Auglýsing

Í gær birti forsætis­nefnd Alþingis þá nið­ur­stöðu sína að ekk­ert sé athuga­vert við það þegar þing­menn fái end­ur­greiðslu úr sam­eig­in­legum sjóðum vegna keyrslu sem þeir ráð­ast í þegar þeir sinna próf­kjörs­bar­áttu. Það er líka nið­ur­staða for­sætis­nefndar að þeir megi rukka Alþingi fyrir kostnað vegna keyrslu í kosn­inga­bar­áttu. Svo ekki sé minnst á það ef þeir þurfi að sækja afmæli eða jarð­ar­far­ir. Þangað má líka keyra á kostnað skatt­greið­enda. Að hluta til skatt­frjálst.

Nið­ur­staða for­sætis­nefndar er sú að gild­andi reglur um akst­urs­kostnað þing­manna séu svo víðar að þær veiti „um­tals­vert svig­rúm, við mat á því hvað skuli telj­ast til starfa þing­manns.“ Með öðrum orðum þá má þing­maður í raun krefj­ast end­ur­greiðslu fyrir hvaða akstur sem er, svo lengi sem hann sjálf­ur, í eigin höfði, skil­greinir akst­ur­inn sem hluta af þing­manna­störfum sín­um.

Auglýsing
Jafnvel þótt að þing­maður við­ur­kenni sjálf­ur, í bréfi til for­sætis­nefndar, að end­ur­greiðslur vegna kostn­aðar af því að rúnta um kjör­dæmið sitt með tökulið frá póli­tískt hlið­hollri sjón­varps­stöð, í þeim til­gangi að vekja athygli á sjálfum sér og búa til áróð­ursefni, „orki tví­mæl­is“ þá er ekk­ert athuga­vert við þá end­ur­greiðslu. Og jafn­vel þótt þing­mann­inum finn­ist þetta orka svo mik­ils tví­mælis að hann ákveður að end­ur­greiða Alþingi það fé sem hann fékk end­ur­greitt þegar hann bland­aði saman ferðum sínum „um kjör­­dæmið og ferðum á sama tíma með töku­­fólki ÍNN“ þá felur það víst ekki í sér við­ur­kenn­ingu á því að við­kom­andi hafi haft rangt við. Það bendir ekki einu sinni til þess að hátt­ernið hafi verið and­stætt siða­reglum þing­manna.

Þvert á móti er það nið­ur­staða for­sætis­nefndar Alþingis að engin skil­yrði séu til staðar fyrir því að fram fari almenn rann­­sókn á end­­ur­greiddum akst­­ur­s­­kostn­aði þing­­manna. Nefndin telur einnig að ekki hafi komið fram neinar upp­­lýs­ingar eða gögn sem sýni að til staðar sé grunur um að refsi­verð hátt­­semi hafi átt sér stað við fram settar kröfur um end­­ur­greiðslur vegna akst­­ur­s­­kostn­aðar sem kæra beri sem meint brot til lög­­­reglu.

Undir þessa nið­ur­stöðu skrifar for­seti Alþing­is, Stein­grímur J. Sig­fús­son.

Kerf­is­legt for­skot á hina

Þetta er aðeins önnur nálgun en Stein­grímur setti fram í við­tali í sjón­varps­þætti Kjarn­ans í febr­ú­ar, þegar umræða um ótrú­lega háan akst­urs­kostnað þing­manna var í hámæli. Þar sagði hann að þing­­menn væru komnir „djúpt inn á grátt svæði“ þegar þeir væru að láta Alþingi greiða fyrir akst­­ur­s­­kostnað sinn í próf­­kjörum eða í aðdrag­anda kosn­­inga. „Próf­­kjör í flokki er svo langt í burtu frá þing­­manns­­starf­inu að það að mínu mati ætti ekki að vera full­gilt ferða­til­efni. Ekki nema að þú ættir önnur erindi með,“ sagði Stein­grím­ur. „Eigum við bara að hafa það skýrt að þátt­­taka í próf­­kjörum er ekki til­­efni til að senda inn eigin reikn­ing?,“ bætti hann við.

Auglýsing
En nú er staðan sú að það er bara allt í lagi að senda þjóð­inni reikn­ing fyrir þátt­töku í próf­kjörs­bar­áttu. Og því er stað­fest að sitj­andi þing­menn hafa fjár­hags­legt for­skot á aðra sem hafa hug á því að skora þá á hólm í slík­um, sökum aðgengis þeirra að sam­eig­in­legum sjóðum til að greiða fyrir akst­ur.

Þá er líka stað­fest að sitj­andi þing­menn mega, í krafti þess svig­rúms sem reglur um end­ur­greiðslu kostn­aðar veitir þeim, nýta sér slíka pen­inga í kosn­inga­bar­áttu flokka sinna. Það eru pen­ingar sem flokkar utan þings hafa ekki aðgengi að.

Sam­trygg­ingin er sterk

Póli­tískt sam­trygg­ing er eitt ömur­leg­asta birt­ing­ar­form hinnar kerf­is­lægu stroku­spill­ingar sem ein­kennir sam­fé­lagið okk­ar. Þar sem með­virkni og hags­munir láta hið besta fólk líta fram hjá van­hæfni, lög­brot­um, svindli og sjálftöku vegna þess að það er ekki hluti af póli­tískri menn­ingu að láta fólk bera ábyrgð á gjörðum sín­um.

Þetta hefur birst aftur og aftur í málum þar sem skýrar og eðli­legar kröfur eru uppi um afsögn ráða­manna sem hafa t.d. orðið upp­vísir af því að brjóta lög og valda um leið marg­hátt­uðum sam­fé­lags­legum skaða.

Þetta hefur birst í því að ber­sýni­lega hefur verið svindlað í kosn­ingum, með ólög­legum SMS-­send­ingum á og við kjör­dag, án þess að það hafi nokkrar afleið­ing­ar. Þetta hefur birst þegar stjórn­mála­fólk velur að nýta nafn­laus hlið­ar­sjálf við flokka til að taka við fjár­munum í and­stöðu við anda laga svo hægt sé að stunda póli­tískt níð og áróður án þess að tengslin við borg­un­ar­menn­ina og flokk­ana sem þeir til­heyra verði gerð opin­ber. Þá tekur sam­trygg­ingin sig bara sam­an, lætur vinna mála­mynda­skýrslu um að það sé ekk­ert hægt að gera í þessu, og hið óeðli­lega, og mögu­lega ólög­lega, inn­grip í hið lýð­ræð­is­lega ferli látið óáreitt. Þetta var nið­ur­staða þrátt fyrir að Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu (ÖSE) hefði sagt í skýrslu sinni sem birt var eftir þing­kosn­ing­arnar 2017 að „um­boð eft­ir­lits­að­ila til eft­ir­lits með ólög­­­mætum og nafn­­­lausum kosn­­­inga­á­róðri á net­miðlum væri ófull­nægj­andi. Athuga­­­semdir ÖSE eru alvar­­­legar og renna stoðum undir mik­il­vægi þess­­­arar skýrslu­beiðn­­­i.“

Vond póli­tísk menn­ing er ekki föst og óbreyt­an­leg breyta

Sam­trygg­ingin birt­ist þegar nán­ast allir flokk­arnir sam­þykkja að auka fram­lög til síns sjálfs um 127 pró­sent, líka til þeirra flokka sem svindl­uðu eða brutu lög. Og rök­studdur grunur er um að hafi haft hag af hinum nafn­lausa áróðri. Með því voru send út þau skýru skila­boð að það marg­borgi sig að hafa rangt við. Raunar eru flokkar sér­stak­lega verð­laun­aðir fyrir það.

Það eina jákvæða sem hægt er að taka úr svona fram­ferði er að það opin­berar hræsni þeirra stjórn­mála­manna sem telja sig sið­lega og umbóta­sinn­aða í orði, en láta ímynd­aðan póli­tískan ómögu­leika þess að láta fólk og flokka sem hafa rangt við sæta ábyrgð ráða ákvörð­unum sínum á borði.

Það er vert að hafa í huga að ekk­ert kerfi er betra en fólkið sem stýrir því. Og vond póli­tísk menn­ing er ekki föst og óbreyt­an­leg breyta. Hún er bara til vegna þess að fólk ákveður að halda henni við.

Það er hægt að taka á spill­ingu, svind­li, vondu sið­ferði, leynd­ar­hyggju og ólseigri frænd­hygli. Það er hægt að inn­leiða póli­tíska ábyrgð. Það er hægt að koma í veg fyrir mis­notkun á opin­beru fé.

Það er hins vegar ekki gert. Vegna þess að stjórn­mála­menn ákveða að gera það ekki.

Og það heitir að taka sér­hags­muni, til dæmis rík­is­stjórn­ar­sam­starf, langt fram yfir almanna­hags­muni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari