Auglýsing

Haustið 2014 hófust verk­falls­að­gerðir lækna á Íslandi. Leið­ar­stefið í þeirri bar­áttu var kunn­ug­legt. Grunn­launin voru of lág, læknar voru of fáir og of margir þeirra voru á leið á eft­ir­laun. Þeir fóru fram á tug­pró­senta launa­hækk­anir og kerf­is­breyt­ing­ar. Það þurfti að taka þá „fram fyrir röð­ina“ til að ekki færi illa. „Leið­rétta“ það launa­órétt­læti sem þeir hefðu verið látnir sæta til þess að þeir flyttu ekki bara allir til Sví­þjóð­ar. Og eftir sæti þjóð með enga sér­fræði­lækna. Á þessum tíma voru starf­andi á Íslandi 1.101 lækn­ar.

Bjarni Bene­dikts­son, þáver­andi og núver­andi fjár­mála­ráð­herra, kom ítrekað fram og sagði að ekki væri hægt að ganga að kröfum lækna vegna áhrifa sem það myndi hafa á vinnu­mark­aðs­mód­elið á Íslandi. Sama gerðu for­svars­menn Sam­taka atvinnu­lífs­ins. Það væri ekki enda­laust hægt að „leið­rétta“ kjör ein­stakra stétta. Það smit­aði alltaf yfir á aðr­ar.

Fjöl­miðlar voru und­ir­lagðir af fyr­ir­sögnum á borð við „Allt stefnir í neyð­­ar­á­stand“, „Heil­brigð­is­­kerfi á helj­­ar­­þröm“, „Læknar hættir að koma heim“, „Al­var­­legt ástand vegna upp­­­sagna ungra lækna“, „Engir krabba­­meins­læknar á Íslandi 2020?“ og „Að­­gerðum frestað og biðlistar lengjast“. Þjóðin fékk það sterkt á til­finn­ing­una að ef ekki yrði samið við lækna strax þá yrði Ísland ekki lengur vel­ferð­ar­ríki heldur þriðja heims ríki.

Auglýsing

Og læknar náðu eyrum þjóð­­ar­inn­­ar. Skoð­ana­kann­­anir sýndu að mikil meiri­hluti svar­enda var þeirrar skoð­unar að læknar ættu að fá launa­hækk­­­anir umfram aðra.

Á end­anum var samið við lækna 7. jan­úar 2015. Þeir fengu sitt í gegn og launa­kostn­aður íslenska rík­is­ins vegna lækna hækk­aði um tæp 30 pró­sent. Heild­ar­kostn­að­ur­inn, að með­töldum kostn­að­ar­tölum vegna kerf­is­breyt­inga, var enn hærri. Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar voru 63 pró­sent lækna hér á landi karlar á árinu 2015.

Almanna­tengsla­á­hrifin

Læknar stærðu sig að því eftir að hafa samið að hafa ráðið almanna­tengil­inn Gunnar Stein Páls­­son til að vera því til ráð­gjafar á meðan að læknar þrýstu á miklar launa­hækk­­an­­ir. Í Lækna­­blað­inu sagði for­­maður Lækna­fé­lags­­ins að ráðn­­ingin á Gunn­­ari Steini hefði alveg tví­­­mæla­­laust hjálpað til við að knýja fram veru­­lega kjara­bæt­­ur.

Þegar farið var að gera upp málið kom meðal ann­ars í ljós, í sam­an­burð­ar­tölum sem ASÍ tók sam­an, að heild­ar­laun lækna á Íslandi voru um 15 pró­sent hærri að með­al­tali en á meðal kollega þeirra á Norð­ur­lönd­un­um, þegar búið var að leið­rétta fyrir verð­lagi og skött­um.

Síðan að samið var við lækna í byrjun árs 2015 hefur gengi krón­unnar gagn­vart sænsku krón­unni styrkst um 35 pró­sent. Það er því ljóst að laun lækn­anna í þeim alþjóð­lega sam­an­burði sem þeir báru fyrir sig í verk­falls­bar­áttu sinni hafa hækkað feiki­lega í hafi á tíma­bil­inu.

Eðli­lega vildu aðrir hópar á vinnu­mark­aði, sem voru með lausa kjara­samn­inga, miða sig við þær hækk­anir sem læknar fengu. Sér­stak­lega aðrar heil­brigð­is­stéttir sem störf­uðu við hlið lækna í heil­brigð­is­kerf­inu, t.d. hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar, lík­lega stærsta kvenna­stétt lands­ins. Alþingi setti á end­anum lög á verk­falls­að­gerðir þeirra og vís­aði deil­unni til gerð­ar­dóms, sem hækk­aði laun hjúkr­un­ar­fræð­inga um 25 pró­sent á fjórum árum.

Ekki hægt að gera leið­rétt­ingar

Bjarni Bene­dikts­son ræddi stöð­una á vinnu­mark­aði á Alþingi í júni 2015, eftir að búið var að semja við lækna og deilur við hjúkr­un­ar­fræð­inga stóðu sem hæst. Hann sagði vinnu­mark­aðs­mód­elið gallað og að hruni kom­ið. Ítrekuð verk­föll og kröfur um leið­rétt­ingu launa sýndu það. Menn kæmu að samn­inga­borð­inu og sögð­ust hafa dreg­ist aftur úr öðrum stéttum síð­asta ára­tug­inn og að það þurfi að leið­rétta.

Svo sagði Bjarni: „Mitt svar við þessu er: það er ekki hægt að gera leið­rétt­ingar tíu ár aftur í tím­ann. Það geta ekki enda­­laust allir fengið leið­rétt­ingar gagn­vart ein­hverjum öðrum við­mið­un­­ar­hóp­­um.“

En samt hægt að gera leið­rétt­ingar fyrir suma

Rúmu ári síðar höfðu laun æðstu emb­ætt­is­manna á borð við ráð­herra, þing­menn, aðstoð­ar­menn ráð­herra, og dóm­ara verið „leið­rétt“ af kjara­ráði. Sömu sögu er að segja af launum þeirra hópa sem miða sig við þessa aðila í laun­um. Allir í þessum hópum hækk­uðu um tugi pró­senta í laun­um. Þing­menn hækk­uðu til að mynda um 44,3 pró­sent á kjör­dag 2016. Bene­dikt Jóhanns­son, þá for­maður Við­reisnar og verð­andi fjár­mála­ráð­herra, sagði að launa­hækk­unin væri „leið­rétt­ing á inn­gripum und­an­far­inna ára.“ Bjarni Bene­dikts­son sagði af sama til­efni að hann væri ekki spenntur fyrir því að grípa inn í launa­hækk­un­ina.

Ein afleið­ingin af þessu er sú að kostn­aður við rekstur rík­is­stjórnar Íslands, sem í felst launa­greiðslur til ráð­herra og sífellt fleiri aðstoð­ar­manna þeirra, hefur auk­ist um 208 millj­ónir króna frá árinu 2012 og er áætl­aður 461 milljón króna í ár.

Þá er auð­vitað ótalið sú hækkun sem orðið hefur á fram­lögum úr rík­is­sjóði til rekst­urs stjórn­mála­flokka. Í erindi sem sex af átta stjórn­mála­flokkum sem eiga full­trúa á þingi sendu til fjár­laga­nefndar rétt fyrir jól í fyrra var farið fram á „leið­rétt­ingu“ á fram­lögum til stjórn­mála­flokka. Á milli jóla og nýárs var svo sam­þykkt að hækka fram­lögin um 127 pró­sent. Stjórn­mála­flokk­arnir skipta nú með sér 648 millj­ónum króna árlega.

Póli­tískar ákvarð­anir leiða til enn fleiri leið­rétt­inga

Í lok árs 2016 var loks tekin póli­tísk ákvörðun um að færa ákvörðun um launa­kjör rík­is­for­stjóra undan kjara­ráði og til stjórna fyr­ir­tækj­anna, sem eru póli­tískt skip­að­ar. Sú breyt­ing tók gildi um mitt síð­asta ár.

Í kjöl­farið voru laun útvarps­­­stjóra hækk­uðu um 16 pró­­sent í 1,8 millj­­ónir króna á mán­uði, laun for­­stjóra Isa­via um 20 pró­­sent í 2,1 millj­­ónir króna á mán­uði, laun for­­stjóra Lands­­virkj­unar um 32 pró­­sent upp í 2,7 millj­­ónir króna á mán­uði, laun for­­stjóra Íslands­­­pósts um 17,6 pró­­sent í 1,7 millj­­ónir króna á mán­uði og laun for­­stjóra Lands­­nets um tíu pró­­sent í 1,8 millj­­ónir króna á mán­uði.

Í skýrslu sem Talna­könnun gerði og birti í apríl síð­ast­liðnum kom auk þess fram að laun banka­stjóra Lands­bank­ans, sem er í eigu íslenska rík­is­ins, hefðu hækkað um 61,1 pró­sent milli 2015 og 2017 í 3,4 millj­ónir króna á mán­uði. Laun banka­stjóra Íslands­banka, sem er líka að fullu í rík­i­s­eigu, hækk­uðu um 15,4 pró­sent á sama tíma­bili í 5,8 millj­ónir króna á mán­uði.

Laun for­stjóra leið­rétt í sam­ræmi við þá sjálfa

Í efstu lögum einka­geirans hefur átt sér stað sam­bæri­legt launa­skrið eftir að fennti yfir hóf­sem­is­kröfur hruns­ins. For­­stjórar fyr­ir­tækja í Kaup­höll, sem eru meira og minna fyr­ir­tæki sem þurftu á fjár­­hags­­legri end­­ur­­skipu­lagn­ingu að halda eftir banka­hrunið og stunda þjón­ust­u­­starf­­semi á fákeppn­is­­mark­aði, eru með nálægt fimm millj­­ónum króna að með­­al­tali í mán­að­­ar­­laun. Það eru 17-18­­föld lág­­marks­­laun.

Það sem ein­kennt hefur gengi félaga í Kaup­höll­inni und­an­farið eru afkomu­við­var­anir og minnk­andi virði. Sam­tals hefur úrvals­vísi­tala henn­ar, sem er sam­an­sett af þeim félögum sem hafa mestan selj­an­leika, lækkað um 15 pró­sent á rúmu ári. Um er að ræða að uppi­stöðu eignir almenn­ings, í gegnum líf­eyr­is­sjóð­ina sem eiga skráðu félögin að mestu, en þora ekki að stjórna þeim með virkum hætti.

Og laun karl­anna sem stýra þessum félög­um, sem eru að skila ein­hverri verstu frammi­stöðu sem þekk­ist á meðal kaup­halla, hækka bara á meðan að þau eru á sjálf­stýr­ingu. Þau eru „leið­rétt“ svo þau séu í sam­ræmi við við­mið­un­ar­stétt­ir. Sem eru þeir sjálf­ir.

Sumir eru jafn­ari en aðrir

Samt eru ráða­menn alltaf jafn hissa þegar aðrar stéttir leggja fram kröfur sem eru í takti við ofan­greint. Þegar þær 252 ljós­mæð­ur, kvenna­stétt sem vinna hjá rík­inu og er tæpur fjórð­ungur af fjölda lækna, vilja hækka grunn­launin sín, alveg eins og læknar vildu og fengu fyrir nokkrum árum síð­an.

Fjár­mála­ráð­herra sagði í upp­hafi mán­aðar að það væri saga hins íslenska samn­inga­mód­els „að allir líti á sig sem sér­staka og að þeir eigi að hækka meira en aðr­ir. Þannig höfum við farið í gegnum hverja kjara­lot­una á eftir annarri og endað úti í skurð­i.“

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra segir í Frétta­blað­inu í dag að hún sé hugsi yfir því að ljós­mæður lúti ekki vilja rík­is­ins og hafni til­lögu þess um lausnir sem séu ekki í sam­ræmi við kröfu­gerð þeirra.

Það verður að segj­ast eins og er, þegar þau dæmi sem hér hafa verið nefnd eru skoð­uð, þá virð­ist það fyrst og síð­ast vera karllægar stéttir sem voru þegar með mjög há laun í öllum sam­an­burði sem líti á sig sem sér­stak­lega sér­stak­ar. Aðrar stétt­ar, sér­stak­lega stórar kvenna­stétt­ir, eiga ekki að fara fram með sam­bæri­legar kröf­ur.

Í des­em­ber verða 81 kjara­samn­ingar laus­ir. Í mars 2019 bæt­ast 150 við.

Ef ráða­mönnum er alvara um að krefj­ast þát­töku launa­fólks í við­haldi stöð­ug­leik­ans, sem er auð­vitað öllum til góða, þá verða þeir að sýna gott for­dæmi og vinda ofan af þeim „leið­rétt­ing­um“ sem tekju­háum hópum hefur verið skammtað á und­an­förnum árum.

Sumir mega ekki vera jafn­ari en aðr­ir. Eða sér­stak­ari.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari