Auglýsing

Lík­lega hefur aldrei verið jafn mik­ill glund­roði til staðar í íslensku sam­fé­lagi og nákvæm­lega núna. Ekki einu sinni eftir banka­hrun­ið. Óvissa er um hvenær far­aldur sem ógnar lífi tekur enda og hversu skæður hann verð­ur. Tugir þús­unda lands­manna sem starfa í einka­geir­anum flykkj­ast á hluta­bætur til við­bótar við þá rúm­lega tíu þús­und sem eru án atvinnu. Allt í einu eru laun þorra starfs­manna stór­fyr­ir­tækja á einka­mark­aði greidd að stórum hluta af okkur skatt­greið­end­um. 

Glund­roði skapar oft aðstæður til myrkra­verka. Þá er til að mynda góður tími fyrir smán­aða for­stjóra sem hafa þurft að fara í felur vegna meintra mútu- og skatta­laga­brota að snúa aftur í skjóli COVID-19 umræðu. Þá er góður tími til að til­kynna um ráðn­ingar eða skip­anir sem undir venju­legum kring­um­stæðum myndu valda meiri úlfúð. Og góður tími til að ýta í gegn gam­alli hug­mynda­fræði­legri þrjá­hyggju um að auka frelsi í áfeng­is­sölu, undir þeim glæ­nýju for­merkjum að það hjálpi mögu­lega veit­inga­stöðum í heim­send­ingum að lifa af COVID-19 kreppu.

Þeir sem mættu fyrstir

Rík­is­stjórnin kynnti fyrir viku það sem hún kall­aði stærstu efna­hags­að­gerðir Íslands­sög­unn­ar. Stóru atriðin í þeim pakka voru þau að opnað var á að ríkið greiði stóran hluta af launum tug þús­unda starfs­manna fyr­ir­tækja í einka­eigu til að hægt sé að við­halda ráðn­ing­ar­sam­bandi. Til við­bótar verður ákveðnum fyr­ir­tækj­um, sem upp­fylla skil­yrði um nægj­an­lega mikið rekstr­ar­tap, veitt aðgengi að lánum sem ríkið ábyrgist, og verða á lægri vöxtum en nokkru sinni áður hefur þekkst. 

Auglýsing
Það er verið að veita einka­fyr­ir­tækjum for­dæma­lausan aðgang að skattfé til að lifa af. Því er sýndur almennur skiln­ingur enda ljóst flestu skyn­sömu fólki að það sé sam­fé­lags­lega hag­kvæmt að verja störf og fjöl­breyti­leika við þessar aðstæð­ur. 

Fyrstu tvö fyr­ir­tækin í röð­ina, sem skráðu ann­ars vegar yfir fjögur þús­und starfs­menn og hins vegar um 400 starfs­menn á hluta­bæt­ur, voru Icelandair og Bláa lón­ið. Það fyrr­nefnda greiddi rúm­lega 11 millj­arða króna í arð til hlut­hafa sinna á árunum 2012 til 2017 og hefur líka keypt af þeim hluta­bréf fyrir millj­arða. Það síð­ar­nefnda hefur borgað örfáum hlut­höfum sínum út sam­tals 6,6 millj­arða króna í arð á tveimur árum. Það fyrr­nefnda sagð­ist eiga vel á fjórða tug millj­arða króna í hand­bæru fé. Það síð­ar­nefnda átti 12,4 millj­arða króna í eigið fé í lok árs 2018, og enn meira í lok síð­asta árs. 

Bannið arð­greiðslur og end­ur­kaup

Þótt aðstæður séu svart­ar, og verið sé að hjálpa eftir fremsta megni, þá má ekki vera frítt spil fyrir stór­fyr­ir­tæki til að nýta þessar aðgerðir eftir hent­ug­leika. Í banda­ríska risa­pakk­anum sem nú hefur verið mót­að­ur, og er upp á tvo billj­arða Banda­ríkja­dala, eru til að mynda sér­stök skil­yrði fyrir þau fyr­ir­tæki sem þiggja fjár­hags­að­stoð hins opin­bera. Þau skil­yrði eru að fyr­ir­tækin mega ekki greiða arð né kaupa aftur eigin bréf þangað til að ár er liðið frá því að fjár­hags­að­stoðin hefur verið end­ur­greidd. 

Í frum­varp­inu sem Alþingi er með til með­ferðar nú, og leiðir af sér tug millj­arða króna lán þar sem ríkið gengst í ábyrgð­ir, eru engin slík ákvæði þrátt fyrir að þegar hafi komið fram að ráða­menn reikni með að um helm­ingur lán­anna ( sem verða allt að 70 millj­arðar króna í fyrsta kasti) muni tap­ast. Fáist þau ekki inn­heimt verður um hreina rík­is­styrki að ræða. 

Þessu þarf auð­vitað að breyta hratt, og inn­leiða þau skil­yrði sem kap­ít­al­ís­kasta ríki heims, Banda­rík­in, hafa meira að segja inn­leitt hjá sér.

Kerf­is­lega mik­il­vægu fyr­ir­tækin

Áður en allt breytt­ist var einn stóru bank­anna þriggja, Arion banki, kom­inn í einka­eigu. Eig­endur hans, sem eru blanda af erlendum skamm­tíma­sjóð­um, íslenskum einka­fjár­festum og líf­eyr­is­sjóð­um, hafa verið með þá stefnu að greiða sem mest eigið fé út úr bank­anum á sem skemmstum tíma. Það var gert með breyttri fjár­mögn­un, sam­drætti í útlán­um, stór­tækum upp­kaupum á eigin bréfum og arð­greiðslum umfram hagn­að. Nýleg grein­ing spáði því að arð­greiðslu­getan gæti auk­ist um 50 millj­arða króna á næsta árinu. Þetta mega þeir, bank­inn er í einka­eigu og hagar sér að öllu leyti í sam­ræmi við lög. 

Auglýsing
Til við­bótar var þrýst­ing­ur, bæði frá bank­anum sjálf­um, hags­muna­sam­tökum og fót­göngu­liðum í fjöl­miðlum um að lækka bindi­skyldu, eig­in­fjár­kvaðir og banka­skatt. Allt eru þetta leiðir sem gætu stór­aukið útgreiðslu á eigin fé úr Arion banka. 

Nú, á örfáum dög­um, hefur bindi­skylda verið lækkuð niður í núll. Sveiflu­jöfn­un­ar­auki var færður úr tveimur pró­sentum niður í núll sem losar veru­lega um eig­in­fjár­kvað­irn­ar. Til stendur að lækka banka­skatt úr 0,318 pró­sent í 0,145 pró­sent vegna tekju­árs­ins 2020, eða um rúman helm­ing. 

Seðla­bank­inn hefur komið þeim skila­boðum á fram­færi að við­skipta­bank­arnir þrír ættu, vegna aðstæðna sem uppi eru og þeirra til­slak­ana sem veittar hafa ver­ið, að end­ur­skoða arð­greiðslu­á­form sín. Auð­velt er að gera það með Íslands­banka og Lands­bank­ann, enda báðir í eigu rík­is­ins, en Arion banki lýtur ekki slíku valdi. Þar hafa hlut­hafar sam­þykkt að fresta tíu millj­arða króna arð­greiðslu vegna síð­asta árs um tvo mán­uði. Bank­inn hélt samt sem áður áfram að kaupa eigin bréf. Það gerð­ist síð­ast 17. mars síð­ast­lið­inn og á aðal­fundi Arion banka þann sama dag var heim­ild stjórnar til að kaupa allt að tíu pró­sent af hlutafé bank­ans end­ur­nýj­uð. Miðað við núver­andi mark­aðsvirði þýddi það 10,4 millj­arða króna greiðsla til eig­enda.

Það þarf að ekki ein­ungis að setja fyr­ir­tækjum sem þiggja rík­is­stuðn­ing úr fyr­ir­liggj­andi aðgerð­ar­pakka skil­yrði um að eig­endur þeirra geti ekki bara tekið hann út og stungið í vas­ann strax og betur viðr­ar. Það þarf líka að setja þeim kerf­is­lega mik­il­vægu fyr­ir­tækjum sem miðla stuðn­ingnum áfram að mestu leyti, íslenskum bönk­um, skil­yrði um að það verði að setja tæm­ingu sína á ís. 

Von­brigði Við­skipta­ráðs

Við­skipta­ráð er helsti hags­muna­vörður fjár­magns­eig­enda á Íslandi. Meg­in­hlut­verk þess er að berj­ast fyrir minna eft­ir­liti, minna rík­is­valdi og lægri sköttum á fyr­ir­tæki. Und­an­farin ár hafa for­svars­menn þess einnig beitt sér hart gegn bar­áttu lág­launa­fólks fyrir betri kjörum með þeim rökum að kakan sé ekki nægi­lega stór til að leyfa því að borða þangað til að það finnur fyrir sedd­u. 

Nú, þegar ríkið er að taka yfir stóran hluta launa­greiðslna til starfs­manna fyr­ir­tækja sem hafa greitt sér millj­arða króna í arð á síð­ustu árum, og eiga tugi millj­arða króna í eigið fé, fannst Við­skipta­ráði við­eig­andi að lauma sínum helstu hug­mynda­fræði­legu áherslum að í umsögn um fjár­auka­laga­frum­varp. 

Þar sagði að það væru mikil von­brigði að ekk­ert hafi enn heyrst um skert starfs­hlut­föll, tíma­bundnar kjara­skerð­ingar eða annað slíkt hjá opin­berum starfs­mönnum á sama tíma og stór­felld lækkun starfs­hlut­falls og upp­sagnir væru að hefj­ast á almennum vinnu­mark­aði. „Hið sama ætti að gilda á opin­berum vinnu­mark­aði. Það er sann­gjarnt en eykur líka svig­rúm rík­is­ins til að bregð­ast við aðstæð­unum í heil­brigð­is­kerf­inu og til þess að for­gangs­raða fjár­munum í aðgerðir til að sporna gegn nei­kvæðum efna­hags­legum áhrifum t.d. með því að verja atvinnu­líf­ið, þar sem verð­mæta­sköp­unin á sér stað.“ Und­an­skilja ætti ótil­greindan hóp rík­is­starfs­manna sem stæði í fremstu víg­línu í bar­átt­unni gegn COVID-19. 

Við­skipta­ráð lét ekki þar við sitja. Það skrif­aði aðra umsögn, um frum­varp rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­innar sem er ætlað að lög­­­­­festa aðgerð­­­ar­­­pakka hennar í efna­hags­­­mál­­um. Þar kom fram sú skoðun ráðs­ins að betra væri að rík­is­sjóður myndi gefa fyr­ir­tækj­unum pen­ing­ana sem færðir verða til þeirra, í stað þess að lána þá. 

Sýnið auð­mýkt

Það sjá það flestir að umsvif hins opin­bera munu þurfa að drag­ast saman í fram­tíð­inni. Tekjur þjóð­ar­bús­ins munu drag­ast saman og það mun ugg­laust leiða af sér nið­ur­skurð­ar­kröfu innan opin­bera kerf­is­ins líka. Það er óum­flýj­an­legt. En það hefur sinn tíma og verður gert í gegnum hefð­bundið ferli á Alþingi þegar rykið sest og end­an­leg staða blasir við, ekki með tæki­fær­is­sinn­aðri kröfu um skert starfs­hlut­fall og -kjör hjá nán­ast öllum þeim sem starfa hjá hinu opin­bera. Fólks sem að uppi­stöðu starfar við að veita venju­lega fólki nauð­syn­lega þjón­ustu sem hinn frjálsi mark­aður gæti aldrei boðið þeim á við­ráð­an­legu verði. Opin­bera kerfið verður lagað að sam­fé­lag­inu sem eftir stend­ur, enda til­gangur þess að þjón­usta það.

Auglýsing
Svo má heldur ekki gleyma því að hér voru gerðir kjara­samn­ingar árið 2016, byggt á SALEK-lík­an­inu, þar sem opin­berir starfs­menn gáfu eftir betri líf­eyr­is­rétt­indi gegn því að laun þeirra yrðu jöfnuð við almenna mark­að­inn á innan við tíu árum. Það hefur ekki náðst hingað til. Auk þess hefur ekki átt sér stað ein­hver heild­ræn kjara­skerð­ing á almenna mark­aðn­um. Ekk­ert hefur til að mynda verið til­kynnt um kjara­skerð­ingar á skrif­stofu Við­skipta­ráðs. Vinnu­mála­stofnun reiknar með um 19 þús­und manns á hluta­bætur og hluti þeirra munu halda fullum laun­um. Alls eru þetta tæp­lega tíu pró­sent af starf­andi íslend­ing­um. 

Það að krefj­ast að farið verði í almennar og heild­rænar kjara­skerð­ingar hjá opin­berum starfs­mönn­um, á sama tíma og allt ofan­greint er að eiga sér stað, er í besta falli ósmekk­legt og sýnir í versta falli algjöran skort á jarð­teng­ing­u. 

Líkt og sagði í yfir­lýs­ingu frá BSRB þá virð­ist skiln­ings­leysi Við­skipta­ráðs á opin­berum rekstri benda til þess að við­­skipta­lífið á Íslandi skilji ekki að það er einmitt grunn­­þjón­ustan sem geri við­skipta­líf­inu kleift að starfa. „Hvernig ætla íslensk fyr­ir­tæki að starfa og dafna án öfl­­ugs heil­brigð­is- og mennta­­kerf­is? Hvernig á starfs­­fólk fyr­ir­tækj­anna að geta sinnt störfum sínum ef ekki eru til staðar leik­­skól­­ar, grunn­­skólar hjúkr­un­­ar­heim­ili, þjón­usta við fólk með fötlun og langvar­andi veik­indi? Hver á að hirða sorpið sem skap­­ast í rekstr­inum og dag­­legu lífi starfs­­fólks­ins, hver á að þrífa og tryggja hrein­­læti? Hvernig ætla að fyr­ir­tækin að starfa í sam­­fé­lagi án öfl­­ugrar lög­­­gæslu? Hvernig ætla fyr­ir­tækin að koma vörum sínum og þjón­­ustu á markað án trausts vega­­kerfis og fjar­­skipta­inn­viða? Hvernig ætla fyr­ir­tæki lands­ins að starfa í inn­­­lendu og alþjóð­­legu umhverfi án íslensks stjórn­­­kerfis sem stendur vörð um leik­­reglur og þjón­­ustu við almenn­ing og fyr­ir­tæki?“

Lögðu fram drauma­lista

Lengst af öllum gengu þó hags­muna­sam­tök sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja. Fyrst nokkrar töl­ur. Í lok árs 2018 áttu íslensk sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tæki eigið fé upp á 276 millj­­­arða króna. Frá hruni og fram til þess tíma hefur eig­in­fjár­­­­­staða sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækj­anna batnað um 355 millj­­­arða króna.

Alls greiddu fyr­ir­tækin sér arð upp á 12,3 millj­­­arða króna á árinu 2018. Frá árinu 2010 hafa þau greitt 92,5 millj­­­arða króna til eig­enda sinna í arð­greiðsl­­­ur. ­Sam­an­lagt vænk­að­ist hagur sjá­v­­­­ar­út­­­­­veg­­­ar­ins um 447,5 millj­­­arða króna á einum ára­tug.

Afla­verð­­mæti fyrstu sölu á afla sem íslensk fisk­veið­i­­­skip veiddu í fyrra var 17 millj­­örðum krónum meira en á árinu 2018, eða alls 145 millj­­arðar króna, sem er það mesta sem verð­­mætið hefur verið innan árs síðar árið 2015. 

Það hefur því gengið mjög, mjög, mjög vel í sjáv­ar­út­vegi og nokkrir ein­stak­lingar sem eru þar með tögl og hagldir hafa orðið ofsa­rík­ir. Sú staða hefur gefið þeim tæki­færi á því að dreifa úr sér um sam­fé­lagið og kaupa sig inn í fyr­ir­tæki í ótengdum geir­um. 

Í umsögn hags­muna­sam­taka eig­enda sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja um aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­innar var farið fram á að gerðar yrðu breyt­ingar á frum­varp­inu þess efnis að greiðslu veið­i­­gjalds í ár verði frestað. ­Á­ætl­­aðar tekjur rík­­is­­sjóðs vegna veið­i­­gjalda í ár eru tæp­­lega 4,9 millj­­arðar króna. Sam­tökin fóru söm­u­­leiðis fram á að sér­­­stök gjöld sem lögð eru á fisk­eld­is­­fyr­ir­tæki sem stunda sjó­kví­a­eldi verði frestað eða felld niður út árið 2021 til að veita fisk­eld­is­­fyr­ir­tækjum meira svig­­rúm til að bregð­­ast við fyr­ir­­séðum tekju­­sam­drætti við þær aðstæður sem nú eru upp­­i. 

Auglýsing
Í lok umsagn­­ar­innar var svo  þrýst á að frum­varp um breyt­ingu á lögum um stimp­il­­gjald af fiski­­skipum verði afgreitt sem hluti af þeim band­ormi sem felst í frum­varpi rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar. Um er að ræða ára­langt bar­átt­u­­mál SFS, en á árunum 2008 til 2017 greiddu sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tæki rúm­­­lega 1,2 millj­­­arða króna í stimp­il­­­gjald vegna fiski­­­skipa. 

Í annarri umsögn, um fjár­auka­lög vegna yfir­stand­andi efna­hags­á­stands, kemur fram að sam­tökin vili að Íslands­stofa fái fjár­magn til að ráð­ast í mark­aðs­setn­ingu á íslensku sjáv­ar­fangi þegar COVID-19 far­ald­ur­inn er yfir­stað­inn.

Sýnið alvöru sam­stöðu

Í heim­inum öllum er að eiga sér stað stór­tæk­asta rík­i­s­væð­ing taps hins frjálsa mark­aðar í mann­kyns­sög­unni. Hún er að eiga sér stað vegna ótrú­lega sér­stakra aðstæðna, en hún er að eiga sér stað engu að síð­ur. Fjár­magns­eig­end­urnir gátu á end­anum ekki verið án þess að skatt­greið­endur grípi þá þegar allt fer á hlið­ina. Of litlu hefur verið safnað til mögru áranna, meðal ann­ars vegna þess að of mikið hefur verið tekið út úr fyr­ir­tækjum í formi arðs og end­ur­kaupa. 

Þess­ari stöðu er sýnd nán­ast almennur skiln­ing­ur. Það þarf að tryggja heim­ilum og atvinnu­líf­inu aðgengi að fjár­magni og annan stuðn­ing. Halda öllum gang­andi. Það má taka undir orð Bald­urs Thor­laci­us, við­skipta­stjóra hjá Kaup­höll Íslands, í beittri grein sem birt­ist hér á Kjarn­anum í gær. Þar benti hann á að ef við komumst í gegnum þessa krísu án þess að eftir standi gjald­eyr­is­höft og sviðin jörð vafa­­samra við­­skipta­hátta, mark­aðs­mis­­­not­k­un­­ar­­mála og inn­herja­svika hafi fjár­mála­mark­að­ur­inn og atvinnu­lífið sýnt það í verki að það eigi traust skil­ið. „Við þurfum að gera bók­staf­­lega allt sem við getum til að passa upp á þetta. Það er mikið í húfi og ef vel tekst til gæti íslenskur fjár­­­mála­­mark­aður að mörgu leyti verið í mun sterk­­ari stöðu en fyrir þessa krísu, til­­­bú­inn til að standa á hlið­­ar­lín­unni og aðstoða þá sem ætla að bjarga heim­inum með aðgengi að fjár­­­magni. En fyrst: Ekk­ert rugl.“

Fólki er tíð­rætt um það um þessar mundir að við séum öll saman í þessu. Að sam­stöðu þurfi til svo að hægt sé að sigla í gegnum þetta ótrú­lega ástand. Sú sam­staða vex út úr því að veiran skæða fer ekki í mann­grein­ar­á­lit. Hún getur lagst á alla, óháð því hversu mikla pen­inga þeir eiga, hvort þeir séu lang­skóla­gengnir eða með grunn­mennt­un, hvort þeir eigi ein­býl­is­hús með heitum potti í garð­inum eða leigi litla blokkar­í­búð í úthverfi og hvort þeir vinni í vel borg­aðri vinnu í einka­geir­anum eða hjá hinu opin­ber­a. 

Meiri­hluti þjóð­ar­innar virð­ist vera hluti af þeirri sam­stöðu. En það virð­ist nú ljóst að sumir ætli greini­lega að kjósa sér aðra leið við þessar aðstæð­ur. Þeir ætla að bjóða upp á rugl og ætla að sýna algjöran skort á auð­mýkt gagn­vart aðstæð­un­um. Þeir ætla jafn­vel að nýta sér glund­roð­an.

Þeir ættu að skamm­ast sín. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari