allir mæl­ast þeir nú með tölu­vert minna fylgi en þeir höfðu í kosn­ing­unum í októ­ber, þegar þeir fengu saman 52,8 pró­sent atkvæða, og myndu sam­an­lagt nú ein­ungis fá 45,5 pró­sent atkvæða. Nú segj­ast 53,1 pró­sent aðspurðra styðja rík­is­stjórn­ina sam­kvæmt könnun MMR en sá stuðn­ingur var 66,7 pró­sent þegar hún tók við.

Morg­un­ljóst er að það mál sem hefur reynst rík­is­stjórn­inni erf­ið­ast er van­traust­s­til­laga á Sig­ríði Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra. Hún var felld en þing­menn Vinstri grænna sögðu ítrekað á opin­berum vett­vangi að þær teldu emb­ætt­is­færsl­una sem var undir í van­traust­mál­inu ranga. Þeir gætu bara ekki stutt van­traust því þá myndi rík­is­stjórnin lið­ast í sund­ur.

Seta á valda­stólum var mik­il­væg­ari en rétt­læt­is­s­ann­fær­ing­in.

Ekk­ert að sjá hér: taka eitt

Fyrir tæpu ári síðan hófst lang­dreg­inn aðdrag­andi að því að rík­is­stjórn sprakk. Ástæðan var sú að aðstand­endur þolenda barn­a­níð­inga og þing­menn vildu fá upp­lýs­ingar um hvernig níð­ing­arnir hefðu fengið upp­reist æru og hverjir hefðu veitt þeim með­mæli fyrir slíku.

Auglýsing
Eftir langan dans, og allar hefð­bundnu yfir­lýs­ing­arnar um að það væri ekk­ert óeðli­legt í gangi, að um óbil­gjarnar upp­hróp­anir væri að ræða, að verið væri að slá póli­tískar keilur og nýta sér harm barna til þess, að skandala­fýsn fjöl­miðla væri vanda­málið ekki atferli stjórn­mála­manna, var opin­berað um mið­bik sept­em­ber að áður­nefnd Sig­ríður hefði upp­lýst Bjarna Bene­dikts­son, for­mann flokks síns og þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, í júlí 2017 að faðir hans hefði skrifað með­­­mæli fyrir dæmdan barn­a­­níð­ing sem óskaði eftir upp­­reist æru.

Engin lög eða reglur eru til sem segja að dóms­­mála­ráð­herra beri að upp­­lýsa for­­sæt­is­ráð­herra um slík mál umfram aðra. Á sama tíma stóð sami dóms­­mála­ráð­herra í vegi fyrir því að fjöl­mið­l­­ar, almenn­ing­­ur, þolendur brota­­manna sem höfðu fengið upp­­reist æru og aðrir þing­­menn fengu þessar upp­­lýs­ing­­ar. Það þurfti úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál til þess að aðrir fengu þær.

Nið­ur­staðan varð opin­berun á ömur­legu sam­trygg­ing­ar­kerfi. Reynt var að leyna til­vist þess og þegar hún var upp­lýst þá nægði það til að fólkið sem stóð að Bjartri fram­tíð mis­bauð svo mikið að það fórn­aði völd­um, rík­is­stjórn­ar­setu og til­veru sinni til að gera það sem þau töldu rétt­ast að gera í stöð­unni, sprengja rík­is­stjórn­ar­sam­starfið.

Nýr dans

Nú er nýr slíkur dans að hefj­ast. Inni­haldið er sam­bæri­legt. Leynd­ar­hyggja, vald­níðsla og sér­hags­muna­gæsla. Já, og meint barn­a­níð.

Rök­studdur grunur er uppi um að Ásmundur Einar Daða­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, hafi orðið upp­vís að því að blekkja þing­heim, leyna gögn­um, að hafa ekki upp­fyllt eft­ir­lits­skyldu sína og gera rík­is­stjórn­ina sam­seka í öllu saman með því að bjóða fram Braga Guð­brands­son, fyrr­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu, sem full­trúa Íslands og ann­arra Norð­ur­landa á alþjóða­vett­vangi.

Sam­kvæmt umfjöll­unar Stund­ar­innar, sem er studd frum­gögn­um, liggur fyrir að Bragi hafði afskipti af máli sem hann átti ekki, sam­kvæmt lögum og regl­um, að hafa aðkomu að. Stað­fest er í minn­is­blaði skrif­stofu félags­þjón­ustu í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu, dag­sett 6. febr­úar 2018, að Bragi hafi farið út fyrir starfs­svið sitt þegar hann beitt­i á­hrifum sínum til að ná fram nið­ur­stöðu fyrir hönd manns sem bað hann um að hjálpa syni sínum að fá umgengni við börn sem verið var að rann­saka hvort hann hefði brotið kyn­ferð­is­lega gegn. 

Gögnin sem Stundin hefur birt sýna að ekki er um það deilt að Bragi vissi mæta­vel nákvæm­lega hvaða ásak­anir og grun­semdir voru und­ir­liggj­andi í mál­inu. Á meðal þeirra er útdráttur úr sím­tali sem Bragi átti við starfs­mann barna­verndar Hafn­ar­fjarð­ar. Bragi sagði í sím­tal­inu, þar sem hann þrýsti á starfs­mann­inn um að heim­ila umgengni, að honum þætti „ótrú­legt að ef mað­ur­inn sé raun­veru­lega með ped­ófílu að hann brjóti á dætrum sínum strax og hann fái að hitta þær“.

Ekk­ert að sjá hér: taka tvö

Í umfjöllun Stund­ar­innar sem birt var á föstu­dag kom fram að Ásmundur Einar var með öll gögn ofan­greinds máls undir höndum síðla í jan­ú­ar. Hann fékk minn­is­blað frá skrif­stofu félags­mála í ráðu­neyti sínu 6. febr­úar sem sagði að Bragi hefði farið út fyrir starfs­svið sitt. 

Samt ákvað Ásmundur Einar að leggja til við rík­is­stjórn 23. febr­úar, 17 dögum eftir að nið­ur­staða ráðu­neyt­is­ins lá fyrir og eftir að hafa séð öll gögn máls­ins, að Bragi yrði boð­inn fram sem full­trúi Íslands á alþjóða­vett­vangi. Rík­is­stjórnin sam­þykkti það og varð um leið sam­á­byrg fyrir þeirri ákvörð­un. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði við Kjarn­ann á föstu­dag að þær upp­lýs­ingar sem birtar voru í Stund­inni þann dag hefðu ekki verið lagðar fyrir rík­is­stjórn þegar sú ákvörðun var tek­in. Það er erfitt að skilja þau ummæli á annan hátt en þann að Ásmundur Einar hafi ein­fald­lega leynt rík­is­stjórn­inni upp­lýs­ingum um nið­ur­stöðu rann­sóknar ráðu­neytis síns. 

Í byrjun mars hóf vel­ferð­ar­nefnd frum­kvæð­is­at­hugun á kvört­unum barna­vernd­ar­nefnd­anna gegn Braga og kall­aði eftir öllum gögnum um mál­ið. Allt frum­kvæði kom því frá nefnd­inni. Þegar Ásmundur Einar var spurður um málið á þingi sagði hann að Bragi hefði ekki brotið af sér í starf­i. 

Auglýsing
Ásmundur Einar kom fyrir vel­ferð­ar­nefnd í gær, í kjöl­far þess að málið komst í hámæli vegna umfjöll­unar fjöl­miðla. Þar end­ur­tók hann það að nið­ur­staða ráðu­neyt­is­ins væri sú að Bragi hafi ekki brotið af sér í starfi. Nokkur mál hafi verið til skoð­unar og eitt þeirra hafi verið skoðað sér­­stak­­lega. Sú nið­­ur­­staða sé við­­kvæm og bundin trún­­aði.

Ljóst er á þeim gögnum sem Stundin byggir umfjöllun sína á að þetta er ein­fald­lega rangt. Og það er stað­fest með þeim upp­lýs­ingum sem koma fram í minn­is­blað­inu frá 6. febr­ú­ar. Bragi fór út fyrir starfs­svið sitt og mis­beitti þar með valdi sínu fyrir mann sem bað hann um það. Þó að Ásmundur Einar hafi ákveðið að það ætti ekki að hafa neinar afleið­ingar fyrir Braga þá breytir það engu um að brot átti sér stað. 

Til að gera full­yrð­ingu Ásmundar Ein­ars um að ekk­ert brot hafi átt sér stað enn sér­kenni­legri þá til­kynnti hann í gær um að hann hefði lagt til­ að óháð úttekt færi fram á störfum for­stjór­ans fyrr­ver­andi. Það á sem sagt að rann­saka málið sem ráðu­neyti Ásmundar Ein­ars sagð­ist vera búið að rann­saka og kom­ast að nið­ur­stöðu í þegar Bragi var boð­inn fram á alþjóða­vett­vangi, aft­ur. Eina ástæðan virð­ist vera sú að fjöl­miðlar komust að því sem póli­tískur vilji var til að leyna.

Við­brögð Þor­steins Víglunds­son­ar, for­vera Ásmundar Ein­ars í starfi, sem hóf rann­sókn­ina á Braga, voru þessi: „Ráðu­­neytið fer með eft­ir­lits­­skyldu gagn­vart Barna­vernd­­ar­­stofu og er því hinn rétti aðili til að sinna þess­­ari rann­­sókn. Rann­­sóknin var sett af stað í ráð­herra­­tíð minni eftir að for­m­­legar kvart­­anir höfðu borist frá Barna­vernd­­ar­­nefnd Reykja­víkur og Barna­vernd­­ar­­nefnd Hafn­­ar­fjarð­­ar. Vand­inn er hins vegar sá að nið­­ur­­staða þeirrar rann­­sóknar sem fór fram hefur aldrei verið birt. Það var vænt­an­­lega ákvörðun ráð­herra að gera það ekki. Án birt­ingar á nið­­ur­­stöðu er engin leið að taka afstöðu til rann­­sókn­­ar­inn­­ar. Það er ótrú­­legt að ráð­herra kasti með þessum hætti rýrð á vinnu eigin ráðu­­neytis án þess að sú nið­­ur­­staða hafi verið birt.“

Mis­beit­ing valds

Sam­an­dregið þá er staðan þessi: Ísland bauð fram mann sem full­trúa sinn til setu í Barna­rétt­ar­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna sem hafði verið undir rann­sókn í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu fyrir mögu­legt brot í starfi. Fyrr­ver­andi ráð­herra mála­flokks­ins segir ávirð­ing­arnar sem settar voru fram á hendur fyrr­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu mjög alvar­legar og gögn sem Stundin hefur nú varpað ljósi á sýna það án nokk­urs vafa að hann beitti sér til að reyna að hafa áhrif á atburða­rás vegna þess að maður sem tengd­ist mál­inu bað hann um það.

Það liggur fyrir að nið­ur­staða rann­sóknar á meintum brotum for­stjór­ans fyrr­ver­andi hefur aldrei verið birt. Í stað þess hafi Ásmundur Einar Daða­son, núver­andi ráð­herra, ein­fald­lega sagt þing­heimi ósatt um nið­ur­stöðu máls­ins, ákveðið ein­hliða að það að fara út fyrir starfs­svið sitt sé ekki brot í starfi og leggja til við rík­is­stjórn­ina að bjóða for­stjór­ann fyrr­ver­andi fram sem full­trúa Íslands á alþjóða­vett­vangi. Af hverju Ásmundur Einar ákvað að gera þetta er ein­ungis hægt að velta vöngum yfir. En hann gerði þetta.

Sá póli­tíski angi máls­ins sem nú er til umfjöll­unar snýst ekk­ert um Braga Guð­brands­son, fyrr­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu. Hann snýst ekk­ert um það hversu gott fram­tak til­urð Barna­húss var og hversu vítt um heim­inn sú góða hug­mynd hefur breiðst. Hún snýst ekk­ert um öll þau góðu störf sem Bragi er tal­inn hafa innt af hendi eða áhrif hans á jákvæða þróun barna­vernd­ar­mála á Íslandi á und­an­förnum ára­tug­um.

Þessi angi snýst ekki um föður meints ger­anda og hvort hann sé mál­kunn­ung­ur, kunn­ingi eða vinur Braga. Hann snýst ekki um hvort meintur ger­andi hafi brotið gegn börnum sínum eða ekki. Ómögu­legt er fyrir þing­menn eða fjöl­miðla að segja til um slíkt. Til þess höfum við lög­reglu sem rann­sakar og dóm­stóla sem úrskurða. Það er því fyr­ir­sláttur að segja að verið sé að draga við­kvæm barna­vernd­ar­mál inn í póli­tíska umræðu. Ef ein­hver fjöl­mið­ill ákveður að feta þann veg, með nafn­grein­ingum og öðru slíku, þá yrði slíkt víta­vert. Eng­inn hefur gert það hingað til og von­andi gerir það eng­inn.

Þetta mál snýst um það hvort að for­stjóri opin­berrar stofn­unar hafi mis­beitt valdi sínu og hvort að ráð­herra mála­flokks­ins hafi ákveðið að sinna eft­ir­lits­skyldu sinni gagn­vart Barna­vernd­ar­stofu með boð­legum hætti. Það snýst um hvort að sá ráð­herra hafi í kjöl­farið ákveðið að leyna þing­menn upp­lýs­ingum og fengið rík­is­stjórn til að sam­þykkja afgreiðslu á mál­inu án þess að upp­lýsa hana fylli­lega um alvar­leika þess.

Kröftug við­spyrna sam­trygg­ingar

Við­brögðin um helg­ina, frá allskyns valda­fólki víða að úr hinu póli­tíska lit­rófi, sem á það sam­eig­in­legt að vera hluti af sam­trygg­ing­ar­kerfi þess, eru orðin mjög kunn­ug­leg. Kröftug við­spyrna þar sem lagt er upp að þvæla mál­ið, ein­blína á auka­at­riði þess og leggja áherslu á að það sé eitt­hvað athuga­vert við þá sem spyrja spurn­inga, vilja rann­saka eða krefj­ast að ábyrgð sé öxl­uð. Þessa við­spyrnu sjáum við til dæmis í rit­stjórn­ar­skrifum Morg­un­blaðs­ins, í orð­ræðu stjórn­ar­liða og í blogg­færslum gam­alla valda­manna.

Öll við­brögðin eru sam­kvæmt hand­bók­inni. Heilög vand­læt­ing gagn­vart þeim sem kalla eftir því að allt sé uppi á borð­um. Ásak­anir um til­efn­is­laus upp­hlaup án þess að fjallað sé um efn­is­at­riði máls­ins. Krakk­inn ætti að skamm­ast sín fyrir að segja að keis­ar­inn sé alls­ber.

Svona var þetta líka í leka­mál­inu. Í aðdrag­anda þess að Pana­ma-skjölin voru opin­beruð. Í fyrra þegar tek­ist var á um aðgengi að gögnum um upp­reist æru. Og mörgum fleiri málum þar sem almenn­ingi hefur ofboðið fram­ganga kjör­inna full­trú­a. 

Næstu skref verða alveg eins og í ofan­greindum mál­um. Fjöl­miðlar og valdir þing­menn standa í lapp­irn­ar, krefj­ast frek­ari upp­lýs­inga og gagna og frek­ari ljósi verður varpað á mál sem varðar skýra almanna­hags­muni. Þ.e. mögu­legt brot ráð­herra í starfi sem nú er rök­studdur grunur um að hafi átt sér stað. 

Þegar því ferli er lokið munu rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir standa frammi fyrir því hvernig þeir ætla að takast á við stöð­una. Ætla þeir að verja ráð­herr­ann sem leyndi upp­lýs­ingum og sinnti ekki eft­ir­lits­skyldu sinni? Lík­leg­asta nið­ur­staðan þar er sú að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn muni standa með sínum manni. Og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mun ugg­laust gera það líka, sér­stak­lega vegna þess að Fram­sókn stóð fast með Sig­ríði Á. And­er­sen í Lands­rétt­ar­mál­inu. Þá stendur eftir hvað Vinstri græn, sjálf­skipuð sam­viska og sið­ferð­is­kennd íhalds­stjórn­ar­inn­ar, muni gera.

Og fram­tíð stjórn­ar­sam­starfs­ins, sem hefur nú staðið yfir í fimm mán­uði, mun ráð­ast á því.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari